Morgunblaðið - 21.06.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 2021
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Handabandið, sem var sett til hliðar
þegar kórónuveirufaraldurinn brast
á, gæti verið að koma inn úr kuld-
anum nú þegar verið er að draga úr
samkomutakmörkunum víða um
heim og æ fleiri eru bólusettir.
Það vakti að minnsta kosti athygli
í síðustu viku, þegar Joe Biden
Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín
Rússlandsforseti hittust í Genf í
Sviss, að þeir tókust innilega í hend-
ur. Nokkrum dögum fyrr, á leið-
togafundi G7-ríkjanna í Cornwall,
heilsuðust Biden og aðrir leiðtogar
hinsvegar með því að slá olnbog-
unum saman.
En þótt kófinu virðist vera að
létta hikar fólk við takast í hendur. Í
Bandaríkjunum hefur flestum sam-
komutakmörkunum verið aflétt og
þeim sem hafa fengið bólusetningu
er sagt að þeir þurfi ekki að bera
grímur. En margir Bandaríkjamenn
fara þó mjög varlega. Í mörgum
verslunum og fyrirtækjum eru við-
skiptavinir enn hvattir til að bera
grímur og vinir og kunningjar heils-
ast með því að veifa en takast ekki í
hendur.
Bandarískir viðmælendur AFP-
fréttastofunnar segjast ekki heilsa
ókunnugum með handabandi og
faðmlög og kossar í kveðjuskyni
koma ekki til greina. William Mart-
in, 68 ára gamall lögfræðingur, seg-
ist til dæmis ekki munu taka í hönd-
ina á neinum fyrr en hann meti það
svo að það sé óhætt „og það getur
engin ríkisstjórn ákveðið hvenær
það er óhætt,“ bætir hann við.
Litakerfi
Sum bandarísk fyrirtæki og stofn-
anir hafa tekið upp einskonar lita-
kerfi, mismunandi lit armbönd og
með þeim geta starfsmenn, gestir og
viðskiptavinir gefið til kynna hvort
þeir vilji heilsa með handabandi.
Jack Caravanos, prófessor í New
York-háskóla, segir hins vegar að
ekki sé mikil ástæða til að óttast að
kórónuveiran berist á milli fólks
með handaböndum. Hann segir að
veiran sem veldur Covid-19-
sjúkdómnum smitist einkum með
ögnum sem berast í lofti en mun síð-
ur með snertingu.
„Hins vegar smitast kvef, inflú-
ensa og margir aðrir smitsjúkdómar
með snertingu og því gæti það haft
jákvæð áhrif á almannaheilsu ef
handabönd leggjast af.“
Aldrei aftur handabönd?
Margir sérfræðingar hafa lýst
svipaðri skoðun. „Ég held að við
ættum aldrei aftur að takast í hend-
ur, ef ég á að vera heiðarlegur,“
sagði Anthony Fauci, forstjóri
bandarísku Ofnæmis- og smit-
sjúkdómastofnunarinnar, á síðasta
ári þegar faraldurinn var kominn á
flug.
Handabönd eru siður sem full-
orðnir kenna börnum sínum en sú
hefð kann nú að hafa rofnað. Aðrar
tegundir kveðja, svo sem að veifa,
hneigja sig eða slá saman krepptum
hnefum, hafa á síðustu misserum
leyst handabandið af hólmi.
„En það er mikil eftirsjá að
handabandinu,“ segir Patricia Na-
pier-Fitzpatrick, stofnandi Eti-
quette-skólans í New York. „Handa-
bönd sýna innri mann, þau eru hluti
af líkamstjáningunni. Þegar maður
snertir einhvern er það yfirlýsing
um að maður treysti honum, segi:
Ég ætla ekki að vinna þér mein.“
Faraldurinn hefur valdið miklum
breytingum á daglegu lífi fólks,
hugsanlega varanlegum. En Allen
Furr, prófessor í félagsfræði hjá
Auburn-háskóla, segist búast við að
handabandið snúi aftur.
„Það er svo mikilvæg athöfn í
okkar menningu,“ segir hann.
Harmaljóð handa-
bandsins kveðið
- Vangaveltur eru um að þessi athöfn heyri sögunni til
AFP
Sögulegt handaband Þeir Joe Biden og Vladimír Pútín tókust í hendur
þegar þeir hittust á leiðtogafundi í Genf í Sviss í síðustu viku.
Tíu manns, þar á meðal níu börn, lét-
ust í 18 bíla árekstri í Alabama-ríki í
Bandaríkjunum á laugardag.
Á meðal látinna voru átta stúlkur
á aldrinum fjögurra til 17 ára en þær
voru í rútu á vegum Tallapoosa
County Girls Ranch sem er aðsetur
fyrir stelpur sem hafa orðið fyrir of-
beldi eða vanrækslu.
Í öðrum bíl lést maður og níu mán-
aða gömul dóttir hans.
Fimm aðrir slösuðust í slysinu en
áverkar þeirra eru ekki lífshættuleg-
ir að sögn lögreglustjóra á svæðinu.
„Þetta leit hræðilega út,“ sagði
lögreglustjórinn og bætti við að
þetta hefði verið versta umferðar-
slys sem hann hefði nokkru sinni
orðið vitni að.
Talið er líklegt að hitabeltisstorm-
urinn Claudette hafi valdið slysinu
og að bifreiðarnar hafi runnið til í
mikilli bleytu á veginum og þannig
hafi ökumenn misst stjórn á bifreið-
um sínum.
Þá hefur hitabeltislægðin valdið
miklum flóðum og hvirfilbyljum sem
um helgina gjöreyðilögðu marga
tugi heimila í Alabama.
Tvö önnur dauðsföll
24 ára gamall maður og þriggja
ára gamall drengur létust einnig í
Alabama síðastliðinn laugardag þeg-
ar tré féll á hús þeirra rétt fyrir utan
borgina Tuscaloosa. Auk þess stend-
ur yfir leit að manni í Birmingham,
Alabama, sem kann að hafa verið
hrifsaður burt af flóðinu.
Ríkisstjóri Alabama, Kay Ivey,
skrifaði á Twitter að dagurinn hefði
verið „sorglegur dagur fyrir ríkið
okkar“.
Þá eyðilagði hvirfilbylur 50 heimili
í Escambia-fylki við ríkismörk Flór-
ída.
Níu börn létust
í 18 bíla árekstri
- Hitabeltisstorm-
urinn Claudette lík-
lega valdur að slysinu
REUTERS
Dennis Hitabeltisstormurinn Denn-
is yfir Bandaríkjunum árið 2005.
Bandaríkin undirbúa nú nýjar refsi-
aðgerðir á hendur Rússum fyrir að
hafa næstum því orðið Alexei Na-
valní, stjórnandstæðingi Pútíns, að
bana, en eitrað var fyrir honum í
ágúst í fyrra með taugaeitrinu novi-
chok.
Navalní situr nú í fangelsi í Rúss-
landi en hann var handtekinn í janúar
á flugvellinum í Moskvu þegar hann
sneri aftur til Rússlands eftir dvöl á
sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar
sem hann hafði dvalið til að jafna sig
eftir eitrunina. Navalní segir eitr-
unina hafa verið skipulagða af ráða-
mönnum í Moskvu.
Fréttastofa AFP greinir frá því að
stjórnamálasamband Rússlands og
Bandaríkjanna hafi versnað eftir að
Joe Biden varð forseti Bandaríkjanna
í janúar.
Ætla ekki að halda sér til hlés
Þjóðaröryggisráðgjafi Bidens,
Jake Sullivan, segir Bandaríkin nú
þegar hafa beitt Rússa refsiaðgerð-
um vegna eitrunar Navalnís.
„Við fengum stuðning frá banda-
mönnum okkar í Evrópu til þess að
beita sameiginlegum refsiaðgerðum á
hendur Rússum fyrir að hafa notað
taugaeitur á þeirra eigin ríkisborg-
ara,“ sagði Jake Sullivan við CNN-
fréttastofuna og bætti við: „Við erum
að undirbúa víðtækari refsiaðgerðir á
hendur Rússum. Við höfum sýnt það
að við ætlum ekki að halda okkur til
hlés.“
Rússar segjast einnig
munu grípa til aðgerða
Rússar vara við því að þeir muni
grípa til sambærilegra aðgerða.
„Lögmæt viðbrögð frá okkur hafa
alltaf fylgt ólöglegum refsiaðgerðum
Bandaríkjanna,“ sagði fulltrúi utan-
ríkisráðuneytis Rússlands, Maria
Zakharova.
Anatoly Antonov, sendiherra Rúss-
lands í Bandaríkjunum, sagði refsiað-
gerðirnar ekki vera það sem Banda-
ríkjamenn gáfu í skyn á leiðtoga-
fundinum í Genf í Sviss í síðustu viku
en Biden og Pútín sóttust eftir því að
minnka spennuna milli ríkjanna.
Antonov sagði það ómögulegt að
koma á stöðugleika á milli ríkjanna,
þegar refsiaðgerðir á hendur Rússum
væru yfirvofandi. Hann kallaði því
frekar eftir samtali á milli ríkjanna
tveggja.
Pútin hefur neitað því að koma illa
fram við andstæðinga sína en margir
áberandi gagnrýnendur hans hafa
verið drepnir í Rússlandi í valdatíð
hans og fjölmiðlar þar í landi mega
lítið sem ekkert tjá sig.
gunnhildursif@mbl.is
AFP
Andstæðingur Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi en hann var handtek-
inn nú í janúar á flugvellinum í Moskvu þegar hann sneri aftur til Rússlands.
Nýjar refsiaðgerð-
ir gegn Rússum
- Beita aðgerðunum vegna eitrunar