Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 4
Þ eir sem þekkja til Ólafar vita að sama er hvar hún hefur búið um fjölskylduna sína, heimilin hennar eru alltaf einstaklega smekkleg og aðlaðandi. Ólöf er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó lengi vel í vesturbænum í fallegu látlausu húsi með fjölskyldunni sinni. „Ég hef alltaf elskað heimilin mín og held ég hafi þennan áhuga frá mömmu sem mér þótti mjög smekk- lega kona. Æskuheimilið var mjög hefðbundið íslenskt heimili en það var eitthvað við það hvernig mamma var sem smitaðist yfir í mig. Svo þegar ég fór að búa sjálf þá fór úrvalið í verslunum að verða meira og í raun má segja að ég viti fátt eins skemmtilegt og að búa fallega um fjölskylduna og að fylgjast með því hvað er að ger- ast í heimi menningar og listar og hönnunar, bæði þeg- ar kemur að fatnaði en einnig húsbúnaði.“ Vil að börnunum líði vel í heimsókn Ólöf er gift Haraldi L Haraldssyni, hagfræðingi hjá HLH ráðgjöf, og eiga þau saman þrjú börn sem nú eru öll uppkomin. „Þegar við keyptum húsið fyrir fimm árum hér í Garðabænum var það sem heillaði mig fyrst hversu fal- leg stofan er. Eldhúsið er einnig opið og ég sá fyrir mér að húsið gæti verið notalegur staður fyrir mig og mann- inn minn en einnig börnin okkar og barnabörn þegar þau koma. Ég kaupi fallega og vandaða hluti og fer ég vel með það sem ég kaupi. Sem dæmi get ég nefnt stofusófann sem við keyptum fyrir fjörutíu árum síðan á heimili okkar á Ísafirði. Eins þykir mér mjög mikilvægt að barnabörnunum mínum líði vel hérna hjá okkur og að þau geti verið hamingjusöm, glöð og frjáls og þurfi ekki að passa sig á að umgangast hlutina þótt þeir séu fal- legir og sumir hlutir séu vandaðar hönnunarvörur.“ Sumir segja anddyri andlit húsa og það á vel við til- finninguna sem maður fær við að ganga inn á heimilið. Stórar pottaplöntur taka á móti manni, falleg myndlist og svo bækur sem nóg er af á heimilinu. „Já, manninum mínum fylgdi mikið af fallegum vönd- uðum bókum og tók það smá tíma að finna þeim góðan stað hér á heimilinu. Við völdum að gera fallega skrif- stofu nálægt sjónvarpsholinu okkar þar sem fer vel um manninn minn þegar hann velur að vinna heima og hann getur teygt sig í bækur ef hann vill lesa.“ Elska að fá fólkið sitt í mat Eldhúsið er með stórri hvítri eyju þar sem vinnuað- staðan er góð en einnig vænlegt fyrir gesti að standa við borðið og fylgjast með eldamennskunni. „Já, við elskum að fá fólk í mat og sérstaklega börnin okkar. Við erum samrýnd fjölskylda og þótt við eins og aðrir höfum verið að hittast aðeins minna á tímum kór- ónuveirunnar erum við dugleg að koma saman og borða eitthvað gott.“ Það er mikið af fallegum listaverkum á veggjunum, sér í lagi í stofunni þar sem finna má nokkur listaverk eftir Sigurbjörn Jónsson. „Listaverkin eftir Sigurbjörn eru svo falleg. Málverkin hans sum eru falleg verk af tónlistarfólki en svo erum við með myndlist eftir fleiri listamenn hérna í stofunni. Sem dæmi held ég mikið upp á verkið eftir Eirík Smith. Ég hafði komið mér í samband við hann nokkru áður en hann dó og við höfðum mælt okkur mót sem því miður varð ekki að veruleika. En ég er ánægð með að hafa fest kaup á þessu verki. Ég elska birtuna í stof- unni og sér í lagi að sitja í Egginu og drekka morg- unkaffið mitt um helgar.“ Leirlistaverk eftir Margréti víða Það eru einnig leirlistaverk eftir Margréti Jóns- dóttur sem passa vel við inni í stofu og í eldhúsinu. Ólöf Thorlacius, sérfræðingur í útlána- deild Arion banka, á einstaklega fallegt og tímalaust heimili þar sem hönnunarvörum er blandað saman við fallega myndlist og húsbúnað sem á sér sögu og dýrmætar minningar fyrir heimilisfólkið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 „Heimilið hefur alltaf veriðmitt hjartansmál“ Ég hef alltaf elskað heimilin mín og held ég hafi þennan áhuga frá mömmu semmér þótti mjög smekklega kona. 5 SJÁ SÍÐU 6 Eggið eftir Arne Jacobsen á góðum stað í stofunni. Eames Lounge- stóllinn er notalegur í sjónvarpsherberginu. Ólöf Thorlacius er einstaklega smekkleg kona.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.