Morgunblaðið - 11.06.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021
Austurmörk 4, 810 Hveragerði | Sími 483 5800 | byr@byrfasteign.is | www.byrfasteign.is
Elín Káradóttir
Löggiltur fasteignasali
HVERAGERÐI
HEITUR REITUR
„Þegar ég fer norður á Akureyri þá jafnast fátt á við að
koma við hjá Margréti. Það er svo gaman að hitta
skemmtilegt listafólk sem leggur svo mikið í það sem
það gerir. Það er enginn hlutur eins hjá henni og hver
einasta skál, bolli og kökustandur listaverk. Það er mik-
ill heiður að eiga hlutdeild í því.“
Í eldhúsinu eru einnig smart viðarplötur sem Ólöf
notar undir brauð og alls konar mat en einnig þegar
hún leggur fallega á borð úti á palli.
„Þessar viðarplötur eru gamlar og fást í Heimili og
hugmyndum. Þær eru góð fjárfesting og gaman að raða
fallega á þær.“
Gólfefnið á heimilinu er hvíttuð eik sem hjónin létu
pússa upp áður en þau fluttu sjálf inn í
húsið. Allar innréttingar í húsinu er
hvítar og fallegur stílhreinn steinn sit-
ur á innréttingunum sem falla vel inn í
umhverfið.
Vildu eignast hús sem
myndi henta út lífið
Hægt er að ganga út á pall þar sem
er heitur pottur, út frá baðaðstöðu í
svefnherbergisálmu hússins.
Síðan er hjónasvítan stílhrein og fal-
leg með fataskáp sem hægt er að ganga inn í.
Það sem við vildum fjárfesta í á sínum tíma væri fal-
legt hús sem gæti fylgt okkur út lífið. Við erum dugleg
að ferðast saman hjónin og veljum þá vanalega að fara
til Ítalíu saman. Þar vitum við fátt skemmtilegra en að
fara á milli staða og skoða fallegar hönnunarvörur og
einstakar byggingar.
Maðurinn minn var eitt sinn spurður hvort við hefð-
um heimsótt söfnin á Ítalíu, hann svaraði snöggur upp á
lagið að það hefðum við svo sannarlega gert þegar við
heimsóttum Prada og Gucci og fleiri búðir, enda há-
tískufatnaðurinn á Ítalíu í þannig anda að það er eins og
maður sé að koma inn á safn,“ segir Ólöf í lokin.
Það er mikið af fal-
legum listaverkum á
veggjunum, sér í lagi
í stofunni þar sem
finna má nokkur
listaverk eftir Sig-
urbjörn Jónsson.
Eldhúsið er vandlega
búið fallegum hlutum.
Sófasettið í stof-
unni er úr Casa.
Listaverk gegna
stóru hlutverki á
heimilinu.