Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Bogi Molby Pétursson Löggiltur fasteignasali S. 699 3444 farin að kunna helstu byggingarvöruversl- anir höfuborgarsvæðisins utan að. En ég flotaði líka gólf, pússaði, sparslaði og málaði heilmikið. Við erum mjög ánægð með út- komuna og þótt við höfum ákveðið að gera þetta aldrei aftur er nýtt áhugamál hjá mér að fylgjast með fasteignasíðum og láta mig dreyma um að breyta eignum eftir eigin höfði.“ Finnst hefðbundnar baðinnréttingar óspennandi Hvað gerðuð þið fyrir baðherbergið? „Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vildi. Baðherbergið átti að vera bæði stílhreint og þægilegt ásamt því að vera auðvelt að þrífa. Ég sankaði að mér myndum í Pinterest-albúm og vann út frá því. Mér hafa alltaf fundist hefðbundnar baðinnréttingar frekar óspennandi og þegar ég sá baðherbergi með antík-kommóðu und- ir vaskinn var ég ákveðin í að finna fallega kommóðu í stað innréttingar. Ég fann eftir mikla leit tekk-kommóðu í réttri stærð á Blandi og lét senda mér hana í bæinn frá Akureyri. Ég pússaði hana og lakkaði og sagaði úr henni fyrir vaski. Svo var ég svo heppin að eiga antíkspegil með vængjum sem passaði fullkomlega yfir vaskinn. Við Kalli vorum sammála um að fá okkur hvítar subway-flísar á veggina og svört blönd- unartæki og féllum svo alveg fyrir dökkum gólfflísum með marokkósku mynstri. Kalli hafði aldrei flísalagt áður og lærði það af kennslumyndböndum á Youtube. Hann vandaði sig líka mjög mikið og það tók hann um þrjár vikur að flísaleggja baðherbergið. Enda mjög vel gert hjá honum. Ég var heillengi að finna ljós á baðið sem mér líkaði og endaði á að kaupa svarta úti- lukt sem mér fannst passa vel við blönd- unartækin og flísarnar. Ljósið er smávegis hrátt og var mjög ódýrt. Ég vann sem inn- kaupastjóri í mörg ár og fór því auðvitað í allar verslanir og tók út verð og gæði áður en verslað var. Það eina á baðinu sem ekki var á afslætti eða ódýrt eru gólfflísarnar en við fengum svo óvænt staðgreiðsluafslátt af þeim líka svo við eyddum alls um 800 þús- und í að gera upp baðherbergið. Veggflísarnar og handklæðaofninn feng- um við í Húsasmiðjunni, gólfflísar í Flísa- búðinni, handklæðahilluna fengum við í IKEA og sturtuglerið er frá Íspan.“ Fer með ljótu handklæðin í sund Skipta handklæði og baðmottur miklu máli? „Ég viðurkenni að inn á bað fara einungis handklæði í gráum tónum og hvítu. Hand- klæðin okkar eru góð blanda úr Rúmfatalag- ernum og Scintilla. Skræpóttu ljótu hand- klæðin eru notuð í sundferðir og fyrir hundinn og fá ekki að hanga á fína baðinu þegar fólk sér til. Það þarf ekki baðmottu þegar er hiti í gólfum. Við þurrkum upp bleytuna jafnóðum.“ Það er mikilvægt að gera húsnæði að sínu að mati Valgerðar. „Ef það sem fyrir er er vel farið, prakt- ískt og fallegt þá má vinna með það. Gamlar innréttingar og panell geta verið mjög sjarmerandi og ég myndi sennilega aldrei rífa niður nýja innréttingu vegna þess eins að mér líkaði hún ekki. Draumaíbúðin mín er með hátt til lofts, bogadregnum gluggum og flúruðum listum. Ólíklegt er að ég muni nokkurn tíma eignast hana á Íslandi. Ég er ekki hrifin af kössunum sem verið er að byggja núna með öllu glænýju og ferköntuðu.“ Hvernig lýsir þú stílnum á heimilinu þínu? „Hann er hlýlegur þar sem við erum með antíkhúsgögn í bland við ný. Innrétting- arnar eru nýjar en þó klassískar og við leik- um okkur með liti á veggjum og húsmunum. Svo erum við með mikið af plöntum, bókum og listaverkum. Baðherbergið er lang- samlega mínímalískasta herbergi heimilis- ins.“ Áttu þér draumahúsgagn? „Mig hefur dreymt um að eignast Arco- gólflampa og Eames-stól. En væri líka ánægð með hengirúm og garðskála.“ Þykir ekkert eins leiðinlegt og að ryksuga Hvað keyptir þú þér síðast heim? „Við féllum fyrir sinnepsgulum hæg- indastól í Húsgagnahöllinni og þegar mamma bauðst til að gefa okkur hann í inn- flutningsgjöf slógum við til. Annars keyptum við róbótaryksugu nýverið en að ryksuga er það allra leiðinlegasta sem ég geri og við eigum tvo fótboltastráka sem bera með sér grasið inn, loðinn hund og kött. Rykmaurinn er því nýi besti vinur minn.“ Valgerður segir að sama hvernig innrétt- ingarnar eru á heimilinu skipti mestu máli að heimilisfólkinu líði vel heima. „Við Kalli losuðum okkur við svo mikið af óþarfa drasli þegar við fluttum en héldum í það sem okkur þótti vænst um og veitti okk- ur gleði. Það þarf líka ekki að kosta svo mikið að gera upp íbúð. Það er hægt að læra ótrúlegustu hluti á YouTube og gera sjálf en ég mæli þó alltaf með því að fá fag- menn í rafmagnið og pípurnar. Það marg- borgar sig.“ Málverk eftir Snorra Ásmundsson prýðir vegg stofunnar.Flísarnar inni á baði eru Subway-flísar frá Húsasmiðjunni. Valgerður segir að sama hvernig innrétt- ingarnar eru á heim- ilinu skipti mestu máli að heimilisfólk- inu líði vel heima. Málverk setja svip sinn á heimilið. Parið flísalagði íbúðina sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.