Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 20
mínu hjá þeim „but didn’t make the cut“,“ seg- ir Sæja og hlær. „Hann er mjög fallegur millidökkur grá- brúnn litur. Inni á böðunum er annar dekkri litur sem heitir Askja og er úr eldra korti frá Slippfélaginu. Mjög fyndið þar sem ég ætlaði einmitt að nota þann lit í nýja kortinu mínu en svo var hann bara til í gömlu korti hjá þeim. Ég nota þessa liti þó mikið og málaði til dæmis húsið mitt að utan með Öskju. Þegar við mynd- uðum átti eftir að taka niður loftið yfir stofu og inni á böðum í sturtu en þau loft eiga að vera dökkmáluð með litnum „Dimmur“. Ég var hinsvegar svo spennt að mynda hjá þeim að niðurteknu loftin voru ekki komin þegar við mynduðum,“ segir Sæja. Það er sagt að heimilið sé ekki fullkomnað fyrr en það eru komin falleg gluggatjöld fyrir gluggana. Sæja tekur undir það. „Þessi gluggatjöld eru frá Skermi. Í eldhús- inu eru felligardínur með bastáferð og síð hör/ netatjöld á móti í beige-lituðum.“ Skápurinn í stofunni er ansi fallegur. Hver var pælingin á bak við hann? „Til hliðar við stofu er teiknað pínulítið sjón- varpsrými. Þetta rými fannst mér ekki henta og sérstaklega ef þú ert með svona stórt og fínt hús og horfir kannski mikið á sjónvarp þá nýtist alrýmið illa. Ég kom því með þá hug- mynd að nota langa vegginn í stofunni undir sjónvarp en fela það inni í skáp. Þú getur því rennt hurð og sjónvarpið kemur í ljós en þegar það er ekki í notkun lokað á það og þá kemur í ljós falleg hilla. Eigendur voru með hugmyndir að setja arin líka en ákváðu að sleppa honum. Ég setti því langan marmarabekk undir skáp- inn þar sem hægt er að raða til dæmis fal- legum kertum og fleira ofan á. Þriðja hurðin er svo aukageymslupláss undir dót. Við bættum svo rimlum til hliðar við vegginn þar sem sjón- varpsrýmið var teiknað og náum þá að skýla ganginum þar sem svefnherbergin eru.“ Eigendur hússins vildu hafa spa-fíling á baðherberginu. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.