Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 1
Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri (SAk). Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til 5 ára frá 1. september 2021. Sjúkrahúsið á Akureyri starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem veitir sérfræðiþjónustu í helstu greinum læknisfræði og hjúkrunarfræði og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu umdæmi. Þá annast sjúkrahúsið starfsnám í heilbrigðisvísindagreinum og starfar í nánum tengslum við skóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri er annað stærsta sjúkrahús landsins, varasjúkrahús Landspítala og er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni. Að jafnaði eru tæplega 700 manns starfandi á SAk. Forstjóri ber ábyrgð á að SAk starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Hann ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu sjúkrahússins, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 . Forstjóri skal hafa: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er áskilin. • Mikla þekkingu á sviði heilbrigðisþjónustu. • Farsæla reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum. • Þekkingu og reynslu á sviði opinberrar stjórnsýslu. • Hæfni og reynslu til stefnumótunar. • Menntun og/eða reynslu á sviði verkefnastjórnunar og stöðugra umbóta. • Mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfileikum. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Metnað og vilja til að ná árangri. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góða kunnáttu í ensku og kunnáttu í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera. Hæfni umsækjenda verður metin af hæfnisnefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri, asta.valdimarsdottir@hrn.is. Umsóknir skulu berast heilbrigðisráðuneytinu, í gegnum ráðningarkerfi ríkisins eða á netfangið: hrn@hrn.is eigi síðar en 12. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Heilbrigðisráðuneytinu, 26. júní 2020. hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.