Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 4

Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Heyrnar og talmeinastöð er ríkisstofnun sem sinnir greiningu og meðferð vegna heyrnarskerðingar, heyrnarleysis sem og tal- og raddvandamála. Um er að ræða fullt starf aðstoðarmanns á heyrnarsviði stofnunarinnar. Við leitum að drífandi einstaklingi með ríka þjónustulund til að aðstoða heyrnarfræðinga og heyrnar- ráðgjafa HTÍ. Starfsmaðurinn beinir skjólstæðingum í rétta og tímanlega þjónustu, vinnur náið með heyrnarfræðingum og hlýtur sérþjálfun til að vinna ákveðin störf undir stjórn og á ábyrgð sérfræðinga HTÍ. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn fái tækifæri og þjálfun til að þróa sig í starfi með möguleika á fjölbreyttari verkefnum. Helstu verkefni: • Kynning hjálpartækja og aðstoð við notkun þeirra • Skipulag og framkvæmd fjarþjónustu • Umsjón með þjónustu við öldrunarstofnanir og aðstoð við vinnu heyrnarfræðinga • Pöntun og móttaka rekstrarvöru og tækja fyrir heyrnarsvið • Fræðsla til almennings og umönnunarstétta • Eftirfylgd og stuðningur í kjölfar þess að einstaklingur fær ný heyrnar- eða hjálpartæki Menntunar- og hæfniskröfur: • Opin og drífandi manneskja með mikla samskiptafærni. • Góð færni í ensku nauðsynleg og í einu Norðurlandamála æskileg (Dan, Sæn, Nor). • Góð tölvufærni og hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti. • Menntun á sviði heilbrigðisvísinda er mikill kostur (s.s. sjúkraliði og hjúkrunarfræði). Stúdentspróf er lágmarkskrafa. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert. Staðan er staðsett í starfsstöð HTÍ að Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík. Við leitum að hörkuduglegum einstaklingi sem þrífst í þjónustuhlutverki og þykir gaman að fjölbreyttum verkefnum. Starfið felur í sér mikil samskipti við fjölda viðskiptavina á öllum aldri og við marga starfsmenn innan HTÍ. Umsóknir með kynningarbréfi og ferilskrá sendist í tölvupósti á hti@hti.is (vinsamlegast tilgreinið umsagnaraðila s.s. fyrri vinnuveitanda). Umsóknarfrestur er til 23. júlí nk. og reiknað er með að starfsmaður hefji störf í síðasta lagi 1. september. Fyrirspurnir um starfið má senda á hti@hti.is merkt „Starfsmaður á heyrnarsviði“. Aðstoðarmaður Heyrnar og talmeinastöð Íslands auglýsir starf Aðstoðarmanns á heyrnarsviði Akureyrarbær leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að leiða þjónustu- og skipu- lagssvið bæjarins. Um er að ræða nýtt stoðsvið sem ber ábyrgð á þjónustuferlum og þróun þeirra, stafrænum umbreytingum, skipulags- og byggingarmálum sem hluta af uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins en faglegur hluti skipulags- og byggingamála er á ábyrgð forstöðumanna þeirra verkefna. Þá ber sviðið einnig ábyrgð á markaðs- og menningarmálum Akureyrarbæjar, innri og ytri upplýsingum og þjónustu s.s. rafrænni stjórnsýslu, heimasíðu bæjarins, þjónustuveri, skjalastjórnun, þjónustu við kjörna fulltrúa, rekstri og umsjón starfsstöðva og mötuneyta, íbúasamráði og atvin- numálum. Næsti yfirmaður sviðsstjóra er bæjarstjóri. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem felur í sér tækifæri á að móta og leiða ný- jungar og krefst skýrrar framtíðarsýnar og náins og uppbyggilegs samstarfs við önnur svið sveitarfélagsins sem og aðra hagaðila. Helstu verkefni: • Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun sviðsins í samræmi við áherslur Akureyrarbæjar • Stefnumótun og nýsköpun í þjónustu Akureyrarbæjar • Ábyrgð á þróun og innleiðingu stafrænna þjónustuleiða • Ábyrgð á markaðs- og kynningarmálum sveitarfélagsins • Ábyrgð á atvinnu- og menningarmálum sveitarfélagsins • Umsjón með almennum stjórnsýsluumbótum og umbótum á sviði gæðamála • Umsjón með þjónustu við kjörna fulltrúa sem hluta af innri þjónustu • Ábyrgð verkefna á sviði íbúalýðræðis sem hluti af ytri þjónustu Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistarapróf er æskilegt. • Reynsla sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefna- breytingastjórnun er æskileg • Góð þekking og færni í þróun og innleiðingu stafrænna lausna • Reynsla og þekking af upplýsingatækni og stafrænni þjónustu • Framúrskarandi samvinnu- og samskiptafærni • Hæfni til að leiða hóp, skapa hvetjandi starfsumhverfi og jákvæða þjónustuupplifun þjónustuþega • Leiðtogafærni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og drifkraftur • Rík þjónustulund, áhugi og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu • Góð íslensku- og enskukunnátta • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu Akureyrarbær er öflugt 19.000 manna sveitarfélag sem leggur metnað sinn í að veita góða og fjölbreytta þjónustu. Á Akureyri stendur íþrótta- og tómstundastarf í miklum blóma og menningarlífið setur sterkan svip á bæjarbraginn. Sveitarfélagið er í fremstu röð hvað varðar umhverfismál, var fyrsta Barnvæna sveitarfélag UNICEF á Íslandi og er miðstöð Norðurslóðamála hérlendis. Tíminn nýtist vel í dagsins önn þar sem stutt er á milli staða og auðvelt að tvinna saman vinnu og einkalíf. Akureyrarbær er líflegur vinnustaður þar sem um tvö þúsund manns starfa í fjöl- breyttum og krefjandi störfum. Starfsánægja, hæfni og jafnræði eru leiðarljós okkar í mannauðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst næstkomandi. Sótt er um á alfred.is, https://alfred.is/starf/svidsstjori-thjonustu-og-skipulagssvids Óskað er eftir að umsókn fylgi ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni til að gegna starfinu og samantekt þar sem fram koma hug- myndir umsækjanda um uppbyggingu sviðsins og þróun faglegs starfs þess. Frekari upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Ásthildur Sturludóttir, asthildur@akureyri.is Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Við leitum að leiðtoga Hefur þú kraftinn, hæfnina og þekkinguna til að leiða nýtt svið hjá Akureyrarbæ, þar sem horft er til framtíðar með stafræna innleiðingu og aukna þjónustu í huga?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.