Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 2
Hvað er Netnótan?
Við ætluðum að halda upp á tíu ára afmæli Nótunnar árið 2020 en
Covid kom í veg fyrir það. Svo ætluðum við að taka upp þráðinn
árið 2021 en þurftum að bregða á það ráð að halda upp á afmæl-
ið á netformi. Kennarar og stjórnendur taka því þátt í Nótunni
nú með síma og spjaldtölvur að vopni. Þetta fer þannig fram að
hver skóli útbýr stutt myndband úr starfseminni og þessi mynd-
bönd eru birt samhliða því að N4 sýnir þrjá sjónvarpsþætti. Þar
er sjónvarpsstöðin búin að klippa skemmtilega saman brot úr þess-
um myndböndum og úr hefur orðið fjölbreytt og skemmtilegt sjón-
varpsefni.
Hvers konar myndbönd eru þetta?
Það er leitast við að sýna mikið úr skólastarfinu. Það er til dæmis tekið upp í
skólastofum, tekin viðtöl og brugðið á leik.
Er þetta eitthvað sem gæti orðið framhald á?
Það hefur skapast umræða um það. Þarna gæti verið um að ræða möguleika til
viðbótar við hefðbundið form Nótunnar hjá okkur og ég held að það sé ekkert
ólíklegt að við munum nýta okkur þetta form við þróun Nótunnar.
Er mikil eftirvænting hjá krökkunum fyrir þáttunum?
Já, vikulega svara ég tölvupóstum um það hvenær þættirnir verði á dagskrá.
Þetta er bæði skemmtileg reynsla og gagnleg fyrir nemendur, kennara og skólana.
Hvernig hefur veturinn gengið í tónlistarkennslu?
Þetta hefur auðvitað verið skrítið allt saman. En ég hef verið svo ánægjulega undrandi
á því hvað fólk hefur verið jákvætt og lausnamiðað þrátt fyrir það álag, óvissu og annað
sem þetta ástand hefur skapað. Fólk hefur látið tæknihliðina lítið setja sig úr lagi og
hefur náð að halda í þá gleði sem þarf að einkenna tónlistarsköpun. Mér finnst stéttin
hafa náð að draga fram allt það jákvæða úr aðstæðunum. Þrátt fyrir erfiða tíma hefur
það ekki skyggt á ánægjuna og vil ég hér nota tækifærið og hrósa kennurum og nem-
endum um land allt.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
SIGRÚN GRENDAL
SITUR FYRIR SVÖRUM
Lítið látið setja
sig úr lagi
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021
Þ
að sem helst bar hæst í fréttum undanfarna viku er bólusetningarfárið
með óvenjulöngum röðum við og í kringum Laugardalshöllina. Þar
fengu sumir að standa ansi lengi í margra kílómetra halarófu,
(kannski örlitlar ýkjur en það má) í grenjandi rigningu á köflum og var
mönnum misskemmt.
Sumir voru eiginlega bara hundfúlir. Líklega hefur brúnin lyfst aðeins eft-
ir að dýrmætu droparnir voru komnir inn fyrir skinn. Það er mikill léttir; það
veit ég sem er nú fullbólusett. Og hef því yfir engu að kvarta lengur!
En það voru ekkert allir í röðinni í
fýlu. Sumir komu líka vel undirbúnir
fyrir dvölina löngu í röðinni og
mættu með lesefni, eins og rithöf-
undurinn Sverrir Norland sem
mætti með Proust undir hendinni,
auðvitað á frummálinu. Aðrir notuðu
tímann og spjölluðu við gamla skóla-
félaga sem höfðu kannski ekki sést í
áratugi. Það fólk skemmti sér prýði-
lega og lét rigningu ekki á sig fá.
Einum fannst reyndar röðin frekar óþægileg þar sem sá hitti ansi margar
konur sem hann hafði einhvern tímann sængað hjá.
Nú eða menn; það fylgdi ekki sögunni. Þetta virtist hafa verið nokkur
fjöldi, samkvæmt „áreiðanlegum“ heimildum á Facebook.
Þá var víst ekki gott að standa fastur í röð og niðurrigndur í þokkabót.
Maður vill jú líta vel út þegar maður mætir gömlum hjásvæfum.
En burtséð frá bólusetningum og veðrinu, þá er aldeilis bjart fram undan,
sumarið er komið og það á víst að sjást til sólar í næstu viku.
Hvernig er annað hægt en að brosa hringinn?
Já, og kannski vegna þess að ég er að detta í langþráð sumarfrí; það
skemmir ekki fyrir. Annað sumarið í röð mun ég pakka í töskur og troða í
litla skottið, henda hvort tveggja tveimur Bandaríkjamönnum og unglingum
í bílinn og bruna af stað. Utanlandsferðir bíða enn um stund því Ísland er
perla, ekki síst á björtum sumarnóttum. Sumarið er tíminn!
Hjásvæfur í röðum
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Maður vill jú líta vel
út þegar maður mætir
gömlum hjásvæfum.
Svanbjörg Hinriksdóttir
Innmatur úr rollu.
SPURNING
DAGSINS
Hvaða
matur
finnst þér
vondur?
Viktor Örn Gunnarsson
Súrmatur.
Ingibjörg Jónasdóttir
Sagógrjónagrautur er nokkuð sem
ég læt ekki inn fyrir mínar varir.
Sölvi Snorrason
Ýsa.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Fyrsti af þremur þáttum Netnótunnar, sjónvarpsþáttar á N4, verður sýndur í dag.
Þættirnir koma í stað Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskóla landsins, í ár. Sigrún
Grendal er formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum.
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS
EYJA HINS EILÍFA VORS
28. SEPTEMBER - 07. OKTÓBER - 9 NÆTUR
FLUG OG GISTING MEÐ MORGUNVERÐI
VERÐ FRÁ
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
MADEIRA
129.900 KR.
Fararstjóri
Kristín Olga Gunnarsdóttir
BEINT FLUGTIL MADEIRA