Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 ÍVeröld, húsi Vigdísar, bíður Rósa ElínDavíðsdóttir eftir blaðamanni, en hún erverkefnisstjóri við Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum og ritstjóri franska hluta orðabókarinnar, auk þess sem hún kennir frönsku við Háskóla Íslands. Við setjumst niður með kaffi og ræðum nýju ís- lensk-frönsku veforðabókina Lexíu sem verður formlega tekin í gagnið við hátíðlega athöfn næstkomandi miðvikudag, 16. júní. Aðdragand- inn hefur verið langur og að baki liggur þrotlaus vinna. Vantaði almennilega orðabók „Ég hafði klárað meistaranám í almennum mál- vísindum frá Sorbonne í París þegar ég fór að vinna hér hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Þá var farið að skoða og ræða hvort ekki þyrfti að ráðast í gerð ís- lensk-franskrar orðabókar. Þá fékk ég áhuga á að beina mínu doktorsnámi í þessa átt. Hug- myndin að orðabókinni kviknaði í raun fyrst 2005 og í kjölfarið fór Vigdís í ferð til Frakk- lands árið 2008 þar sem bæði var verið að kynna starfsemi Stofnunar Vigdísar og athuga hvort fyndust samstarfsaðilar og styrktarmöguleikar til orðabókargerðar í Frakklandi,“ segir Rósa og útskýrir að það sé afar langt síðan gefin hafi verið út íslensk-frönsk orðabók. „Síðast kom slík orðabók út árið 1950, fyrir yfir sjötíu árum. Hún er löngu orðin úreld. Svo er til lítil vasaorðabók í báðar áttir, en hún nýt- ist í raun bara byrjendum í tungumálanámi. Þannig að það vantaði nauðsynlega almennilega orðabók, bæði fyrir Íslendinga og Frakka,“ seg- ir Rósa og nefnir að íslenska sé kennd í tveimur frönskum háskólum. „Svona orðabók er líka gífurlega mikilvæg fyrir þýðendur því fjölmörg verk íslenskra höf- unda eru gefin út á frönsku á ári hverju og hing- að til hafa þýðendur úr íslensku á frönsku að- eins getað stuðst við gömlu orðabókina og sína eigin þekkingu. Íslenskir nemendur hér við Há- skóla Íslands munu einnig njóta góðs af þessari orðabók sem og nemendur í frönsku í fram- haldsskólum. Við erum kannski fyrst og fremst að hugsa um íslenska notendur en auðvitað má ekki gleyma markhópnum í Frakklandi eða öðr- um frönskumælandi notendum.“ Gat ekki hætt að læra frönsku Rósa nefnir að hún hafi heillast af franskri tungu strax í Hagaskóla. „Mér fannst franska svo fallegt tungumál og ég hélt svo áfram að læra hana í Mennta- skólanum í Reykjavík. Eftir menntaskóla fór ég til Frakklands til að ná betri tökum á því að tala frönskuna. Svo gat ég ekki hætt,“ segir Rósa sem fór svo í frönsku í Háskóla Íslands. Rósa hefur stýrt gerð orðabókarinnar fyrir hönd stofnunarinnar, en orðabókin er unnin í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum og þar er Þórdís Úlfarsdóttir aðalritstjóri íslenska hluta orðabókarinnar. „Þar er mikil þekking og fræðimenn voru langt komnir með íslenskan orðabókagrunn fyr- ir tvímála orðabók á milli íslensku og norrænu málanna. Við sáum strax að það væri ráð að vinna með þeim, í stað þess að byrja alveg frá grunni sjálf. Þetta er mjög mikilvægt sam- starf,“ segir Rósa og segir þau nota orðabóka- grunninn ISLEX sem inniheldur fimmtíu þús- und orð. „Þegar við hefjumst handa við íslensk- franska orðabók er í raun allt tilbúið fyrir ís- lenskuna, en grunnurinn er í stöðugri þróun. Helstu samstarfsmenn mínir við orðabókina eru François Heenen, Jean-Christophe Salaün og Ólöf Pétursdóttir.“ Frábært að bókin varð að veruleika Rósa skrifaði heila doktorsritgerð um gerð ís- lensk-franskrar orðabókar og má því segja að fáir hafi meiri þekkingu á þessu sviði en hún. „Ég var spennt fyrir því í ritgerðinni að ein- beita mér að föstum orðasamböndum og hvern- ig væri best að hafa þau í svona tvímálaorðabók. Ég er bæði að meina frasa eða orðastæður, eins og „að fara í sturtu“, og eins orðasambönd í yf- irfærði merkingu, eins og „þar liggur fiskur undir steini“. Þessi orðasambönd nýtast fyrst og fremst þýðendum. Það er líka mikið af notk- unardæmum í bókinni sem öll eru þýdd á frönsku. Þetta var í raun tilraunaverkefni en niðurstaðan var sú að þetta gæti gengið upp,“ segir hún og segist hafa unnið að ritgerðinni í fimm ár. „Ég var í raun aldrei viss um að þessi orða- bók yrði að veruleika, en það er frábært að það tókst.“ Þú hlýtur að vera svakalega góð í frönsku eft- ir þessa vinnu? „Jú, maður verður það auðvitað. Ég skrifaði líka ritgerðina á frönsku og bjó í París í mörg ár. En í Frakklandi heyrir fólk strax að ég er út- lendingur,“ segir Rósa og brosir. Alltaf getað leitað til Vigdísar Rósa segir að í raun eigi þessi nýja orðabók sér aðdraganda allt aftur til ferðar Vigdísar Finn- bogadóttur til Frakklands árið 1983. „Hún fór í opinbera heimsókn þá og hitti François Mitterrand Frakklandsforseta og þá var undirritað samkomulag á milli ríkjanna um að efla samskipti. Það átti að efla sérstaklega samstarf á sviði menningar og vísinda og eitt af því sem var nefnt var tungumálakunnátta. Svo kom Mitterrand hingað árið 1990 og í kjölfar þeirrar heimsóknar var ákveðið að setja fé í gerð fransk-íslenkrar orðabókar og kom hún út árið 1995. Í framhaldinu átti svo að koma ís- lensk-frönsk orðabók en svo leið og beið,“ segir Rósa. Í þeim töluðum orðum gengur frú Vigdís Finnbogadóttir inn í herbergið og sest hjá okk- ur. Hún er afar ánægð með nýju veforðabókina. „Þetta er langþráður draumur. Okkur er ekki sæmandi að eiga ekki slíka orðabók. Mér hefur verið það kappsmál lengi að fá þessa bók og ég er afskaplega þakklát henni Rósu. Hún er alveg einstök,“ segir Vigdís. „Ég er ekki ein í þessu og Vigdís hefur verið öflugur stuðningsmaður. Hún hefur hjálpað okkur að skrifa bréf til Frakklands og við höfum alltaf getað leitað til hennar,“ segir Rósa og nefnir að íslenska ríkið hafi styrkt gerð orða- bókarinnar, auk menningar- og samskiptaráðu- neytis Frakklands. Íslensk tunga er gimsteinn Þetta byrjaði víst allt þegar þú, Vigdís, heim- sóttir Mitterrand, er mér sagt? „Já, Mitterrand var alltaf svo vinsamlegur við mig og við urðum ágætir vinir. Við ræddum allt- af menningarmál og hann studdi samspil þjóð- anna mjög vel,“ segir Vigdís og nefnir að afar mikilvægt sé að læra ný tungumál. „Á meðan við varðveitum okkar eigið tungu- mál og erum ekki komin út í enskuna, verðum við að læra önnur tungumál. Tungumálakennsla styrkir líka mikið eigið tungumál. Ég er enda- laust í því að minna á að við verðum að gæta þessarar tungu. Íslensk tunga er gimsteinn þjóðarinnar.“ Rósa tekur undir það. „Íslendingar verða að hafa tæki á íslensku til að læra erlend mál svo við þurfum ekki að fara í gegnum ensku til að ná tökum á frönsku, til dæmis,“ segir hún. „Þetta eru tvö mjög blæbrigðarík mál, ís- lenskan og franskan,“ segir Vigdís og segir nauðsynlegt að hafa aðgang að góðri orðabók. „Þetta er heillaskref. Við þurfum orðabækur til að umgangast heiminn og líka til að umgang- ast okkar eigin tungu. Við kynnumst menningu og hugarfari annarra þjóða með því að læra aðr- ar tungur og þar er franskan mér sérlega hug- leikin.“ Ekki erfitt sem er gaman Vigdís heillaðist snemma af franskri menningu og þá ekki síst franskri myndlist og leiklist. Hún fór snemma til náms í Frakklandi og á það sam- eiginlegt með Rósu að hafa numið við Sor- bonne-háskóla í París. Fannst þér erfitt að ná tökum á frönsku? „Nei, mér fannst það svo gaman. Það er ekk- ert erfitt sem manni finnst gaman,“ segir Vigdís sem segist halda frönskunni vel við og les mikið af bókum og tímaritum á frönsku. „Ég er áskrifandi að mörgum frönskum viku- blöðum og les allt sem ég kemst yfir á frönsku. Ég set svo blöðin í gluggann hjá útidyrunum og sá sem er fyrstur, fær vikublað hjá mér,“ segir Vigdís kímin. „Ég vissi ekki af þessu! Gott að vita,“ segir Rósa og brosir. Vigdís hefur verið tíður gestur í Frakklandi í gegnum árin en hún var þar síðast fyrir fjórum árum. Rósa skýtur inn í og segir að í þeirri ferð hafi Vigdís verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót Sor- bonne-háskóla. „Já, einmitt, ég var búin að gleyma því. Rekt- orinn sem veitti mér heiðursdoktorsnafnbótina sagði að sig hefði lengi langað til þess að veita mér hana.“ Vigdís hefur alla tíð verið talsmaður tungu- mála, ekki síst í gegnum starf sitt sem velgjörð- arsendiherra Menningarmálastofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNESCO) þar sem hún hefur undirstrikað á heimsvísu mikilvægi tungumála. „Ég fór reglulega á fundi til Parísar og tók þátt í umræðum um hvernig ætti að varðveita tungumálin í heiminum. Ég spurði forstöðu- mann UNESCO hvers vegna þeir væru að velja mig sem sendiherra tungumála. Hann sagði að hann hefði heyrt mig halda ræður og hefði heyrt að ég gengi alltaf út frá menningararfi minnar eigin þjóðar,“ segir Vigdís og nefnir að þegar fólk er að sofna ofan í súpuna dugi vel að tala um goðafræðina. Bonheur fallegasta orðið Við förum að slá botninn í samtalið en blaða- maður vill vita eitt að lokum áður en við höldum niður í myndatöku. Hvert er fallegasta orðið á frönsku? „Ég hef ekki hugsað út í það áður, en ég segi amitié, sem þýðir vinátta. Það skiptir líka máli hvað orðin þýða,“ segir Rósa. Vigdís er með svar á reiðum höndum. „Bonheur, sem þýðir hamingja.“ Langþráður draumur að rætast Í næstu viku verður formlega opnuð ný íslensk-frönsk veforðabók, Lexía. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Rósa Elín Davíðsdóttir hafa báðar lagt hönd á plóg til þess að orða- bókin fengi litið dagsins ljós. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Rósa Elín Davíðsdóttir er rit- stjóri nýju veforðabókarinnar Lexíu. Margra ára vinna liggur að baki. Vigdís Finnbogadóttir var henni innan handar. Morgunblaðið/Ásdís ’ Þetta er langþráður draumur. Okkur er ekki sæmandi að eiga ekki slíka orðabók. Mér hefur verið það kappsmál lengi að fá þessa bók og ég er afskaplega þakklát henni Rósu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.