Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 V eruleikinn er iðulega snúnari en okkur hentar. Síðustu misserin hefur hann verið heltekinn af veirunni og svo bólusetningum til að hindra skemmdarverk af henn- ar völdum. Sé gengið fram á hópa fólks á miðjum aldri og eldri á kjaftatörn heyrast orðin AstraZeneca, Mod- erna, Janssen og Pfizer. Og umræðuefnin um efnin virðist óþrjótandi, þó vitum við satt best að segja flest næsta lítið um innihaldið og hvernig það kunni að haga sér þegar inn í skrokkinn er komið. Við höfum þó flest tekið eins konar sjálfvirka afstöðu með þeim ráðleggingum sem mæla með bólusetn- ingum. Enginn hefur reynt að fela fyrir okkur að ekkert þessara efna og annarra slíkra er fullrann- sakað, þótt margir hafi lagt hart að sér og margt sé vitað. Til þess að rannsókn væri lokið svo öruggt þætti þyrfti viðbótartíma. Jafnvel tvö ár að mati þeirra sem vita hvað mest. En heimurinn hefur ákveðið í leynilegri atkvæða- greiðslu, sem fór þó ekki fram með neinum form- legum hætti, og hvergi var auglýst, að hann hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að bíða bóluefna- legrar fullkomnunar. Allur þorri fólks í okkar heimshluta hefur greitt attkvæði með þessari niðurstöðu, þótt þau atkvæði hafi hvergi verið talin. Og þessi niðurstaða varð þótt dunið hafi á mann- skapnum fréttir um margvíslegar aukaverkanir, sem sumar eru jafnvel meiri og endanlegri en svo að sakleysislegt orð geti lýst. Áttu á endanum ekkert val Hinn kosturinn, að láta veiruna yfir sig ganga, gekk hreinlega ekki upp. Heiminum var nánast skellt í lás í heilt ár þótt engan hafi þá grunað að lokunin stæði svo lengi. En það var einmitt sann- færingin um að bóluefnin væru skammt undan sem tryggði bærilega sátt um slíkar aðgerðir, sem eru í anda þess sem stjórnvöld leyfa sér þegar þau glíma við styrjaldarástand. Það var þó ekki eins og veir- an sjálf væri ekki nægileg ógn, heldur hefur verið reynt að auka við óttann með margvíslegu og æði óljósu tali um hin og þessi afbrigði, sem gjarnan eru skírð eftir löndum sem þau eru sögð hafa kom- ið upp hjá, sem eykur enn á alla bölvun. Því var haldið að fólki í fjölmiðlum að „afbrigðin“ væru mun hættulegri og smitin fljótari í förum en gamla móðurveiran og látið að því liggja að bólusetning gæti orðið lítil vörn vegna þessa og annarra af- brigða sem kæmu hugsanlega frá öðrum svæðum heims. Það tók langan tíma að leiða þetta furðutal í jörð á ný og nú virðist það vera sameiginlegt álit nægjanlega margra, sem vita nægjanlega mikið, að afbrigðin muni litlu breyta eða engu um varn- argetu bóluefnanna. Þessi tilraun til æsinga eða skemmdarverka er því að mestu úr sögunni, og hún var ekki endilega illa meint og í mörgum til- vikum borin áfram í meinleysislegri fleytingu trú- gjarnra um þær gáttir sem eru galopnar á þessum síðustu og verstu tímum. Upplagðir fyrir aukaverkanir? Ekki liggur fyrir, svo augljóst sé, hvers vegna sumir eru móttækilegri fyrir „aukaverkunum“ en aðrir og er þá ekki átt við alvarlegustu dæmin, þau sem liggja á mörkum lífs og dauða, en þau hafa eðli málsins samkvæmt verið rækilega rannsökuð. En þeim dæmum sem eru minni háttar er ekki endi- lega haldið til haga, þótt einhver tilraun sé gerð til að ná utan um þau. Bréfritari greindi frá því hér að hann sótti sér sprautu með AZ-efninu í Höllina föstudaginn 26. mars sl. og bar þá að verðleikum mikið lof á hversu gott skipulagið var á því verki öllu. Daginn eftir kom bréfið til áskrifenda og þá var ritari þess orð- inn illa haldinn með 39 stiga hita, sem stóð á annan sólarhring. Þá tóku við ógleði og uppköst sem stóðu lítið skemur og voru ekki endilega upplífg- andi. Í vikunum sem fóru í hönd voru vinir og kunningjar á svipuðu reki spurðir frétta og und- antekningarlítið höfðu þeir komist frá sinni sprautu, eins og hún hefði aldrei farið fram. Einn hafði talið daginn eftir sprautu tilvalinn til þess að rölta að gosstöðvunum og gerði það eins og að drekka vatn og flestir hinna virtust hafa verið í færum til hins sama. En eftir lufsugang undirritaðs í nokkra daga urðu margir til þess að nefna í hugg- unarskyni að það væri einkenni AZ að seinni sprautan væri mun léttvægari en sú fyrri og hefði hún það fram yfir önnur nafngreind bóluefni. Sú seinni Leið nú tíminn og einum 11 vikum síðar var að því komið að fá seinni sprautuna. Þangað var horfið glaðbeittur í krafti fyrrgreindra upplýsinga. Þegar glitti í Laugardalshöllina, sem er eins og hálf-bóla í djúpum dal, og minnir þannig á þennan gerning núna, varð ekki betur séð en að bólusetningin hefði blandast við fótboltakappleik af stærri gerðinni. Þegar portúgalski kappinn Eusébio keppti með Benfica hér 1968 voru 18.000 gestir á vellinum og bréfritari var á meðal þeirra. Biðröðin nú minnti hann helst á þennan atburð. Frúin lét bréfritara út úr bíl uppi á Suðurlandsbraut til að koma sér í röð- ina. Veðrið var bærilegt framan af, en svo tók að rigna nokkuð, þótt ekki væri það úrfelli. Það var reyndar notalegt hvað fólkið, sem komið var í seinni sprautuna sína, tók því vel að bíða í klukku- tíma og 20 mínútur til að komast í hús og í lang- þráða sprautu. Það góða fólk, sem var næst bréfrit- ara, tók þessu öllu eins og einu af lífsins skemmtiatriðum og sló öllu upp í glens. Ekki kæmi á óvart þótt ýmsir þarna hafi, eins og bréfritari, verið í nokkur ár í Austurbæjarskóla og biðu því sátt og rauluðu í hljóði: „Prúð og frjálsleg í fasi, fram nú allir í röð,“ eins og gert hafði verið upp- hátt þar. Og þegar inn í stóra salinn var komið var allt í fínum og leikandi skorðum, rétt eins og seinast svo þakkarefni var. En það var af bréfritara að segja að hann hafði verið í seinnisprautu-montrússi fram eftir degi. Þá rauk hitinn upp í 39 gráður og stóð þannig í tvo daga og er byrjaður að rjátlast niður þegar þetta er skrifað. En bónusinn var að maginn var ekki í uppreisn- arástandi eins og seinast, sem munaði verulega um. Eins og fyrr sagði hefur bréfritari ekki grænan grun um það hvers vegna félagar og vinir á líkum aldri sluppu svona vel síðast. Einhverjir gætu getið sér þess til að bréfritari hafi átt þetta skilið um- fram hina, en þótt góðir séu verður sú niðurstaða ekki keypt sem vísindi. Bréfritari heyrði í góðum vini út af öðru, sem lærður er í fræðunum, og hann orðaði það sem svo Kannski kemur veiran næst með sína málsvörn? Reykjavíkurbréf11.06.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.