Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 17
að viðkomandi gæti velt fyrir sér hvernig hann sem
sjúklingur hefði brugðist við veirunni hefði hún
komist að. Líkaminn væri jú að bregðast við bólu-
setningunni með svipuðum hætti og hann myndi
hafa brugðist við veirunni sjálfri hefði hún komist
ótrufluð að. Og hún hefði ekki látið neitt stoppa
sig, öfugt við bóluefni. Þetta var mjög huggunarrík
athugasemd og gerði gott. Var nú komin enn ein
röksemd og sérstakt tilefni til að þakka spraut-
urnar tvær og láta sér líka bærilega við varn-
araðgerðir vakandi líkama gagnvart óvæntum
óvini.
Að öðrum óværum
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra mennta-
mála og dómsmála, gerir einkennilega tvöfeldni
stjórnmálaflokks að umræðuefni. Honum þykir slá-
andi hve sveiflan í afstöðu Samfylkingarinnar í
dægurumræðunni fari eftir því hvaða stórfyrirtæki
eigi í hlut: „Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, flutti ræðu undir liðnum „störf
þingsins“ miðvikudaginn 2. júní. Snerist hún um
„framgöngu forsvarsmanna fyrirtækisins [Sam-
herja] gagnvart lykilstofnunum samfélagsins“.
Fyrirtækið hefði meðal annars krafist þess með
bréfi að menntamálaráðherra gæfi skýringar á um-
mælum sínum í ræðustól þingsins.
Hún sagði stóra málið „að við [yrðum] með ein-
hverjum hætti að geta tekist á við svona fram-
göngu sem samfélag“. Það yrði að tryggja „vernd
fjölmiðlafólks betur gegn ágangi stórfyrirtækja og
tryggja nægjanlegar fjárheimildir til lögreglu, sak-
sóknara og annarra eftirlitsstofnana til að hefja
rannsókn ef upp kemur grunur um refsivert at-
hæfi“. Hún sagði að „kerfið okkar“ yrði „nefnilega
að virka og löggjafinn“ yrði „að veita starfsfólki
grunnstofnana samfélagsins vernd fyrir svona
ásókn“.
Menn skulu bugta sig og beygja
Rósa Björk krafðist auðmýktar af Samherja, ríkari
ástæða en ella væri (fyrir) fyrirtækið að sýna auð-
mýkt vegna þess að það hefði heimild til að nýta
auðlind sem væri í „eigu þjóðarinnar allrar“. Slík
fyrirtæki yrðu „líka að standa undir meiri kröfum
en aðrir til samfélagslegrar ábyrgðar“. Vinna í sátt
við samfélagið, fylgja lögum og reglum „og ekki
bara að greiða fullt gjald til eigandans fyrir nýt-
inguna heldur líka sýna eigandanum, sem er ís-
lenskt samfélag, virðingu og auðmýkt“.“
Og Björn bendir á: „Fingri er víða beint að stór-
fyrirtækjum. Í þessa veru er talað um stórfyr-
irtæki um heim allan. Má til dæmis ekki segja að
netheimar séu sameign okkar allra, mannkynsins
alls? Nú er hvarvetna leitað leiða til að koma bönd-
um á „big tech“-fyrirtækin – eða Tech Giants,
tæknirisana fimm, Amazon, Apple, Facebook, Go-
ogle og Microsoft. Fyrirtækin sem hagnast mest á
nýtingu nýrrar tækni og netheima. Málaferlin eru
óteljandi og jafnframt tilraunir til að koma á fyrir-
tækin skattaböndum, nú síðast af G-7-ríkjunum.
Sérkennilegt við umræðurnar hér er sveiflan í af-
stöðu Samfylkingarinnar eftir því hvaða fyrirtæki á
í hlut. Á tíma Baugsmálsins töluðu þingmenn Sam-
fylkingarinnar á allt annan veg en Rósa Björk talar
núna. Þá býsnuðust þeir yfir hverri krónu sem
rann úr ríkissjóði til að standa straum af rannsókn
efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á mál-
efnum Baugs. Þeir vorkenndu einnig eigendum
Baugs vegna þess kostnaðar sem þeir urðu að bera
til að standa undir vörn sinni. Baugsmenn þurftu
ekki að skrifa bréf til ráðherra til að krefja hann
skýringa á orðum sínum í þingsal. Þingmenn Sam-
fylkingarinnar sáu um að ganga hart að ráðherrum
í þágu Baugsmanna. Her álitsgjafa og Baugsmál-
gagnið Fréttablaðið auk annarra miðla fyrir-
tækisins sá um allt sem sneri að fjölmiðlum og
þótti þá fáheyrður dónaskapur að ráðherra leyfði
sér að nota orðin Baugsmiðill eða Baugspenni. Var
þá rokið upp til handa og fóta af svipaðri hneyksl-
un og sækir nú á marga vegna þess að Samherji
nýtir sér netið og nýja margmiðlunartækni vegna
þess sem fyrirtækið telur óvandaðan fréttaflutning.
Um hve ótrúlega langt var gengið til varnar
Baugi á stjórnmála- og fjölmiðlavettvangi má lesa í
bók minni Rosabaugur yfir Íslandi frá 2011. Þá
settu embættismenn sig ekki í kvörtunarstellingar
vegna árása fjölmiðlamanna eða kröfðust sér-
stakrar lögverndar. Síðan eftir kollsteypuna í
hruninu var látið eins og allt eftirlit hefði skort!“
Málsvarnarmenn
Þarna er ekkert ofmælt af Birni Bjarnasyni en bók
hans „Rosabaugur“ gefur gleggri mynd af þessum
þætti en annað skrifað efni til þessa. En það er
vissulega athyglisvert, sem Björn bendir á, að
þingmaðurinn sem hann nefnir til sögunnar lítur á
það sem óheimilt athæfi og sýni skort á „auðmýkt“
gagnvart yfirvöldum, og ekki bara þjóðinni, heldur
„þjóðinni allri“ sem virðast tvö ólík hugtök í munni
þingmannsins. Ekki verður betur séð en að í þessu
tilviki og kannski endranær líti þingmaðurinn svo á
að Ríkisútvarpið komi fram sem yfirvald sem al-
menningi (öllum almenningi?) beri að sýna auð-
mýkt! Sjálfsagt er ekki útilokað að þessa skrítna
skilnings gæti óþægilega oft á fréttastofu þessa
stjórnlausa fyrirtækis, en varla víða annars staðar.
Hingað til hefur það aldrei þótt gagnrýnisefni að
menn sem telja sig, með réttu eða röngu, hafa setið
undir röngum eða ómálefnalegum sakargiftum taki
til andsvara vegna þess. Þeir Gunnar Smári Egils-
son og Jón Ásgeir Jóhannesson voru ekki aðeins
samferðamenn í hefðbundnum skilningi heldur litu
þeir á sig sem fjármálalega stórvesíra, sem stráðu
um sig annarra manna lánsfé hérlendis sem erlend-
is og virtust iðulega fara af óvarkárni orðum um
persónur þeirra sem þeim virtist í nöp við. Þeir
þekktu því hvor annan betur en aðrir menn þekktu
þá eða kærðu sig um að gera. Það er því óneitan-
lega sérstakt að þegar þessir samherjar ákveða
seint (JÁJ) eða snemma á ferlinum (GSE) að nú
þurfi að bera myndarlega blak af sér, þá gefi þeir
félagar báðir út bók undir sama heitinu! Bók Jóns
heitir Málsvörn og bók Gunnars heitir líka Máls-
vörn, en þar er hafður, með smærra letri, undirtit-
ill „mannorðsmorðingja“.
Bréfritari hefur hvoruga bókina lesið og getur
því ekki lagt mat á það hvort undirtitillinn hefði
hæft báðum bókunum jafn vel.
En því svipar bersýnilega saman innræti bók-
arefnanna, hvernig sem það er svo að öðru leyti,
eins og hjörtunum tæru í Súdan og Grímsnesinu.
En kannski hefur almennur hugmyndaskortur
ráðið mestu um að þannig fór.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
En það var af bréfritara að segja að hann
hafði verið í seinnisprautu-montrússi
fram eftir degi. Þá rauk hitinn upp í 39 gráð-
ur og stóð þannig í tvo daga og er byrjaður að
rjátlast niður þegar þetta er skrifað.
13.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17