Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Blaðsíða 18
Þessir fallegu kertjastjakar/ blómavasar, kallaðir Lifandi hlutir, eru búnir til úr steini úr grunni Landspítala. Morgunblaðið/Ásdís Þ að eru nokkrir þræðir sem tvinnuðust saman og urðu til þess að ég stofnaði fyrirtækið FÓLK. Ég fékk mjög list- rænt uppeldi hjá ömmu minni sem hélt nánast úti myndlistaskóla fyrir okkur barnabörnin. Þar fengum við að vatnslita, mála, sauma dúkkur og búa til hluti úr pappamassa. Við fengum að prófa allt þannig að ég hef alltaf haft þennan áhuga á sköpun,“ segir Ragna Sara og segir að áhuginn á hönnun hafi kviknað fyrir alvöru þeg- ar hún bjó í Danmörku, en þar stundaði hún meistaranám í viðskiptum með áherslu á sam- félagsábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni í rekstri. Ábyrgð á gæðunum „Það voru mjög áhugaverðir hlutir að gerast á þessum tíma í Danmörku um aldamótin. Nýnor- ræna hönnunarbylgjan átti sér stað og fyrirtæki eins og HAY, Normann Copenhagen og Muuto voru stofnuð og ég fylgdist vel með,“ segir hún en Ragna Sara fékk vinnu hjá Landsvirkjun eft- ir heimkomuna árið 2008. „Þegar ég kom heim var HönnunarMars að hefja göngu sína og áhugaverðir tímar á Íslandi. Ég tók eftir því þegar ég fór að skoða hönnun á Íslandi nánar að það gæti vantað hlekk í þá keðju sem á sér stað frá hugmynd og þar til hönnun er orðin að vöru í hillu verslana. Í of fáum tilvikum gat ég sem neytandi keypt ís- lensku hönnunina sem ég sá á HönnunarMars í hönnunarverslun. Ég fór að skoða þetta og mér fannst vanta vörumerki sem væri útgefandi og framleiðandi á hönnun, í samstarfi við íslenska hönnuði. Í fyrstu var hugmyndin að gera vef- verslun sem myndi selja íslenska hönnun en ég sá að aðrir voru búnir að gera það og eins gæti ég ekki tekið ábyrgð á gæðunum. Ég ákvað því að stofna vörumerkið FÓLK og bauð hönnuðum til samstarfs til að hanna vörur inn í fyrirfram- gefna ramma, með umhverfis- og samfélagsmál að leiðarljósi. Við vinnum eftir sama viðskipta- módeli og flottu vörumerkin sem ég hafði áhuga á í Danmörku en bætum sjálfbærni og umhverf- isvinklinum við í öllu okkar ferli.“ Urðunargámurinn í Sorpu? Geturðu útskýrt hvað það þýðir að þróa vöru með áherslu á sjálfbærni? „Það eru margar leiðir og engin ein rétt eða best, enda svið í hraðri þróun. Við völdum að einblína á hráefnin sem við notum í okkar vörur, hversu langur líftími þess er og hvar það muni enda þegar líftíma vörunnar lýkur svo það verði ekki byrði á okkur seinna meir. Þegar við hönn- um og þróum okkar vörur spyrjum við okkur alltaf: „Mun þetta enda í urðunargámnum í Sorpu?“ Það er okkar helsta hræðsla. Vörurnar okkar eru allar unnar úr náttúrulegum endur- vinnanlegum eða endurunnum hráefnum. Ann- ar mælikvarði sem við notum er að skoða kol- efnissporið. Við erum nú að hefja vinnu, í samstarfi við erlenda samstarfsaðila, þar sem við mælum kolefnisspor hverrar vöru fyrir sig,“ segir Ragna Sara og segir að þegar þær tölur verða komnar í hús verði hægt að grípa til að- gerða, annaðhvort með því að minnka sporið eða að kolefnisjafna það með vottuðum aðferð- um. Hönnuðir hanna fyrir FÓLK Að öllu jöfnu er FÓLK ekki með verslun, heldur selur vörur í hönnunarverslanir og er auk þess með vefverslun. Í sumar og þegar blaðamann bar að garði í vikunni er FÓLK hins vegar með pop-up-verslun á Hafnartorgi og því gott tæki- færi til að skoða vörurnar með berum augum. „Okkar helstu viðskiptavinir eru til dæmis Epal, Hrím, Kokka, Módern, Rammagerðin, Garðheimar og fleiri. Þannig geta okkar kúnnar fundið vörur okkar, við hliðina á HAY og Nor- mann í hönnunarverslunum! Svo erum við með tvær vefsíður, folkreykjavik.is og folk- reykjavik.com, og þar getur fólk keypt þessar alíslensku hönnunarvörur,“ segir Ragna Sara og segir þau leggja áherslu á minni húsgögn og húsmuni. Einnig selur FÓLK vörur í erlendar hönnunarbúðir, eins og Finnish Design Shop, sem selur vörur sínar á netinu. Ragna Sara vinnur oft og tíðum þannig að innanhúss hjá FÓLKi er verkefnið mótað, með tilliti til notkunar eða efnis, og hönnuður valinn til að hanna vöruna. „Hönnuðurinn kemur þá með tillögur út frá okkar fyrstu hugmyndum. Við höldum svo áfram að þróa hugmyndina í sameiningu þar til lokateikning er komin og þá tökum við boltann. Frumgerðir eru oftast gerðar hér á Íslandi en varan fer svo í framleiðslu erlendis því mjög oft reynist of dýrt að framleiða hér,“ segir Ragna Sara og segir þau vera með sjö hönnuði á sínum snærum. „Fyrsta verkefni FÓLKs var þannig að við Ljósmynd/Sunday & White Studio Hér má sjá endur- unnið textílborð. Morgunblaðið/Ásdís MULTI-vasinn er afar smart og kemur í nokkr- um útgáfum og litum. Morgunblaðið/Ásdís Að skapa og byggja upp Frumkvöðullinn Ragna Sara Jónsdóttir er stofnandi og listrænn stjórnandi hönnunarfyrirtækisins FÓLKs. Þar er lögð áhersla á sjálfbærni og endurnýtingu. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Púðar þessir eru búnir til úr loftpúðum bíla og göml- um sængum. Ljósmynd/Sunday & White Studio Þessi litla vegghilla er afar smart. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 HÖNNUN Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Holtagörðum, Reykjavík 512 6800 Smáratorgi, Kópavogi 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566 Afgreiðslutími Rvk Mán. til fös. kl. 11–18 Laugardaga kl. 11–17 Sun. 13–17 (Smáratorg) Sumarútsala ALLTAÐ 60% AFSLÁTTUR www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN DORMA SMÁRATORGI OPINÁ SUNNUD. KL. 13–17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.