Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Page 19
báðum hönnuðinn Jón Helga Hólmgeirsson að
hanna fyrir okkur hillu sem væri auðvelt að
setja saman og taka í sundur og sem auðvelt
væri að flytja á milli staða. Út úr því fæddist
hillan Urban Nomad sem var fyrsta vara
FÓLKs og hefur gengið gríðarlega vel,“ segir
Ragna Sara og segir hönnuði vera, auk Jóns
Helga, Theodóru Alfreðsdóttur, Ólínu Rögnu-
dóttur, Rögnu Ragnarsdóttur, Fléttu: Birtu
Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur
og Tinnu Gunnarsdóttur.
Erum útflutningssproti
Vörunúmer FÓLKs eru nú um fimmtíu talsins
og má þar finna kertastjaka, blómavasa, skálar,
hillur af ýmsum toga, ljós og púða. Eins og fyrr
segir eru vörurnar umhverfisvænar og jafnvel
sumar búnar til úr gömlum hlutum eða endur-
nýttu efni.
„Við erum í örum vexti. Síðasta ár var auðvit-
að skrítið vegna faraldursins en þrátt fyrir það
tókst okkur að nær þrefalda söluna. Við erum
að halda áfram að þróa vörur og erum komin
með einn starfsmann í fullt starf, hönnuðinn
Heru Guðmundsdóttur. Annars er þetta fjöl-
skyldufyrirtæki, enda erfitt að reka svona fyrir-
tæki án stuðnings fjölskyldunnar. Maðurinn
minn, Stefán Sigurðsson, hefur verið hér innan-
búðar til að stuðla að vexti fyrirtækisins. Við er-
um útflutningssproti og það eru spennandi
tímar fram undan,“ segir Ragna Sara og segir
afar jákvætt og áhugavert að vinna í nánu sam-
starfi með mörgum erlendum aðilum á degi
hverjum.
„Ég er í draumastarfinu. Það sameinar þörf-
ina fyrir að skapa og svo að byggja eitthvað upp.
Svo er frábært að það hafi tekist að sameina
þekkingu mína á innleiðingu sjálfbærni og sam-
félagsábyrgðar inn í þennan geira hönnunar og
framleiðslu. Fyrir mig og þig sem neytanda ætti
að vera forgangsatriði að þekkja innihald vör-
unnar sem maður kaupir til að stuðla að betri
nýtingu á hráefnum og minni sóun. Nú á Hönn-
unarMars vorum við að kynna nýjustu hönnun
og vöruþróun okkar sem við köllum hringrás-
arvæna hönnun. Þá beinum við sérstaklega
sjónum okkar að hráefnum sem við endur-
vinnum. Þetta hefur verið ótrúlega skemmti-
legt.“
Hráefni alls staðar að hlaðast upp
Hluti af því verkefni var að FÓLK fékk Studíó
Fléttu til þess að finna hráefni af bílapartasölu
og hanna úr því vöru.
„Netpartar er ISO-14001 umhverfisvottuð
bílapartasala, en eigandann, hana Aðalheiði,
langaði að auka hlutfall bílaparta sem væru
endurnýttir svo sem minnst fari til spillis. Við
ákváðum að fara saman í málið og ég fékk hönn-
uðina Birtu og Hrefnu í Fléttu til að finna hrá-
efni í Netpörtum sem við gætum nýtt í okkar
hönnun og umbreyta þannig úrgangi í verð-
mæti. Stúdíó Flétta fór á stúfana og kom með
nokkrar hugmyndir en lokaútkoman er þessi
frábæri loftpúði,“ segir Ragna Sara og sýnir
blaðamanni púða, eða eins konar pullu, sem bú-
in er til úr loftpúða úr bíl.
„Þeir sem við gerðum fyrir HönnunarMars
seldust strax upp. Það er hægt að nota þá á fjöl-
breyttan hátt og þeir eru vinsælir hjá börnum.
Svo fengum við notaðar sængur hjá Rauða kross-
inum sem við notum sem tróð, þannig að það er
líka endurunnið,“ segir Ragna Sara, en henni er
greinilega mjög umhugað um umhverfismál.
„Ef við horfum á heiminn í dag er hráefni að
hlaðast upp alls staðar; plast, textíll, málmar og
gler. Það er ekki unnið nógu hratt í því að um-
breyta hagkerfi okkar úr línulegu yfir í hring-
rásarhagkerfi þannig að við erum að vinna í því
og hugsa nýja leiðir til að nota þessi hráefni.“
Ragna Sara Jónsdóttir er í
draumastarfinu en þar nýtast
bæði fyrri störf, nám, reynsla
og áhugi á hönnun henni vel.
Morgunblaðið/Ásdís
’
Þegar við hönnum og þróum
okkar vörur spyrjum við okk-
ur alltaf: „Mun þetta enda í urð-
unargámnum í Sorpu?“ Það er
okkar helsta hræðsla. Vörurnar
okkar eru allar unnar úr nátt-
úrulegum, endurvinnanlegum
eða endurunnum hráefnum.
Þessi skemmtilegi hlut-
ur nýtist bæði sem vasi
og kertastjaki.
Morgunblaðið/Ásdís
Urban
Nomad-
hillurnar
hafa sleg-
ið í gegn.
Ljósmynd/Sunday & White Studio
13.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
LICATA
u-sófi
Licata u-sófi í Kentucky koníak áklæði.
Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir
járnfætur. Stærð: 366 x 226 x 82 cm
Dormaverð: 369.990 kr.
Aðeins 221.940 kr.
40%
AFSLÁTTUR
SUMAR
ÚTSALA
TIVOLI SLIM
svefnsófi
Aðeins 172.425 kr.
Ítölsk hönnun. Einstaklega góður svefnsófi. Bakinu
hvolft fram á einfaldan hátt, Svefnsvæði 140x190 cm.
Fáanlegur í tveimur tónum af bláum lit í áklæði.
Fullt verð: 229.900 kr.
25%
AFSLÁTTUR
SUMAR
ÚTSALA