Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.06.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.6. 2021 LESBÓK L auga rna r í Rey k javí k Fyrir líkama og sál w w w. i t r. i s S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in SKELLUR Tíminn fer mismjúkum höndum um menn. Það var alltént upplifun gesta á tónleikum sem Vince Neil hélt ásamt sólóbandi sínu í Bandaríkjunum á dög- unum. Gamla brýnið var víst með allt lóðbeint niðrum sig þetta kvöld og gafst á endanum upp í miðjum Mötley Crüe-slagaranum Girls, Girls, Girls. „Afsakið mín kæru, en helvítis röddin er farin. Sjáumst vonandi næst,“ sagði hann í kveðjuskyni. Þetta er áhyggjuefni í ljósi þess að Mötley Crüe á að fara í risatúr með Def Leppard, Poison og fleiri glyströllum sumarið 2022. Til allrar hamingju er búið að fresta túrnum um eitt ár og Phil Collen, gítar- leikari Leppard, benti á, í samtali við hlaðvarp Jeremys Whites, að Neil hefði ár til að taka sér tak. „Vonandi verður allt með felldu þá. Krossleggjum fingur.“ Með allt lóðbeint … Vince Neil hefur verið hressari. AFP SVIPTINGAR Írska skapgerðarleikkonan Dervla Kirwan er íslenskum sjónvarpsáhorf- endum að góðu kunn, meðal annars úr dramaþáttunum Blackout, þar sem hún lék á móti Christopher Eccleston. Nú er hún mætt í nýjum írskum þáttum, Smother, sem sjón- varpsstöðin Alibi sýnir. Þar leikur Kirwan miðaldra konu sem tilkynnir óvænt í afmæl- isveislu sinni að hún sé að skilja og ætli að flytja inn til ungs elskhuga síns. Nokkrum klukkustundum síðar hverfur dóttir hennar sporlaust og eiginmaður hennar finnst látinn. Það verður til þess að okkar kona þarf heldur betur að skoða líf sitt ofan í kjölinn. Dóttirin hverfur og bóndinn finnst látinn Dervla Kirwan í nýju þáttunum, Smother. BBC Studios/RTÉ Ireland Lips berst ekki með straumnum. Engin uppgjöf SEIGLA Okkar besti maður í málmi, Lips eða Vari, söngvari An- vil, segir skýringuna á því að víð- fræg heimildarmynd um þetta ól- seiga kanadíska málmband féll betur í kramið í Evrópu en Am- eríku liggja í samfélagsgerðinni og ólíku siðferðisþreki þjóða. Falli Evrópubúum eitthvað í geð, segir Vari við miðilinn Angels Live In My Town, og nefnir Svía og Breta sér- staklega í því sambandi, haldi þeir tryggð við það fram í rauðan dauð- ann; sökkvi jafnvel með skipinu. Kanadamenn og Bandaríkjamenn búi á hinn bóginn ekki að eins mik- illi þolinmæði og láti vinsældirnar bíða eftir sér snúi þeir sér bara að einhverju öðru. Anvil hefur sam- viskusamlega reynt að meika það í 43 ár – en án árangurs. H annis Martinsson, reynslu- mikill færeyskur blaðamað- ur, sem starfar í Dan- mörku, fær óvænt skilaboð frá dóttur sem hann vissi ekki að hann ætti heima í Færeyjum. Dóttirin, sem er aðgerðasinni og hvalavinur með meiru, er í þann mund að ljóstra upp um mikið leyndarmál og óttast að líf hennar sé í hættu. Hún vill fá föður sinn heim til að hjálpa sér að segja safaríka söguna sem komi til með að skekja samfélagið. Forvitnin grípur Hannis sem slær til og heldur sem leið liggur til Færeyja í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hann er hins vegar ekki fyrr kominn heim en dóttir hans finnst látin. Ekki dregur það úr áhuga Hannisar að rannsaka málið og leiða fram sannleikann. Og hann er ekki einn um það, lögreglan hefur einnig rannsókn undir stjórn danskr- ar lögreglukonu búsettrar í Fær- eyjum, Körlu Mohr. Og þetta litla einangraða samfélag stendur á önd- inni og spyr sig: Hvað býr hér eig- inlega undir? Þannig liggur landið í Trom, fyrstu glæpaþáttunum fyrir alþjóðlegan markað sem framleiddir eru og tekn- ir upp í Færeyjum. Þættirnir, sex að tölu, byggjast á bók færeyska rithöf- undarins Jógvans Isaksens en Torf- inn Jákupsson skrifar handritið. Leikstjórar eru Daninn Kasper Barfoed og Íslendingurinn Davíð Morð skekur Færeyjar Davíð Óskar Ólafsson er annar leikstjóra Trom, fyrstu alþjóðlegu glæpaþáttanna sem gerðir eru í Færeyjum. Tökum lauk fyrir helgina og segir Dav- íð Óskar mikillar eftirvæntingar gæta í eyjunum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Skeggrætt á settinu. Davíð Óskar lengst til hægri, þá Marta Óskarsdóttir, Peter Ahlen, Ásgrímur Guðbjartsson og Owen Fiene. Ljósmynd/Finnur Justinussen Óvenjukalt var í Færeyjum í síðasta mán- uði sem raunar var kaldasti maímánuður í landinu í sjötíu ár, samkvæmt mælingum. Þar var til að mynda snjór yfir öllu í þrjár vikur. Sú umgjörð átti alls ekki við Trom og fyrir vikið varð tökuliðið að bíða um sinn og þegar það fór af stað aftur þurfti að smúla snjóinn og þar fram eftir götunum til að geta tekið upp. „Síðan snerist veðrið okkur í hag og við erum búin að vera hepp- in með það síðan,“ segir Davíð Óskar. Lengi vel setti heimsfaraldurinn ekki strik í reikninginn enda liðu margir mánuðir án þess að smit greind- ist í Færeyjum. „Við þurftum ekki að gera neinar ráðstafanir á sett- inu; vorum bara frjáls ferða okkar eins og enginn væri faraldurinn,“ segir Davíð Óskar. Það breyttist núna seinni hlutann í maí, þegar smit kom upp aftur. Þá urðu grímur og spritt aftur staðalbúnaður. Ekkkert smit hefur þó komið upp á settinu og Davíð Óskar segir vel ganga að ná utan um þessa nýju bylgju í eyjunum. Eigi að síður þarf hann að fara í sóttkví við komuna til Íslands á morgun. Kaldasti maí í sjötíu ár Ulrich Thomsen

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.