Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Side 2
Hvað er í gangi hjá ykkur í Hjálpræðis-
hernum í hádeginu?
Við erum með opið hús og bjóðum upp á frían hádegismat
fyrir efnaminni og jaðarsetta. Fólk getur komið hingað
og ekki bara fengið hádegismat heldur líka félagsskap,
hitt fólk og spjallað. Við höfum lagt upp úr því að hér
sé allt snyrtilegt og fallegt. Fólki er þjónað til borðs, það
þarf ekki að standa í röð, sem snýr að því að fólk fái að
halda virðingu sinni. Hingað koma frá um 100 manns til yfir
200. Við seljum einnig ódýrar máltíðir fyrir aðra sem vilja koma
og borða hér í hádeginu. Hugmyndin er sú að hér sé staður bæði
fyrir fólk sem getur keypt sér mat og þá sem þurfa aðstoð.
Hvað hefur þetta verið lengi í gangi hjá ykkur?
Við höfum verið hér síðan í desember. Við höfum svo mikið pláss
hjá okkur svo það hentaði vel í faraldrinum. Þess vegna spurðu þau
hjá Reykjavíkurborg okkur hvort við gætum ekki tekið á móti
þessu fólki því það var svo mikið plássleysi annars staðar.
Hvernig er þetta fjármagnað?
Við fáum styrki sem er aðallega fólgið í því að við getum ráðið fólk
sem var á atvinnuleysisbótum í vinnu. Sem er frábært. Við fáum einn-
ig peningastyrki og höfum notið velvildar fyrirtækja í formi afslátta.
Svo erum við með sjálfboðaliða hjá okkur. Það er fólk sem hefur verið á
slæmum stað í lífinu en hefur það betra nú. Okkar launuðu starfsmenn
bera þó hitann og þungann af þessu. Svo höfum við verið með ungt fólk
hjá okkur úr grunnskólum í vinnu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur
gengið alveg æðislega. Fólk sem hefur átt erfitt en er nú orðið stolt af
vinnunni sinni og hefur lært ýmislegt af því að vera hjá okkur.
Er þetta gefandi vinna?
Jú, þetta er það. Maður veit náttúrlega aldrei hvernig næsti dagur er
og það getur allt gerst. Að geta átt þessi samtöl og hitt fólk er frábært
og yndislegt. Það er bónusinn minn og fer ekki á launaseðilinn.
Morgunblaðið/Eggert
INGVI KRISTINN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fólki þjón-
að til borðs
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
BORGARFERÐ TIL RÓM
EINSTÖK BORGARFERÐ MEÐ ÍSLENSKRI FARARSTJÓRN. RÓM EINNIG
ÞEKKT SEM BORGIN SEM LIFIR AÐ EILÍFU. MEÐ SINNI GÓMSÆTU
MATARHEFÐ, MENNINGU OG STÓRKOSTLEGU LIST. BORGIN ER BÆÐI
FALLEG OG SPENNANDI, ENDA ER ANDRÚMSLOFTIÐ ÓLÍKT ÖÐRUM
BORGUM, SVO AFSLAPPAÐ EN Á SAMA TÍMA LIFANDI.
WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS
VERÐ FRÁ:119.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
FARARSTJÓRI
GRÉTA S. GUÐJÓNSDÓTTIR
BEINT FLUG
TIL RÓMARINNIFALIÐ:FLUG, GISTING,INNRITAÐUR FARANGUROG HANDFARANGUR
15. - 19. OKTÓBER
H
afið þið veitt því athygli að maður er ekki lengur maður? Heldur
karl. Alltént í huga sívaxandi margra. Það er að segja, þegar
margir láta sér orðið maður um munn fara meina þeir í reynd
karlmaður. Gott dæmi um þetta er hið vandræðalega val Rásar 2 á „mann-
eskju ársins“, eins og keppnin hefur kallast um árabil. Fyrir áramótin síð-
ustu hringdi einhver hlustandi inn í síðdegisútvarpið og spurði hvort ekki
væri verið að greiða atkvæði um „mann ársins“ en fékk yfir sig dembuna
frá Andra á flandri sem spurði á móti hvort hlustandinn væri að koma
þráðbeint á fyrsta farrými aftan úr
grárri forneskju. Gaf þannig í skyn
að hlustandinn vildi bara hengja
nafnbótina á karla. En nei, Andri
minn, konur eru líka menn.
Já, ekki er einleikið hvernig vit-
leysan getur vaðið áfram í blindni
eins og hauslausu hænurnar í
gamla daga. En fyrst við þurfum að
halda því til haga þá merkir maður
nákvæmlega það sama og mann-
eskja og á við um öll kyn; hann er
maður, hún er maður og meira að
segja hán er maður. Ég get svo svarið það. Enda þótt fólk af- eða umkynj-
ist þá losnar það ekki með nokkru móti undan mennskunni. Þess vegna er
ekkert bogið við að segja við hana eða hán: Hvað í ösköpunum ertu að gera,
maður?
Ef þið trúið mér ekki, flettið þessu þá bara upp í orðabók Menningar-
sjóðs frá því ágæta ári 1983! Þar segir orðrétt: „Maður. Tvífætt og tvíhent
spendýr, hið eina sem hefur lært að tala, búa til verkfæri og vinna með
þeim (um bæði kyn tegundarinnar).“ Þetta hlýtur enn þá að eiga við, nema
hvað við myndum tala um öll kyn tegundarinnar í dag. Hán var ekki orðið
mönnum tamt á þessum árum. Sumir voru meira að segja í smá basli með
homma og lesbíur. Svona hefur þjóðfélaginu farið fram. En málfarinu aftur.
Íslendingar, upp með sokkana! Maður!
Við erum öll menn
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’
Enda þótt fólk af- eða
umkynjist þá losnar
það ekki með nokkru móti
undan mennskunni.
Böðvar Bergsson
Belgar. Allir reikna með Frökkum
en þeir eru með alltof margar stór-
stjörnur og egóið mun trufla þá.
SPURNING
DAGSINS
Hverjir
vinna EM í
knatt-
spyrnu?
Perla Dís Gunnarsdóttir
Danmörk. Af því að mamma segir
það.
Daníel Örn Gunnarsson
Frakkar. Þeir eru með besta liðið;
mjög góðir leikmenn og skipulagið
frábært.
Sigrún Sigurðardóttir
Ég held með Þjóðverjum en hef
annars engan áhuga á þessu.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Eggert Jóhannesson
Hjálpræðisherinn býður upp á ókeypis hádegismat fyrir efnaminni og jaðarsetta í há-
deginu alla virka daga. Ingvi Kristinn Skjaldarson er flokksleiðtogi hersins í Reykjavík.