Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 M illjónir manna um heim allan fylgdust agndofa með dramatískum myndum í beinni útsendingu sjón- varps frá Parken á laugar- daginn var og margfalt fleiri sáu eða lásu um málið í fréttum enda fóru tíðindin eins og eldur í sinu um heiminn. Til allrar hamingju tókst viðbragðsaðilum á vettvangi að koma Christi- an Eriksen, 29 ára leikmanni danska landsliðs- ins, merkilega hratt til lífs aftur og er líðan hans eftir atvikum góð. Sannarlega lán í óláni að þetta skyldi gerast að viðstöddu slíku fjöl- menni og fagfólki en ekki meðan hann var einn heima. Annar stálheppinn knattspyrnumaður er Fabrice Muamba sem fór í hjartastopp í leik með Bolton Wanderers gegn Tottenham Hot- spur í ensku bikarkeppninni árið 2012, aðeins 23 ára að aldri. Eins og með Eriksen þá fylgd- ust margar milljónir manna með því gerast í beinni sjónvarpsútsendingu. Mun lengri tíma tók að koma Muamba aftur til lífs en hjarta hans sló ekki í 78 mínútur. Læknar beggja liða og hjartasérfræðingur úr röðum áhorfenda hlúðu heillengi að Muamba á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Hjartastuðtæki var margbeitt, bæði á vellinum og í sjúkrabíln- um. Á endanum tókst mönnum að fá hjartað til að slá og var leikmanninum haldið sofandi í öndunarvél næstu daga. Tveimur dögum síðar var hjartað farið að slá eðlilega án aðstoðar og Muamba ekki lengur í lífshættu enda þótt ástand hans væri áfram alvarlegt. Fjórum dögum eftir áfallið staðfesti læknir að með- ferðin gengi vonum framar og Muamba ætti góða möguleika á að lifa eðlilegu lífi. Mánuði síðar var hann útskrifaður af spítalanum með bjargráð en að öðru leyti heilbrigður. Muamba lagði þó skóna á hilluna að læknisráði um haustið en hefur verið viðloðandi knattspyrnu síðan; nú sem unglingaþjálfari hjá Rochdale. Arfgengur sjúkdómur Ekki hafa allir verið svona heppnir. Þekktasta dauðsfallið sem borið hefur að með þessum hætti er án efa Marc-Vivien Foé, 28 ára gamall landsliðsmaður Kamerún, sem hneig niður seint í leik gegn Kólumbíu í undanúrslitum álfukeppninnar árið 2003 í Lyon í Frakklandi. Eins og með Eriksen og Muamba urðu fjöl- margir vitni að því atviki í beinni útsendingu sjónvarps. Mönnum var strax ljóst að alvara væri á ferðum og þeir sem sáu gleyma aldrei líflausum líkama Foés liggjandi á vellinum. Til að byrja með var hlúð að honum á staðnum en þegar það bar ekki árangur var leikmaðurinn borinn af velli á börum, þar sem menn freist- uðu þess að hnoða hann og blása í hann lífi í 45 mínútur. Foé var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Tvær krufningar þurfti til að finna dánarorsökina sem var arf- gengur hjartasjúkdómur, hjartavöðvakvilli, sem veldur því að hjartað stækkar og eykur líkurnar á skyndidauða við mikla áreynslu. Síðar kom fram að Foé hafði verið slappur fyrir leikinn og þjálfari Kamerúns, Winfried Schäfer, hafði áform um að taka hann af velli nokkrum mínútum áður en hann hneig niður vegna þess að honum fannst hann orðinn þreyttur. Foé mátti ekki heyra á það minnst; hann ætlaði sér að ljúka leiknum. Þrátt fyrir andmæli leikmanna var ákveðið að úrslitaleikurinn milli Kamerúns og Frakk- lands skyldi fara fram og ógleymanlegt er hóf- stillt fagn Thierrys Henrys, sem gerði gull- mark fyrir Frakka í framlengingu, þegar hann drúpti höfði og benti til himins. Fyrirliðar lið- anna, Marcel Desailly og Rigobert Song, tóku svo í sameiningu á móti bikarnum. Samstaða, eining og virðing, eins og hún gerist best í knattspyrnu. Foé var leikmaður í háum gæðaflokki og lék með Lens og Lyon í Frakklandi og West Ham United og Manchester City á Englandi. 121 tilvik á öldinni Andlát Foés í miðjum kappleik er alls ekkert einsdæmi; bara á þessu ári eru tvö skráð tilvik, samkvæmt Wikipediu, þar sem atvinnuknatt- spyrnumaður hefur látist af völdum hjarta- stopps, Brasilíumaður og Króati, báðir 24 ára. Þá lést 33 ára Jamaíkumaður í apríl eftir að hafa liðið út af í leik en dánarorsök liggur ekki fyrir. Fjórða dauðsfallið á árinu er 23 ára Egypti sem gleypti tungu sína í leik. Þrjú dauðsföll voru skráð í fyrra og jafn- mörg í hittifyrra, fjögur 2018 og sjö 2017, mest AFP Hvorki fyrstur né seinastur Heimsbyggðin var slegin óhug um liðna helgi vegna atviksins þegar Christian Eriksen, landsliðsmaður Dana í knattspyrnu, fór í hjartastopp í miðjum landsleik gegn Finnum í Kaupmannahöfn á EM. Hér er fráleitt um einangrað atvik að ræða í sparkheimum. Fjölmargir hafa fallið frá með áþekkum hætti. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Áhyggjufullir leikmenn danska landsliðsins slá skjaldborg um Christian Eriksen á Parken um síðustu helgi. Idriss Kameni og Rigobert Song hlýða á þjóð- söng Kamerún fyrir úrslitaleikinn í álfukeppn- inni 2003 með flennistóra mynd af nýlátnum Marc-Vivien Foé fyrir framan sig. AFP Spánverjinn Antonio Puerta studdur af velli eft- ir að hafa hnigið niður í leik með Sevilla gegn Getafe árið 2007. Hann fór aftur í hjartastopp í klefanum og skömmu síðar var hann allur. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.