Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 Það er til frasi, sem sumum þykir voða-lega sniðugur. Hann er á þá leið að þaðsem hefur aldrei gerst geti alltaf gerst aftur. Hljómar svolítið eins og maður þurfi að lesa hann tvisvar en er í raun einfaldur. Við þessir bjartsýnu lítum svo á að framtíðin bjóði upp á möguleika og tækifæri en hinir svart- sýnu að enn sé hægt að lenda í nýjum áföllum. Ég lenti einmitt í áfalli. Ég var sem sagt í sakleysi mínu að skemmta þjóðinni í útvarpsþættinum mínum þegar ég fékk skilaboð. Það var myndband af vini mín- um með breiðasta bros sem ég hef séð. Hann var að taka golfbolta upp úr holu og sagði sigri hrósandi: Eitt högg. Hann var sem sagt að fara holu í höggi. Hel- vískur. Ef einhver þekkir ekki hugtakið þá lýsir það þeim atburði þegar fyrsta högg kylfings af teig ratar í holuna. Það er yfirleitt bölvaður grís. Nú gæti einhver sagt að ég ætti bara að gleðjast með honum. Og auðvitað geri ég það líka. Meira að segja alveg heilmikið. Hann er yndislegur drengur og á þetta örugglega skil- ið. Og þið megið kalla mig sjálfhverfan þegar ég segi að í raun snýst þetta miklu meira um mig en hann. Sennilega þarf ég að útskýra það. Þessi tiltekni vinur minn er nýbyrjaður í golfi. Hann er með hröðustu sveiflu sem ég hef séð (sem er alls ekki kostur), er algjörlega laus við þolinmæði á vellinum og stundum þegar hann slær er staðan líkari því að hann sé að gera númer tvö en að fara að slá í golfbolta. Ég held að ég hafi fyrst snert golfkylfu fyrir 30 árum og hef síðustu ár einbeitt mér að þessari fögru íþrótt og spila eins mikið og ég mögulega get. Ég hef ekki farið holu í höggi. Ég hef krækt, slegið í stöngina, rúllað yfir hol- una og oftar en einu sinni hefur boltinn kíkt of- an í en hætt við á síðustu stundu. Mögulega í þeim eina tilgangi að skaprauna mér. Lengi vel var þetta allt í lagi. Flestir vinir mínir áttu þetta eftir en svo fækkaði þeim. Einn og einn fór að grísa sig ofan í og áður en ég vissi af stóð ég einn á teig. Sem væri svo sem í lagi ef þessir svokölluðu vinir mínir þyrftu ekki alltaf að vera að minna mig á það. Ég hef nefnilega þá kenningu að þetta snú- ist allt um heppni. Jújú. Vissulega hefur Tiger Woods farið 20 sinnum holu í höggi. En ég get lofað því að skorið sem hann fékk á þessum hringjum samsvaraði ekki póstnúmeri í efri byggðum Reykjavíkur. Hafið þið heyrt um Norman Manley? Hélt ekki. Hann fór 59 sinn- um holu í höggi á fimm- tán ára tímabili. Hann var aldrei nógu góður til að verða atvinnumaður. Fjarri því. En ef þið fylgist eitthvað með golfi hafið þið senni- lega heyrt af Bryson Dechambeau. Hann sigr- aði til dæmis á opna bandaríska meistara- mótinu og er talinn einn allra besti kylfingur heims. Hann náði þessum áfanga í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Þá sennilega búinn að spila skrilljón par-3-holur. Þannig að ég verð að sætta mig við að þetta snýst ekki um mig. Gleðjast með þeim sem ná því að fara holu í höggi og vona það besta. Ég óttast samt að það sem aldrei hefur gerst geti bara hreinlega aldrei gerst. ’ Ég hef nefnilega þá kenningu að þetta snúist allt um heppni. Jújú. Vissu- lega hefur Tiger Woods farið 20 sinnum holu í höggi. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Það sem hefur aldrei gerst … Í sjálfsþurftarsamfélagi fyrri tímavar stórfjölskyldan meira ogminna saman í allri sinni daglegu önn, í vinnu jafnt sem frístundum. Svo kom kapítalisminn með strangri verkaskiptingu, tilteknum þörfum sinnt hér og öðrum þar. Og síðan versluðu menn sín á milli með það sem framleitt var. Þetta fyrirkomulag varð smám saman til að sundra fjölskyldunni. Fólk var nú kallað til verka í marg- víslegri sérhæfðri framleiðslu gegn launum. Borgir og bæir mynduðust svo hýsa mætti launafólkið nærri sí- stækkandi vinnustöðum. Hver bauk- aði á sínu sérhæfða verksviði. Meðan foreldrar, fyrst feðurnir síðan einnig mæðurnar, unnu að heiman, voru börnin send á uppeld- isstofnanir, barnaheimili og skóla. Þar sem vinnu- þjökun var mikil sást fjölskyldan varla og þá ör- þreytt. Krafan um styttingu vinnu- vikunnar er til- raun til að gera þjóðfélagið þannig úr garði að hin sundraða fjölskylda geti sameinast á ný, ekki aðeins um helgar heldur helst á degi hverjum. Krafan um styttingu vinnuvikunnar er þannig krafa um fjölskylduvænna og þar með barnvænna þjóðfélag. Mælistikan til að meta árangur þessarar stefnu ætti að sýna mann- vænna samfélag þar sem okkur líði almennt betur – öllum. Margt gerir styttingu vinnuvik- unnar gerlegri en fyrir fáeinum ára- tugum. Við þekkjum það frá af- greiðslu í bönkum og stórverslunum, á flugvöllum og víðar að mörg viðvik, sem áður var þörf mikils mannafla til að sinna, framkvæmum við nú sjálf frammi fyrir tölvuskjá; eigum mis- jafnlega auðvelt með það en erum flest að læra. Vildum þó stundum geta rætt við manneskju þar sem vél ein er nú til svara. Eflaust er þetta þó kynslóðabundið. Ég spurði mann um daginn hvort hann gæti ráðlagt mér um eitthvað sem ég skildi ekki í sím- anum mínum. Spurðu sex ára barn, sagði hann, þá færðu svarið. En svo er það hin hliðin á pen- ingnum og það eru þau sem eru háð þjónustu þeirra sem nú vinna styttri vinnudag. Fyrst koma upp í hugann starfsemi og störf sem augljóslega krefjast viðveru, umönnunar- og uppeldisstörf, slökkvilið, sjúkraflutn- ingar, lögreglan. Þarna og að sjálf- sögðu víðar þarf starfsfólk af holdi og blóði að vera til staðar. Fyrir nokkrum misserum boðaði ég til opinna funda um aðbúnað aldr- aðra á stofnunum en einkum þó í þjónustu við þá sem búa heima fyrir. Fram kom að starfsfólki í þessari þjónustu væri ætlað um of, vinnuálag væri of mikið og var þar tekið sem dæmi að aldrað fólk sem þyrfti að- stoð við að baða sig fengi aðeins hjálp til þess einu sinni í viku. Jafnvel til að ná þessu lágmarki þyrfti starfsfólkið að vera á stöðugum hlaupum. Þrátt fyrir fundahöld og greinarskrif voru viðbrögðin hjá Reykjavíkurborg eng- in. Og nú skal vinnutíminn styttur án þess að starfsfólkinu sé fjölgað. Við það eykst álagið, þjónustan rýrnar og erfiðara verður að manna störfin. Þarna þarf verkalýðshreyfingin að stappa niður fæti. Vinnutímastytting á að gagnast öllum, þeim sem veita þjónustuna og hinum sem eru henni háðir. Augljóslega er eitthvað að fara úr- skeiðis þegar ákveðið er að setja bann við því að útfarir fari fram eftir hádeg- ið á föstudögum, annað gangi ekki upp vegna stytt- ingar vinnuvik- unnar. Samt er föstudagssíðdegið eftirsóttasti tíminn til slíkra athafna. Kirkjugarðarnir á höfuðborgar- svæðinu sjá sér með öðrum orðum ekki annað fært en að hafa þennan háttinn á svo naumt sé þeim skammt- að. Þarf þá ekki að skammta betur? Kannski líka til að gera það kleift að ráða fleiri ungmenni til kirkjugarð- anna til að snyrta og gróðursetja. Og hvað með þá sem þurfa að leita aðstoðar hjá félagsstofnunum marg- víslegum, þarf ekki að ráða þar fleira fólk til starfa svo þjónustutímann þyrfti ekki að stytta samfara stytt- ingu vinnutíma starfsfólksins? Gæti verið að í þjóðfélaginu mætti breyta áherslum eitthvað, til dæmis loka stórmörkuðum á næturnar en jarða á föstudögum? Og gæti verið að fækka mætti at- vinnulausum en fjölga í símsvörun, draga þar úr notkun spiladósa sem spyrja okkur út í eitt hvort við viljum tala á íslensku eða ensku og hvort er- indið sé þetta eða kannski hitt, og þá ef svo sé þá sé ráðlegt að ýta á takka númer fimm þar sem önnur spiladós tekur við eða við fáum leiðsögn um að spyrja bara á netinu. Aldrei nokkur mannleg snerting. Varla gerum við þjóðfélagið mann- vænna með þessum hætti. Og mun- um að það á að vera mælistikan á ár- angur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stytting vinnutíma gagnist öllum Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Þarna þarf verka- lýðshreyfingin að stappa niður fæti. Vinnutímastytting á að gagnast öllum, þeim sem veita þjónustuna og hin- um sem eru henni háðir. Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Innra byrði má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.