Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.06.2021, Blaðsíða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.6. 2021 F ornleifafundur í Fagradal er með þeim merkari sem orðið hafa í Skaftafellssýslu, að sögn Þórðar Tómassonar, fyrrver- andi safnvarðar Skógasafns. Um er að ræða blágrýtisstein sem búið er að höggva til og er hann talinn líkja eftir skipi. Ekki hefur verið auðvelt að höggva í steininn en hann vegur mörg tonn. Þá er margt á huldu um tilurð steinsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti í prófkjöri flokksins í Suðvest- urkjördæmi. Þingmennirnir Jón Gunnarsson, Bryndís Haralds- dóttir og Óli Björn Kárason röð- uðust í næstu sæti. Arnar þór Jóns- son héraðsdómari varð fimmti. Síðasta þingi kjörtímabilsins lauk um liðna helgi. Ræðukóngur varð Birgir Þórarinsson, Miðflokki, heildarræðutími hans var einn dag- ur, þrjár klukkustundir, 20 mínútur og sex sekúndur. Alls tók Birgir 324 sinnum til máls. Áfram var bólusett í gríð og erg í Laugardalshöllinni og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hafði orð á því að töluvert meira væri um yfirlið hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri. Sjaldséður fugl, klifurskríkja, skaut upp kollinum á Snæfellsnesi. Þetta er aðeins í fjórða sinn sem sú ágæta tegund heiðrar okkur með nærveru sinni. Eins gott að Snæfellingar læsi ketti sína nú inni. Karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir stunguárás í Hafnarstræti í Reykja- vík aðfaranótt sunnudags. Elsti Íslendingurinn, Dóra Ólafs- dóttir úr Eyjafirði, er komin á topp tíu yfir elsta fólk á Norðurlöndum. Hún er 108 ára og 348 eða 349 daga gömul, eftir því hvort þú ert að lesa þetta blað á laugardegi eða sunnu- degi. Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn var haldinn hátíðlegur á mánudag. Mikil þörf er á að fjölga blóðgjöfum, að sögn kunnugra. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, 18 ára kylfingur úr GR, braut blað í ís- lenskri golfsögu um helgina þegar hún komst alla leið í úrslit Opna breska áhugamannamótsins, fyrst Íslendinga. . . . Landsvirkjun og hafnaryfirvöld í Rotterdam hafa lokið við forskoðun varðandi möguleika á að flytja út grænt vetni frá Íslandi. Lands- virkjun segir tæknina vera fyrir hendi. Hannes Hilmarsson fjárfestir hef- ur greitt metverð fyrir þakíbúð í Skuggahverfinu, 365 milljónir króna. Íbúðin er á tveimur hæðum og með henni fylgja rúmgóðar svalir og þakgarður. Fannir vetrarins ná enn upp á miðja veggi skálans í Hrafntinnuskeri sem er við Laugaveginn svonefnda. Gunnar Birgisson, verkfræðingur, fyrrverandi alþingismaður og bæj- arstjóri í Kópavogi og Fjallabyggð, er látinn, 73 ára að aldri. Á þriðjudag gengu í gildi nýjar regl- ur um takmarkanir á samkomum innanlands. Reglurnar eru í sam- ræmi við minnisblað sóttvarna- læknis frá 10. júní og kveða á um rýmkun almennra fjöldatakmarkana úr 150 í 300 manns. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis var 95% hærri í maí síðast- liðnum en í maí í fyrra. . . . Flest bendir til þess að ráðlagður heildarafli í þorski verði á næstu ár- um í lægri kantinum. Ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar fyrir þorsk vegna fiskveiðiársins 2021/2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er að læknisráði komin í tímabundið veik- indaleyfi til 28. júní. Bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að jökultunga eða tota sem myndast hefur út frá Svínafells- jökli í Öræfum fái örnefnið Dyr- hamarsjökull og vísað því til stað- festingar mennta- og menningarmálaráðherra. Gras hefur sprottið illa á Suður- landi vegna kulda og þurrka í vor og almennt kaldari tíðar að undanförnu en venjulegt er. Matthías Ragn- arsson, bóndi á Guðnastöðum í Austur-Landeyjum, hóf þó slátt í vikunni. Sló montblettinn, eins og hann tekur sjálfur til orða. Það er fjögurra hektara tún heima við bæjarhús. Breski auðmaðurinn Sir Jim Rat- cliffe mun persónulega fjármagna byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi á næstu miss- erum. Fjárfestingin nemur minnst fjórum milljörðum króna. Þegar nokkrir dagar voru liðnir frá því fyrstu kórónuveirusmitin á Landakoti, greindust í október síð- astliðnum varð „upplausnar- ástand“ á spítalanum. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar embættis landlæknis á hópsýkingu sem kom upp á spítalanum. Hóp- smitið er sagt alvarlegasta atvik sem upp hefur komið í sögu heil- brigðisþjónustu hérlendis. Spít- alinn er í meginefnum sammála niðurstöðunni. Á þriðja tug kvartana og ábendinga vegna breytinga á fyrirkomulagi leghálsskimana hafa borist embætti umboðsmanns Alþingis. Fyrsta skóflustungan var tekin að 1.1000 fermetra viðbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrar- flugvelli. Kærunefnd útboðsmála hefur ógilt samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar (ON) vegna hleðslustöðva. Því er ON óheimilt að selja orku á 200 stöðvum. Sjálfsmynd, 34. hljóðversplata Bubba Morthens, er komin út. Eiður Smári Guðjóhnsen, aðstoð- arlandsliðsþjálfari karla í knatt- spyrnu, er kominn í tímabundið leyfi frá störfum, en mun snúa aftur með landsliðinu í verkefnum haustsins. . . . Eimskip hefur undirgengist sátt við Samkeppniseftirlitið og greiðir 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt vegna alvarlegs brots á samkeppnis- lögum. Ekkert hefur miðað í kjaradeilu sjó- manna, að Guðmundar Helga Þór- arinssonar, formanns VM. Bygging hátæknisorporkustöðvar í Helguvík er meðal verkefna sem kynnt voru á ráðstefnunni „Sjálfbær framtíð Suðurnesja“. Nærri 60% barna á Vestfjörðum í 8. til 10. bekk sofa í sjö klukkustundir eða minna á hverri nóttu. Þetta kom fram í kynningu embættis lands- læknis á lýðheilsuvísum fyrir árið 2021. Marktækur munur er á svefni ungmenna á Vestfjörðum sam- anborið við landið allt þar sem um 45% sofa í sjö klukkustundir eða minna. Ekki hefur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði frá upphafi mælinga. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mann- virkjastofnunar fyrir júní. Aðeins verður hægt að fá fjölnota poka í Vínbúðunum frá mánaða- mótum. . . . Samtök ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir nýafstaðið hlutafjárútboð Íslandsbanka hafa heppnast einkar vel og að mikið ánægjuefni sé að sjá áhuga bæði al- mennra og erlendra fjárfesta á ís- lenskum banka. Stjórnarandstaðan er ekki eins hrifin. Ólöf Nordal myndlistarmaður var útnefnd borgarlistamaður Reykja- víkur 2021. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kæru Ólafs Ólafs- sonar vegna skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis um aðkomu Hauck og Aufhauser að einkavæð- ingu Búnaðarbankans. Söguleg eftirspurn er eftir veislu- búnaði á landinu. Smávægileg jarðskjálftahrina mældist við Högnhöfða suður af Langjökli. Ekki var um stóra jarð- skjálfta að ræða og því ekki talið að hætta stafaði af þeim að svo stöddu. Maður lést í fjórhjólaslysi á Mýrum í Borgarfirði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra velti því upp í ávarpi á hátíð- arathöfn á Austurvelli á 17. júní hvort heimsfaraldur kórónuveir- unnar hefði gert Íslendinga að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. Anna Þóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörin forseti Ferðafélags Ís- lands, fyrst kvenna. Loksins eru hlýindi í kortunum. Talaði í meira en sólarhring Unga kynslóðin gerði sér glaðan dag vítt og breitt um landið á þjóðhátíðardaginn, þrátt fyrir fjöldatakmarkanir. Morgunblaðið/Jón Helgi Pálmason 12.06.-18.06. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Alþingi er komið í sumrafrí. Framundan eru kosningar undir lok september. Morgunblaðið/Eggert Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.