Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1977, Síða 13

Skólablaðið - 01.04.1977, Síða 13
fram, að steypa eigi alla í sama móti þannig hugsanlega bæla niður einhverja snilligafu. Ég skil ekki hvernig mat á snilliL raskast, þó að æskan komist til nokkurg þroska og mannlegt sam- félag losni við borgaralegar hömlur. Múgmenning HO: Eigum við ekki.að nálgast veruleikann, þ.e. nútímann? Þið eruð búnir að ræða um þær að- ferðir, sem þið viljið beita til þess að æskan taki við menningarstraumum og notfseri sér þá. Mér finnst að við verðum að gera okkur grein fyrir þvi, hvernig ástandið er nú, því að ef við ætlum að breyta því, verðum við að gera okkur grein fyrir þvi hvar við viljum byrja. I þvi sambandi má t.d. spyrja: Hvemig hugsar æskan? Hvað les hún? Hvað hlústar hún á? Hefur smekk okkar e.t.v. farið aftur? Þama kem ég náttúru- lega inn á þessa geysimiklu mötun, sem við minntumst aðeins á áðan. Hafið þið hugleitt það sem ég leyfi mér að kalla múgmenningu? HH: Vissulega, og e.t.v. komizt að niðurstöðu, sem efasemdamaðurinn i mér segir nu reyndar að sé aðeins sú fyrsta af mörgum. Svarið við múgmenningunni er einkaframtakið, - nogu helviti mikil fjölbreytni og nýbreytni þeirra strauma, sem liggja um loftið og strjúkast- við skynfæri almennings. Svo ég gerist nú grófur og vitni 1 sjálfan mig, þá skrifaði ég einhvern tíma í rit- gerð, að veröldin væri milljónir heima, sem hver um sig hefði aðeins einn íbúa. Vissulega verður manni hvað eftir annað á að hneykslast á, ja, eða liryggjast yfir listasmekk samborgara sinna. En láusnirf við því er og má ekki vera önnur en sú, að þeir, sem telja sig vita betur, virði skoðanir þeirra sem þeir áfellast, en reyni um leið að ,sýna þeim fram á gildi æðri lista. Hver og einn á að hafa sína skoðun í friði, - og ríkisvaldið og menningarstofnanimar verða að sitja á strák sínum. GB: Það er vissulega ánægjulegt að heyra, að þið viðurkennið báðir þessa múgmenningu sem stað- reynd. En þá er eftir að skilgreina hana og at- huga ýmsa þætti, sem spila þar inn í. T.d., - er þessi múgmenning eitthvert ósjálfrátt og eðlilegt einkenni okkar samfélags? Hvað er það sem skapar múgmenninguna? Já, vikjum aðeins að þessu atriði. Eg held því fram,_að hér sé að miklu leyti um visvitandi smekkmótun að ræða. Það er alltaf til- hneiging hjá ráðandi öflum (í þessu tilfelli isl- enzka auðstéttin), að skapa alla i sama móti, til þess að hægt sé að stjórna fólki. Valdastéttin vill vita hvar hún hefur fólkið, til þess að hún geti stjórnað því. En mikilvægasti þátturinn i þessu sambandi er einmitt að móta smekkinn, sem en arfur frá frumbernsku íslenzkrar blaðamennsku. Við þurfum ekki annað en að líta á fréttir í blöðunum á fyrri helmingi aldarinnar. Þar má sjé flennifyrlrsagnir um einkamál fólks og persónu- lega hagi, og fréttimar sjálfar eru ritaðar í einhverjum ónákvæmum og ónærgætnum rabbstíl. Blaðamaðurinn talaði svo að segja augliti til auglitis við lesandann, eins og hann væri að segja lesandanum eitthvert leyndarmál eða gróu- sögu á baðstofuloftinu. Þetta var gott og blessað á dögum þorpsmenningarinnar, þegar dag- blöðin voru að komast á legg og efninu þurfti að sprauta beint inn í æðar fólksins. En nú er þetta orðið dragbítur á islenzka fréttamennsku. Stolti dagblaðanna er ábótavant. Þau þyrftu, til þess að auðga siðferðisþrekið, að skrifa eins og íbúar landsins væru a.m.k. 500 þúsund. Eru MR.-ingar ödruvísi GB: Við höfum hér rætt vítt og breitt um þær að- stæður, sem æskunni eru skapaðar, og það leiðir einmitt hugann að okkar nánasta umhverfi, þ.e. Menntaskólanum í Reykjavík. Þvi er nefnilega ekki að neita, að það sem við höfum reifað hér að framan er í beinum tengzlum við starf þeirra stofnana, sem við af tilviljun veitum forstöðu, eða hvað finnst ykkur? Eru nemendur M.R. ofur- menni að andlegu og líkamlegu atgervi? HH: Nei, og þetta er einmitt þessi kuldaúlpu- og veggjalúsarmórall, sem ég minntist á i byrjun I þessu tilviki, hvað viðvíkur félagslifinu í M.R., trúi ég anzi takmarkað á mátt og megin hvers einstaklings, nema þá helzt minna nánustu samstarfsmanna, þ.e. ritnefndar. Eins og þið hafið e.t.v. tekið eftir, hefur félagslífsum- fjöllun í Skólablaðinu verið í algeru lágmarki í vetur. Sjálfur hef ég aldrei verið félagslífs- tröll, og mér drepleiðist flest sem þvi viðkemur. Að þvi leyti á gagnrýni á Skólablaðið i anda Sigurðar Sverrissonar o.fl., rétt á sér; alger- lega hefur vantað frásagnir af bridgemótum og kökukvöldum, sem útbía flest önnur menntaskóla- blöð landsins nema blað M.H. Ég gef skít i þessa gagnrýni, takmark mitt hefur verið vandað blað með umræðu um atriði, sem skipta einhverju máli, og ég veit að ritnefnd er sammála mér. Það liggur við að hlakki í mér ef 70^ nemenda les ekki blaðið, ég þakka komplimentið. Eg fór í þetta starf með þvi hugarfari að ekki ætti að búast við neinu frá nemendum sjálfum. Auðvitað var það siðferðileg skylda min að láta sem svo væri, en guð minn góður, þetta fólk vill láta stjórna sér og dæla í sig skoðunum, og þá gerir maður það og bara það. HO: Þegar við ræðum um félagslíf í M.R., erum við að sjálfsögðu mikið til að ,ræða um starf okkar sjálfra. Skylda okkar í vetur var að bjóða upp á mikið og gott starf í von um að komið væri á móts við okkur með mikilli þátttöku. Ég held að ég megi leyfa mér það, með sæmilegri samvizku, að vera nokkuð ánægður með hlut Herranætur. Sýn- ing okkar tókst nokkuð vel og við brydduðum upp á ýmsum nýjungum í starfi, svo sem fimmtudagsleik- ritum. - En einn áberandi galli finhst mér á M.R.-ingum. Hann er sá, hversu veikir þeir eru fyrir nskítamóral" og mönnum, sem aðhyllast rtheil- brigt líf-stefnuna", sem felur í sér andlega geld- ingu og misheppnaðan húmor fórnarlamba sinna. Með þessu áframhaldi verður M.R. einskonar Verzlunar- skóli, sem glatað hefur allri sinni fomu menn- ingararfleifð. Hneykslaður varð ég, er tillögu um herstöðina á Suðumesjum var vísað frá á skóla- fundi hér fyrr í vetur. „Heilbrigðir" menn ásamt hægri mönnum skólans, sem þekktir eru fyrir að þora aldrei að ræða lífshagsmunamál þjóðarinnar á skólafundum, rituðu nöfn sín á ómerkilegt plagg sem varð til að stöðva þessa mjög svo nauðsynlegu umræðu. Rök þessara manna voru þau, að dvöl er- lends herliðs hér á landi kæmi nemendum ekki við og ætti þvi ekkert erindi á skólafund í M.R. GE: Það liggur við að ég nenni ekki að fjalla sérstaklega um nemendur M.R., þvi að þeir eru i engu frábrugðnir öðru æskufólki, meirihlutinn er aðeins ennþá forhertari í sjálfsefjun múgmenn- ingarinnar. Það liggur við að maður fái Jesú- komplex af því að starfa í félagslífinu. En enginn fær umflúin sín örlög. Hættan er aðeins fólgin í því að hafa einhverjar hugsjónir. Því að þá er maður kominn inn í völundarhús, sem býður upp á enga aöra útgönguxeio en mannryrir- litningu. Það myndi sjálfsagt enginn trúa mér ef ég segði, að manngæska mín og kærleikur hafi forðað mér frá þessum örlögum.margra félagslífs- forkólfa. Eg hallast því frekar að því að starf mitt sem forseti Listafélagsins beri þess merki að ég hafi komið holundarsári á Minotaurus. En ef þessu lagi er ekki fylgt eftir, er til lítils af stað farið. Leyfið mér að skýra mál mitt. Það eru fáein atriði sem ekki verður gengið framhjá. X vetur var Listafélagi'ð virkjað í þágu jafn- réttisbaráttu alþýðunnar, starfræktir voru les- hringir, haldnar voru myndlistarsýningar í sam- vinnu við félag myndlistarmanna og aðrar stofn- anir, búandmenn fengu sinn skammt af starfsem- inni, og síðast en ekki sizt var öflugt samstarf á milli menningarpólanna þriggja, Listafélagsins, Skólablaðsins og Herranætur. En þetta samstarf leiddi til þess, að sjaldan hefur félagslifinu verið stýrt af öðrum eins samhug og annarri eins festu. Eg vil aðeins beina orðum til hinna bjartsýnu hugsjónamanna, sem munu feta i mín fót- spor i Listafélaginu: Setjið á ykkur sjömílna- skóna. SYMPOSIUM sé að leiða hugsunina áð einskls nýtum viðfangs- efnum, og útkoman er tilfinningalega vanþroskað fólk, gersneytt fegurðarskyni og veruleikaskynj- un, eins og SiglaugUr Brynleifsson orðar það ein- hvern veginn í Tímariti M./M.: „Tilvalið hráefni í verksmiðjur Alusuisse og Union Carbite". Þarna gef ég mér það að sjálfsögðu, að listþörf manns- ins sé einn af meginþáttunum í tilveru hans. HO: Þarna komstu inn á eitt mjög mikilvægt at- riði, en það er þessi smekkmótun. Hvað er það s.em skapar múgmenninguna, eða nánar tiltekið smekk manna? Eru það ekki fyrst og fremst fjölmiðlar? Tökum dagblöðin sem dæmi. Eg leyfi mér að full- yrða, að þau spila gjarnan á lægstu hvatir manns- ins, svo sem hnýsni um hag annarra. Þessi hnýsni sést m.a. í öllum þeim.dálkum sem fjalla um frægt fólk. Sum blöð (allt of mörg) velta sér upp úr óförum annarra og gleðjast eflaust í hvert skipti sem einhver lendir á villigötum. Það mætti kannski líkja þeim við hræfugla. Oft er þvi lítil virðing borin fyrir sannleikanum, og staðreynd verður fjarlægt hugtak. Svo getum við einnig tekið poppskrif dagblaða sem dæmi, þar sem slegið er upp með stórum stöfum ef trymbillinn í ein- hverri danshúsahljómsveitinni hættir eða fer i hljómsveitina sem spilar í danshúsinu í hinum enda götunnar. Hvernig er það ekki með tónlistar smekk meginþorra íslenzkra ungmenna? Er ástandið ekki orðið dálítið ískyggilegt, þegar raddlaus sjómaður, sem kann kannski 10 hljóma á gítar, slær í gegn og verður goð í augum ungdómsins. Og útgefendur hjálpa til með því að gefa þetta út frekar en eitthvað sem er aðeins þungmeltara og því ekki eins liklegt til sölu. Og nú komum við að aðalatriðinu: Það eru peningarnir sem ráða ferðinni. Þeir eru veiðistöng fjármagnarans, þar sem flytjendumir eru beitan og almúginn bráðin. Og þeir sem hafa peningana eru borgarastéttin. HH: Já, - eins og þið vitið, hafna ég algerlega þessari fullyrðingu ykkar um mötun og mótun ráðandi afla á Islandi, þessarar óskilgreindu borgarastéttar á skoðunum almennings. Tökum dag- blöðin nánar fyrir. Þessi lágkúruskrif og lág- menning, sem þú varst að tala um, er ekkert annað H0: Eins og þið munið eflaust, hafa margir hér i skóla miklar áhyggjur af klíkustarfsemi, en þeir menn ættu að minnast vetrarins 1975-6, þegar hver höndin stóð upp á móti annarri, og því varð mun minna- úr verki en efni stóðu til. Eg held að kosturinn við félagsstarfið í vetur hafi verið hin’ góða samvinna .hinna ýmsu starfshópa, t.d. Listafélagsins, Skólablaðsins og Herranætur, og má í þvi sambandi nefna sameiginlegt blað Herra- nætur og Skólablaðs, leshring Listafélags og Herranætur og bókmenntasamkeppni Skólablaðsins og Listafélagsins. Margt fleira mætti nefna, eins og Isafjarðarferð og listavöku, með þátttöku flestra stórfélaga skólans. Sem sagt, ég tel það mjög æskilegt, að forystumenn Listafélagsins, Herranætur, Skólablaðsins og Skólafélagsins séu vinveittir hver öðrum og geti starfað saman. Sem sagt, ef við erum klíka, þá erum við góð klíka, eða hvað? HH: Mikið rétt. 1 rauninni er þessi annálaði kunningsskapur embættismanna ekkert annað en vítamínpilla, þegar starfið er orðið jafn viða- mikið og nú er. Auðvitað höfum við haft, ja, allt að því óeðlilega mikil völd í vetur, en hvar hefur þetta komið nemendum illa? Hefur það ekki einmitt orsakað enn öflugri starfsemi? Eg veit að þið viljið mótmæla mér, en þið fáið það ekki að þessu sinni, mál okkar er orðið of langt. En ég tel þetta kerfi einstaklinganna, þar sem einn hugur er á bak vj.ð stærstu póla félagslífsins, einmitt vera hið hentugasta. En þetta er orðið allt of langt hjá okkur, og því er komihn tími til að hætta. En hvað það var gaman að sjá ykkur. 89

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.