Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1977, Síða 14

Skólablaðið - 01.04.1977, Síða 14
"Jafnaldrinn íslenzkra braga" kvað Einar Ben. um stórskáldið og drenginn Egil Skalla-Grímsson, tæplega þúsund ár dauðan. Ekki ónýtur dómur það og ekki oflof - eða hvað? Nei, oflof er það ekki; Egill situr í önd- vegi í félagsskap glæstustu skáldjöfra - ef til vill er hann þeirra fremstur, a.m.k. hinna nor- rænu? Svo orti maðurinn, að minning hans mun lifa meðan land er byggt. Ekki hvað? - Þú efar sannleiksgildi þessarar fullyrðingar, þ.e., að hann hafi ort sig inn á spjöld sögunnar, telur ástæðuna aðra - hverja? Fyrst og fremst þá, að frásagnir af líferni hans hafi varðveist í Eglu; að Egill hafi glettst við samtímamenn sina og að þetta sé eftirminnileg lesning. Jú, jú, vissulega felst sannleikskorn í þessari röksemdafærslu þinni, enda er frásögnin kjarnmikil, fyndin og hin eftirminnilegasta í hvívetna. Hvað segirðu nú? Verður fullyrðing mín enn hæpnari, af því að það sé aðeins á færi góðra íslenskumanna að skllja kveðskapinn - að svo hafi verið um margra alda skeið? Heyrðu mig nú, óþokkinn þinn, ljóðahatari, sagan er skráð eftir heimildum kvæðanna. Hvaða rök kanntu móti því? Ha, hvað veltur nú upp úr þér? - að efni sögunnar og innihald ljóðanna stangist á, að því er atburð arás varðar? Jæja, já, en leyfðu mér að benda þér á eitt minniháttar atriði: Þér eruð fantur og fúl- menni, sem berið ekkert skynbragð á fomar bók- menntir. tíerðu þér grein fyrir því, að Egill • hefur kannski fleira ort úm sigra sin og ferðalög en stílað er í Eglu. Hvað? - Þú segir, að ég ge.fi mér forsendu, að ég fari með óvandað mál. Þorsk- haus. Fífl - hafðu þig á brott áður en ég... vigvöllur Ijbdsins Hvað sem fyrrgreindum skoðanamun liður, verður það að teljast fullvís og óhrekjandi sannleikur, að þrátt fyrir stormasama ævidaga og að Egill hafi höggvið mann og annan, liggur hans glæstasti fjandi á vígvelli ljóðsins, örugglega ekki dug- minni andstæðingur en hinn, sem æddi um vígvöll holdsins og hjó þétt og fast. Hér á ég við þá erfiðleika, sem frumherjar verða að glíma við.^ Þannig gekk Egill fram í þessari orðglimu, að ég held það réttlæti mína "vafasömu fullyrðingu" hér að framan - ætti að minnsta kosti að réttlæta hana. midja heimsins Oft er sagt um menn í fornum sögum, að þeir voru skáld. Var það virðingarauki að vera skáld? Hafði það eitthvert hagnýtt gildi, t.d. sambæri- legt við það að vera berserkur? Báðum þessum spurningum svara ég játandi. Oft vill það verða, að eiginleikar, sem annaðhvort eða hvorttveggja i senn eru sérstakir að einhverju leyti og skemmtilegir, verða eftirsóknarverðir^ meðal manna. Er þetta hugsanlega sprottið upp úr þeirri viðleitni manna og því eðli að verða "miðja heimsins" i samfélagi sínu - maður sem tekið er eftir. Skáldin bjuggu yfir þessum "sérstöku" eiginleikum og voru virt (eða í sumum tilfellum hötuð) fyrir bragðið. En hvað var það, sem gerði hæfileika þeirra eftirsóknarverðan? Hvað er þetta sérstaka, sem þeir áttu í fórum sínum? Það var skáldmælgin. En af hverju var skáldmælgi, þessi misnotaði eiginleiki í dag, eftirsóttur? Eg tel, að upprunalega hafi skáldmælgi verið í því fólgin, að mestu leyti, að geta meitlað frá-l sögn eða hugleiðingu í þau orð eða það form, að eftirminnilegt yrði - eiginleiki, sem gat gert. orðræðu beittari, veitt dýpri sár, en hvassasti brandur, ef notuð voru sem níð eða háð. Þessi viðleytni manna til að lyfta ræðu sinni upp^úr lá- deyðu hversdagsleikans er vafalítið elsti vísir að kveðskap, eins og hann tíðkast nú á timum. I upphafi hefur lítill munur verið á ljóði og al- mennu mæltu máli. Hér að framan drap ég lauslega á tvö hugtök: virðingu og hagnýti, samtvinnuð i hinum forna kveðskap. Virðist mér virðing vera bein afleiðing hagnýtisgildis kveðskaparins, m.a. því hagnýta gildi, sem ljóð gat haft fyrir höfðingjastétt fornaldar. Kem ég nú frekar að því. Konungum og öðrum valdsmönnum fomum virðist hafa verið mikið í mun, að afreksverk þeirra, líf og sigrar yrðu tímans tönn að bráð, gleymdust ekki. Engan þarf því að undra, að snemma yrðu skáld aufúsugestir við hirðir valdsmanna; eru í Islendingasögum mýmörg dæmi slíks. Hlutu mikil skáld hina mestu sæmd fyrir drottinhollan kveð- skap - og þungar pyngjur. Við getum ímyndað okkur þríþætt starfssvið skáldanna, ef svo má að orði kveða, innan hirðar. Velgamesti þáttur starfs þeirra hefur vafalítið verið,- eins og fyrr var drepið á, að gæða valds- mennina "eilífu lífi" með þvi að yrkja um hann.(Mörgum kann að virðast þetta vafasöm aðferð, þyk- ir skáldskapurinn lítt skiljan- legur o.s.frv., en hafa ber i hega huga, að langt er um Xiðið, frá því að fornkvæðin voru ort, og að miklar breytingar hafa átt sér stað innan viðja málsins. Ýmsar líkur benda til þess, að jafnvel erfiðustu drápur, þymir í augum margs menntskælings nú, hafi varð- veist á tungum fjöldans á alda- raðir. Ekki nenni ég að fara ýtar- legar út í þá sálma að sinni.) Annað var það hlutverk skáld- anna, veigamikið, að skemmta hirð- inni. Varð þessi þáttur veigameiri, er tímar liðu. I þriðja lagi hefur skáldskap- ur gegnt öllu veraldlegra hlut- verki, sem áróðursmiðill. Líkur benda til, að mörg kvæði eða erindi úr kvæðabálki hari farið viða utan hirðar. eins og alkunna er, tíunduðu skáldin ýmsa eigln- leika konungs, t.d. gjafmildi og vilvild gagnvart þeim mönnum, er vinir hans vildu vera, lýstu óför- um óvina hans. Allt þetta hefur miðað að því að tryggja viðkomandi valdsmann í sessi, draga kjark úr úr óvinum hans, auka hróður hans út á við. Engir menn, utan skáldin, höfðu yfir að ráða jafnsterkum áróðursmiðli. Þau réðu yfir her- skörum orðanna. Svo yrkir Egill í Höfuðlausn: Flugu hjaldrs tranar á hræs lanar. örut blóðs vanar benmás granar. Sleit und freki, en oddbreki gnúði hrafni á höfuðstafni. Þetta þýðir: Hræfuglar flugu á valkestina. Þá skorti ekki blóð. tllfur sleit sár, en blóðbylgja gnúði á nefi hrafnsins. lítt tengd mannsdrápum. A dögum Egils var á færi mikils hluta alþýðu að nema umrædda "tvítuga drápu" við fyrsta flutning. Glöggir menn gátu lýst ókunnugum, sem brá örskotsstund fyrir augu þeim, svo vel, að áheyrandi sá fyrir sér - eins og ljósmynd - viðkomandi persónu. A.þeim tímum kunni fólk að tala, skildi málið. öllu bágbornara er ástand talmálsins nú á tim- um. Lágkúrulegar hugsanavillur, ómerkilegir orða- leppar og erlend orð (iðulega afbökuð að merkingu og framburði) tröllríða talmálinu. Hver kannast til að mynda ekki við setningu svipaða þessari?: "Æðislega er'da djúsí matur, mar." Kryfjum þessa setningu. I fyrsta lagi: Getur fæðutegund haft æðislegt útlit? - Orðið er lýsingarorðsmyndun af óður, sbr. óður maður. I öðru lagi: Æðislega djúsí (taka ber fram, að djúsí er hér í merking- unni góður. Orðið er afbökun á enska orðinu juicy. sem þýðir safaríkur). Spurnlng: Hvað er skýlt með því að vera óður og góður? Mér er það algerlega hulin ráðgáta - nema auðvitað það skyldi vera rímið? Er hugsanlegt, að menn verði óðir af neyslu góðrar fæðu - það er hugsanlegt. I þriðja lagi vil ég taka fram, að "mar" er í þessu dæmi En mikið vatn hefur runnið til sjávar, og margt er breytt frá dauða Egils. Skáld vorra daga hafa látið af þeirri íþrótt, að varpa fram tvít- ugum drápum; atferlisvandamál nútímaskálda eru og ekki hestur, haf eða sjór, heldur ósmekkleg stytt- ing á orðinu maður. Svona mætti lengi telja. Lítum á eitt dæmi enn. Til skamms tíma naut orðið sniðugur allmikilla vinsælda. Voru öfgarnar slík- ar, að menn notuðu orðið í fáránlegustu samsetn- ingum, t.d. "Nei, mikið er'da sniðugur matur". "Nei" er hér merkingarlaus upphrópun, o.s.frv. Vissulega er þetta vond þróun. öll tungumál taka breytingum á löngum tíma- bilum; íslenskan. er engin undantekning að því leyti. Breytingar þessar hafa hins vegar verið hægar, eðlilegar. En aldrei fyrr hefur íslensk tunga tekið öðrum eins stökkbreytingum og nú hin síðustu ár. Mikil (og vaxandi) þörf fyrir það að nota sterk og 1sláandi" orð, t.a.m. æðislegt, geggjað, (að) fíla (eitthvað í botn) o.s.frv., virðist vera meðal þorra manna. Þannig eru nokkur orða- tiltæki, sbr. áhrifsaukamerkingu orðsins æðis- legur i samsetningunni með matnum hér að framan, að ryðja úr talmálinu mikilli orðgnótt. Astæður þessa eru vafalítið margar og margvíslegar. Má t.d. nefna erlend áhrif og aukna þörf á áherslu- miklum orðum, sem af vanþekkingu á íslensku máli hefur fyrrgreind áhrif. "Frasarnir" eru þar að auki auðmeðfarnari; það má yfirfæra þá og breyta merkingarfræðilegu gildi þeirra.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.