Skólablaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 15
Ég hygg það ekki víðsfjarri sannlelkanum, ef
tekið er mlð af núverandi hrörnunarhraða, að við
munum tala mál, sem líkist vanþroskuðum hljóð-
merkjum apanna - innan loo ára.
Enn sem komið er, gætir áhrifa þessa lítt eða
ekki í ritmáli. Þó finnast þess dæmi. Ekki alls
fyrir löngu rakst ég á einkar ógeðfellt lesanda-
bréf 1 ónefndu dagblaði. Þar var m.a. komist svo
að orði: "Þetta útvarp, dagskráin er sko ógeðs-
lega lúðaleg. Þetta er sko ekki hægt lengur það
sem ég meina er sko allar þessar viðbjóðslega
fúlu sinfóníur, bara all day sko. Mann langar
barasta til að hlaupa út i sjó og hengj.a sig
stundum."
Það væri vel.
Er þetta eitthvert átakanlegasta dæmi um
hnignun íslensks máls, sem ég hef orðið var við.
Abyrgðarleysi á borð við þetta ætti að hafa yfir
sér lagabókstaf. En það eru fleiri en vitlítil
smápía af Suðurnesjum, sem s-ína ábyrgðarleysi
gagnvart málinu. Hvað er það annað en ábyrgðar-
leysi hjá Halldóri Laxness, er hann ritar eftir
framburði? Jafn hámenntaður maður, eins og raun
ber vitni, ætti að geta gert sér grein fyrir því,
hVaða afleiðingu það hefði i för með sér, gerði
allur almenningur^hið sama. Vart mundu líða mörg
ar, aður en að þvi kæmi, að bækur hans krefðust
þyðinga yfir á nútíma íslenskt mál. A honum, í
skjóli Nóbelsverðlauna, að leyfast fremur en
öðrum, að gera aðsúg að málinu?
vid erum ad verda
mállaus
M Ef gagnrýnt er, segja margir, að hér sé um
^eðlilega þróun" að ræða, sem ekki eigi að hindra
á nokkurn hátt. Hinkrum við. Hvert er þessi
"þróun", ef svo getur kallast, að teyma okkur?
Hvert hefur hún þegar leitt okkur? Að minu viti
hefur "þróunin" þegar rænt okkur miklum orðaforða.
Líttu i kringum þig. Beindu sjónum þínum að kunn-
ugum hlut, t.d. kunnuglegu andliti, og reyndu að
lýsa eins vel og þér er unnt sköpulagi og sér-
kennum þessa andlits. Ef ég get mér rétt til, er
lýsing þín harla ófullnægjandi. "En við höfum
myndavélar til að sjá um þessar þarfir", kunna
menn að segja. - Athugum fræðilega möguleika
þess, hvaða afleiðingu þetta getur haft í för með
sér.
Þetta er kannski öfgakennt dæmi:
Samkeppni
George Orwell lýsir eftirminnilega i skáldsögu
sinni og framtíðarsýn, 1984, hvernig einræðis-
stjórn fer að því að tryggja völd sín um ókomna
tíð. Hvaða aðferðum beitir stjómin? Pyntingum og
morðum? Umfangsmiklum útrýmingarherferðum? öllum
þessum aðferðum? - Já, en eitt enn er ótalið, sem
þyngst vegur á vogarskálunum. Umrædd stjórn vann
markvisst að því að breyta tungumálinu (og þar
með hugsun) sér í hag; strikaði út úr orðasafninu
óheppileg orð eins og t.d. frelsi. Eg ætla ekki
að reifa möguleikana á framkvæmd þessa í raun-
veruleikanum, aðeins að fara nokkrum orðum um
fræðilegar afleiðingar þess. Til frekari skýring-
ar skal tekið fyrir orðið frelsi og öll önnur orð
merkingarlega skyld, þ.e.a.s. hvaða áhrif það
hefði að glata orðum um það hugtak. Frelsi er
vissulega teygjanlegt hugtak, en flestir munu
gera sér svipaðar hugmyndir um merkingu þess.
ímyndum okkur, að við búum við einræðisstjórn.
Einhvern tíma í fymdinni var orðið frelsi strik-
að út, og við þekkjum það ekki. Við búum við ógn-
arstjórn og kúgun. En hvað er til bragðs? Bylting?
Bylting kemur ekki til greina. Vegna skorts á
orðum gerum við okkur ekki grein fyrir því, hvað
það er, sem við viljum gera, né hvað er tlí úr-
bóta. Enginn einstaklingur er fær um að gera
öðrum grein fyrir hugðarefni sínu vegna þess, að
að ekki eru til orð yfir það, og það, sem verra
er: Hann skilur það líklega ekki sjálfur. Þessi
byltingartilraun er dauðadæmd fyrirfram; jafn
erfið í framkvæmd og fyrir okkur að ætla að tala
tónlist. Fyrir bragðið nær þjóðin aldrei þeirri
sarastöðu, sem þarf til að hefja árangursríka
byltingu. Þetta er öfgakennt dæmi, sem gæti orðið
öfgakenndur og þrúgandi veruleiki. Eða hvað?
Hér hef ég reifað, almennt, þörfina fyrir því
að vemda tungumál ’almenntj sjá til þess að þróun-
in verði aldrel afturábak. Hér að framan hef
Hér hef ég reifað lauslega þörfina á því að
vemda tungumál almennt, ekki einungis íslensku
heldur öll tungumál; þróunin má aldrei verða
afturábak. Nú ætla ég aðeins að fara nokkrum orð-
um um nauðsyn þess að íslendingar hlúi að sínu
máli.
Oft hef ég heyrt því fleygt og var því reyndar
samsinntur, áður en ég lét blindast af þjóðernis-
stefnunni, að heppilegt væri að leggja íslenskuna
á hilluna, tileinka okkur útbreiddara tungumál.
Télja margir mikla hagsbót þessu samfara, t.d. á
verslunarsviðum. Mundi þetta að þeirra hyggju opna
okkur dyr að fjölbreyttari menningarheimi og auð-
velda öll samskipti þjóða millum. Ekki ætla ég
hér að reifa kosti og galla þessara hugmynda, en
vil taka fram, að persónulega er ég andpnúinn
þessu óráðshjali. Hæfileg einangrun er þjóðernis-
vitund okkar nauðsynleg; sjálfstæði Islands og Is-
lendinga veltur að öllu leyti á sérstakri menningu
okkar og tungu; án þessarar sérstöðu hefðum við
ekki haft mikla ástæðu til að berjast fyrir sjálf-
ekki haft mikla ástæðu til að berjast til sjálf-
stæðis. Nú finnast heins vegar þeir, sem „gefa
skít" í menningu og tungu, - menn, sem vilja gera
landið að fylki í Bandaríkjum Norður-Ameríku hið
fyrsta. Þessir öfgasinnuðu vitleysingar eru, guði
sé lof, fáir. Yfirleltt bregða þessir menn fyrir
sig hagsmunasjónarmiðum. Það er mín sannfæring og
trúa, að aldrei fyrr hafi Islendingar haft eins
gilda ástæðu til að varöveita sjálfstæði sitt og
sjálfstæði efnahagskerfisins. Það er oliukreppa í
heiminum; verð á olíu fer hækkandi og magnið
þverrandi. I krafti ódýrrar orku, þar sem vatns-
orkan er, munum við innan fárra ára öðlast sam-
keppnisgrundvöll um sölu á iðnaðarvörum.
Meðan við viljum vera ein þjóð, verðum við að
hlúa að þjóðlegum einkennum okkar.
Guðmundur Karl.
Svo sem kunnugt er, efndu Skólablaðið og
Listafélagið til samkeppni, og skyldi þá
verðlauna allt hið bezta, sem frá nemendum
hefði borizt um veturinn í formi ljóða,
smásagna, mynda og greina. Vegna alls
kyns erfiðleika við framkvæmd þessa, er
orðið ljóst að ekki verður unnt að birta
úrslitin fyrr en í 1. tbl. 53. árgangs.
Mun það þó engin áhrif hafa á niðurstöður
dómnefndar. Eingöngu verður valið úr
því efni, sem birzt hefur á prenti í vetur
jafnt í Skólablaðinu sem öðrum fjölmiðlum
nemenda.
Ritnefnd og kompani.
að læ^ast
á tánum
úryf'ylgsni sasngur
úr skúmaskotum’nætur
/ |
inní nakinn morgun.
fetandi varlega
skref fyrir skref
eitt áfram tvö útá hlið
í flöktandi leit
'
að feimnu Ijósi.
sjá morgun klæðast
.eftir samfarir nætur
S &,
og hulinnar/solar:
■slett kaffiJ
:gnum hráslaga
Sast spor
troðr.a refilstigu)
^ huglægum hnotti
Ailli ótta’l^g ein
/ litlaus dagpn^
í hlekkjandi kéðj'
árantía. %
hvað er Jfcil ráða, 1
með iebiblóð £ æðunum
og vær^lausa von í rt:
halla sór
að vir.arþeli
að nætjúrþeli,
hörf^
á v§Kiglausar von:
fljúga á braut. I
(stlga hringdans|.nn
einu sinni enn)i
jón finntfjörnsson
91