Skólablaðið - 01.04.1977, Qupperneq 19
Forsiðan var unnin af Gunnari Amasyni. Fer
hún honum ekki síður vel úr hendi en forsíða 1.
tbl., sem hann vann einnig. Forsíðan er einhver
einfaldasta, en um leið hin skemmtilegasta um
langan tima.
Editor dicit. Ritstjórinn, Hallgrimur H.
Helgason, tekur að þessu sinni fyrir málefni ein-
staklingsins. Ræðir hann málin fram og aftur og
varpar fram ýmsum spurningum, en gefur lesandanum
að mestu eftir að svara. Er greinin ágæt lesningj
en í Xengra lagi, lengdarinnar vegna.
Frá Listafélaginu. Guðni Bragason, sérlegur
útsendari listagyðjunnar hér í skóla, blæs remb-
ingi og stolti úr nös af mikilli leikni. I grein-
inni eru ýmsir góðir punktar um félagsstarfsemi í
skólanum almennt, en um það, hvort allt, sem í
henni stendur, er alveg hárnákvæmt, skal ósagt
látið.
Setið við glugga. Teikning eftir Gunnar Árna-
son. Mynd, sem þarfnast ekki skýringa, aðeins
skynjunar.
Herranótt. Hilmar Oddsson útskýrir í grein
þessari, hvað varð þess valdandi, að ekki reynd-
ist unnt að standa við kosningaloforð frá síðasta
vori. Er augsýnilegt, að leiknefnd hefur ætlað
að standa við gefin loforð, og væri vel, ef allir
embættismenn myndu loforð sín jafnvel.
Katedralskolan. Pistill frá Svíþjóð. Catar-
ina Bosaeus skrifar skemmtilegan pistil um sögu
og skipulag skólans, ásamt lýsingum á rektor og
kennurum. Síðan vikur Catarina að félagslífinu í
skólanum. Félagslífið í Katte er gjörólíkt því,
sem er í M.R., og er dálítið framandi, en þó
skemmtilega aðlaðandi. Ekki ætla ég að hafa
fleiri orð um pisfcilinn, en vil að lokum hvetja
alla, sem ekki hafa lesið hann, til þess að gera
það og gera samanburð við M.R. Hinum, sem hafa
þegar lesið, ráðlegg ég að lesa aftur. Það er
þess virði.
Embættismannatal. Grein, sem er eins skemmti-
leg aflestrar og Sveinbjörg Jónsdóttir eða met-
sölubókin Símaskrá 1976.
Hljóð úr homi. Jón Norland kveður sér hljóðs,
Vona ég, að allir hafi lesið greinina, enda er
hún bráðsmellin og auk þess sérlega timabær hug-
vekja.
Hvert stefnir ísland? Skólablaðið fetar hér
nýjar slóðir, þ.e. fær tvo menn til að svara
spurningunni: Hvert stefnir Island? Greinir þá
Trausta Þór Sverrisson og Sturlu Sigurjónsson á
um flest, eins og til var ætlazt. Ekki ætla ég
að taka opinbera afstöðu með skoðun annars hvors,
en þó ætla ég, að flestir viti, að ég er meira
sammála öðrum en hinum. - en hvað um það. Aug-^
sýnilegt er, að höfundar hafa lagt mikla vinnu í
greinarnar, eins og þeirra var von og vísa.
Tekst þeim að koma skoðunum sínum skilmerkilega á
framfæri.
Karls þáttur Roths Karlssonar. Smásagan Vor í
Reykjavík og rabbþátturinn Siðan Síðast verða að
teljast léttustu línur blaðsins. Annars vegar
kemur Karl húmor sínum á framfæri í smásögu um
sjálfan sig, hins vegar hendir hann grin að
stefnu íslands. Pistill hans, Síðan Síðast, er
sérlega auðskilinn, enda greinargóðar skýringar-
myndir, þegar vafi leikur á um merkinguna. Það
held ég, að flestir séu sammála um, að Karl er
ritfærasti húmoristi skólans, og hleður hann
frekar utan á það álit en heggur af.
Ljóð i blaðinu. Ljóðin á síðum Skólablaðsins
í vetur hafa verið mun verri en i fyrra. Augsýni-
legt er, að sú grilla að menn álíta sjálfa sig
skáld tröllríður nú skólanum. Já, því er nú verr
og miður.
Max Ernst 189(?)-1976. Pálmi Guðmundsson
ritar stutta ævilýsingu listamannsins og birtir
nokkuþ fræg verk Ernsts til að gefa betri innsýn
i hugarheim hans. Þótt gaman væri að, fanns mér
þó mest gaman að bæta enn einu listaverkinu i
rammann, sem augsýnilega var til þess ætlaður?
En gamanlaust: góð gein, Pálmi.
Útilegan. Stefán Kristjánsson hefur uppi
mikla tilburði til að vera fyndinn. En hvers
eigum við að gjalda að láta bera á borð fyrir
okkur aðra eins þvælu? Nei, takk, Stefán. Það
kann ekki góðri lukku að stýra að skrifa gaman-
sögu, þegar maður er sjálfur í slæmu skapi.
Dandimaðurinn Steinl. Dandimanna-greinamar
hafa oft verið fyndnar, en þó sjaldan sem þessi.
(Það skyldi þó aldrei vera, að Karl Roth hafi
fært i letur?) Sem sagt: Allir, sem þekkja Steina
ættu að geta hlegið áreynslulaust, og hinir
áreynslulítið.
Nú kemur auglýsing. Ber með sér, að efnis-
skortur hefur hrjað ritnefnd. Skrifið i Skóla-
blaðið.
Mynd á síðustu innsiðu. Vatnið, sem seitlaði
úr krananum á forsíðu, ir nú komið í glas. Enn
einn listadrátturinn frá Gunnari Ámasyni.
Quid novi? Góðar Quid novi?-greinar hafa verið
allt of fáséðar í vetur. Þó eru greinar 2.tbl.
ólíkt betri en l.tbl. Vonandi halda þær enn
áfram að batna, þá verða þar allgóðar um páska.
Beztu Quid novi?-greinar þessa blaðs eru Herra-
nótt/Reykjavík, Frægt fólk M.R. og Dreifing
valdsins.
Guðni Bragason: I nóttinni, Huldumenn vorra
tíma og Sjúkrahússdvöl ungrar konu. Eitt þessara|
kvæða Guðna verður að teljast til betri ljóða í
þessu blaði. Er það Huldumenn vorra tima.
Magnús Þorkelsson: Islandslag. Magnús hefur
tekið miklum framförum sem skáld, og er þetta
kvæði hans að mínu viti það bezta, sem Skóla-
blaðið hefur birt eftir hann hingað til.
Guðmundur Karl: Hellensk stytta. Guðmundur
Karl er áberandi bezta skáldið í skólanum þessa
dagana. Þó að kvæðið sé langt frá þvi að vera hil
hið bezt, sem Guðmundur hefur látið frá sér fara,|
er það þó hið bezta í blaðinu. Teikning Guðjóns
Bjarnasonar við kvæðið gerir siðuna sérlega að-
laðandi í öllum sínum fínleika, og sannast hér,
hversu mjög ytri búnaður kvæða skiptir máli.
Endalok uglanna eftir Hans Magnús Enzenberger,|
Jón Finnbjömsson sneri á jónísku. Kvæðið kann
að hafa haft eitthvað til brunns að bera á frum-
málinu, en á jónísku er það svo þungt, að það
verkar beinlinis fráhrindandi.
Annarra manna gagnrýni á greinum enn annarra
ætla ég ekki að fjalla um, og sleppi ég því gagn-
rýni á ritdóm Guðmundar Karls og Finnboga Rúts.
Og þá er aðeins ein síða eftir. Baksiðan
telst lýtalaus i sínum snjóhvíta einfaldleik.
Eftirmáli.
Siðasti árangur Skólablaðsins var mjög góður,
og óttuðust ýmsir, að erfitt yrði að halda gæð-
unum þetta ár. En núverandi ritnefnd hefur sýnt
fram á, að sá ótti var ástæðulaus, og hefur
blaðið frekar bátnáð en að sigið hafi á verri
hliðina. Uppsetningin er sérlega góð, og er mér
til efs, að hún hafi yfirleitt gerzt betri.
Gunnar Arnason virðist eiga mestan þátt í hinni
góðu uppsetningu, og sannast hér, að bráðnauðsyn-
legt er, að teiknarar séu í ritnefnd, ekki síður
en menn, sem munda pennann.
Að siðustu óska ég ritnefnd til hamingju með
2. tbl. 53. árgangs og vona, að framhald verði á
svo vönduðum vinnubrögðum hennar.
Jón Bragi Gunnlaugsson.
Örstutt athugasemd við ritdóm:
Þar sem vafi virðist leika á því meðal al-
mennra nemenda, að auglýsingin á bls. 34 í 2. tbl,
sé auglýsing, skal það frá og með ritun þessarar
athugasemdar tekið skýrt fram, að umrædd auglýs-
ing er vissulega auglýsing.
Ritnefnd.
RltÓÖmUR
Um 2XBl. 52.ÁRQ.
Eftirfarandi grein barst Skólablaðinu frá Isafirði. Fjallar hún um för Skólablaðsins, Listafélagsins,
Herranætur og Skólafélagsins til Isafjarðar í haust. Var þar m.a. boðið upp á tónlis't, ljóðalestur,
leikrit o.fl. auk þess sem félagsstarfsemi í M.R. var kynnt á ýmsan hátt, m.a. með dreifingu Skóla-
blaðsins og annarra rita úr skólanum.
Föstudag einn í haust stóð mikið til í Mennta-
skólanum á Isafirði. Boðað höfðu komu sína nær
tveir tugir menningarvita úr elzta og reyndasta
skóla sinnar tegundar í öllu landinu, Mennta-
skólanum í Reykjavik. Við sjálft lá, að skóla-
fégasstjórn hins unga skóla fengi svonefnt tauga-
áfall, en hafði þó af að senda tvo þá bröttustu
úr hópnum til flugvallarins sem móttökunefnd.
Er farþegar flugvélarinnar stigu á land, reyndist
móttökunefndinni það ekki mikið vandaverk að
greina gestina úr hópnum (þeim voru eigin takmörk
augljóslega með öllu ókunn). Það var erfiðara
að finna, hver myndi vera fyrirliði þessa mæta
hóps, allir virtust lita á sig sem slika.
Eftir nokkur fálmkennd handabönd og kynningar,
sem báru lítinn sem engan árangur, var setzt inn
í bifreiðar og haldlð til bæjarins, og var mót*-
tökuathöfninni á Isafjarðarfæigvelli þar með
lokið.
Gestunum hafði verið ætlaður svefnstaður í
setustofu mötuneytis menntaskólans, meðan á dvöl
þeirra stæði. Er þangað kom, var liðið að há-
degisverði, en að honum loknum var samstundis
hafizt handa við undirbúning listavökunnar (eins
og aðstandendur vildu ómir kalla hana, aðrir ein-
faldlega kvöldvöku), sem halda átti um kvöldið.
Ýmis háttur vai* þar hafður á, sum skólaskáldanna
ráfuðu um í öðrum heimi, aðrir eitthvað, annað og
færri en vildu fóru á fund skólameistara.
Listavakan um kvöldið reyndist hrein lista-
vakning nemendum M.I., sem fjölmenntu í mötuneyt-
issalinn þetta kvöld. Skólahljómsveit hóf leik
og kynnti kynninn, sem reyndist vera ekki ófrægri
maður en Herra Reykjavik^m.m., þá flutti inspect-
or scholae ávarpm en hljómsveitin lék síðan
nokkur lög við mikinn fögnuð flestra áheyrenda.
Því næst komu skólaskáldin eitt af öðru og lásu
úr verkum slnum. Er athygli áheyrenda var farin
að sljóvgast um of, var hlé gert á 1jóðalestrinum
og þeim lyft upp úr doðanum með eldfjörugum píanó.
leik, - og skáldin luku sér af. Að afloxnu hléi
frumfluttu tveir ættingjar höfundarins (með hjálp
hvislara) leikþátt eftir Odd Bjömsson, og að lok
lokum lék hljómsveitin aftur nokkur lög og nokkur
lög í viðbót. Skólameistari, Bryndís Schram (fyr
(fyrrverandi nemandi M.R.), reis úr sæti og þakk-
aði gestunum og reyndi siðan að fá nemendur sína
til að hrópa húrra fyrir Menntaskólanum í Reykja-
vík, sem þeir að sjálfsögðu ekki^gátu stolts síns
vegna. Þess í stað var hrópað húrra fyrir lista-
vökunni, og lauk henni þar með, en kvöldvakan
hélt áfram. Með i förina höfðu verið tekin þó
nokkur eintök nýútkomins Skólablaðs M.R. í kynn-
ingarskyni, og voru aðstadendur iðnir við að lesa
upp ár því blaði, meðan á kvöldvökunni stóð,
sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Daginn eftir var þeim, sem vildu, og hinum
gefinn kostur á skoðunarleiðangir í Byggðasafn
Vestfjarða og eitt frystihúsanna á staðnum með
leiðsögumanni og síðan ökuferð um nálæg byggðar-
lög. Um kvöldlð var boðað til samsætis með
skólafélagsstjórnarmönnum M.I. (þeim var eilítið
farinn að vaxa kjarkur um þær mundir),, ættingjum
þeirra og vinum.
Gestirnir héldu aftur til slns heima snemma á
sunnudagsmorgni. Þar með lauk þessari heimsókn
þeirra í Menntaskólann á Isafirði, sem var bæði
ánægjuleg og lærdómsrík. Nemendur annarra mennta-
skóla ættu að taka þetta framtak M.R.-inganna til
eftirbreytni. Fyrir nemendur Reykjavíkurskólanna
yrðu slíkar heimsóknir út á land beinlínis hollar
þar sem þeim er nauðsynlegt að komast aðeins út
fyrir þann afmarkaða heim, sem þeir eru lokaðir
í heil fjögúr ár (jafnvel lengur),^svo og er lær-
dómsríkt fyrir nemendur annarra skóla að kynnast
þessum furðulega heimi og hugsunarhættinum, sem
þar ríkir.
Kær kveðja.
Elísabet Gunnarsdóttir, M.I.
Hed menningu í pokuhoeninu
05