Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 3
Hfoitor tocit POCClflCKAfl COUIA^b AEMOKPATHMECKAfl PABOMAfl HAPTIfl MCKPA IN MEMORIAM V.I.Lenín KlTOðOXlR Einn helzti kostur menntaskóla- blaða e.t.v. hve ljóslega þau bera um sitt andlega umhverfi, þótt ekki sé einlægt jafn sýnt hvaða þættir eru atkvæðamestir um mótun þess. Sambdð nemenda við skólann, oft mörkuð áhrifum utan úr samfélaginu, ræður miklu um árangur skólastarfs. Þó er skólinn jafnan sá, er mest ítök hefur um þankagang nemendanna, og hvort og hvernig þeir tjá sig. Hin megna óánægja og leiði, er æ verður áþreifanlegri, er óbrigðull vottur þess, hvílíkt farg hann er mönnum á sinni. 0g enn eru önnur teikn þess, að skólasetan eykur þeim amalund, og það svo að vert væri að kanna hvort ekki jaðri víða við sálræn örkuml. Almenn slenlinja £ skólalífinu vekur ýmsar spurningar. Er M.R. e.t.v. einhvers konar sér- fyrirbæri að þessu leyti? Veldur húsnæðisekla eða er orsakanna að leita utan skólaveggja? Hefur skól- inn ekki fylgt eftir félagslegum framförum? Eða er það þéttbýlið, sem er niðurdrepandi og slævir broddinn ur skólalífinu með fram- boði sínu á annars konar afþreyj- ingu? óneitanlega virðist sem menntaskólinn hafi yfir að ráða einhvers konar svefnþornum, er geri fólk jafnvel skeytingarlaust um þá skemmilegu ánauð, er hann hneppir í andríki þess og sköpun- argáfu. Kannski er galdurinn sá, að ofþóga því svo með ónytjar og sálkrenkjandi þurrastagli, að það sér ekki ut ur augum. Svo er ekki veitzt að neinum ákveðnum vald- hafa, ekki einu sinni auðvaldinu. Nauðsynlegar breytingar verða ein- ungis knuðar fram fyrir frumkvæði nemenda sjálfra. Er fólk flettir hinum síðustu skólablöðum, fer varla hjá að því surni í augum. Hvert um sig er raunar sannur og truverðugur vitnis- burður um skelfilegt áfall,sem að því er virðist heilbrigt fólk hefur mátt þola á næmu mótunarskeiði æfi sinnar. Hvílík útjöskun og örníð- sla. Flest bera skrif sú arna um slíka andlega ofþrúgun að hamlar eðlilegri sjálfstjáningu og sviftir þau lífi og anda. Sumt er undir áhrifum kennslubóka og annað hefur fólki líklegast verið innprentað á einhverjum dularfullum kvöldfundum í húsgagnalausum leskompum úti í bæ. Er því kappgjarna lesfólki ekki sízt að þakka það hrokbull- andi andríki er síðustu blöð hafa einkennzt af, eða hitt þó heldur. Yfirleitt vantar þó ekki að fólk sýni tilburði til að slíta sig frá síbyljunni, en flestir verða þeir þó til enn frekari staðfest- ingar á hversu gagnteknir þeir eru af henni. Tekst því þegar bezt lætur að vera óskiljanlegt, en oftar er útkoman klúr og ó- smekkví s o Það er Menntaskólanum £ Reykjav£k háborin hneisa, að mál- gagn nemenda skuli ekki einu sinni jafnbrýna slælegu gagnfræðaskóla- blaði. Það helgast þó ekki ein- vörðungu af þv£, sem skrifað er £ blaðið, heldur berum við hin, er engu skeyttum, hvert sinn part af skömminni. Ekki er heldur sann- gjarnt að hrakyrða þá, er fyrir blaðinu stóðu, þv£ að vafalaust er sökin ekki einasta þeirra, að forsendur brast fyrir útgáfu þess. Fors£ða blaðsins er skemmtilega yfirlætislaus og útlit þess sam- viskusamlega unnið. Innihaldið lýtur £ mörgu þv£ er áður er sagt, en £ heild er það of teygt og hjallhangið. Sem oft áður þefar blaðið nú af hjárænulegu alþýðu- snobbi og fylgir þv£ hvumleitt gjálfur og nasahvæs. Námsleiði virðist annars valdur þeirrar ó- gerðar er blaðinu háir. Einnig er áberandi hve einstaka texti er herfilega saman settur. Sumt er ólæsilegt, og virðist höndum hafa verið kastað til við próf- arkales tur. Það er s£zt að ósynju að menn hefur £ seinni t£ð firnað á, að ákveðin persóna hér £ skóla er tekin að sl£gr£ða hverri blað- snefu, er dagsljós l£tur. Nú s£ðast birtir skólablaðið af henni flannastóra mynd og er persónunnar ekki sjaldnar getið en 9 sinnum. Undirritaður leyfir sér að spyrja: Hvað hefur þessi gamli pottasleikir félagsmála menntaskólans svo sem unnið sér til frægðar annað er rassa kastast á stolnu traktorsskriflif um óttubil £ afskekktu krummaskuði, austfirsku? 13-10. '73. GUNNAR PÁLSSON

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.