Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 4
Þá er Skólablaðið enn lagt af stað út í lífsbaráttuna. Rit- dómurinn, sem birtist í þessu blaði, er ótvíræð sönnun þess, að höfundur hefur lesið blaðið, og lagt sig mjög fram um að vera trúverðugur og sjálf- um sér samkvæmur í gagnrýni sinni. Tel ég honum vel hafa tekizt. Síðasti ritdómur þótti mér hálfgerð hrákasmíð, með fullri virðingu fyrir höfundunum. En nú kemur glöggt fram, að höfundur tekur verkefni sitt al- varlega, og hann rækir hlutverk rit- dómarans hið bezta. Mættu ýmsir draga nokkurn lærdóm þar af. Hlutur skólaskáldanna þótti mér lítill og léttvægur í síðasta fblaði. Einhver krefeti virðist nú hlaupinn í andagiftina. Ég vonast til þess, að jafna megi nokkuð það hlutfall, sem verið hefur milli skáldskapar og stjórnmálalegra skrifa, því oft vilja stjórnmálaskrifin verða nokkuð þreytandi. Það er ekki hvað sízt vegna þess, að svo virðist, sem vinstri menn telji sig einir þess umkomna að flytja fagnaðarerindið. Þykir mér lítið leggjast fyrir þá hægri menn ef þeir láta deigann síga. Seint er fullreynt. Á sjöttabekkjarkvöldinu hvísl- aði vinur minn að mér þessari vísu, sem hann sagði vera um mesta kvennagull skólans: Þó þig vanti vit og þrek veiztu vel af hinu, þú ert einslags apótek ætlað kvenfólkinu. Ekki vill neinn nafngreina þennan gæðamann, en heyrzt hefur, að eitt- hvað hafi hann verið viðriðinn kosningar í stjórn Framtíðarinnar. Ekki veit ég hversu mörgum er kunnugt um útkomu ljóðabókar eftir Böðvar Guðmundsson: BURTREIÐ ALEX- ANDERS, sem út kom 1972.. Þar er margt skemmtilegt að finna, sem vel sýnir fjölhæfni Böðvars, enda ægir hér ýmsu saman’ gamanljóðum, fjöl- breytilegum líkingum og hatrömmum ádeilulj óðum: sameinuðu þjóðirnar veittu siðberanum lúkasi elíasi 1000 000$ styrk til að bæta siðferði mannkynsins og hann hóf þegar störf og skrifaði margar bækur um siðund og rétthygð til að bæta siðferði mannkynsins í réttu hlutfalli við 1000 000$ styrk sem sameinuðu þjóðirnar veittu sið- beranum lúkasi elíasi þegar hann hóf störf í réttu hlutfalli við siðund og rétt- hygð sín sjálfs mannkynsins alls og sam- einuðu þjóðanna. Þá er bráðskemmtilegt kvæði um þann fræga feld, sem þorgeir brúkaði þegar hann þurfti að hugsa hvað mest. Þetta kvæði er með afbrigðum skemmti- legt. Getur fyrst um upphaf feldsins: Af Skjöldu var hann skorinn skammdegiskvöld í janúar. Skjalda dó úr doða daginn eftir að hún bar. Hún var nár úr nautshúsi borin. 1 lífi og dauða ljúf hún var og lék sér þar sem gróa grös á vorin. Þá er sagt frá því hversu menn verkuðu feldinn og þá getið þess, er Þorgeir keypti feldinn af prangara einum af tilviljin, rétt í þann mund er kristni var upp tekin. Svo kom þar, að Þor- geir þurfti að brúka feldinn: Þorgeir feldinn þrífur Þorgeir skríður undir hann. Hugsar harðla kátur: Hér skal koma yfir mann úrskurður sem endanlega blívur. Dægur tvö er sagt með sann að svitinn rann og böggluðu feldinn bífur. VÖGGUKVÆÐI RÓTTÆKRAR MÓÐUR: Enn syng ég gamalt stef við þinn sæng- urstokk í kvöld er sólin rennur langt að fjallabaki um þá sem sitja sléttir og slóttugir við völd og sleppa aldrei neinu fantataki. Morðingjar heimsins og myrkraverka- her munu reyna að draga úr þér kjarkinn en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að á mörgum þeirra höggvist sundur barkinn. Þeir eiga glæstar hallir þeir eiga lúxusbí1 þeir eiga meir en nóg til hnífs og skeiðar þeir kæfa okkur í táragasi og kalla okkur skríl þeir koma okkar vandræðum til leiðar. Morðingjar heimsins og myrkravarka— her munu eflaust pína þig til dauða en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að úr þeim mörgum vætli blóðið rauða. Svo segi ég að lokum fyrst sólin hni- gin er og svefnsins engill strýkur þér um hvarma að margan góðan drenginn þeir myrtu þar og hér og margur hlaut að dylja sína harma. Morðingjar heimsins og myrkraverka- her myrða okkur líka einhvern veginn en gleymdu því samt aldrei að meira en maklegt er að af mörgum þeirra væri skjátan flegin. Þessi brofcakenndu dæmi úr bók Böðvars Guðmundssonar ættu að færa heim sannin um það, að vissulega er hér um að ræða athyglisverða og skemmtilega lesningu. Vona ég svo að einhver hafi gagn og gaman af. Eitthvað er að losna um það and- lega svefnþorn, sem stungið var öllum nemendum skólans í fyrra og árið þar áður. Má það gleggst merkja af aukinni þátttöku í félagsstarfssemi- nni. Vonandi verður samstarfið far- sælt milli frammámanna og forsvars- manna hinna einstöku deilda félaganna, því svo virðist, sem þessi vetur muni um margt verða prófsteinn á grundvoll þeirrar umfangsmiklu félagsstarfssemi, sem fram fer í skóla þessum. Skulum við vona, að enn sem fyrr megi M.R. gnæfa yfir aðra skóla með sínu blóm- lega og fjölskrúðuga félagslífi. MIKILL ER SKERFUR MÁLADEILDANNA TIL SKÓLABLAÐSINS. Reykjavík, 27. okt. '73 Haraldur G. Blöndal 6.-C. L' IT10ibo e 9 1 ZlUtMi. / E & ÆTLAi *,€> '<l SlíOi-A A(-|pJÍ©A- wÉi»-8(t'|6í5l’sM'Al-A- a f en.ru- Aé PA R.A,'( o M-B-TU- , >->»/ IKJ F06AR '£6 Mikið er skrai'að og skrifað um þessar mundir.Meðan menn sleikja sólina fyrir botni Miðjarðarhafs í blóði,sitjum við fyrir framan imbakassann og hverfum margar mílur i gegnum rökkrið.Sumir hitta Nixon að máli, aðrir taka í hendina á Guðna og nokkrir hugsa um Kalla Matt. -En slikt gera ekki aðrir en djúpt hugs- andi menn og séní, eins og Arni CTH. En svo við tökum málin föstum tökum,þá tökum við tökin á tökunum á málunum. Bresnéf og Kekkonen hittast á trúarráð- stefnu í Moskvu þessa dagana.Þar verður persónu trú kynnt fyrir blaðamönnum. Má þar nefna Elínu Pálmadóttur og Eddu Andrésdóttur.Munu þær slðan drekka augn- dropa. Gulrót með gleraugu gerði sér að góðu að vera brún.Stafsetningarverkefni þykja erfið einkum og sér í lagi sams- konar og þegar setan réði rikjum.Mál- fundafélagið Framtíðin er 91 árs. Til hamingju almáttki áss.Hornklofar finnast í orðabókum og heita þá klof- horn.Slík horn eru klofinn af klofum þótt bratt sé og líta það margir horn- auga. Allir fallast á , að einhver tímann tekur allt endi. Þannig er þá ekki aðeins spursmál,heldur einnig knýjandi spurning hvers vegna heimurinn brosir aðeins fyrir konum, en lokar fagnandi örmum sínum er karlpeningurinn nálgast úr m'8 - e9.Nikkólina nautnatröll. þETTA ERu. SA t»JÓ& í CWAd AP STAdPi'. þctAR (3Ú HBLou-ie. H/ÍTÍÐ PA6<- p.( 14.0107 þ'A M iwMiTix ÞESS M6Ö ST oí-TÍ AT> 'ISLAUP ed 1.1 MUR-'1 6S6A/0-M í.þ.SrARtTAR 'ISUA A/O v/io HÚÐ aNWARR-A þj'oBA AÐ BÆTTRl AM lA/fiJH Aí-LÍ A1AK/WQjWS- PUBUSHED AS A PUBLIC SERVICE IN COOPERATION WITH THE NATIONAL SOCIAL WELFARE ASSEMBLY, COORDINATING ORGANIZATION FOR NATIONAL HEALTH, WELFARE AND RECREATION AGENCIES OF THE U. S. -c 190 BY NATIONAl PEPIUUICAI PU8LICATUJfJS i»C Sumir segja að veturinn sé kominn en að aðrir segj Gyðjur haustsins heilsa dögi- unum. Kennarinn minn heilsaði mér ekki í gær- ergo, veturinn kom í gær. Eg ætlaði að leysa sparimerkin min út á morgun.Eg týndi veskinu minu í gærkvöld Eg safna frímerkjum og sel brjóstahaldara Leikrit. Lífið stuttur leikþáttur eftir E.Pá. 1. þáttur -Mamma: Ast þú kökuna Pétur? 2. þáttur. Pétur:Hvað er ást mamma? ý.þáttur. Mamma:Ert'að rífa kjaft? Og hvað er lífið án okkar yndæla skóla. Án guðna og óla jó. Er það ekki eins og bill an bensíns í Bandaríkjunum. Jæja elsku líf nú kveð ég þig En að síðustu ætla ég að senda línu til stúlkunnar sem aldrei hefur tíma fyrir smásamtal. Þegar tárin falla oní botn hugdjúpsins bánka minningarnar og ég lýk upp dyrum brosa þinna. 4.þáttur. Pétur: Schlacthof 5 5-þáttur. Mamma:Fyrirgefðu ég heyrði ekki hvað þú sagðir, ég er með banana í eyrunum. ENDIR. Kalli Matt Kalli Matt Karl V. Matthíasson Karl Valur.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.