Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 15
Þriðja atriðip, sem hann nefndi, var um mannfjölda. í kommunista- ríkjum væru um 1000 milljónir, í vanþróuðu ríkjunum um 700 milljónir en í auðvaldslöndunum aðeins um 600 milljónir manna. Þarna væri augljós aflsmunur, kommúnistum í hag. Aðeins þyrfti að vekja þjóðir þriðja heimsins til byltingarsinnaðrar vitundar, skil- nings á misskiptingu auðæva og hvernig það gæti varpað oki arðránsins af sér. Hann taldi, að menntamenn þriðja heim- sins myndu fljótlega snúast til fylgis við byltinguna. Einnig myndi frelsis- baráttQ nýlendanna, sem þegar væri hafin, ekki ljúka með sjálfstæði, sem aðeins yrði til á pappírunum. Maó taldi, að baráttuna þyrfti að hefja sem fyrst, því eftir því sem frá liði, yrði andstaða borgaranna sterkari. Af sömu orsökum myndi verða mikilvægt fyrir þriðja heim- inn og þjóðir hans að fá stuðning sósjalísku ríkjanna. Samt sem áður væri sigur sósjalismans öruggur, því að vaxandi hörku borgaranna yrði mætt með síaukinni andstöðu af hálfu alþýðunnar. Varðandi hernaðartækni sagði Maó, að baráttan skyldi ekki miðast við eina stórorustu, heldur skyldi notuð „mann fyrir mann" aðferðin, sem reyn- st hafði mjög árangursrík í Kína. Sovétmenn vildu lítið gera ur breyt- ingu valdajafnvægisins. „Það er aldrei hægt að segja hver hlutföllin eru á hverjum tíma", sagði Kruschef.. Einnig töldu þeir, að ef stefnu Kín- verja væri fylgt, yrði hætta á heims- s^yrjöld. „Stjórnendur Sovétríkjanna" mátti lesa í ri þessum tíma, Bandarísku þjóð að utrýma henni þrældóm. Þeir. þróun rpála verð þeirra og vænti setja allt, sem hættu í þeim ti fyrir óhjákvæmi thm ríkispressunnar frá ilja ekki berjast gegn inni. Þeir reyna ekki eða hneppa hana í eru fullvissir um, að i samhljóða óskum ngum. Hvers vegna að við höfum byggt upp í lgangi einum að flýta legum sigrum?" Þaö sama ár boðuðu þeir stefnu, sem kölluð hefur verið endiírskoðunar-. stefnan. Nafnið kemur til af.því, að hón er frávik frá þeirri stefnu, sem Lenin hafði fyrr boðað. Samkvæmt end- urskoðunarstefnunni ber að koma á sósjalisma í öllum löndum, en á frið- samlegan hátt. Sovétríkin eiga að verða mikið fyrirmyndarríki, ríki allsnægtanna. Við það mun alþýða auðvaldsríkjanna sjá yfirburði sós- jalismans, hins sósjalíska hagkerfis, og gera af þeim sökum byltingu í eigin landi. Þetta krafðist að mati Sovétmanna góðrar sambuðar við öll lönd, þar á meðal auðvaldsheiminn. Friður var höfuðskilyrði fyrir stöðugri hagþróun. Einnig var það gagnstætt höfuðmarkmiðinu, og myndi tefja fyrir að ná því að st.yðja mikið alþýðu ann- arra landa með fjáraiistri og óhóflegri tækniaðstoð. Um þessar tvær stefnur urðu miklar deilur. En það var ekki fyrr en árið 1960, að Sovétmenn reyndu með efnahagsþvingunum að fá Kínverja til að aðhýllast sína stefnu. Hættu þeir allri tækniaðstoð við Kínverja og tóku fyrir flutninga á vélum og véla- hlutum til landsins. Þetta var mikil blóðtaka fyrir Kínverja, því áð þarna var um að ræða miklar framkvæmdir við byggingu bæði verksmiðja og orkuvera. En annað eins hafði gerzt í Kína. Þeir létu þetta ekki hafa 'ne'in áhrif á stefnu sína, og var fram- kvæmdunum lokið af landsmön'num sjálfum, þremur- árum seínna. Á arunum 1957 og '58' gerðu Kín- verjar mikilvæga breytingu á stjórnarfarinu í landinu. Stofnaðar voru þusundir samvinnuhéraða og hafði hvert þeirra um sig ýfirleitt nokkra tugi þusurida íbua. Þau fengu að mestu leyti sjálfsstjórn í s.ínum . sérmálum. Hafa margir talið, að með þessu ha.fi Kínverjar komist stigi framar Sovét- mönnum í þróun sósjalismans. Á alþjóðaþingi sósjalista I Mos- kvu árið 1960, voru utanríkismálin sérstaklega tekin fyrir. Meirihluta- fylgi við stefnu Kínverja fékkst að- eins hjá Albönum. En í sendinefndum annara landa þ.á.m. Sovétríkjanna, voru hópar, sem studdu Kínverja, og voru þeir fjölmennari, en gert hafði verið ráð fyrir. Hér með var ljóst, að fljótlega myndi til skara skríða með löndunum. Á alþjóðaþingi í Mos- kvu, 1961, byrjaði Krúschev í setn- ingarræðu sinni að fordæma Albaníu og Hoxha formann. Kínverjar litu á þetta sem ódulda árás á sig, og fóru Chou En-Lai og aðrir fulltrdar þeirra því við svo buið heim, og var þar vel fagnað. Eftir þetta var ekki um að ræða samræmingu í utanríkisstefnu Kína og Sovétríkjanna. Þrátt fyrir þetta hélt Chou En- Lai því fram, að löndin væru enn sameinuð á hernaðarsviðinu, árás á annað landið yrði álitin sem árás á hitt landið. Þau orð féllu niður ómerk, þegar Sovétmenn tóku að veita Indverjum hernaðaraðstoð, meðan að landamæradeilur Indverja og Kínverja voru enn óútkljáðar. Það var árið 1963. Síðan hefur samkomulagið farið síversnandi. I lok síðasta áratugs var Menn- ingarbyltingin svonefnda gerð í Kína. Var henni fyrst og fremst ætlað að uppræta endurskoðunar- stefnuna í landinu. Þá var þeim Lin Shao-Chi, „Krúschev Kína", og fylgismönnum hans steypt af stóli, en kenningar Maós formanns urðu enn viðurkenndari en áður. Var Menn- ingarbyltingin því undirstrikun á andstöðu Kínverja við endurskoðun- ars tefnuna. Með öðrum orðum: Þeir afneituðu gersamlega þeirri þróun, sem er orðin á Vesturlöndum, og Sovétmenn hafa í æ ríkari mæli tileinkað sér.. Fyrir bætt efnahagsleg kjör átti maðurinn ekki að þurfa að gjalda með því að verða aðeins feitur þræll í sálarlausu þjóðfélagi. REYKJAVlK, 24.10.'73 HELGI SIGURÐSS0N irkick*ick*kicick-k-k+-k-k** DÚFURNAR FLJÚGA I einni af hinum glæstu turnspírum Kremlar bjuggu tugir dúfa.Dúfurnar voru allar hvítar að lit og í hjarta sínu mjög elskulegar.En þær höfðu þá óskaplegu náttúru að vera á sífellu flugi frá samastað sínum niður á Rauða torg. á Rauðatorginu spásséruðu þær, átu af því sem af draup og fóru jafnvel í smá trim úpp á Lenín. Ein dúfanna hét Dúanoff.Dúanoff litli (þetta var strákpjakkur) var á gelgju- skeiðinu og því haldinn óskaplegum þráa.Það var því ekki sjaldan sem hinar dúfurnar þurftu að eyða sínum dýrmæta tíma í óvitann Dúanoff. / ★ ★ * * ¥ ¥ \ 0, þú útvörður vestrænnar menningar sem verndar oss öll frá hættunni úr austri þú boldgetinn andi Heimdallar Oðins og Þórs, sýndu oss þinn ómælanlega mátt er þú situr kaldur og svipbrigðalaus við stýrið á þínum 8 gata Sleipni og þeysir í Austurveg að berja rússneska þursa. Johann Van Hekkenfeld é-c -K ★ ★ * * * ¥ ¥ ¥ Dag nokkurn vildi Dúanoff heita Jósef og spurði því Kamenoff gamla hvort honum þætti ekki nafnið fallegt.En sá gamli fékk þá svo gífurlegt hóstakast að lá við að hann dytti fram af. Lapinsky sá strax hvers kyns var og kom æðandi (svo hratt að beann varð að einu hvítu striki) og'hrópáði að ef hann léti hlutina svona óheflaða út 'úr sér, hlyti hann að vera sarplaus. "Sjálfur sarplaus "sagði Dúanoff. Svo var ekki ,meira með það, En skömmu sáðar bárust sérkennilegar, en^ þó-gamal- kunnar, drunur upp i turninn.Það var ekki fjarri lagi að þær líktust langv- arandi lófaklappi.Þegar þessar drunur höfðu staðið í þó nokkurn tima og virtust ætla að ágerast var Dúanoff nóg boðið.Hann klauf loftið og flaug niður á Rauðó.Þar spókaði hann sig og naut sólar og annarra lífsnauðsynja. Allt i einu kom hann auga á unga stúlku bak við rósarunn.En þessi stúlka hafði alls engan rósamunn.Hún hafði illa tungu og Dúanoff heyrði hana hvísla að manni í rykfrakka:"Þessi er sarplaus." Um leið og maðurinn öskraði:"Hvílíkt ábyrgðarleysi", fann Dúanoff eitthvað læðast um fót sér.Svo var hann fastur. Það varð hlutskipti Dúanoffs að lenda í dúfnakofa.En það var sko alls ekkert leiðinlegt.Þar voru margar deildir með alla vega litum dúfum og krókar með alla vega prikúm.Flestar dúfurnar voru eins þráar og Dúanoff eða jafnvel enn verri og þess vegna fannst honum helvitis fjör.En það versta var að gömlu turn- spírudúfurnar létu hann aldrei í friði. Þær komu á gluggana og skipuðu honum heim. Til þess að losna, yrði hann aðeins að fara með lykilorðin sem hann lærði þegar hann var ungi.Það var ekki fyrr en þær höfðu lofað honum að heita Jósef,að hann varð tiltækilegur."Ó gí dóg"sagði hann og svo hóf hann upp raust sína og öskraði: (H 3JiMtWEIl ÖflMt! - Og dúfurnar flugu.- "Leó Tolstoj,24.nóvember 1973-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.