Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 13
Paul M.Sweezy þáttum sem verkamaðurinn innir af hendi, eins og þeir eru metnir á (hinum ófull- komna) markaði." Varla er hægt að greina þessa stefnu frá þeirri stefnu sem ein einkaframleiðendur nota. Það sem átt hefur sér stað í Júgóslaviu er að félagsleg eign á framleiðslu*- tækjunum hefur veið afnumin og einka- eign komið á.Reynslan sýnir að hug- takið "félagsleg eign á framleiðslu- tækjunum", sem ætíð hefur verið veikt, er algjörlega innantómt. Smám saman náðu vissir aðilar áhrifamiklum einkaeignarétti, sem fól í sér yfirráð þjóðfélagslegra eigna.Þrátt fyrir það að eignirnar tilheyrðu formlega þjóð- félaginu, svaraði hinn sterki réttur þessara aðila að fyrirtækjunum, til einkaeignaréttar. HIN LANGA LEIÐ TIL KOMMÚNISMA Að sjálfsögðu má fullyrða að þetta eigi einungis við um Júgóslavíu og að aðstæður í Sovétríkjunum séu allt aðrar. Það er öruggt að einhver munur er á , en það þarfnast meiri kunnáttu en ég hef, til að ákvarða hve mikill munurinn er. En samt sem áður held ég að hið júgóslavneska dsemi sýni, hverjir möguleikarnir eru, og leggi áherslu á þá viðvörun sem komið hefur fram hjá Bettelheim að"það er einmitt mjög hættulegt fyrir þróun sósíalísks efnahagskerfis, að treysta á þá hug- mynd , að með ríkiseign á framleiðslu- tækjunum geti gildi og vörur ekki verið til, nema "formlega",þ.e.a.s. að þæ myndu að nokkru leyti vera"gerð' "annars eðlis'.' Eg dreg þáályktun að sósialismi, skilgreindur sem þjóðfélag sem ein- kennist af rikiseign á framleiðslu- tækjunum og af stórfelldri skipulagn- ingu, sé ekki endilega millistig í þróuninni frá kapítalisma til komm- únisma. Ég tel ekki rétt að slíkt þjóðfélag muni þróast sjálfkrafa til kommúnisma, heldur geti það beinst í algjörlega gagnstæða átt þ.e.a.s. orðið að uppvakningu stéttarvaldsins. Hvort þetta er endurreisn kapitalism- ans, eins og Kínverjar staðfesta,er athyglisverð og mikilvæg spurning, sem við getum ekki fjallað um hér. Okkar marki er nægilegt að vita að þessi venjulegi skilningur á sósíalis- ma er algjörlega ónothæfur sem mark- mið eða sem leiðandi takmark fyrir byltingarsinnaða stjórn sem hefur hina löngu göngu mót kommúnismanum. Þetta þýðir ekki að við eigum að hafna ríkiseign og víðtækri skipulagn- ingu.Augljóst er að án þeirra er óframkvæmanlegt að segja skilið við kapitalismann og stíga fyrstu skrefin út á hinn langa veg.En ríkiseign. og og skipulagning eru ekki nægileg til að skilgreina sósíalisma sem er ónæm- ur fyrir afturför og hefur getu til að þróast til kommúnisma. Þær mestu hættur sem verjast ber eru myndun "ríkisbúrgeisanna" og afturhvarf til stéttaskiptingar, þar sem hinir raunverulegu framleiðendur eru arðrændir , eins og nú gerist i kapítalískum löndum.Þannig kemur skyrt í ljós hvers er þörf, með orðum Bettelheims: að framleiðendurnir ráði yfir lífskjörum sínum og þess vegna fyrst og fremst 'yfir framleiðslutækjunum og framleiðslunni. Spurningin er þá hvað þetta merkir, eða jafnvel hvað það merkir ekki.Ekkert ákveðið svar er til við þessari spurningu og eftir því sem ég bezt veit hafa fáar tilraunir verið gerðar, til að svara henni. Hér er örugglega eitt verkefni sem þarfnast mikillar nákvaamrar rannsóknar,rannsóknar á breytingunni yfir í sósíalisma. GILDISLÖGMALIÐ I HINU KOMMUNÍSKA ÞJÖÐ- FÉLAGI I upphafi verðum við að athuga vel að rugla ekki útleiðslu Bettelheims saman við hefðbundnar syndíkalískar skilgrein- ingar á verkamannastjórn.Það er mögulegt eins og hið júgóslavneska dæmi sýnir að stjórn fyrirtækjanna geti formlega og lagalega verið í höndum verkalýðsins, án þess að neitt breytttist verulega. Ef skipulagið sem heild ákvarðast af gildisafstæðunum, eru afleiðingarnar af stjórnun verkalýðsins einungis þær, að verkalýðurinn umskapast (eða réttara sagt skapast klíka verkamanna sem njóta forréttinda)í einstökum fyrirtækjum í sameignarkapítalista. Fyrir verkalýðinn sem stétt er þessi afstaða jafnvel verri en kapítalisminn þar sem hún skiptir verkamönnunum og setur þá hvern upp á móti öðrum, á mjög niðurbrjótandi máta. Þetta þýðir ekki að verkamennirnir eigi ekki að taka neinn þátt í eftirliti og stjórn starfseminnar.Það þýðir aðeins að slik þátttaka,sem í rauninni á stöð- ugt að auka, verður að eiga sér stað innan skipulags sem fjarlægist hvers konar lagskiptingu og þróast á það stig þar sem öll þjóðin verður að einni óskiptri verkalýðsstétt.(Lokaafleiðing þessarar þróunar er að sjálfsögðu sú að allar stéttir hverfa og þar af leiðandi verkalýðsstéttin sjálf. Eg á við að þetta veiti okkur beztu fáanlegar upplýsingar til að dsema um og meta framfarir í átt að sósíalisma [og kommúnisma).Eg held að rannsók á þessum erfiðleikum hljóti að vera höfuðatriðið,þegar könnuð er þróun sósíalismans.Það sem hér fer á eftir er ekki annað en fáeinar bÉáðabirgða- tillögur: 1) Við verðum fyrir fullt og allt að varpa þeirri hugmynd fyrir borð, sem kom fram i Stalín-tilvitnuninni hér að ofan að jöfnunarreglan sé óþekkt í sósíalísku samfélagi,en þessi skoðun leiðir til endurskipulagningar sér- réttinda og forræðis.Það er þvert á móti nauðsynlegt að gera sér ljóst að jöfnunarreglan er einn a áhrifamest fyrir sósíaliskt skipulag.En jöfnunar- regluna má ekki aðeins túlka sem jöfnuð tekna, það væri einungis yfir- borðskenndur jöfnuður sem leiðrétti aðeins hiðn upprunalega misrétti kap- ítalismans, og eftir yrðu skilin ó- hreyfð hyldýpi og þau gætu leitt af sér alls kyns óréttlæti.Mismununin í kapitalismanum á ekki bara rót sína að rekja til þess eins að engin framleiðf- slutæki eru í eign verkalýðsins heldur einnig til skorts á þeim skilningi sem nauðsynlegur er til að hagnýta framl- eiðslutækin.Svo lengi sem þessar að- stæður eru fyrir hendi,og það eru þær án efa í byrjun byltingarinnar, er raun- verulegur jöfnuður ómögulegur og hvert spor sem stigið er í átt fcil jafnaðar er aðeins tímabundið og það er auðveld- lega hægt að bæla niður. En þessar að- stæður verða ekki yfirunnar aðeins með löglegum breytingum á framleiðsluaf- stæðunum, heldur einnig með róttækum breytingum á mörgum öðrum þáttum þjóð- félagsins, þar meðtalið. skipulag mennta- kerfisins og skipulagsform framleiðslu og stjórnunar.Framkvæmd þessara breyt- inga mun óhjákvsetnilega taka langan tíma og mun hafa í för með sér erfiða baráttu sem einmitt vegna kapítalisks arfs, mun einkennast af stéttarbaráttu. Raunverulegur jöfnuður mun hvorki koma af sjálfu sér né sem gjöf frá þeim sem njóta forréttindis.Hún verður að nást með stöðugri baráttu og hver og einn verður að vera reiðubúinn að leggja mikið af mörkum, til að ná framförum í átt til meiri jafnaðar. 2) Stjórnendur eiga að taka þátt í vinnunni eins og verkamenn í stjórn- unininni.Þvi má aldrei gleyma að mark- miðiðer að eyða öllum slíkum mun. 3) Allir eigi að hafa fullkomið frelsi til umræðna og gagnrýni. 4) Landbúnað og iðnað verður að samhæfa. Nútímatækni gerir kleift að dreifa iðn- aðarframleiðslunni á róttækan hátt, og gefa umleið stærri hluta þjóðarinnar kost á að lifa í heilbrigðu umhverfi, og býður um leið upp á mikla meguleika í atvinnuvali.Samkvæmt þessu verður að brjóta upp og dreifa samþjöppun fólks í bæjunum sem kapítalisminn hefur ors- akað'; 5) mikilvægt er að ekki sé litið á vinnu einungis sem tæki til að afla tekna og neysluvara,heldur sem einn mikilvægasta og þroskaðasta þátt lífsins. AFNAM vara OG PENINGA Mikilvæg aðferð til að koma þessu í framkveaiid er afnám launa í peningaformi. Þetta getur hafist beint með almennri þjónustu, svo sem sjúkrahjálp og mennt- un og þróunin getur orðið sú að smám saman eigi þetta við aðra þætti vara og þjónustu,þar til algjörlegrar úthlutunar eftir þörfum er náð. Þessu fylgir að sjálfsögðu afnám gildis-og vörufram.- leiðslu.Þá hest það sem Bettelheim kallar efnahagslega(ökonomisk) félags- áætlun. Þjóðfélag sem þegar hefur náð mikil- vægum framförum að þessu leyti , kallast örugglega sósíalískt og er á góðri leið með að ná kommúnisma. Lista þennan má óendanlega færa út og leysa upp,en ég held að hann nægi til að sýna þau vandamál sem fyrir finnast i byltingarferlinum.Fræðileg rannsókn varðandi þessi atriði, á að halda áfram. Menn þarfnast atvinnu jafnt og fæðu, fata , húsaskjóls, menningar tómst- unda o.s.frv.Það er ákaflega mikil- vægt að þessum þáttumverði komið í jafnvægi, bæði innbyrðis og gágvart hinu þjófélagslgga umhverfi. Hinni fjarstæðu- kenndu og háskalegu borgaralegu hugmynd um "ómettanlegar þarfir" verður endilega að koma fyrir kattarnef. 25 Mikill skortur er á fræðilegri rannsókn á þessu sviði, fyrir utan rannsóknir Bettelheims. Og vegna skorts á nothæfum fræðilegum aðferðum hefur stór hluti rannsókna á hinum ýmsu þjóðfélögum leitt tiltölulega lítið í ljós.Eg held að tími framfara í þessum efnum sé nú kominn.Þaö er mjög mikilvægt að skil- greina ástandið sem fyrst, vegna þess að fjöldi þeirra þjóðfélaga sem eru á þessari þróunarbraut mun smám saman aukast. Við njótum nú reynslu kínversku menningarbyltingarinnar, en það er atburður sem pg held að komandi kynsl- óðir muni lita á sem tímamót í baráttu mannkyns fyrir skynsamlegu og mannúð- legu þjóðfélagi. Lauslega þýtt úr dönsku.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.