Fiskifréttir - 26.08.1983, Side 3
3
föstudagur 26. ágúst ___ ________ ____
Kanadamenn hafa tvöfaldað
fiskveiðar á 7 árum
—Verðmæti aflans hefur þrefaldast
Eins og alþjóð er kunnugt eru
Kanadamenn nú helstu keppi-
nautar íslendinga á ferðfisk-
markaði í Bandaríkjunum og
þeir sækja að á fleiri stöðum. Það
þarf engan að undra þótt
Kanadamenn sæki stíft inn á þá
markaði, sem íslendingar hafa
náð mestum og bestum árangri á,
því síðan Kanada færði fiskveiði-
lögsöguna út í 200 sjómflur fyrir 7
árum, hafa landsmenn tvöfaldað
fiskveiðar sínar og verðmæti afl-
ans hefur þrefaldast.
í Kirby skýrslunni svo-
nefndu, sem fjallar um fram-
tíðar fiskveiðar- og vinnslu
Kanadamanna kemur meðal
annars fram að verðmæti sjáv-
arafurða í Kanada hefur
hækkað úr 625 milljónum $ á
árinu 1977 í 1,116 milljónir á
árinu 1981. í skýrslunni kemur
einnig í ljós, og eflaust furða
margir Islendingar sig á því, að
mikilvægi bandaríska fisk-
markaðarins er nú minni fyrir
Kanadamenn en fyrir nokkr-
um árum. Árið 1977 keyptu
Bandaríkjamenn 70% útfluttra
kanadískra sjávarafurða, en á
árinu 1981 keyptu þeir 66%.
En af hverju ekki að grípa
niður í skýrsluna, en þar getur
að sjá það helsta í sambandi við
kanadískar fiskveiðar.
Veiðar
Árið 1977 veiddu Kanada-
menn 515 þúsund tonn af botn-
lægum fisktegundum (þorskur,
ýsa, ufsi, karfi, o.fl.) en á árinu
1981 var veiðin á þessum teg-
undum 779 þúsund tonn.
Veiðar á uppsjávarfiskum
(síld, loðna o.fl. teg.) námu 287
þúsund tonnum á árinu 1977,
en á árinu 1981 var veiðin 224
þúsund tonn.
Skelfiskveiðar drógust sam-
an á þessu tímabili, eins og
veiði á uppsjávarfiskum eða úr
201 þúsund tonni 1977 í 188
þúsund tonn 1981.
Kanadamenn áætla nú, að á
árinu 1987 muni þeir veiða 1.1
milljón tonna af botnlægum
fisktegundum.
Verðmæti afla í milljónum
dollara.
Botnlægar tegundir 121 mill-
jón dollarar 1977, en var 264
miljónir dollara 1981.
Verðmæti uppsjávarfisks
var41 millj. dollara 1977, en51
millj. dollara á árinu 1981.
Verðmæti skelfisks hækkaði
úr 120 milljónum dollara 1977
í 242 millj. dollara 1981.
Framleiðsla afurða jókst einn-
ig mikið á þessu 5 ára tímabili.
Sem dæmi má nefna, að flaka-
framleiðslan var 76 þúsund
tonn árið 1977, en var orðin 109
þús. tonn 1981. Framleiðsla á
blokk jókst að sama skapi eða
úr 44 þúsund tonnum 1977 í 58
þúsund tonn 1981. Framleiðsla
á saltfiski jókst einnig mikið á
þessu tímabili eða úr 24 þús-
und tonnum 1977 í 49 þúsund
tonn 1981. Framleiðsla á
öðrum afurðum úr botnlægum
tegundum uxu úr 60 þúsund
tonnum í 104 þúsund tonn á
þessu tímabili.
Eðlilega hefur verðmæti
kanadískra sjávarafurða auk-
ist mikið á þessu tímabili, en
árið 1977 er talið að verðmæti
afurða botnlægra tegunda hafi
numið 360 millj. $ en það var
201 millj. $ 1981. Verðmæti
skelfiskafurða steig enn meira
á þessu tímabili eða úr 206
millj. $ í 388 millj. $ 1981.
Heildarverðmæti fiskfram-
leiðslu Kanadamanna hækk-
aði því úr 526 millj. $ 1977 í
1,116 millj. $ 1981.
Á árinu 1977 fóru um 70%
framleiðslunnar til útflutn-
ings, en árið 1981 var útflutn-
ingurinn orðinn 87% af fram-
leiðslunni. Á árinu 1977
keyptu Bandaríkin 70% fram-
leiðslunnar en 66% 1981. Efna-
hagsbandalagsríkin keyptu
14% framleiðslunnar 1977 og
svo var einnig 1981, en kaup
annara landa hækkuðu úr 16%
í 20% á þessu tímabili.
Ef litið er á þau verð sem
Kanadamenn segjast fá í
Bandaríkjunum fyrir þorsk-
afurðir sínar, þá segjast þeir
hafa selt blokkarpundið á 0.98
$ 1977, á árinu 1981 hafi verðið
verið komið í 1.08 $ og í mars
mánuði síðastliðnum hafi þeir
selt blokkarpundið á 1.18 $.
Á árinu 1977 seldu Kanada-
menn flök í 5 punda pakkn-
ingum á 1.09 $, á árinu 1981
var meðalverðið 1.30 $ og í
marsmánuði síðastliðnum var
verðið einnig 1.30 $.
31 þúsund í kanadíska fiskiskipa-
flotanum -
Fiskiskip í íslenska flotan-
um, að trillum meðtöldum, eru
nú um 900 talsins, en aftur á
móti eiga Kanadamenn tæp-
lega 31 þúsund fiskiskip og
báta. Þá eru talin vera 700 fisk-
vinnslustöðvar þar í landi, að
því er Kirby skýrslan kana-
díska segir. Fiskimenn þar í
landi eru sagðir vera 23.000 í
fullu starfi og 17.000 hafa sjó-
mennsku sem aukastarf.
I Kirby skýrslunni segir, að
kanadísk fiskiskip undir 65
fetum séu 30.575, fiskiskip af
stærðinni 65 til 100 fet eru 138,
fiskiskip sem eru 100 fet og
lengri eru 251 (þar af eru 148
togarar).
Fiskvinnslustöðvarnar eru
eins og fyrr segir 700 talsins,
þar af eru 225 á Nýfundna-
landi, 213 eru í Nova Scotia,
101 á Prince Edward eyju, 42 í
New Brunswick og 119 í Que-
bec.
Við kanadíska sjávarútveg-
inn starfa nú um 88.000 manns
og skiptist þannig, að fiski-
menn í fullu starfi eru 23.000,
fiskimenn í hlutastarfi eru
17.000 og fólk sem vinnur við
vinnslu aflans í landi telst vera
48.000
GÆÐiN GEFA ARD
Atlas litafisksjáin
hefur yfirburði
á aðgreiningu og
úrvinnslu
endurvarps frá
botni og fiski.
Fáanleg bæði
til tengingar við aðra
botnmæla,
flotvörpumæla og
ASDIC.
Eða sem sjálfstæður
tveggja tíðni mælir.
• Myndgæði í hámarki á 14" myndlampa með
300.000 punktafrá512 x 642línum.
• Botnstækkari og hreyfanlegur stækkari.
• Tvær sjálfstæðar fisksjár á stækkurum og
grunnskala, ásamt venjulegri botnmynd og
dýpistalningu. Allt á sömu sjá á sama tíma.
• Ljósgræn botnlínasem gefurgóðaaðgrein-
ingu á fiski fast við botn.
• Breytanlegt TVC eftir því, hvað hentar
hverju sinni, flotvarpa, botnvarpa eða
annað.
• 6 dýpisskalar ásamt stiglausum skala, sem
færa má upp eða niður eftir þörfum.
• Tengist beint á botnstykki þess mælis sem
óskað er.
Allarnánariupplýsingarhjá KrÍStÍnn GunnarSSOH & CO.
Grandagarði 7 S: 26677