Fiskifréttir - 26.08.1983, Side 4
4
föstudagur 26. ágúst
föstudagur 26. águst
5
FRÉTTIR
Útgefandi: Fiskifréttir hf. Reykjavík.
Ritsjóri og ábyrgðarmaöur:
Þórleifur Ólafsson.
Auglýsingastjóri:
Inga Birna Dungal.
Ritsjórn og auglýsingar:
Þingholtsstræti 5, 101 Reykajvík,
sími 91-27006
Áskrifta- og smáauglýsingasími:
91-84053.
Prentun og setning:
ísafoldarprentsmiðja hf.
Áskriftarverð 100 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 30 kr. eintakið.
Nýtt blað
Nálega eitthundraö einstakl-
ingar og félög víðs vegar um
land standa aö útgáfu þessa
blaðs, sem hlotið hefur nafnið
Fiskifréttir, og ætlunin er að komi
út einu sinni í viku.
Er þetta fyrsta tilraun hérlend-
is til þess að gefa út vikulegt
fréttablað um sjávarútvegsmál.
Blöð sem þetta hafa verið gefin
út í nágrannalöndunum í fjölda
ára og sem dæmi má nefna að
Fiskaren í Noregi varð 60 ára á
síðasta ári.
Blaðaútgáfa hefur löngum
verið áhættusamt fyrirtæki og
þess vegna er farið hægt af stað.
Ef blaðið fær góðar viðtökur er
ætlunin að stækka það og gera
efni þess fjölbreyttara, en Fiski-
fréttir telja að blaðið eigi að fjalla
um öll þau mál sem snerta mál-
efni sjávarútvegsins.
Til þess að létta róðurinn í
upphafi biðjum við þá sem líst
vel á útgáfu blaðs sem þessa og
vilja gjarnan gerast áskrifendur
að blaðinu, að senda nafn og
heimilisfang á sérstökum miða,
sem er að finna á bls. 6 eða
hringja í síma 91-84053 kl. 9 til
17 virka daga.
Afhverju ekki
Shagari?
Fiskifréttum er ekki kunnugt
um að íslenskir stjórnmálaleið-
togar hafi sent Shagari heilla-
skeyti er hann hafði verið kjörinn
forseti Nígeríu á ný. Það stóð
hins vegar ekki á sumum ís-
lensku stjórnmálaforingjanna að
senda Mitterand Frakklandsfor-
seta heillaskeyti er hann var
kjörinn forseti Frakklands á
sínum tíma og sumir vildu eigna
sér Frakklandsforseta.
Björn Dagbjartsson:
KJalsogld
íslancJs lánlausi
loðnuveiðiskapur
Eftir u.þ.b. tvo mánuði munu
fiskifræðingar íslands og Nor-
egs hafa gert sínar tillögur um
það hvort og þá hve mikið skuli
leyft að veiða úr íslenska
loðnustofninum í haust og
vetur. Menn eru þó farnir að
„spá í“ loðnuna enda fáir sem
geta hafið veiðar og vinnslu um
leið og blásið er í flautu, ekki
síst ef enginn veit hvort né hven-
ær leyfið kemur. Hitt vekur
sumum sjálfsagt nokkra örygg-
iskennd og jafnvel vissu fyrir
því að veiðar verði leyfðar að í
nýlegum útgáfum og þjóðhags-
spá er reiknað með afurðum af
250 þúsund tonnum af loðnu á
þessu ári. Það er alveg sama þó
að í forsendum Þjóðhags-
stofnunar standi EF og
KANNSKI. Menn trúa því að
ráðherrar hafi blessað þessar
forsendur og að loðnuveiðar
verði leyfðar. En það er ómælt
óhagræði þeirra sem þennan
atvinnuveg vilja stunda að vita
ekki með neinum fyrirvara
hvað gert verður.
Borgar sig
að gera út loðnu í haust?
Síðast þegar loðna var verðlögð
til bræðslu haustið 1981 þá
gekk harla erfiðlega að ná
endum saman. Þá var gripið til
þess óyndisúrræðis að gefa yfir-
dráttarheimild á tóman verð-
jöfnunarsjóð. Það má segja að
veitt hafi verið fé til höfuðs
loðnunni þar til allar veiðar
voru stöðvaðar vegna ofveiði
um veturinn og það bann gildir
enn.
Það er e.t.v. of snemmt að
gefa sér ákveðið afurðaverð í
vetur en eins og stendur er
verðið í dollurum ekki það mik-
ið hærra en þá var að það vegi
upp þá erfiðu aðstöðu verk-
smiðjanna að hafa verið at-
vinnulausar í bráðum 2 ár.
Eitthvað af verksmiðjum hefur
TOGARAEIGENDUR - ATHUGIÐ
FJÁRMAGNSSKAPANDIAÐGERÐ.
Sparið 20-30% af brennsluolíukostnaði og náið jafn-
framt meiri togkrafti.
Ef þér eigið skip með 300-400 snúninga 3 blaða skrúfu
bjóðum við lausn LIAAEN HELIX, niðurfærslugír og 4
blaða skrúfu í 150-215 snúninga eftir aðstæðum, ekki
þarf að hreyfa aðalvél.
Nú þegar er búið að breyta nokkrum skipum í Noregi og
Færeyjum, fjölda verður breytt á næstunni. Þar sem bún-
aður endurgreiðir stofnverð á 1-2 árum, en í boði er
Eksportfinanslán til 5 ára, bætir þessi aðgerð rekstrar-
fjárstöðu strax.
Leitið nánari upplýsinga:
VÉLASALAN H.F.
Ánanaustum - s: 26122
helst úr lestinni en þó varla það
margar að það skipti sköpum
um afkomu hinna. Unnið hefur
verið að endurbótum sums
staðar til orkusparnaðar og
hagræðingar en þær fjárfest-
ingar eru að sjálfsögðu arð-
lausar ennþá. Það mun heldur
ekki verða neinn dans á rósum
fyrir loðnubátana að byrja upp
á nýtt. Það er kannski helst það
að stór hluti þeirra hefur ekk-
ert annað að gera á þessum
komandi haustmánuðum. Auð-
vitað skiptir miklu máli hve
margir af fyrrverandi loðnu-
bátum eru orðnir það bundnir
öðrum veiðiskap og breyttir til
þeirra hluta að þeir hreinlega
taki ekki þátt í slagnum. Þá
stækkar kvóti hinna, því að
vonandi dettur engum í hug að
bæta við nýjum skipum. Eg hef
enga trú á því að leyft afla-
magn í framtíðinni verði til
skiptanna á 50 skip hvað þá
fleiri.
Hitt er svo rétt að tiltölulega
fá loðnuskip hafa legið í dái í 2
ár eins og verksmiðjurnar.
Flest þeirra hafa reynt að gera
eitthvað. Hversu ábatasamt
það hefur verið veit ég ekki en
varla verður ársafkoma hóps-
ins látin byggjast á 2ja mánaða
loðnuveiðum við útreikning
loðnuverðsins nú.
Niðurstaðan úr þessum
vangaveltum er því sú að arður
af 6-8 vikna loðnuveiðum og
-bræðslu í haust verði næsta lít-
01 og verðlagning hráefnisins
afskaplega erfitt verkefni.
Loðna til frystingar og
hrognatöku
Haustið 1979 voru Fiskifélag
íslands og Reiknistofnun Há-
skólans fengin til að leggja
hlutlægt mat á hagkvæmni
loðnuveiða miðað við vissar
forsendur um afurðaverð og
sölumöguleika, olíuverð og
fjarlægð miða, nýtingartölur,
vinnslukostnað o.s.frv. Niður-
staða þessara útreikninga var
í stuttu máli sú að langsamlega
hagkvæmast mundi að veiða
allt seljanlegt magn afloðnu til
frystingar og hrognatöku í
febr.lmars hvað sem liði háu
lýsisinnihaldi á haustin.
Nú hafa menn upplifað ýmis
vonbrigði í sambandi við loðnu-
frystingu. Verðið hefur fallið,
okkar hlut. Hvort það verða
250 þús. tonn, 500 þús. tonn eða
jafnvel meira vitum við ekki í
dag, en nú verðum við að
standa skynsamlega að nýt-
ingu loðnunnar. Það er svo
margt sem við hefðum gert
öðruvísi í þessu sambandi.
Auðvitað er auðveldara að
vera vitur eftir á, en ég vil samt
undirstrika enn frekar helstu
atriðin á því sem að framan er
sagt. Til að ná hámarks-
afrakstri úr loðnustofninum
(eins og reyndar öðrum fiski-
stofnum) þarf eftirfarandi skil-
yrðum m.a. að vera fullnægt:
Hæfilega fá loðnuskip.
Færri en fullkomnari loðnu-
bræðslur.
Veiðar stundaðar á árstíma
verðmestra afurða.
Stofnstærðarmælingar endur-
bættar oggerðar nógu snemma.
Tryggilega gengið frá samn-
ingum við útlendinga.
Frekar enga veiði en taprekstur.
ýmsir hráefnisgallar hindrað
vinnslu, ógæftir eyðilagt besta
tímann o.s.frv. Fryst loðna og
loðnuhrogn voru þó í nokkur ár
drjúg tekjulind fyrir þjóðar-
búið. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Það er óumdeilt að við
(þ.e. S.H.) áttum frumkvæðið
og vorum leiðandi í sölu á loðn-
uafurðum til Japan fyrir einum
10 árum síðan. Við höfðum for-
skot sem við erum löngu búnir
að missa til Norðmanna og
Kanadamanna. Það er sjálf-
sagt ekki hægt að segja að
Björn Dagbjartsson
ástæðan sé aðeins ein, en mér
liggur við að telja almennt
virðingarleysi fyrir markað-
inum meginorsök þess að við
megum nú þakka fyrir, ef við
ekki missum þennan markað
alveg. Hvernig eiga Japanir að
skilja það að við bönnum veiðar
vegna ofveiði áður en kemur að
afurðamesta veiðitímanum?
Hvernig eiga þeir að sam-
þykkja það að við getum ekki
haft gæðin eins mikil og keppi-
nautar okkar?
Hvernig eiga þeir yfirleitt að
treysta á það að við getum stað-
ið við afhendingarskilmála
eftir allt sem á undan er geng-
ið? Við þurfum varla nema 50-
100 þús. tonn vegna frystingar
og það er ólíklegt að verðið á
frystum loðnuafurðum verði
eins hátt í vetur og þegar best
lét. Norðmenn söfnuðu hrogn-
um í fyrra sem svarar IV2 árs
neyslu í Japan og smá loðnu-
hrygna eins og okkar er víst
minna eftirsótt nú en stundum
áður. En það á að vera leikur
einn að meta arðsemina og það
hvenær borgar sig að veiða á
sama hátt og gert var 1979 með
breyttum forsendum.
Eitt finnst mér afskaplega
rökrétt að álykta. Ef við ekki
sinnum Japansmarkaði fyrir
frystar loðnuafurðir í vetur þá
munu þeir kaupendur, sem
ennþá vildu halda tryggð við
okkur, gefast upp.
Veiðiþol og veiðikvótar.
Þegar loðnuveiðar hófust fyrir
alvöru fyrir einum 10 árum
vissu menn eðlilega ósköp lítið
um hámarks afrakstursgetu
stofnsins. Nú eru margir vitrir
eftir á.
Það var fyrst veturinn 1977
að fiskifræðingar nefndu við-
miðunartölur, 1 milljón tonn
eða jafnvel IV2 milljón tonn„ í
viðræðum við nefnd sem þá
starfaði að því markmiði að
koma sem allra mestri loðnu á
land. Þessi afli, þ.e. 1 milljón
tonn og þar fyrir, náðist í ein
þrjú ár, 1978,1979, og 1980, en
þá var orðið ljóst að stofninn
þoldi ekki svo miklar veiðar.
Auðvitað greinir menn mik-
ið á um það hve mikið sé óhætt
að veiða á hveijum tíma. Áreið-
anleiki mælinga fiskifræðinga
hefur verið sterklega véfengd-
ur af ýmsum útvegsmönnum
og sjómönnum. Sumir sjá loðnu
alls staðar en aðrir segja að
ekki séu einu sinni nóg eftir í
matinn handa þorskinum.
Hætt er við að slíkar ályktanir
séu tengdari eigin hagsmunum
en niðurstöðum raunverulegra
athugana. Einstaka menn hafa
jafnvel látið að því liggja að of-
fjárfestingu í loðnuútgerð og
vinnslu, megi rekja til hinna
bjartsýnu áætlana fiskifræð-
inga frá 1977. Þetta eru oft á
tíðum sömu mennirnir, sem
þessu halda fram, og segja svo
í hinu orðinu að ekkert sé að
marka fiskifræðinga. Mér
dettur ekki í hug að álíta að
menn hafi keypt skip eða byggt
verksmiðjur út á lauslega
ágiskun um veiðiþol loðnu-
stofnsins. Hitt er svo annað mál
að þessi tala I-IV2 millj. tonn
hefði betur aldrei verið nefnd,
ekki síst þar sem fyrirvararnir
sem henni fylgdu gleymdust
strax.
„Þannig hverfur dýrð heimsins“.
Það eru engar líkur til þess að
loðnuveiðar og vinnsla verði
nokkurn tímann neitt nálægt
því eins þýðingarmikið búsílag
fyrir sjávarútveginn og þjóðina
og var um tíma. Hvort sem
okkur líkar betur eða ver, þá
verðum við að semja við Norð-
menn og Efnahagsbandalagið
um nýtingu þessa fiskstofns.
Það virðist ekki líklegt nú að
langtíma-afrakstur stofnsins
hafi verið eða verði nokkurn
tímann 1 milljón tonna og af
þessum hámarks afrakstri
fáum við varla nema 70-80% í
Við berum þinn hag
fyrir brjósti
SÉRFRÆÐINGAR Málningaverk-
smiðju Slippfélagsins veita ráðgjöf um
efnisval og meðferð Hempel skipamáln-
ingar, ekki bara í síma, heldur einnig á
vinnustað.
Þúgetur HJÁ SLIPPFÉLAGINU
treyst höfum við reynsluna, þekk-
áokkur in8una°gtækninasem þarf
til þess að uppfyila ströngustu
kröfur sem gerðar eru til
viðhalds íslenskra fiskiskipa.
wiliiuíÆ Mest selda botnmál-
ing á íslandi með endingar-
tíma á bili 10-26 mánuðir.
' Slippfé/agiÖ íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Sfmi 33433
ÞÚÆTTIRAÐSLÁ
Á ÞRÁÐINN
Við hjá Skagfjörð, teljum okkur eiga feikna góðan lager
af útgerðarvörum, enda með 60 ára reynslu að baki. Því
ættum við að geta liðsinnt þér, hugsir þú til fiskveiða.
Hvernig væri því að slá á þráðinn, eða líta við, og kanna
málið nánar.
Vel á minnst,
síminn er 24120
"TJkristján ó.
T ISKAfíF.IÖRÐ HF
Hólmsgata 4- pósthólf 906-sími 24120 -121 Reykjavík