Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.09.1983, Síða 7

Fiskifréttir - 02.09.1983, Síða 7
föstudagur 2. september 7 Oft á tíðum fara skipin ekki í land fyrr en löngu eftir að öll málning er búin af botninum. Þá sest mikill botngróður á þau og olíueyðsla verður allt að 20% meiri. Hempels dynamic 7628 botn> málingin endist í 26 mánuði Slippfélagið í Reykjavík hefur nú sent frá sér nýja gerð botnmálningar. sem nefn- ist Hempels dynamic 7628 og undir hana er borið á botninn vinyl tjara frá Hempels. Þessi nýja botnmálning endist í 26 mánuði, en eldri gerðin frá Hempels endist að með- altali 12 til 16 mánuði. Þessi nýja botnmálning hefur nú verið borin á botn nokkurra íslenskra togara og þrátt fyrir að nýja málningin sé tölu- vert dýrari en sú gamla gerir lengri endingartími það að verkum, að Hem- pels dynamic 7628 verður mikið ódýrari þegar fram í sækir. Til dæmis kostaði Dynamic 7628, sem fór á togarann Elínu Þorbjarnardóttur kr. 197.000.00, en ef gamla gerðin hefði verið notuð hefði kostnaðurinn verið um 150.000.00 kr. Það hefur oft komið fyrir að menn hafa málað skip sín með eins árs máln- ingu, en síðan hafa skipin ekki verið tekin í slipp í tvö ár. Þegar slíkt gerist sest mikill botngróður á skipin og olíu- eyðslan verður allt að 20% meiri. Slippfélagið bendir á, að þau skip sem flokkuð eru hjá Veritas þurfi ekki að fara í slipp nema á tveggja ára fresti og því ætti að vera mjög hagkvæmt að bera Hempels Dynamic 7628 á þau skip. Slippfélagið veitir mönnum nú þá þjónustu, að það mælir þykkt máln- ingarinnar á botni skipa, en þykktin hefur töluvert mikið að segja hvað end- ingu varðar. Þá eru teknar myndir af botni skipanna þegar þau eru tekin á land, þannig að útgerðarmenn geti séð hvernig botninn lítur út á hveijum tíma og borið saman myndirnar. Allir togarar Samtogs f Vestmanna- eyjum hafa verið málaðir með nýju dyna- mic málningunni, einnig togarar Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar, hafrannsókn- arskipin og sífellt eru að bætast ný skip í hópinn, sem nýja málningin hefur verið valin á. Fjallað um verð á spærlingi Verðlagsráð sjávarútvegsins var kallað saman til fundar í gær, fimmtu- dag, til að fjalla um verð á spærlingi til bræðslu. Verð á spærlingi var síð- ast ákveðið vorið 1982. Margir útgerðarmenn í Vest- mannaeyjum og Höfn í Hornafirði hafa nú áhuga á að senda skip sín til spærlingsveiða , því sjómenn telja að mikið magn sé nú á ferðinni úti fyrir suðausturströndinni. Eitt skip, Hug- inn VE, er nú farið til spærlingsveiða. Það sem ýtir enn frekar undir menn að senda skipin til spærlingsveiða er að heimsmarkaðsverð á mjöli og lýsi hefur hækkað verulega að undan- förnu. Viðgeriir - Viðhald Nýsmíði Bjóðum upp á fullkomna dráttarbraut fyrir skip allt að 2000 tonna eiginþunga. Kappkostum að veita sem besta viðhalds- og viðgerðarþjónustu á öllum skipum að þessari stærð. Plötusmiðja, Vélsmiðja, Trésmiðja og Rafmagnsverkstæði á staðnum. Erum byrjaðir framleiðslu skuttogara, sem einnig er hægt að gera út á nótaveiðar. Nýsmíðadeild annast smíði stærri og smærri skipa. Vönduð og góð vinna. Leitið tilboða og upplýsinga. ■ slippstödin mm H-F- SKIPASMIÐIR & VERKTAKAR Akureyri — Sími (96)-21300 Pósthólf 437. Telex 2231 - 1S SLIPPUR Litaratsjá og „videoplotter" í sama tækinu frá Fureno Fureno fyrirtækið í Japan hefur nýlega sent á markað nýja litaratsjá og „video- plotter", sem er í sama tækinu, en þessi samstæða nefnist FCR-1411 og GD-2000. Litaratsjáin sendir út með 10 kw sendiorku og er gerð fyrir bæði rið- straum og jafnstraum. Ratsjáin er með tvo lausa hringi, sem hægt er að hafa í sjómílum eða metrum. Þá plottar rat- sjáin feril allra skipa og skilur eftir bláa Nýja litaratsjáin og „videoplatterinn“ frá Fureno rák og er því auðvelt að fylgjast með stefnum þeirra. FCR-1411 ratsjáin hefur skala allt frá 1/4 sjómílu upp í 72 sjómílur og mis- munandi „skannerlengdir" er hægt að nota. Það sem gerir CD-2000 litaplotterinn frá Fureno einstakan er að hann tengist inn á ratsjárskerminn og jafnhliða því að notandinn hefur ratstjármyndina inn á skerminum og lætur hann sjá um „plottið" á öðrum skipum, sér GD-2000, „plotterinn" um að „plotta" feril skips þíns. Við GD-2000 videoplotterinn frá Fur- eno er hægt að tengja litamæli eða hita- mæli, sem gerir það að verkum að í plott- ferilinn færðu sjávardýpið eða sjávar- hitann í tölum. GD-2000 hefur 10 minni innbyggð og er hægt að kalla þau fram á skerminn hvenær sem er, þar velur notandinn sitt minni og fær þá samstundis út á skerm- inn hvert hann þarf að stefna og hver vegalengdin er á ákveðinn stað. Þá er innibyggt viðvörunarkerfi í plotterinn og er það stillanlegt. Þannig lætur tækið skipstjórann vita hvenær komið er á ákvörðunarstað. Ennfremur eru hreyf- anlegir breiddar- og lengdarbaugar á plotternum. Umboð fyrir Fureno hefur Skiparadio hf. Vesturgötu 26B Reykjavík. RÍKISSKIP Sími: 28822 Brottfarardagar frá Reykjavík: VESTFIRÐIR: Alla þriöjudaga og annan hvern laugardag NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern laugardag NORÐ-AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða laugardaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga Þjónusta við landsbyggöina! Tilkynnið ávallt: BROTTFÖR - DAGSKYLDA 2000/1330 INNKOMA - KVÖLDSKYLDA 2000/2200

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.