Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.09.1983, Side 8

Fiskifréttir - 02.09.1983, Side 8
FRETTIR föstudagur 2. september 1983 SKIPAMÁLNING Eyjólfur Lárusson verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hafsteinn Guðnason á hafnarvoginni. Slegist í för með krappri lægð til Keflavíkur „Fiskverð ekki of hátt en gengið er kolrucjlað“ Það var ekki beysið skapið í veður- guðunum þegar Fiskifréttir brugðu undir sig betri fætinum og heimsóttu Keflvíkinga síðla í ágústmánuði. Suður með sjó var suðaustan stormur og rigning og bræla úti fyrir. Bátarnir hrökkluðust inn undan strekkingnum fyrir allar aldir, lögðust að um kaffi- leytið með fremur rýran afla. Haf- steinn Guðnason á vigtinni tjáði mér að í Keflavík legðu upp um 25 bátar og auk þess nokkrir togarar. Sjálfir eiga Keflvíkingar tvo togara, Bergvík og Aðalvík. „Þetta hefur verið salla- rólegt sumar og vertíðin var eins og allir vita ákaflega léleg,“ sagði Haf- steinn en bætti við að bátarnir væru nú loks farnir að hreyfa sig á línu eftir að hafa legið í allt sumar. Á snurvoð frá 1932 Um það leyti sem ég datt upp í vindinn áleiðis niður á höfn renndi Reykjaborg RE 25, 29 tonna bátur gerður út frá Keflavík, að bryggju- sporðinum. A Reykjaborginni er fimm manna áhöfn og skipstjórinn heitir Oskar Jónsson. Þeir eru fáir sem standa jafn vel undir nafni og Oskar stendur undir skipstjóra- nafnbótinni, þar sem hann sat uppi í brú þrekinn og útitekinn, í blárri sjóarapeysu með kastskeyti og tott- andi pípu, rólegur, yfirvegaður og æðrulaus (efaðist ég ekki um). Imynd skipstjórans uppmáluð. Oskar hefur enda alið nær allan aldur sinn á sjó, byrjaði árið 1932 og hefur verið á snurvoð (dragnót) meira og minna frá þeim tíma. í stríðsbyijun hóf hann að stjórna eigin bát og gerði sjálfur út þar til fyrir hálfu öðru ári að hann tók við Reykjaborginni. Hvernig skyldi hafa gengið í sumar? „Svona soðning. Við höfum fengið nálægt 185 tonnum frá miðjum júní. Þetta er lélegt í dag, tvö tonn. í gær fengum við þó 5V2 tonn. Maður getur ekki annað en verið ánægður, þetta hefur verið svoddan ótíð í allt sumar. Leiddist talið síðan inn á málefni þorsksins. - Þorskurinn er ekki búinn en það hefur gengið á hann. Við fáum þorsk hér í Garðssjó, norður af Garðinum, og hann er mjög stór. Ætl’ann sé ekki 10 til 12 kíló að meðaltali, stærri en nokkur neta- fiskur. Aftur á móti vantar alveg smáfiskinn, hann sést ekki. Ann- ars er koli uppistaðan í aflanum hjá okkur. Og því næst að gæðamálunum. - Það er svosem lítið að bæta á bátunum. Hvað okkur varðar fengum við til dæmis 100% gæða- mat á trollinu í Grindavík í vetur. Það er helst að bæta verður vinnslurásina í húsunum, sérstak- lega við móttöku og geymslu. Það sem annars þarf að vara sig á við veiðamar er að draga ekki of lengi. Við drögum til dæmis aldrei lengur en þijá tíma. Hvernig heldurðu að fiskurinn sé orðinn þegar búið er að draga í 5 til 6 tíma? Hann kremst bara og skemmist. Eg tala nú ekki um þegar togararnir láta flottrollin liggja í 10 eða 12 tíma. Það segir sig sjálft að fiskurinn skemmist við slíkar aðfarir. Strákarnir höfðu þegar hér var komið við sögu lokið við að skipa tonnunum tveimur upp á vörubíl og voru að ljúka tiltekt og frágangi. Að endingu var mér boðið í túr hve- nær sem mér sýndist. Rekstrargrundvöllurinn er oftast ekki til Neðan frá höfninni hraktist ég undan vindi upp að Hraðfrystihúsi Keflavíkur sem er eign kaupfélags- ins og SÍS. Hraðfrystihúsið er annað tveggja í Keflavík og næst stærsta frystihús Suðurnesja, Mið- nes í Sandgerði mun vera ívið stærra. Þriðja hraðfrystihúsið, hús Keflavíkur h/f, brann fyrir skömmu og var starfsemi þess að mestu flutt til Sandgerðis. Auk frystihúsanna em starfandi þijár saltfiskstöðvar í Keflavík. Hjá Hraðfrystistöð Keflavíkur eru um 160 manns á launaskrá og stöðin gerir út togarana tvo sem eru í eigu Keflvíkinga. Auk þess Keflvíking, 350 tonna bát sem er á sölulista. Uppi á 2. hæð hraðfrystihússins sat yfirverkstjórinn, Eyjólfur Lár- usson, á bak við skrifborð og blað- aði í skjölum. Eg stakk frum- legheitunum niður í tösku. Spurði nefnilega: hvernig gengur? - Það er víst sama sagan og endranær; rekstrargmndvöllur þessa húss sem annarra er ærið sveiflukenndur og oftar en hitt er hann hreinlega ekki til. í fyrra- sumar var allt rekið á núlli en nú er ástandið heldur skárra. Bolfiskur- inn er fyrir ofan núllið en karfinn er helsta vandamálið enda karfi 60- 70% af aflanum. í vetur sem leið var hraðfrysti- húsinu lokað um rúmlega þriggja mánaða skeið vegna rekstrarerfið- leika. Eðlilega var spurt hvað þyrfti að gera svo viðunandi rekstr- argrundvöllur skapaðist. - Að mínu mati er fiskverðið sjálft ekki of hátt. Hinsvegar er gengið kolruglað. Það gefur auga leið að við verðum að fá raunverð fyrir fiskinn til að hafa uppi í til- kostnað. Nú, þar að auki eru skattar og skyldur allt of þungur baggi á fiskvinnslunni. En stærsta vandamálið er fjármagnskostnað- urinn sem allt ætlar að drepa, banka- og lánakerfið hreinlega mergsýgur okkur. Annars er það hálfgert einkavandamál þessa húss hve tæki og húsnæði er úr sér gengið. Það þarf nauðsynlega að endurnýja allt innvolsið í húsinu. En slíkt kostar óhemju fé og það liggur ekki á lausu. Það skiptir hins vegar miklu að þettásé drifið í gegn sem fyrst. Togaramir tveir höfðu verið út af Vestfjörðum og fiskað sæmilega, 50-70% aflans var þorskur, smár að vísu. Um þetta leyti höfðu þeir þó gefist upp á þeim gula og fært sig sunnar og voru í karfaslóðum djúpt út af Eldey. Og auðvitað barst talið að lokum að gæðamálunum. - Það hefur mikið verið rætt um fiskmatið og ekki að ástæðulausu. Að mínu mati hefur skort heildar- skipulagninu á matinu og það er örugglega misjafnt eftir stöðum. Það er eðlilegt að gæði fisksins skuli vera meiri á Vestfjörðum en til dæmis hér fyrir sunnan. Togarar þaðan þurfa styttra að sækja á miðin og landa því oftar. Hinsvegar er mikill munur á mati til dæmis á Akranesi, í Reykjavík og hér á Suðurnesjum sem hlýtur að stafa af misjöfnu mati. Raunhæf leið til að koma í veg fyrir skemmdir af fiskin- um væri kannski að setja reglur um hámarksúthald togaranna. Það kæmi þó væntanlega niður á rekstrargrundvelli skipanna. En að öllu jöfnu er matið dómur en ekki leiðbeining. Því ætti að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir, svosem fræðslu og áróður. Innnan úr kontórnum leiddi Eyj- ólfur mig inn í vinnslusalinn þar sem konur voru í óða önn að gera að fiski. Allar hræddust þær mynda- vélina og flissuðu og skríktu, sér- staklega skólastelpurnar sem eru að hætta nú um mánaðarmótin. Er þá hætt við vinnuaflsskorti að sögn Eyjólfs og eftirlitskonunnar Lauf- eyjar Osk Guðmundsdóttur. Laufey fullvissaði mig um að frá Hraðfrystihúsi Keflavíkur færi ekkert nema 1. flokks afurð. Og síðan lá leiðin út í kaldann og rigninguna á ný og við tók upp- hleyptur Keflavíkurvegurinn. -TT.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.