Fiskifréttir


Fiskifréttir - 06.01.1984, Side 4

Fiskifréttir - 06.01.1984, Side 4
4 föstudagur 6. januar föstudagur 6. janúar 5 FRÉTTIR Útgefandi: Fiskifréttir hf. Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórleifur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Inga Birna Dungal. Ritstjórn og auglýsingar: Þingholtsstræti 5,101 Reykjavík sími 91 -27006. Pósthólf 871. Áskriftasími: 91-84053. Prentun og setning: ísafoldarprentsmiðja hf, Áskriftarverð 125 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 35 kr. eintakið. Kvóti Nú hefur verið samþykkt, að taka upp kvótakerfi við botnfiskveiðar landsmanna. Mjög margir voru hlynntir þessari tilhögun fram til síð- asta dags, en að vísu voru einnig margir andvígir kvótanum. Eftir því sem meira er rætt um kvótann, þá er eins og margir, sem voru hlynntir honum, séu að verða honum and- snúnir. Þessir menn segja nú, að betra sé að leggja skipunum lengur á hverju ári, eins og í desember, frekar en að taka upp kvóta. Menn eru hræddir um, að ef kvóta- skiptingu verði komið á, muni enn eitt báknið rísa í þjóðfélaginu. Ennfrem- ur, að aldrei verði hægt að skipta kvóta niður á réttlátan hátt. Ef miða á kvótann við afla skipa síðustu þrjú ár, þá liggur í augum uppi, að þeim skip- um sem einhverra hluta vegna hefur gengið illa að fiska þetta tímabil, fá minna en þau sem vel hefur gengið. Þetta þýðir einfaldlega, að þessi sömu skip hafa ekki möguleika á að ganga vel. Skipin verða verðlaus, því þeim fylgir svo lítill kvóti. Skip- stjórar þeirra skipa sem vel hefur gengið að fiska fá hins vegar að fiska meira og sumir fá því að fiska út á forna frægð. Kvótafyrirkomulag hefur líka sína kosti. Það leiðir það af sér, að frekar verður hugsað um að nýta vannýtta fiskistofna hér við land. Árið 1963 voru veidd 2.300 tonn af sólkola á íslandsmiðum, og veiddu Bretar mest. 1982 voru aðeins veidd um 30 tonn af sólkola. Sólkolinn er einn verðmætasti fiskur hér við land og ef tækist að veiða kringum 2.000 tonn af sólkola á næsta ári, þá verður verðmæti hans svipað 8.000 tonnum af þorski. Það er því úr vöndu að ráða fyrir ráðamenn þjóðarinnar á næstu vikum og mánuðum um hvað skal gera. Bákn má ekki fylgja kvóta- kerfinu. Það er nógu mikið fyrir. Áqúst Einarsson: „Okkur stafar minni hætta af bátaafla Kanadamanna en togaraafla á meðan núverandi fyrirkomulag er við líði“ Fyrri hluti Þeir Krístján Ragnarsson formaður L.Í.Ú. og Ágúst Einarsson fulltrúi, ferðuðust um Kanada fyrir skömmu. Skoðuðu þeir fiskiðjuver, fiskiskip og hittu forsvarsmenn fyrirtækja að máli. Þeir Krístján og Ágúst fóru þessa ferð með Magnúsi Gústavssyni, forstjóra Hampiðjunnar, og ferðuðust þeir eink- um Nýfundnaland og Nova Scotia. Ágúst Einarsson skrifaði grein um þessa ferð eftir að komið var heim og birtist hún nú í Fiskifréttum. Þrír togarar Fishery Products í slipp i Marystown. Togarinn til hægri á myndinni, er flaggskip Fishery Products og er hann teiknaður af Jóni B. Hafsteinssyni skipaverkfræðingi. Fiskveiðar frá Kanada eru að langsamlega mestu leyti stundaðar frá tveimur ríkjum á Atlantshafs- strönd Kanada, þ.e. Nýfundna- landi og Nova Scotia. Þannig var til dæmis 77% af heildaraflanum árið 1981 landað í þessum tveim ríkjum, þar af 30% á Nýfundna- landi og 43% á Nova Scotia. Þau önnur ríki, sem taka þátt i fiskveið- unum, eru New Brunswick með um 10%, Quebec með um 8% og Prince Edward Island með um 6%. Hlut- deild Nýfundnalands og Nova Scotia hefur síðan aukist verulega með auknum þorskafla síðustu tvö ár. Þannig nam þorskafli Kan- adamanna á árinu 1981 439 þús- und tonnum, á árinu 1982 nam leyfilegur kvóti 521 þúsund tonnum en aflinn varð um 508 þús- und tonn. Árið 1983 er heildar- þorskkvótinn 550 þúsund tonn og höfðu um 83% af honum veiðst um mánaðamótin okt./nóv. Ekki er búist við aukningu á heildar þorsk- kvótanum á árinu 1984. Skv. spám fiskifræðinga í Kanada mun þorsk- kvótinn á árinu 1987 verða um 770 þúsund lestir. Samtals er ætlað að botnfiskafli Kanadamanna á árinu 1987 nemi samtals um 1100 þúsund tonnum og er þá miðað við að þeir nýti um 90% af „TAC“ þess árs. Til saman- burðar nam botnfiskafli þeirra árið 1977 450 þúsund tonnum og þar af voru um 234 þúsund tonn af þorski. Varðandi aðrar veiðar Kan- adamanna þá var afli þeirra á árinu 1981 eftirfarandi: 1. Síld 161 þúsund tonn 2. Humar 22 þúsund tonn 3. Hörpudiskur 90 þúsund tonn 4. annað, t.d. loðna, makríll o.fl. 139 þúsund tonn. Nokkur breyting hefur orðið á kvótum framangreindra tegunda frá árinu 1981, þannignam heildar síldarkvótinn á þessu ári 128 þús- und tonnum. Ennfremur hefur ástand hörpudisksstofnsins versnað og verulega dregið úr veið- unum og má hugsanlega rekja hið háa markaðsverð á hörpudiski á Bandaríkjamarkaði til þessa. Veiðiflota Kanadamanna má skipta í tvo hluta. Annars vegar hinn eiginlega úthafsveiðiflota en hann samanstendur af 150 skipum. Hins vegar samanstendur floti þeirra af aragrúa af minni bátum (inshore fleet) og eru þeir dreifðir um alla Atlantshafsströnd Kan- ada. Til dæmis má nefna að fjöldi þessara báta er um 9.000 á Nova Scotia og um 5.000 á Nýfundna- landi og eftirstöðvarnar, þ.e. um 3000 bátar eru staðsettir í Quebec, P.E.I. og New Brunswick. Samtals samanstendur því bátaflotinn af um 17.000 skipum. Úthafsveiði- flotinn samanstendur, svo sem áður sagði, af um 150 skipum sem öll eru yfir 100 fet að stærð, 120 þeirra eru í eigu eftirfarandi fyrir- tækja: National Sea Products og H.B. Nickerson á Nova Scotia og Fishe- ries Products, Lake Group og John Penny & Sons á Nýfundnalandi. Eignaraðild þeirra 30 skipa sem eftir eru er mjög dreifð. Af þessum fyrirtækjum eru National Sea og Fisheries Products lang stærstir með um 40-50 togara hvert félag. Heimsókn til National Sea Products á Halifax á Nova Scotia. Við komuna til Halifax hinn 14. nóv. lögðum við leið okkar samdæg- urs á aðalskrifstofur National Sea Products (NSP) og hittum þar að máli Earl Demone sem er útgerðar- stjóri fyrirtækisins. NSP Ltd. er stærsta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Kanada. Til þess að gefa hugmynd um stærð þess, þá nam heildarsala fyrir- tækisins á árinu 1982 386 milljón- um dala eða tæpum 9 milljörðum íslenskra króna. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs nam heildarsala fyrirtækisins 347 milljónum $ og hafði aukist úr 278 m.$ frá sama tíma á sl. ári. Fyrirtækið rekur verksmiðjur og atvinnustarfsemi á 17 stöðum í Kanada og þess utan sölufyrirtæki og verksmiðjur í Bandaríkjunum. NSP einskorðar sig ekki við bol- fiskframleiðslu, heldur er með víð- tæk ítök í humarveiðum og hörpu- skel o.s.frv. og gerir út í þeim til- gangi bátaflota. NSP er mjög stórt á innlendum markaði og má rekja dijúgan hluta af sölutekjum fyrir- tækisins til hans. Stærsta verk- smiðja NSP er í Lunenborg sem er í tæplega 2 klst. akstursfjarlægð frá Halifax. Á fundinum með Earl Demone, útgerðarstjóra fyrirtækis- ins, lýsti hann starfsemi þess í stórum dráttum en bauðst jafn- framt til að fara með okkur í heim- sókn til Lunenborgar morguninn eftir, sem við þáðum með þökkum. Jafnframt kynnti hann okkur fyrir David Bollivar, sem er aðstoðar- maður hans og er sérfræðingur í öllu því sem að aflakvótum lýtur og er fulltrúi NSP í viðræðum við stjómvöld um slík mál. Var afráðið að við hittum hann að máli að morgni þann 16. nóvember. Næsta dag var síðan lagt af stað til Lunenborgar í fylgd Earl Dem- one. Lunenborg, sem telur um 3000 íbúa, byggir tilveru sína, var okkur sagt, einvörðungu á atvinnustarf- semi NSP á staðnum. Það er vægt til orða tekið að okkur Kristjáni Ragnarssyni hafi bmgðið er við litum augum þessa gífurlegu verk- smiðju, sem veitir milli 1300 og 1400 mönnum atvinnu (auk sjó- manna). í verksmiðjunni er unnið á tvískiptum vöktum samtals um 18 klst. á sólarhring 6 daga vikunn- ar. Framleiðslan er margbreytileg og er til að mynda eldþús þar sem framleiddir eru fullbúnir fiskréttir með sósu og kartöflum. Sú fram- leiðsla fer að mestu á markað í Kanada. Á skrifstofu verksmiðj- unnar hittum við m.a. að máli land- skipstjóra NSP togaraflotans, Kohler skipstjóra. Skýrði hann okkur m.a. frá þeim reglum sem gilda varðandi öryggi um borð í skipunum, t.d. er bruna- æfing um borð í skipum félagsins a.m.k. mánaðarlega. Gaf hann okkur ýmis gögn varðandi þau at- riði. Að loknum fundi með Kohler skipstjóra skoðuðum við eitt skipa félagsins Cape Fame, en það er jap- anskur togari rúmlega 700 lestir að stærð. Vorum við sammála um að þessi togari væri á engan hátt eftirbátur ísl. togara og var umgangur um skipið til mikillar fyrirmyndar. Flestir af nýrri togurum Kanada- manna eru sérstaklega útbúnir til veiða í ís og er stál i bol skipsins, t.d., 26 mm á þykkt. Ennfremur eru þau útbúin þannig að unnt er að leggja gálgana niður í skutrennuna þannig að hægt er að renna vírum og hlerum í sjó beint aftur úr skut- rennunni, er þetta gert til að koma í veg fyrir að ís komist á milli. Þessi útbúnaður var að sögn skipstjórans nauðsynlegur þegar skipin eru að veiðum á hinum svokallaða norðurþorski úti fyrir strönd Labrador. Að sögn skipstjórans er algengt að skipin fylli sig á þeim slóðum á 3-5 dögum. Allur fiskur er ísaður í stíur í skipum félagsins, svo sem í öðrum togurum Kanada- manna. Löndun var lengi vel fram- kvæmd með dælu en því er nú hætt og er losað með „elevatorum" úr skipunum. Tekur um 6-8 klst. að landa 150 tonna farmi á þann hátt. Við löndun er fiskurinn handflokk- aður í tegundir og stærðir. Flokk- uðum fiskinum er komið fyrir í plastkörum sem taka 600 kg. af fiski. Virtist okkur frágangur á fiskinum vera til fyrirmyndar og er greinilegt að mikil áhersla er lögð á gæði hans. DUNLOP Gúmmíbjörgunarbátar 4 — 6 — 8 — 10 og 12 manna til afgreiðslu með stuttum fyrirvara FOSSNES s.f. Smiðjuvegi 9,-200 Kópavogi-Simar: 46300 - 46315 - 46569 Sölumaður Hafsteinn Þorgeirsson, heimasími 73639 POWER I1FTER lyftarahjólbarðar POWERLIFTER: Hjólbarði af nýrri gerð. Sérstaklega hannaður fyrir erfið og gróf verkefni með lögun sem hæfir vel gaffal- lyfturum og öðrum vinnutækjum I þeim flokki. Það er mjög sjaldgæft að hann spryngi vegna þess hve bygging hans er sterk. lössnes sf Smiðjuvegi 9, — 200 Kópavogi Símar: 46300 - 46315 - 46569 Pósthólf 5002 Framhald í næsta blaði Tveir togarar National Sea við bryggju í Lunenbourg. Frystihús Fishery Products í Burin. Það á nú að leggja niður og verður notað til fram- leiðslu á tilbúnum fiskréttum. Allar tegundir FRYSTITÆKJA TIL SJÓS OG LANDS .r Lárétt plötufrystitæki (6 plötustærðir, 3-20 stöðvai) ÁRATUGA REYNSLA hérlendis og í 36 öðrum löndum HEFUR SANNAÐ GÆÐI og ENDINGU Lóðrétt plötufrystitæki (10-30 stöðvar) Kynnið ykkur hin HAGSTÆÐU VERÐ og G0ÐU GREIÐSLUKJÖR Lárétt plötufrystitæki með innbyggðri frystivél. (3 plötustærðir, 3-7 stöðvar) FRYSTITÆKITIL SJÓS OG LANDS: Sönnuð gæði Hagstæð verð Greiðslukjör Við bjóðum mesta úrval frystitækja til BLOKKFRYSTINGAR og LAUSFRYSTINGAR „Spiral“-lausfrystitæki (Frá 500 kg/klst ogþaryfir) HÁTT Á ANNAÐ HUNDRAÐ Parafreeze frystitækja er í VINNSLUSTÖÐVUM og FISKISKIPUM hérlendis „ Tunnel“lausfrystitæki (Frá 100 kg/klst og þaryfir) Við sendum ykkur MYNDLISTA með öllum TÆKNILEGUM UPPLÝSINGUM IM r'v a „Fluidised Belt“ lausfrystitæki (Frá 500 kg/kist og þaryfir) PARAFREEZE UMBOÐIÐ: ÁRNI ÓLAFSSON HF. VATNAGARÐAR 14, SÍMI 83188

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.