Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.11.1984, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 02.11.1984, Blaðsíða 5
4 föstudagur 2. nóvember föstudagur 2. nóvember 5 FRÉTTIR Útgefandi: Fiskifréttir hf. Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórleifur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Inga Birna Dungal. Ritstjórn og auglýsingar: Höfðabakki 9, 130 Reykjavík sími 91-687066. Pósthólf 10120-130 Setning og prentun Prentsmiðjan Edda Áskriftarverð 150 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Stutt í fyrstu uppbodin Nú liggur fyrir að skammt er í, að fyrsti íslenski skuttogarinn verði seldur á opinberu uppboði og senni- lega fylgja fleiri í kjölfarið. Ekki er hægt að kenna lélegum aflabrögð- um um, að viðkomandi skip verður boðið upp og ekki er heldur hægt að kenna um óráðsíu útgerðarmanna togarans. Þegar viðkomandi togari var byggður fyrir nokkrum árum gátu eigendur hans lagt fram allt það fé, sem þeim bar við byggingu skipsins, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Það fé er nú allt farið og mikið meira en það. Ástæðan fyrir því að til uppboðs kemur er fyrst og fremst óðaverð- bólgan á íslandi og ennfremur vaxtaþróun í heiminum. Þá hafa t. d. okkar afurðir sem við seljum í Bandaríkjunum ekki hækkað til jafns við verðbólgu þar í landi, þannig að við höfum ekki getað borið hærri vexti á erlendum lánum, með hærra hráefnisverði. Fjöldinn af okkar nýrri skipum eiga nú í gífurlegum rekstrarerfið- leikum, þrátt fyrir að þau hafi flest hver fiskað meira en spáð var í upphafi og útreikningar sýndu að þau ættu að geta borið sig. í mörg- um tilfella lögðu kaupendur þessara skipa fram 30 til 50% af kaupverði þeirra. Þessir menn áttu þessi 30 til 50%. Nú er svo komið að eigendur skipanna hafa tapað öllu þessu fé og meira til. Það er því engin furða, þótt þessir menn örvænti og sjái ekki fram á annað en að biðja um uppboð á sínum skipum, að minnsta kosti í sumum tilfellum. En hvað hefur uppboð að segja, það er ekki hægt að sjá, að umrædd skip verði gerð út á einhvern betri hátt eftir uppboð. Olíukostnaður verður örugglega svipaður og sömu sögu er að segja um afla, enda hafa nú öll skip sinn kvóta. Þegar til uppboða kemur verða mörg þjón- ustufyrirtæki fyrir verulegum skakkaföllum, og ekki víst að öll þeirra geti staðið slíkt af sér. Upp- boð á fiskiskipunum leysa engan vanda. Búið að salta nærri 100.000 tunnur um helgina Síldarsöltunin var orðin 96.140 tunn- ur á laugardagskvöld, en á sama tíma í iytta nam söltunin 77.900 tunnum og árið þar áður 114.500 tunnum. Þá var mikið saltað um helgina og mun því vera búið að salta helming þess magns, sem samið var um. Sfldveiðin var treg framan af vik- unni, en batnaði verulega er leið að helgi. Bátarnir voru að fá sfld frá Austfjörðum til Vestmannaeyja og virðist því síldin halda sig víða um þessar mundir. Þriðjudagur Nánast engin veiði var í nótt, aðeins vitað um að Sæljón hafi fengið 300 tnr. á Vopnafirði. Veður var óhag- stætt, haugarigning og aðgæsluveður við Eyjar og norðan strekkingur á Austfjarðamiðum og þung alda. 25 til 30 bátar voru í höfn í Eyjum, nokkrir héldu út í morgunsárið er veður tók að lægja. Bátarnir lóðuðu á mikla síld en hún var klesst við botninn. Menn gera því skóna að síldin lyfti sér með kvöldinu og búast við góðri veiði. Bátar sem voru á Vopnafirði í nótt lóðuðu á minna magn en síðustu kvöld, síldin virðist nú vera farin að síga suður með Austfjörðum. Miðvikudagur Talið er að á milli 25 og 30 nótabótar hafi verið á miðunum við Eyjar í gærkvöldi. Síldin stóð fremur djúpt og því erfið viðureignar. Er líða tók á kvöldið fór að bræla og upp úr miðnættinu var vart orðið veiðiveður og bátarnir á landleið. Einhverjir bátar rifu næturnar. Vitað er um afla 14 nótabáta með alls 6.470 tnr., sem skiptast svo: Jóhann Gíslason 400 tnr., ísleifur 200 tnr., Gjafar 200 tnr., Valdimar Sveinsson 900 tnr., Boði 400 tnr., Geirfugl 300 tnr., Vörður 500 tnr., Hrafn II 800 tnr., Arney 1.000 tnr., Hópsnes 500 tnr., Höfrungur 600 tnr., Sighvatur 120 tnr., Skírnir 200 tnr., Sigurborg 350 tnr., samtals 6.470 tnr. Síldin er sögð vera í mun betra ásigkomulagi en fyrir helgi; aðeins áta í einstaka síld, þá misjafnt milli farma, sumir svo til átulausir, en síldin frekar lin á kviðinn. Sfldin er aðallega millisíld Aðeins var vitað um tvo nótabáta með afla á Austfjarðamiðum í gær- kvöldi, Þuríði Halldórsd. með 1.000 tnr. og Friðrik Sigurðsson með 35o tnr. Báðir bátarnir voru á Vopna- firði, auk þeirra var Sólborg þar en hún reif nótina. Bátarnir fundu mik- ið magn í stórum torfum bæði norð- an- og sunnanmegin fjarðarins en síldin stóð djúpt og dýpkaði enn meir á sér eftir miðnættið. Tveir nótabátar köstuðu á torfur á Norð- fjarðarflóa, en síldin var svo smá að henni var sleppt. Bæði rekneta- og nótabátar voru á Reyðarfirði í nótt en fundu ekkert bitastætt og héldu þeir flestir norður á Vopnafjörð og ætla að bíða kvöldsins þar, einhverjir urðu reyndar varir við dreifð á Hér- aðsflóa á norðurleiðinni. Undir kvöldið voru nótabátarnir og komnir á miðin við Eyjar í sæmilegu veðri og einhverjir voru búnir að kasta og fá afla um kl. 22.00. Fimmtudagur í gærkvöldi, nótt og í morgun var góð veiði við Eyjar. Síldin er nú með meiri átu (ljósáta) en í gær og því enn vandmeðfarnari. Alls er vitað um veiði 22 nótabáta með alls 13.800 tnr. sem skiptast svo: Bjarnarey 200 tnr., Boði 800 tnr., Glófaxi 700 tnr., Þórsnes 1.000 tnr., Valdimar Sveinss. 1.000 tnr., Hrafn III. 600 tnr., Hrafn Sveinbjarnars. 200 tnr., Búrfell 900 tnr., Arney 500 tnr., Kópur 500 tnr., Vörður 1.000 tnr., Sighvatur 700 tnr., Hópsnes 500 tnr., Þórkatla 250 tnr., Jóhann Gísla- son 550 tnr., Jón á Hofi 500 tnr., Arnar 500 tnr., Gissur 1.000 tnr., Hafnarvík 500 tnr., Hafberg 500 tnr., Geirfugl 800 tnr., Geir Goði 600 tnr., samtals 13.800 tnr. Undir kvöldið var Stjörnutindur með mjög gott kast á Berufirði. Eins fóru þrír nótabátar frá Þorlákshöfn. Um kl. 21.oo voru tveir þeirra búnir að fá einhvern afla, Arnar og Jón á Hofi. Aflinn fékkst vestar en áður, sagður átulaus og stærri en áður. Föstudagur í nótt voru sennilega um 20 nótabát- ar á Vopnafirði og þar suður af. Aflinn varð í öfugu hlutfalli við bátafjöldann, nánast enginn. Lítið mun hafa fundist og í morgun voru flestir bátarnir á suðurleið, þeir urðu varir við einhverja dreifð allt suður að Loðmundarfirði. Freyr fékk 100 tnr. í reknet á Vopnafirði. Einhverjir nótabátar köstuðu á Reyðarfirði í morgun, Gandí fékk um 80 tnr. innarlega í firðinum og Geiri Péturs sem var að koma til Eskifjarðar til að landa afla gærdags- ins frá Vopnafirði, fékk um 100 tnr.. Síldin er sögð vera mjög stygg. Guðmundur Kristinn sem var á landleið fékk einhvern smáslatta á Fáskrúðsfirði. Það hljóp heldur betur á snærið hjá þeim reknetabátum sem voru á Berufirði í nótt og í morgun, vitað er um afla 8 reknetabáta með alls 1.970 tnr., sem skiptist svo: Bjarni Gísla- son 35 tnr., Haukafell 300 tnr., Lyngey 150 tnr., Skagey 150 tnr., Steinunn 450 tnr., Æskan 170 tnr., Sigurður Ólafsson 300 tnr., Garðey 100 tnr., samtals 1.970 tnr. Þetta er langbesti reknetaafli á Austfjarðamiðum fram tii þessa í haust. Síldin verður söltuð á Djúpa- vogi, Stöðvarfirði og hluta hennar verður ekið til Hafnar og einhverjir ísa um borð og sigla til Hafnar eftir næstu lögn. Fáir nótabátar voru á miðunum við Eyjar enda samkomulag um að þeir bátar sem voru í höfnum Sunn- anlands í gær færu ekki út fyrr en á sunnudag í fyrsta lagi. Vitað er um afla 5 báta með alls 2.700 tnr. sem skiptast svo: Geir goði 500 tnr., Höfrungur 900 tnr., Jóhann Gíslason 500 tnr., ísleifur 300 tnr., samtals 2.700 tnr. Aflinn var misjafn að gæðum, þó mun skárri en í gær. Ákváðu útgerðarmenn á Suðurnesj- um, í Þorlákshöfn og Eyjum, að þeir bátar sem nú eru í höfn megi ekki fara út fyrr en á sunnudag og þeir sem nú eru á miðunum mega koma með takmarkað magn. Af Austfjarðamiðum berast ekki miklar veiðifréttir, þó mun Stjörnu- tindur hafa fengið 400 tnr. á Beru- firði. Nokkrir reknetabátar frá Hornafirði voru á Berufirði, vitað er um afla 5 báta með alls 285 tnr. sem skiptast svo: Bjarni Gíslason 35 tnr., Haukafell 50 tnr., Sigurður Ólafsson 100 tnr., Steinunn 80 tnr., Æskan 20 tnr., samtals 285 tnr. Aflanum var landað á Djúpavogi og ekið til Hornafjarðar. Á Vopna- firði voru nokkrir nótabátar, síldin stóð djúpt og erfið viðureignar. Vit- að er um afla 7 báta með alls 2.100 tnr. sem skiptast svo: Geiri Péturs. 500 tnr., Guðmundur Kristinn 900 tnr., Hringur 200 tnr., Stafnes 150 tnr., Friðrik Sigurðsson 120 tnr., Hamar 80 tnr., Sólfell 150 tnr., samtals 2.100 tnr. Fleiri bátar voru með smáslatta. I kvöld virtist síldin vera smærri og átuminni en í gær, jafnvel átulaus. Síldin sem Geirfugl kom með til Grindavíkur í kvöld var t. d. þannig. Hún virðist að sögn skipsmanna vera að koma vestan að. Báturinn fékk um 2.000 tunna kast, en nótin rifnaði og 800 tnr. náðust. Laugardagur Eins og getið var um í dagbókinni í gær, þá fékk Stjörnutindur mjög gott kast á Berufirði í gærkvöldi, tæplega 3000 tnr. Stjörnutindur fyllti sig og einnig var reknetabáturinn Mána- tindur fylltur með þeim afla sem eftir var í nótinni. Síldin er fremur smá og hentar helst í smæstu stærðarflokk- ana fyrir Rússlandsmarkað. í nótt voru nokkrir nótabátar á Berufirði en þeir fengu lítið sem ekkert. Sæmi- legasti reknetaafli var á Berufirði í nótt frá 1-4 tunnur í net. Vitað var um 14 reknetabáta sem landa á Hornafirði í dag með alls 2970 tunnur. Freyr 120 tnr., Akurey 50 tnr., Bjarni Gíslason 220 tnr., Garð- ey 250 tnr., Hafnarey 270 tnr., Haukafell 110 tnr., Skógey 330 tnr., Lyngey 150 tnr., Sigurður Ólafsson 350 tnr., Steinunn 450 tnr., Vísir 100 tnr., Þórir 170 tnr., Æskan 150 tnr., samtals 2.970 tnr. Eitthvað af aflanum er frá því í fyrrinótt og hefur aflans því einnig verið getið í dagbókinni í gær. Allur aflinn sem berst til Hafnar fer til söltunar hjá Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar. Nótabátar á Austfjarðamiðum voru dreifðir austur á Bakkaflóa. Vitað var um afla þessara báta: Friðrik Sigurðsson 200 trn., Sanda- fell 400 tnr., Gandí 500 tnr., Sólfell 450 tnr., Guðmundur Kristinn 200 tnr., Albert Ólafsson 250 tnr., sam- tals 2000 tnr. Einhverjir fleiri voru með slatta. Albert Ólafsson var með 1000 tunna kast en nótin sprakk. Friðrik Sig. reif og Guðmundur Kristinn fyllti veiði- kvóta sinn með afla gærkvöldsins. Þuríður Halldórsdóttir var á vesturleið í gærkvöldi eftir að hafa landað á Höfn. Báturinn átti eftir 200 tnr. til að fylla kvóta sinn. Vestur af Eyjum kastaði báturinn og fékk 900 tna. kast, gaf ísleifi það sem var umfram 200 tnr. Vitað er um 2 aðra báta sem voru á veiðum vestur af Eyjum. Þeir sem fengu síld á þessum slóðum voru: Arnar 45o tnr., Jón á Frá höfninni í Húsavík. Ljósm.: Snorri Snorrason. Norðmenn nota kælivatn orkuvera til fiskeldis: Aform um að rækta 2000 tonn af sand- hverfu á ári Norðmenn hyggjast nú nota hita- gjafa sem fer til spillis frá orkuver- um til fiskeldis. Rannsóknir hafa sýnt, að afgangsorka frá gasstöð- inni á Kaarstö í Noregi, getur gefið möguleika á eldi á allt að 2000 tonnum af sandhverfu á ári, en vaxandi eftirspurn er eftir sand- hverfu í Evrópu og það sem er mikilvægast er að gott verð fæst fyrir hana. Norska blaðið Fiskaren skýrir frá því fyrir nokkru, að sandhverfan kunni mjög vel við sig í volgum sjó. Mikill áhugi sé fyrir að rækta sandhverfu í fleiri löndum en Nor- egi, meðal annars í Englandi og Frakklandi. Fiskaren segir, að frá gasstöð- inni á Kaarstö komi um 15.0003 af kælivatni á hverjum klukkutíma og sé vatnið 13 til 18 gráðu heitt. Með notkun kælivatnsins sé hægt að rækta 2000 tonn af sandhverfu á ári frá og með árinu 1989. Áætlaður kostnaður við byggingu slíkrar fiskeldisstöðvar er um 80 milljónir kr. norskar eða 240 mill- jónir ísl. Rekstrarkostnaður slíkr- ar fiskeldisstöðvar er talinn nema um 27,5 milljónum n.kr. á ári eða um 110 milljónum ísl. Rætt er um að framkvæmdir við eldisstöðina geti hafist 1986, stöðin komist í rekstur árið eftir og fyrsta framleiðslan fari á markað 1989. Fyrsta hlerapar- ið af stærð nr. 9 afgreitt Fyrirtækið J. Hinriksson hf. af- greiddi fyrir skömmu fyrsta tog- hleraparið af gerð nr. 9, en það eru rösklega 2000 kílóa hlerar. Þessir hlerar voru pantaðir til Færeyja fyrir tækjutogarann Sólborgu, en eigandi hans er hinn kunni afla- maður Eiler Jackobsen, sem lengst af var kenndur'við Krúnborgu. Hofi 350 tnr., ísleifur 700 tnr., samtals 1.700 tnr. Sem fyrr segir veiddist síldin nú vestur af Eyjum. Síldin er sögð vera svo til átulaus, örlítið stærri en sú sem veiðst hefur upp á síðkastið og rýrari. Fróðir menn telja hana ekki hafa verið í átu nýlega. Reknetabátar voru vestur af Eyj- um í nótt, vitað var um afla 4 báta með alls 580 tunnur. Sæunn Sæm- undsdóttir var með 350 tnr., Klængur 60, Friðrik Sigurðsson 60 og Sand- gerðingur 80 tnr. HANDLYFTIVAGNAR margar gerðir UMBODS OG HEILDVERSl UN LAGMULIS, 108 REYKJA VIK, SlMI: 91 685222 PÓS ÍSÓLF: 887, 121REYKJA VÍK „Útskýringar til forstjóra og verkstjóra í fiskvinnslu, sem hafa ekki vit á fiski - eftir Ríkharð Jónsson fiskmatsmann í Ólafsvík Nú á dögum tala menn um það hversvegna ekki fari meira af fiski í fyrsta gæðaflokk? Þetta er ósköp eðlileg spurning, því margir vita ekkert hvernig fiskur lítur út og hverskonar gallar koma í ljós eftir á. Þó svo að matsmenn meti fisk úr einstökum skipum 80% í 1. gæða- flokk, er ekki þar með sagt, að sama hlutfall fáist, þegar fiskurinn er fluttur út, til dæmis saltfiskur. Ég ætla mér að útskýra helstu galla í fiski fyrir þeim forstjórum og verkstjórum, sem ekki hafa vit á fiski. í fyrsta lagi má nefna vélarg- alla, í öðru lagi má nefna saltgalla, í þriðja lagi má nefna upprif og í fjórða lagi má nefna lifrargalla. Margir aðrir gallar koma í ljós við endanlegt mat, en þeir eru ekki nefndir hér. Þeim göllum, er ég minntist hér á, er hægt að komast hjá. Allur fiskur fellur meira og minna ef ekki er rétt að staðið. Mikið fer þetta eftir því hvernig verkstjórar eru. Þeir eru misjafnir og til eru margir góðir verkstjórar. Við saltfiskverkun er ekki hægt að taka einhvern upp af götunni og gera hann að verkstjóra í salt- fiskverkun. Menn verða að hafa eitthvert vit í sínum kolli og menn verða að vita hvað þeir eru að gera. Ef um er að ræða tvo verkstjóra hjá sama fyrirtækinu, þá ætti ekki að vera mikill vandi að stjórna vinnunni og framleiðslunni. Ég tala nú ekki um unglinga á vinnu- markaðnum, sem þarf að segja til verka. Væri ekki betra að verk- stjórar og hans menn fræddu menn meira um fisk en gert er í dag, heldur en að vera úti um hvippinn og hvappinn, jafnvel í útreiðartúr- um og þess háttar. Það eru kannski einhverjirfram- leiðendur sem halda því fram, að það séu matsmenn sem búa til matsreglur, en því er nú ver. Það er löggjafarþing okkar sem býr reglurnar til, og það eru ekki framleiðendur sem hafa lokaorð- ið, - það eru neytendur sem hafa það. Þegar menn eru að tala um tandurfisk, þá er það fiskur sem hefur verið í salti í 7-10 daga. Þessi fiskur er með sömu gæði og fiskur, sem verið hefur í salti í 4-6 vikur. Ég vona að menn skilji þetta. Hinsvegar mun ég ekki láta hvern sem er segja mér hvernig ég á að meta fisk til útflutnings. Það gera aðrir, sem til þess hafa vald. Héðinn hf. með einkaumboð fyrir Stord Bartz: Aðeins tvo menn á vakt í1200 tonna fiskimjölsverksmiðju Norska fyrirtækið Stord Bartz sem sér um framleiðslu á meira en 90% af þeim búnaði, sem notaður er í fiskimjölsverksmiðjur á Norður- löndum, hefur nú ákveðið að leggja meiri áherslu á íslandsvið- skipti. I þeim tilgangi hefur fyrir- tækið ráðið Vélsmiðjuna Héðinn, sem einkaumboðsmenn á íslandi. Stord Bartz hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á orku- sparnað í fiskimjölsverksmiðjum. Finnst forráðamönnum fyrirtækis- ins orkunotkun í íslenskum físki- mjölsverksmiðjum vera mikil og ennfremur mannahald. Nú eru í notkun 1200 tonna fiskimjölsverk- smiðjur frá Stord Bartz í Noregi, þar sem aðeins þarf tvo menn á vakt. Sverrir Sveinsson framkvæmda- stjóri Héðins hf. sagði í samtali við Fiskifréttir, að hjá Stord Bartz störfuðu nú eingöngu tæknimenn. Fyrirtækið væri nú hætt allri fram- leiðslu. Það sæi um að hanna verksmiðjur og koma þeim upp. Við framleiðslu á hinum ýmsu hlutum í fiskimjölsverksmiðjur væru eingöngu notuð útboð og hefði það gefist vel. Að sögn Sverris þá hafa forráða- menn Stord Bartz áhuga á að kynna sér til hins ítrasta möguleika á að nota jarðhita til að knýja fiskimjölsverksmiðjur á íslandi. Þá sagði Sverrir, að með samningnum við Stord Bartz gæfist Héðni hf. tækifæri til að bjóða í framleiðslu á hinum ýmsu hlutum fyrir Stord Bartz. HVERSPARAÐUR OLÍUDROPI HEMPEL hef'ur rneir en 30 ára reynslu við íslenskar aðstæð- ur. HEMPEL er ekki einvörðungu botnmálning af ýmsum gerðum helciur fullkornið rnálningarkerfi. hvar sem mála skal. HEMPEL hefur ráðgjafa í öllum löndum sem hafa það að megin verkefni að aðstaða við rétt val málningu getur skipt þig meira máli en þig grunar. HEMPEL ráðgjafi okkar heitir Sigþór Rafnsson og er í síma 84255. Hafðu samband. Slippfélagið í Reykjavík hf. Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími 84255

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.