Fiskifréttir


Fiskifréttir - 02.11.1984, Side 2

Fiskifréttir - 02.11.1984, Side 2
2 föstudagur 2. nóvember AHabrögdm Frekar tregt um land allt Yesturland Á Akranesi lönduðu þrír togarar 22. október. Haraldur Böðvarsson landaði 166 tonnum eftir 9 daga og var aflinn 46 tonn þorskur, 62 tonn karfi, 8 tonn ýsa og 39 tonn ufsi. Skipaskagi landaði 102 tonnum einnig eftir 9 daga og var aflinn 13 tonn þorskur, 26 tonn ýsa og 45 tonn karfi. Þá landaði Krossvík 140 tonnum af blönduðum fiski eftir 9-10 daga. Nokkuð góðurýsu afli hefur verið hjá smábátum að undanförnu og ennfremur hefur afli síldarbáta af Skaganum verið góður. Hins vegar hefur afli snur- voðabáta verið tregur eða um 2-3 tonn á dag en mest 6 tonn af rauðsprettu og sandkola. Mjög lélegt fiskirí hefur verið hjá dragnótabátum frá Ólafsvík eða um 1-2 tonn á dag af kola. Togarinn Jökull landaði í síðustu viku 40 tonnum af blönduðum afla eftir 6 daga á veiðum. Einn bátur er byrjaður á netum en hefur fengið lítinn sem engan afla. Ótíð hefur verið hjá minni bátum í Ólafsvík. Trollbáturinn Farsæll landaði 8 tonnum í síðustu viku á Grundar- firði. Þann 28. október landaði togarinn Runólfur 140 tonnum af blönduðum afla eftir viku á veið- um. Vestfirðir Á Patreksfirði voru það nær ein- göngu línubátar sem lönduðu í síðustu viku. Þrymur sem er stór línubátur var með um 7-8 tonn í róðri. Þá var Vestri með um 9 tonn í róðri og Brimnes með um 6 tonn. Aflinn var stór og góður þorskur en einnig nokkuð af ýsu og lúðu. Tveir smábátar sem reru í síðustu viku fengu lítinn afla eða 200-300 kg á dag. Á Tálknafirði lönduðu tveir línubátar í síðustu viku, María Júlía og Geir. Voru þeir með um 7-8 tonn í róðri af ágætis þorski. Togarinn Tálknfirðingur var vænt- anlegur heim úr siglingu þegar þetta var ritað. Sölvi Bjarnason landaði þann 25. október á Bíldudal 65 tonnum af karfa, þorski og ufsa eftir 6 daga en togarinn fór beint á veiðar þegar hann kom heim úr söluferð. Nú er búið að frysta um 350 tonn af smokkfiski á Bíldudal. Á Þingeyri landaði togarinn Sléttanes þann 21. október 77 tonnum eftir 6 daga og var aflinn blandaður. Þá landaði hann aftur þann 29. október 80 tonnum eftir 6 daga veiðiferð og skiptist aflinn til helminga í þorsk og grálúðu. Litlir línubátar hafa fengið ágætis afla þegar gefið hefur eða uppí 2 tonn í róðri. Togarinn Framnes er um þessar mundir á rækjuveiðum. Á Flateyri landaði togarinn Gyllir þann 22. október 61 tonni eftir 5 daga og var helmingur aflans þorskur. Þá landaði togar- inn aftur þann 28. október 45 tonnum og var uppistaðan grá- lúða. Línubáturinn Ásgeir Torfa- son hefur verið með um 6-8 tonn í róðri. Á Suðureyri landaði Elín Þor- bjarnardóttir þann 26. október um 70 tonnum af þorski og kola eftir 8-9 daga veiðiferð. Sæmilegur afli hefur verið hjá smábátum á færi og línu. Á Bolungarvík lönduðu báðir togararnir í síðustu viku. Dagrún landaði þann24. októberllOtonn- um af blöndðuum fiski eftir 8-9 daga veiðiferð. Heiðrún landaði 23. október 60 tonnum af blönduð- um fiski. Línuafli hefur verið góð- ur og hefur Jakob Valgeir, sem er stór línubátur, fengið um 9-10 tonn í róðri og allt uppí 11.5 tonn. Minni bátar, sem verið hafa á færum, hafa fengið sæmilegan afla í djúpinu og komist í 8-900 kg yfir daginn. Talsvert er síðan hætt var að taka á móti smokkfiski en alls var tekið á móti 400 tonnum á Bolungarvík. Rækjuveiðiskipið Sólrún kom inn þann 27. október með um 30 tonn sem fékkst á Dhornbanka á 12-13 dögum. Hjá Norðurtanganum á ísafirði landaði Guðbjartur tvívegis í vik- unni. Þann 23. október landaði hann 66 tonnum og 28. október 30 tonnum. Aflinn var blandaður í bæði skiptin. Afbragðsgóður afli hefur verið hjá línubátum frá ísa- firði og er það mál manna að það sé fyrst og fremst að þakka góðri beitu en hér er að sjálfsögðu átt við smokkfisk. Hjá íshúsfélaginu landaði Júlíus Geirmundsson þann 28. október 86 tonnum af mest- megnis þorski. Guðbjörg er nú í slipp í Þýskalandi eftir söluferð. Á Hólmavík landaði Hólma- drangur 126 tonnum af heilfrystum karfa og grálúðu eftir 3 vikur á veiðum. Aflaverðmæti var 5 millj. Karfi var 68 tonn og grálúða 54 tonn. Rækjubátar eru nú nýbyrj- aðir á rækjuveiðum. Norðurland Á Sauðárkróki landaði Hegranes þann 28. október 120 tonnum af ýsu og ufsa eftir 13 daga. Rækju- veiði gengur ágætlega á Skagafirði, en eins og víðast hvar mega bát- arnir aðeins veiða ákveðinn skammt. Á Skagaströnd komu báðir tog- ararnir inn þann 28. október vegna slæms veðurs á miðunum. Arnar landaði 60 tonnum af blönduðum afla eftir 8 daga og Örvar landaði 70 tonnum eftir 13 daga. Afli Örvars skiptist til helminga í flök og heilfrystan fisk og var afla- verðmætið u. þ. b. 3.6 miljónir. Rækjubátar eru nú að hefja veið- ar. Á Siglufirði ver nánast ekkert um að vera. Einn línubátur land- aði þar 8-9 tonnum. Togari þeirra Þórshafnarbúa var á veiðum í síðustu viku. Þar fengu 2 litlir línubátar 2-4 tonn í róðri þegar ógæftir hömluðu ekki veið- um. Á Húsavík landaði rækjutogar- inn Júlíus Havsteen 25. október 10 tonnum af rækju og 1.7 tonnum af þorski og grálúðu. Þrír minni bátar voru hvor um sig með um 15 tonn eftir vikuna eða um 3 tonn í róðri. Sáralítill afli hefur verið hjá smá- bátum. Á Grenivík landaði Núpur, sem er stór línubátur, 61 tonni þann 24. oktober og var aflinn mest þorskur. Afli hjá 5-6 minni bátum var 33 tonn eftir vikuna sem verður að teljast mjög gott. Tveir togarar lönduðu á Akur- eyri í síðustu viku. Svalbakur land- aði 147 tonnum eftir 11 daga og var aflinn blandaður. Heildarverð- mæti aflans var um 1.5 millj. Þá landaði Sléttbakur þann 26. okt- óber 79 tonnum, einnig af blönduðum fiski, eftir 8 daga og var verðmæti aflans 816.000. Vestmannaeyjar Undanfarið hefur mikið af loðnu borist hér á land, en alls eru komin hingað 10.600 tonn og er loðnan nú mjög góð til vinnslu. Mikil áta hefur verið í síldinni og er hún því lítt veiðanleg. Tvílembingarnir Álsey og Suðurey lönduðu 22 tonnum af þorski í vikunni og Þórunn Sveins- dóttir og Bylgja lönduðu 61 tonni af þorski. Veður hefur hamlað veiðum togaranna. Sindri landaði 61 tonni af karfa og ufsa hinn 22. október. Breki landaði 157 tonnum af karfa og ufsa hinn 24. október. Vest- mannaey landaði 90 tonnum af þorski 25. október og Smáey land- aði 50 tonnum af þorski 27. okt- óber. Afli troll og trillubáta hefur verið mjög tregur að undanförnu. I.G. Suðurnes Góð síldveiði hefur verið hjá bát- um sem leggja upp frá Grindavík og því mikið um að vera í síldar- söltuninni þar. Hjá línubátum hef- ur afli verið fremur tregur eða 2.5-3 tonn í róðri en þó komust einstaka bátar í 6 tonn í vikunni. í Sandgerði lönduðu tveir troll- bátar 26. október, Elliði og Jón Gunnlaugsson. Elliði landaði 16 tonnum og Jón 22 tonnum. Uppi- staðan í afla þeirra var þorskur. Stóri línubáturinn, Víðir II, sem rær með 90 bjóð hefur fengið uppí 9.5 tonn í róðri en minni bátar hafa fengið mest 3 tonn. Þrír togarar lönduðu í vikunni. Björg- vin landaði 123 tonnum þann 25. október og sama dag landaði Sveinn Jónsson 101 tonni. Afli þeirra beggja var karfi og ufsi sem fékkst á 7 dögum. Þá landaði Haukur 22. október 77 tonnum af þorski, ýsu og kola eftir 10-12 daga. í Keflavík landaði Bergvík 27. október 152 tonnum af mestmegn- is karfa eftir rúma viku á veiðum. Reykjavík Fremur fáir togarar lönduðu í Reykjavík í síðustu viku enda mjög margir í söluferð erlendis eða í slipp. Hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur landaði Ottó N. Þor- láksson 22. október 229 tonnum eftir 8-9 daga. Aflinn var 150 tonn karfi og 80 tonn ufsi. Þá landaði Hjörleifur þann 25. október 109 tonnum eftir 8 daga. Þar af voru 71 tonn karfi, 17 tonn þorskur og 11 tonn ufsi. Hjá ísbirninum landaði Ásgeir 23. október 145 tonnum eftir 13 Tilkynnmg Frá Fiskveioasjóði íslands Umsóknir um lán á árinu 1985 og endur- nýjun eldri umsókna. Um lánveitingar úr Fiskveiðasjóði Islands á árinu 1985 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. Vegna framkvæmda í fiskiðnaði Engin lán verða veitt til byggingaframkvæmda nema hugsan- leg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjómar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins, þar með talið hagræðingarfé hrekkur til, verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða- sjóðs liggur fyrir. 2. Vegna fiskiskipa. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauð- synlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiða- sjóðs liggur fyrir. 3. Endumýjun umsókna. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endumýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvemig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 4. Umsóknarfrestur. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1984. 5. Almennt. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar er getið, að öðr- um kosti verður umsókn ekki tekin til greina (eyðublöð fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóðum utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1985 nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík 16. október 1984. Fiskveiðasjóður íslands. daga og var langmestur hluti aflans karfi eða 131 tonn. Tveir dragnóta bátar lönduðu hjá ísbirninum í vikunni. Aðalbjörg landaði 8 tonn- um og Guðbjörg landaði 7 tonnum. Aflinn var ufsi.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.