Fiskifréttir - 02.11.1984, Blaðsíða 7
föstudagur 2. nóvember
7
Öldugjálfrið
Pólsframleiðslustýringar og efirlitskerfið brátt fullbúið
Jákvæð viðbrögð
í Bandaríkjunum
- segir Ásgeir Erling Gunnarsson fjármálastjóri
Eins og fram hefur komiö í fréttum
hefur Póllinn hf. gert samning við
fyrirtæki Þorsteins Þorsteinssonar
Microtools Itd. um framleiðslu-
leyfl á hinni svokölluðu borðavog.
Til að forvitnast um þennan
samning og fyrirtækið sjálft lagði
blaðamaður Fiskifrétta nú nýlega
leið sína í aðalstöðvar Pólsins á
Isafirði.
Jákvæð viðbrögð
Þar hittum við að máli Ásgeir
Erling Gunnarsson fjármálastjóra
fyrirtækisins og var hann fyrst
spurður hver staðan væri í þeirra
máium í Bandaríkjunum.
Ásgeir sagði að búið væri að
semja við nokkra Þjónustuaðila
en málið væri enn á undirbúnings-
stigi. Hann hefði þó haft fregnir af
því að fyrstu viðbrögð hefðu verið
mjög jákvæð. Varðandi það hvort
þeir hygðust markaðssetja fleiri
gerðir af vogum sagði hann að það
yrði að byggjast á því hvernig til
tækist með borðavogina.
Hvers vegna tölvuvogir?
Við báðum Ásgeir að lýsa stuttlega
hvernig hefði staðið á því að þeir
fóru út í að framleiða vogir.
„Upphafið má rekja til þess að
fljótlega eftir að fyrirtækið var
stofnað byrjaði útvarpsvirki hér í
fyrirtækinu að framleiða spennu-
stilla og voru framleidd ýmis
smærri tæki til ársins 1976 en þá
hóf störf hjá fyrirtækinu rafeinda-
tæknifræðingur. Um svipað leyti
kom beiðni frá frystihúsinu hér um
að smíða innvigtunarvog og var
því verki lokið árið 1978. Þá var
ráðist í að kaupa þróunarkerfi
fyrir örtölvur og var ákveðið að
hefja smíði tölvuvoga fyrir frysti-
hús.“
Póls-vogakerfíð
Að sögn Ásgeirs hefur það alla tíð
verið mikill ávinningur fyrir Pólinn
að geta prófað tækin í frystihúsun-
um. Pannig hefur aðlögun og
endurbætur farið fram við raun-
verulegar aðstæður.
Fyrsta vogin sem fyrirtækið
framleiddi var litla borðvogin sem
nú hefur verið sett á markað í
Bandaríkjunum. Póllinn hefur
annars selt vogir um allt land og til
Færeyja. Ennfremur hafa nokkrar
farið til Noregs.
Árið 1983 er Póls-vogakerfið að
mestu fullbúið, en það saman-
stendur af löndunarvog, hráefnis-
vog, millivog, bónusskráningarvog
og borðavog. Á bilinu 20-30 aðilar
eru nú með vogakerfið og þá eru
ótaldir 50-60 sem hafa ýmsar gerð-
ir af vogum.
Póls-vogakerfinu er stjórnað af
tölvu sem safnar gögnum á einn
stað og vinnur úr þeim. Hægt er að
fá yfirlit yfir nýtingu á hverju borði
og ennfremur nýtingu úr flökunar-
vélunum. Gagnasöfnunar og úr-
vinnslukerfið samanstendur af
aflauppgjöri, hráefniseftirliti,
framlegðarútreikningum, fram-
legðarspá, bónusvinnslu, tíma-
skráningu, birgðaeftirliti og fjár-
hagsbókhaldi. Þannig mynda
vogakerfið og gagna- og úrvinnslu-
kerfið eitt kerfi sem kallað er
Póls-framleiðslustýring og eftirlit.
Þetta heildarkerfi verður tilbúið
innan skamms og verður kynnt á
alþjóðlegu sjávarútvegssýning-
unni.
Skilar raunhæfum upp-
lýsingum
Ásgeir sagði að þetta kerfi væri
fyrst og fremst ætlað sem hjálpar-
tæki fyrir stjórnandann en með
framlegðarútreikningunum getur
stjórnandinn hámarkað afkomu
fyrirtækisins og dregið skjótar á-
lyktanir af því hverju þarf að
breyta. Kerfið gerir stjórnandan-
um einnig kleift að fylgjast með
hráefnisnýtingunni og afköstum
hvers starfsmanns. Við hönnun
þess var stuðst við þá reynslu sem
verkstjórar í þeim frystihúsum sem
haft var samstarf við höfðu aflað
sér í sínu starfi. Öll forrit eru
samin af fiskvinnsluskólagengnum
manni.
Stjórnandinn getur með kerfinu
fylgst með framleiðslunni í fyrir-
tækinu og komið í veg fyrir tjón.
Kerfið skilar raunhæfum upplýs-
ingum um þau atriði sem skipta
máli. Lögð er áhersla á að kerfið
sé einfalt og viðbragðsfljótt og geti
framkvæmt eftirlit, uppgjör og
spáð um það hvað muni ske.
Stöðug aðlögun
Að sögn Ásgeirs eru tækin í stöð-
ugri endurnýjun og aðlögun því
aðstæður eru sífellt að breytast og
ný tækni að koma fram á sjónar-
sviðið. Nú hefur verið í gangi hjá
Pólnum í tvö ár átak til að ljúka
gerð kerfisins og 7 manns hafa
eingöngu unnið að því verkefni.
Það sem af er þessu ári hafa
17-18% af sölutekjum Pólsins far-
ið í vöruþróun og þegar það er
fullbúið verður þessi tala í kringum
10%.
Varðandi framtíðina sagðist Ás-
geir álíta að þróunin væri komin á
þann skrið að ekki væri fjarri því
að álíta að orma- og beinatínsluvél
kæmi fram á sjónarsviðið einhvern
tíma á næstu árum en slíka hluti
tæki langan tíma að þróa. Áhuginn
væri þó stöðugt að aukast og
menntunin úr fiskvinnsluskólan-
um flýtti vissulega fyrir, sagði
Ásgeir Erling að lokum.
sama tíma og lítið er að gera
í mörgum íslenskum skipasmíða-
stöðvum, þá eru fjölmörg íslensk
fiskiskip í slipp erlendis. Má þar
nefna Guðbjörgu ÍS, Klakk VE,
Gullver NS, Sunnutind SU og
Aðalvík KE. Útgerðarmenn vilja
frekar setja skipin í slipp erlendis,
þar sem þeir segja að það sé
almennt mun ódýrara.
Mikil fundarhöld hafa verið hjá
SH mönnum að undanförnu. Þar
hefur meðal annars verið rætt um
hina erfiðu stöðu í sjávarútvegi og
ennfremur ýmis innanhúsmál SH.
í síðustu viku stór stjórnarfundur
í tvo daga, en elstu menn í stjórn
SH muna ekki eftir tveggja daga
almennum stjórnarfundi, nema þá
aðalfundi. Þá var annar stjórnar-
fundur haldinn í þessari viku.
\/ átryggingaverð togaraflota
landsmanna er nú um 7.943 þús.
kr. eða nærri 8 milljarðar króna.
Skuldir togaraflotans við Fisk-
veiðasjóð eru hins vegar 3. 283
þús. kr. Tólf stærri togaranna hafa
ekki lán í Fiskveiðasjóði.
Um þessar mundir er verið að
setja skrúfuhring á skuttogarann
Klakk frá Vestmannaeyjum.
Verkið er framkvæmt í Cuxhaven.
Talið er að með tilkomu skrúfu-
hringsins muni togkraftur Klakks
aukast verulega.
Gíuðmundur Guðmundsson
framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Þórkötlustaða, sem lengi var skip-
stjóri á Verði ÞH, tolldi ekki í
forstjórastólnum þegar síldin
kom. Guðmundur er nú kominn
til sjós og er skipstjóri á Þórkötlu,
skipi hraðfrystihússins, á síldinni.
Nú þegar fallið hefur verið frá
skattalækkunarleiðinni í kjaramál-
um, þá ræða menn um ýmsa kosti,
sem geta dregið úr þeirri gengis-
fellingu sem fyrirsjáanleg er. Með-
al annars hefur verið rætt um að
nota þær hundruðir milljóna sem
nota átti í skattalækkanir í Verð-
jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins og
hækka síðan verð á afurðum með
þessum peningum.
■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■
Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Auglýs- inga síminn er 687066
■ Fiski fréttir ■
Auglýs- inga síminn er 687066 ■ Augiýs- inga síminn er 687066
■ Auglýs- inga síminn er 687066 ■
☆
☆
☆
☆
Riðstraumur fyrir báta
og minni skip, án Ijósavélar
Rafall/vöKvadæla, sem tengist aðalvél
Framleiðir eins eða þrigqja fasa 220/380 volta riðstraum
3tærð rafals frá 3,2 Kw til 35 Kw.
Rafmagn óháð snúningshraða vélar (lágmarKssnúningur 600 rpm)
VöKvadælan getur jafnframt Knúið ýmsan annan búnað, t. d. lensidælu.
Einföld uppsetning
Leitið nánari upplýsinga
WATERBORNE
Söluumboð:
STAjI^7 11ANSLAN H F.
SÚ».\ VOCiH 'i - tSÍ Mtí .'1(1750
Sudarvogi 4 - 104 Reykjavík - Sími (91 )-36750
NYJUNG!
Einkaumboð:
Albatros, Umboðs- og heildverslun
Pósthólf 4271, 124 Reykjavík