Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 162. tölublað . 109. árgangur .
GEFUR ÚT TEXTA-
VERK TIL HEIÐURS
REGNBOGAFÓLKI
UNAÐSLEGUR
ILMURINN
AF BERJUNUM
LANGAR AÐ SPILA
ÁFRAM Í HÆSTA
GÆÐAFLOKKI
ALEKSANDRA Í REYKHOLTI 6 SARA BJÖRK 27BUBBI UGGANDI 28
Ferðamenn halda áfram að leggja leið sína til landsins. Í júní
voru erlendir brottfararfarþegar 42.600 talsins, samkvæmt
talningu Ferðamálastofu og Isavia. Eru það sjöfalt fleiri en á
sama tíma í fyrra. Bandaríkjamenn voru um helmingur þessa
fjölda. Þar á eftir fylgdu Pólverjar, Þjóðverjar, Bretar og
Frakkar. Kortavelta erlendra ferðamanna náði 9,42% af
heildarkortaveltu í júní, sem er til marks um mikla viðspyrnu í
ferðaþjónustunni, þó hún komist ekki í hálfkvisti við árið 2019
sem getur talist síðasta „eðlilega tímabilið“ í ferðaþjónustu.
Mun fleiri ferðamenn en á sama tíma á síðasta ári
Morgunblaðið/Eggert
_ Á fyrri helm-
ingi ársins var
aflað og dreift
428.585 skömmt-
um af bóluefni á
Íslandi, langmest
af bóluefni Pfi-
zer. Ef tillit er
tekið til þess að
tvo skammta þarf
af öðru bóluefni
en Janssen kem-
ur í ljós að fyrstu 26 vikur ársins var
Pfizer notað til bólusetninga á lið-
lega 51% þeirra sem boðaðir voru í
bólusetningu, 21% fékk Janssen,
20% AstraZeneca og 8% Moderna.
Bólusetning hér á landi gekk treg-
lega í fyrstu, sem rekja má til örðug-
leika við öflun bóluefnis í Evrópu.
Eftir að það tók að berast til landsins
í einhverjum mæli upp úr páskum
hefur hún hins vegar gengið vel og
Ísland er komið í fremstu röð í heimi
að því leyti, eins og lesa má úr töl-
fræði. »13
Pfizer notað til
bólusetningar meira
en helmings fólks
Bólusetning í
Laugardalshöll.
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Gert er ráð fyrir að heildarkostn-
aður við nýbyggingar Landspítal-
ans á Hringbraut muni nema 79,1
milljarði króna. Kostnaðarmatið
hljóðaði upp á 62,8 milljarða króna
árið 2017, uppfært til verðlags í des-
ember síðastliðnum, og munar því
16,3 milljörðum króna.
Aukið umfang verkefnisins skýrir
þessa breytingu að sögn Gunnars
Svavarssonar, framkvæmdastjóra
opinbera hlutafélagsins Nýs Land-
spítala. Stærsta byggingin, meðferð-
arkjarninn, verði sjötíu þúsund fer-
metrar að stærð í stað 53 þúsunda.
Einnig var tekin ákvörðun um að
gera þá kröfu að húsið gæti staðið
af sér mun öflugri jarðskjálfta en
kveðið er á um í byggingarreglu-
gerðum.
Verkefnið innan rammans
„Það er stöðugt verið að rýna
áætlanir, bæði tíma- og kostnaðar-
áætlanir. Það er mikilvægt að birta
stjórnvöldum allar breytingar en
um leið að tryggja að verkefnið sé
innan áætlunarrammans og verk-
efnin séu í samræmi við heimildir
Alþingis,“ segir Gunnar í samtali
við Morgunblaðið.
Kostnaður aukist
um 16,3 milljarða
- Nýbyggingar Landspítalans verða stærri en stefnt var að
MNýr spítali verður … »2
Morgunblaðið/Eggert
Framkvæmdir Gert er ráð fyrir
öflugri jarðskjálfta en alla jafna.
_ Af þeim flugfélögum sem fljúga
til Kaupmannahafnar og London,
tveggja vinsælla áfangastaða Ís-
lendinga, býður Play lægstu flug-
fargjöldin.
Mest munar 265% á verði á flugi
til London ef viðkomandi tekur
eina handfarangurstösku með og
enga innritaða tösku. Í þeim til-
fellum eru ferðir Play ódýrastar en
flug British Airways dýrast.
Ódýrasta far Play til London
kostar rétt rúmar 15 þúsund krón-
ur en far til Kaupmannahafnar
kostar tæplega 29 þúsund krónur.
Innifalið í því er einn persónulegur
hlutur sem kemst undir sæti. »4
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Flug Play býður lægstu flugfargjöldin.
Play ódýrast til vin-
sælla áfangastaða