Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Tæp tvö ár eru frá því Aleksandra Lugowska flutti hingað til lands frá Póllandi og settist að í Reykholti, haustið 2019. Fyrst um sinn vann hún við afgreiðslu á veitingahúsi í sveitinni. Þar bar hún þunga bjór- kúta á dimmum lager en nú tínir hún alls kyns ber í björtu og grænu gróðurhúsi hjá garðyrkjustöðinni DAGA hjá Gunn Apeland. „Að vinna í gróðurhúsi hjá Gunn er mér sem lífsbjörg,“ segir Aleks- andra í samtali við Morgunblaðið. „Í gróðurhúsinu get ég róað taugarnar. Þar eru aðeins ég og náttúran. Vinnan er friðsæl, sem er akkúrat það sem ég þarf,“ segir hún og bætir við að vinnunni í gróð- urhúsinu svipi til þeirrar sem hún vann á veitingahúsinu. Hvort starf- ið sé betra fari eftir manngerðinni. „Það veitir mér mikla gleði að vinna í kyrrðinni innan um plönt- urnar og ilmurinn frá berjunum er unaðslegur. Á sólríku dögunum finn ég stundum varmann frá berinu. Þá veit ég að berið er full- komlega tilbúið til átu.“ Kyrrð innan um plönturnar í Reykholti og ilmur berjanna unaðslegur Friðsæl vinna það sem þarf Morgunblaðið/Eggert Andrés Magnússon andres@mbl.is Á næstu vikum verður að líkindum lokið bólusetningu velflestra Íslend- inga, 16 ára og eldri. Ísland er sem kunnugt er komið í fremstu röð ríkja heims í bólusetningu íbúa eftir frem- ur brösótta byrjun. Þar munar einna mest um hve vel framkvæmd bólusetninga hefur gengið um leið og bóluefni hefur ver- ið til reiðu hér á landi, en framan af stóð verulega á því líkt og víðar í Evrópu. Ekki síður skiptir þó sjálf- sagt máli hve móttækilegir Íslend- ingar eru fyrir bóluefni, en ólíkt því sem þekkist í mörgum öðrum ríkjum heims gætir hér ekki efasemda um öryggi og nytsemd bóluefnis svo heitið geti. Sígandi lukka er best Fyrsta bóluefnið barst til Íslands hinn 28. desember í fyrra, en á súlu- ritinu að ofan er það sýnt í fyrstu viku þessa árs og síðan hvernig það hefur borist til landsins síðan, viku fyrir viku eftir tegundum. Sem sjá má barst það afar hægt til landsins í fyrstu, má eiginlega segja að það það hafi rétt seytlað inn fyrstu þrjá mánuði ársins, en svo tók það að berast í meira magni er komið var fram yfir páska. Sem sjá má er það bóluefni Pfizer sem þyngst vegur, það var ríflega 57% allra skammta á fyrri helmingi ársins. Ef tekið er tillit til þess að tvo skammta þarf af öðrum bóluefnum en Janssen, þá var Pfizer notað til þess að bólusetja 51% þeirra sem bólusetningu fengu, 21% fékk Jans- sen, 20% AstraZeneca og 8% bólu- efnið frá Moderna. Lán í óláni bóluefnis Líkt og sjá má munaði verulega um lán á bóluefni frá frændþjóðum á Norðurlöndum. Norðmenn lánuðu 16 þúsund skammta af AstraZeneca, þegar falsfréttir runnar undan rót- um forysturíkja Evrópusambands- ins gengu um að það kynni að vera skaðlegt eða gagnslítið, en í upphafi júní komu svo 24 þúsund skammtar af Janssen að láni frá Svíum. Sem kunnugt er gekk Evrópu- samstarf um öflun og dreifingu bólu- efnis illa framan af og hefur raunar enn ekki náð sér almennilega á strik, eins og sjá má af tölfræði um bólu- setningu í Evrópusambandinu. Þar hefur enn aðeins náðst að fullbólu- setja 38% íbúa, en hér er samsvar- andi tala 70%. Gera má ráð fyrir að sú tala hækki ört þegar ráðist verður í bólusetningu ungmenna. Enn hefur ekki verið ráðist í boðun þeirra, en Pfizer hefur fengið markaðsleyfi hér á landi til bólusetningar ungmenna á aldrinum 12-15 ára. Bóluefni seytluðu hægt en komu þó Öflun bóluefna til Íslands eftir vikum á fyrri hluta árs 2021 Heimild: Landlæknir 0 10 20 30 40 50 þúsund skammtar Janssen AstraZeneca Moderna Pfizer 2625242322212019181716151413121110987654321 Lán frá Norðmönnum Lán frá Svíum - Pfizer notað til bólusetninga rúmlega helmings - AstraZeneca og Janssen notað á fimmtung hvort - Talsvert munaði um lán á bóluefni frá Norðurlöndum - Stutt í að allir eldri en 16 ára verði bólusettir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.