Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 8

Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Það er til fyrirmyndar hvað bólgnustu peningafurstar heims eru virkir í baráttunni gegn heimshlýnuninni. Sænskt stúlku- barn sem nálgaðist fermingaraldur var lengi andlegur leið- togi heimsfursta sem fylgdu ríkis- bubbunum fast eft- ir. En vegna heims- hlýnunar þroskaðist hún hraðar en hún ætlaði og neitar nú að stýra vörnum gegn heims- hlýnun nema að fyrst verði tryggð bólusetning allra í Afríku. - - - En bubbarnir ákváðu að halda sínu striki þótt litli leiðtoginn væri úr leik. Þeir mættu á 115 einkaþotum, af stærri gerðinni, til að ræða vandann. - - - Vegna þessa þotugangs varð að fresta öllu pupulflugi í vest- urhluta Bandaríkjanna um hríð. Al Gore sagði sem betur fer frá því á bók að baráttu gegn hlýn- uninni lyki með tapi upp úr sein- ustu aldamótum. Menn hafa ekki enn treyst sér til að brenna ólesið upplag vegna loftslagsáhrifa. Að- ens örfáir treystu sér til að lesa upplagið. - - - Sálufélag einfaldra, sem er helsti stuðningshópur gull- rassa með heimsábyrg gen sem hobbí, gætu orðið seinir til fundar hafi þeir róið yfir Atlantshafið eins og sú sænska gerði forðum ásamt fylgdarskipum og flug- vélum. - - - Eldsumbrot á Reyjanesi eru á við hundruð bubbavélar enda ekki slökkt á þeim. Sú sænska hef- ur ekki enn ákveðið hversu lengi hún samþykki gosið í þágu túrista. Hún yrði liðlegri réru þeir hingað. Bill Gates Einkaþotur sýna ábyrgð STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk lóðarhafa Ofanleitis 14 um að hann láti vinna frumdrög að tillögu að fyrirkomulagi breyttrar uppbyggingar á lóðinni, þannig að nýtt hús verði ekki meira en þrjár hæðir auk bílastæðakjallara. Eins og fram kom í Morgunblaðinu nýlega ósk- aði lóðarhafi leyfis til að rífa 79 fermetra hús sem stendur á lóðinni og reisa í staðinn íbúðarhús með 6-8 íbúðum. Hið nýja hús á að verða norðar á lóð- inni en núverandi hús, þ.e. nær Ofanleiti. Upp- haflega var söluturn rekinn í húsinu en nokkur undanfarin ár hefur Hamborgarabúlla Tómasar verið þar með rekstur. Búllan er steinsnar frá Verslunarskólanum og hafa talsmenn nemenda lýst yfir eftirsjá að henni verði þetta niðurstaðan. Skoða þarf vel staðsetningu hússins á lóðinni með tilliti til nærliggjandi húsa og götumyndar, segir í umsögn verkefnisstjóra skipulagsfulltrúa. Sé valið að gera það verði það á kostnað fyrir- spyrjanda og án skuldbindinga um afstöðu til til- lögunnar. Þegar tillaga liggur fyrir og áhrif henn- ar, verði metið hvort heimilað verður að láta vinna breytingu á deiliskipulagi þannig að reiknað verði með íbúðarhúsi nyrst á lóðinni, frumdrögin verða innlegg í fyrirspurn þessa berist þau. Ef til þess kemur að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, verði það gert í samvinnu við verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa. sisi@mbl.is Grænt ljós á íbúðir í stað Búllu Morgunblaðið/sisi Ofanleiti 14 Hamborgarabúllan mun mögulega hverfa í framtíðinni og íbúðarhús rísa í staðinn. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur III er nú auglýst til sölu hjá J. Gran & Co. AS skipamiðlara í Bergen í Noregi. Ásett verð er 4,5 milljónir evra eða tæpar 660 millj- ónir króna. „Við erum bara að skoða málið með sölu í huga í framhaldinu og að reyna að komast að raunveru- legu verðmæti skipsins. Markaður- inn ræður því. Það hafa ekki komið neinar formlegar fyrirspurnir en einhverjir hafa verið að forvitnast um skipið,“ sagði G. Pétur Matt- híasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar. J. Gran & Co. eru með skipið í einkasölu. G. Pétur sagði að Vegagerðin hefði fengið leyfi samgöngu- ráðuneytisins til að kanna mögu- leika á sölu skipsins og mögulegt söluverð. Ekki liggur fyrir ákvörð- un um að selja það. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að Herjólfur III hafi verið byggður hjá Simek AS í Noregi 1992 eða fyrir 29 árum. Skipið er 70,5 metra langt og 16 metra breitt og ristir fjóra metra. Pláss er fyrir 312 farþega og 62 fólksbíla, samkvæmt auglýsing- unni. Það er knúið tveimur aðal- vélum og auk þess eru tvær aðrar vélar um borð. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Herjólfur III „Þjóðvegurinn“ milli lands og Eyja er nú auglýstur til sölu. Kanna kaupáhuga - Herjólfur III auglýstur hjá norskri skipamiðlun - Athuga markaðsverð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.