Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
DVERGARNIR
Þungar og öflugar undirstöður
DVERGARNIR R
HNERRIR
DURGURJÖTUNN
DRAUPNIR
ÞJARKUR
Þessir dvergar henta vel sem
undirstöður þar sem þung og
öflug festing er aðalatriði.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Þegar til stendur að byggja upp
raforkumannvirki þarf að fara í
gegnum gríðarlega miklar rann-
sóknir, ferilsumsóknir og þess hátt-
ar áður en uppbygging getur átt sér
stað. Ef þessar rannsóknir sýna
fram á að fýsilegt sé að byggja
svona mannvirki út frá efnahags-
sjónarmiðum, náttúrusjónarmiðum
og öðrum þáttum þá er komið að því
að finna kaupendur að raforkunni,“
segir Friðjón Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Qair á Íslandi, um
stöðu fyrirhugaðrar uppbyggingar á
vindorkuveri á Melrakkasléttu.
Greint var frá því í Morgunblaðinu
á laugardaginn að byggðarráð
Norðurþings samþykkti á fundi sín-
um að efna til íbúakönnunar um af-
stöðu þeirra til mögulegs vindorku-
garðs. Áður var komin fram tillaga
frá forseta sveitarstjórnar þess efn-
is að falla frá öllum skipulagsbreyt-
ingum sem gera ráð fyrir uppbygg-
ingu vindorkuversins. Friðjón segir
að ekki liggi enn fyrir í hvað raf-
orkan yrði notuð verði fyrirætlanir
þeirra að veruleika en segir mikinn
áhuga á magnkaupum á raforku
vegna skorts á Íslandi. „Það verður
ekkert gert varðandi vinmyllugarð á
Hólaheiði ef ekki fæst bæði tenging
[við Landsnet] og kaupandi að raf-
orkunni,“ segir Friðjón og útskýrir
þar með að tenging við vindorku-
garð á Sléttu ætti að styrkja flutn-
ingsnet til jaðarbyggða á svæðinu.
Fjölmargar athugasemdir við tillög-
ur að breyttu aðalskipulagi Norð-
urþings þar sem gert er ráð fyrir
iðnaðarsvæði á Hólaheiði bárust þar
sem fólk og stofnanir viðruðu
áhyggjur, m.a. af dýralífi á svæðinu.
Friðjón segir að ljóst sé að vind-
myllur hafi áhrif á fuglalíf „en þú
getur dregið stórkostlega úr þeim
með margvíslegum mótvægisað-
gerðum“. Hann segir að hefðbundin
skylda sé eitt ár í rannsóknir á
fuglalífi en á svæðum sem eru við-
kvæmari en önnur er rannsóknar-
ferlið tvö ár. „Ef þær rannsóknir
sýna fram á að áhrif okkar á fuglalíf
séu verulega neikvæð verður ekki af
vindmyllugarðinum,“ segir Friðjón.
Hann segir fuglarannsóknirnar um-
fangsmesta liðinn í að þróa vind-
myllugarð.
Rannsóknir á fuglalífi í forgrunni
- Segir vindmyllugarð þrýsta á betri
tengingu - Rannsóknir umfangsmiklar
Ljósmynd/EFLA Árni Sveinn Sigurðsson
Hnotasteinn Fyrirhugað uppbyggingarsvæði vindmyllugarðs á Hólaheiði.
Karlmaður sem dyraverðir höfðu
yfirbugað á hátíðarsvæðinu við
Hrísmýri á Selfossi, aðfaranótt
sunnudags, vegna ölvunar og
óspekta, var handtekinn og færður
í fangahús á Selfossi.
Fram kemur í dagbók lögregl-
unnar að vegna ástands mannsins
hafi verið fylgst sérstaklega með
honum. Fljótlega eftir komu í
fangahús kastaði hann upp og fór í
framhaldi af því í öndunarstopp.
Lögreglan segir, að
endurlífgunaraðgerðir hafi þegar
verið hafnar af lögreglumönnum og
hjúkrunarfræðingi sem staddur var
í fangahúsinu og komst maðurinn
fljótlega til meðvitundar á ný. Hann
var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík
en útskrifaður þaðan, heill heilsu,
undir morgun.
„Þar sem um alvarlegt atvik er
að ræða er málið tilkynnt til nefnd-
ar um eftirlit með störfum lögreglu
og þess að auki óskað við ríkis-
saksóknara að hann, eða sá er hann
felur málið, taki rannsókn þess yfir.
Það er mat þess er þetta ritar að
lögreglumenn og nærstaddur
hjúkrunarfræðingur hafi með ár-
vekni sinni og skjótum og fumlaus-
um viðbrögðum bjargað lífi manns-
ins,“ segir í tilkynningu
lögreglunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglan Lögreglu og hjúkrunarfræðingi tókst að endurlífga mann.
Fór í öndunarstopp
- Lögreglumenn og hjúkrunarfræð-
ingur náðu að endurlífga manninn
Lystisnekkjan Satori hefur verið á
hringferð í kringum landið að
undanförnu. Var á Siglufirði um
helgina en var í gær komin til Ak-
ureyrar. Hafði áður átt viðkomu
m.a. í Reykjavík, Grundarfirði og á
Ísafirði. Snekkjan er í eigu banda-
rísks auðkýfings, Jay Alix, smíðuð
árið 2018 og kostaði um 75 milljónir
dollara, jafnvirði um 9 milljarða
króna.
Fleyið er reyndar skráð á Cay-
man-eyjum, 64 metrar að lengd og
12 metra breitt. Snekkjan lá við
bryggju á Siglufirði en t.d. í Grund-
arfirði lá hún fyrir akkerum úti fyr-
ir höfninni. Á vef Grundarfjarðar-
hafnar kom fram að um borð væru
fimm farþegar og 15 manna áhöfn.
Hjá höfninni á Siglufirði fengust
þær upplýsingar að í sumar væri
von á 15 smærri skemmtiferða-
skipum en áttu upphaflega að vera
alls um 40.
Bandaríska lystisnekkjan Satori á hringferð í kringum landið
Níu millj-
arða króna
snekkja
Morgunblaðið/Björn Jóhann