Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 SÍMI 587 2000 · KLETTHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK · WWW.TOPPBILAR.IS VOLVO XC90 T8 INSCRIPTION TWIN ENGINE Raðnúmer 396729 Árgerð 2018 Ekinn 45 Þ.KM Nýskráður 3/2018 Næsta skoðun 2022 Verð kr. 9.490.000 Aðfellanlegir hliðarspeglar Aðgerðahnappar í stýri - Aksturstölva Álfelgur Bakkmyndavél Bluetooth hljóðtengi Filmur Fjarlægðarskynjarar Hiti í framrúðu Hraðastillir Hraðatakmarkari Leðuráklæði Leðurklætt stýri Leiðsögukerfi Loftkæling Lykillaus ræsing Lykillaust aðgengi Minni í framsætum Nálægðarskynjarar Rafdrifið lok farangursrýmis Rafdrifin framsæti Rafdrifnir hliðarspeglar Stafrænt mælaborð Topplúga Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Góð laxagengd hefur verið í Elliða- ánum að undanförnu sem gefur fyr- irheit um góða veiði. Nú hafa farið um 900 laxar upp í gegnum teljarann í ánum, sem er skammt fyrir neðan gömlu Elliðaárstöðina. „Þetta árið fór ganga laxins rólega af stað. Samt sem áður er fjöldi fiska sem hafa skil- að sér nú þegar orðinn ríflega það sem gerist á þessum tíma sumars, að meðaltali,“ segir Jóhannes Stur- laugsson líffræðingur. Jóhannes hefur sl. ellefu ár annast árlegar vöktunarrannsóknir á fiski í vatnakerfi Elliðaánna. Ef göngur laxins þetta sumar þróast í sama dúr og reyndin hefur verið síðasta ára- tuginn má vænta þess að heild- argangan þetta sumarið verði 1.300- 2.400 laxar. Skynsamleg nýting „Elliðaárnar eru í góðu standi og vel er fylgst með lífríki þeirra,“ segir Jóhannes. Orkuveita Reykjavíkur sinni vel umsjón með vatnakerfi El- liðaánna og veiðimálin eru sem fyrr í góðum höndum Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Sex stangir eru í ánni og frá í fyrra hefur verið áskilið að öllum laxi sem veiðist skuli sleppt. „Í raun má segja að Elliðaárnar vitni um að ef vel er hugað að um- hverfismálum og ef nýtingin er skyn- samleg þá gengur dæmið upp hvað það varðar að viðhalda sjálfbærni laxastofna. Að ein besta og fengsæl- asta laxveiðiá landsins sé inni í miðri borginni er ævintýri út af fyrir sig,“ segir Jóhannes. Dregið er úr drápi „Við erum mjög ánægðir með Ell- iðaárnar og stöðu þeirra,“ segir Árni Guðmundsson, formaður árnefndar Elliðaánna á vettvangi SVFR. „Göngurnar í árnar síðustu daga hafa verið stórar og fiskurinn fallegur. Núna hafa veiðst um það bil 90 laxar. Við erum því bjartsýn á að sumarið verði ekki lakara en árið í fyrra, þeg- ar lokatalan var 565 fiskar. Já, menn eru líka aðeins að venjast því að veiða og sleppa fiskinum svo. Dregið er úr drápi samanber viðhorf nútímans.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Elliðaár Árni Guðmundsson, formaður árnefndar SVFR, til vinstri, og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur við mælingar sem sýndu góða stöðu. Elliðaár vaktaðar og mikið af fiski - 900 laxar farið í gegnum teljarann Guðni Einarsson gudni@mbl.is Regluleg laun launafólks í fullu starfi voru að meðaltali 670 þúsund krónur á mánuði árið 2020. Helm- ingur launafólks var með laun á bilinu 480 til 749 þúsund krónur á mánuði. Tíundi hver launamaður var með regluleg laun undir 400 þúsund krónum og tíundi hver með yfir eina milljón króna í mánaðar- laun. Helmingur launafólks var með heildarlaun á bilinu 570 til 908 þús- und krónur á mánuði, að jafnaði 794 þúsund krónur. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands. Mismunandi dreifing launa Laun og dreifing þeirra er mis- munandi eftir atvinnugreinum. Heildarlaun launafólks í fullu starfi voru að jafnaði hæst í fjármála- og vátryggingastarfsemi og veitum, það er vatnsveitum, fráveitum, með- höndlun úrgangs og afmengun árið 2020, eða tæplega 1,1 milljóna króna á mánuði. Lægst voru heildarlaunin að jafnaði í rekstri gististaða og veitingarekstri eða um 597 þúsund krónur á mánuði. Dreifing heildar- launa var mest í fjármálastarfsemi en minnst í rekstri gististaða og veitingarekstri. Það skýrist meðal annars af samsetningu starfa innan atvinnugreina. Hagstofan segir að mismunandi dreifing launa innan starfsstétta geti einnig skýrst af því að störf inn- an einstakra starfsstétta séu ólík. Þannig var dreifing heildarlauna skrifstofufólks árið 2020 frekar lítil. Um 80% skrifstofufólks voru með heildarlaun á bilinu 444 þúsund krónur til 789 þúsund krónur. Heildarlaun stjórnenda voru á hinn bóginn mjög dreifð en 80% þeirra voru með heildarlaun á bilinu 725 þúsund krónur til 1,9 milljónir króna á mánuði. Þessi mikla dreif- ing skýrist helst af ólíkum störfum innan starfsstéttarinnar stjórnenda. Þar má bæði finna æðstu stjórn- endur fyrirtækja og yfirmenn deilda. Árið 2020 var óvenjulegt „Laun í lægri tíundum hækkuðu meira á milli 2019 og 2020 en í þeim hærri. Þannig var hlutfallsleg hækkun reglulegra launa í lægstu tíund um 9,5% meðan sambærileg hækkun í efstu tíund var 5,1%,“ skrifar Hagstofan. Hún segir það meðal annars skýrast af áherslum kjarasamninga á almennar krónu- töluhækkanir og sérstakar hækk- anir kauptaxta. „Hlutfallsbreyting á launum varð því hærri eftir því sem laun voru lægri og öfugt.“ Hagstofan bendir á að árið 2020 hafi verið um margt óvenjulegt. Miklar breytingar urðu á vinnu- markaði vegna áhrifa kórónuveiru- faraldursins. Nokkur hluti launa- fólks færðist úr fullu starfi í hlutastarf vegna hlutabótaleiðar. Það hafði áhrif á meðallaun í ákveðnum störfum þegar horft er til launa eftir vinnutíma. Fækkun launafólks á vinnumarkaði var eink- um í lægri launuðum störfum. Það hefur áhrif til hækkunar á meðaltali launa. Um leið varð vart breytingar á vægi atvinnugreina, einkum sem tengjast ferðaþjónustu og því opin- bera. Greiddum stundum fullvinnandi launafólks fækkaði að meðaltali um 1,4% milli áranna 2019 og 2020. Þessa fækkun má rekja bæði til samninga um styttingu vinnutíma en einnig til færri yfirvinnustunda sem unnar voru á árinu. Að jafnaði vann fólk í fullu starfi 10% færri yf- irvinnustundir árið 2020 en 2019. Lægstu launin hækkuðu mest í fyrra - Launafólk með 670 þúsund í mánaðarlaun að meðaltali Mánaðarlaun fullvinnandi launafólks 2020 Dreifing reglulegra og heildarmánaðarlauna m.v. líkindaþéttni 0,0025 0,0020 0,0015 0,0010 0,0005 0 250 500 750 1.000 1.250 1.500 1.750 2.000 Mánaðarlaun, þúsundir kr.Líkindaþéttni Heimild: Hagstofa Íslands Regluleg laun Greidd mánaðarlaun fyrir umsaminn vinnutíma Heildarlaun Samtala allra stað- greiðsluskyldra launa Morgunblaðið/Hari Kjarasamningar SA og verkalýðsfélög undirrituðu lífskjarasamninginn 2019. Lægstu launin hækkuðu hlutfallslega mest í fyrra. Samkvæmt talningu Ferðamála- stofu og Isavia voru brottfarir er- lendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll ríflega 42 þús- und talsins í nýliðnum júnímánuði. Er það sjöföldun frá sama mánuði í fyrra, þegar brottfarir voru um sex þúsund. Frá áramótum hafa tæplega 75 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi, sem er um 78% fækkun miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru brottfarir erlendra farþega tæplega 342 þúsund. Langflestar brottfarir í júní má rekja til Bandaríkjamanna eða um helming. Þar á eftir fylgja brott- farir Pólverja (8,6% af heild), Þjóð- verja (7,5% af heild), Breta (5,3% af heild) og Frakka (4,2% af heild). Brottfarir Íslendinga í júní voru um 13.500 talsins en í sama mánuði í fyrra voru þær ríflega fimm þús- und. Brottfarir í júní sjöfalt fleiri en í sama mánuði í fyrra Morgunblaðið/Eggert Leifsstöð Erlendum ferðamönnum fjölgar ört um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.