Morgunblaðið - 13.07.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Vel hefur tekist til með að halda
kórónuveirunni í skefjum hér á
landi, en í ljósi mikils vilja til þátt-
töku og góðs skipulags á fram-
kvæmd bólusetninga verður að telj-
ast sennilegt að Ísland sé nú þegar
komið með betri samfélagslega vörn
gegn Covid-19 en flest samanburð-
arlönd séu líkleg til að ná, að því er
segir í tilkynningu frá stjórnar-
ráðinu. Víða í Evrópu er staðan þó
enn mjög slæm.
Meðalfjöldi kórónuveirusmita í
Hollandi hefur áttfaldast síðan 30.
júní en yfir helgina greindust nærri
20 þúsund manns með veiruna þar í
landi.
Staðan á Spáni er einnig slæm en
spænsk yfirvöld ákváðu á þriðjudag
að herða sóttvarnaaðgerðir í landinu
á ný vegna bylgju smita sem þar
geisar, sér í lagi á meðal ungs fólks
sem ekki hefur verið bólusett. Eig-
endum skemmtistaða í Katalóníu
hefur verið gert að loka þeim og
munu íbúar svæðisins þurfa að sýna
fram á gilt bólusetningarvottorð til
að mega taka þátt í fjölmennum við-
burðum sem fara fram utandyra,
segir talsmaður svæðisstjórnarinnar
í viðtali við frönsku fréttastofuna
France24. „Við getum ekki þóst hafa
sigrast á veirunni,“ segir hann.
„Faraldrinum er ekki lokið, nýja af-
brigði veirunnar er mjög smitandi
og stór hluti þjóðarinnar hefur ekki
enn verið bólusettur.“
Tæplega 40% af 47 milljón íbúum
á Spáni hafa verið fullbólusett. Með-
alfjöldi smitaðra í landinu yfir
tveggja vikna tímabil nam 204 á
hverja 100.000 íbúa á mánudag en
það eru 95 fleiri tilfelli en tilkynnt
voru tveimur vikum áður, sam-
kvæmt upplýsingum frá heilbrigð-
isráðuneytinu þar ytra.
Nærri helmingur nýrra smita í
Frakklandi er af Delta-afbrigði veir-
unnar sem talið er vera 60% meira
smitandi en önnur afbrigði hennar.
Hópur franskra vísindamanna hefur
varað við því að 95% íbúa í Frakk-
landi þurfi að vera fullbólusett til að
halda útbreiðslu Delta-afbrigðisins í
skefjum. Nú er um helmingur íbúa í
Frakklandi hálfbólusettur og 40%
fullbólusett.
Staðan enn þá slæm víða í Evrópu
- Evrópsk stjórnvöld herða sóttvarnaaðgerðir á ný í ljósi nýrrar bylgju smita af Delta-afbrigðinu
AFP
Kórónuveiran Evrópsk stjórnvöld hafa hert sóttvarnaaðgerðir á ný vegna
ótta við frekari útbreiðslu Delta-afbrigðisins, sem smitar meira en önnur.
Tæknimenn um borð í eistneska ísbrjótnum EVA-316 láta
mælitæki síga í Eystrasaltið þar sem farþegaferjan Estonia
sökk 28. september árið 1994 og 852 manns fórust. Áformað
er að taka nákvæmar hljóðsjármyndir af hafsbotninum og
flakinu til að rannsaka nánar sprungur á skrokknum. Rann-
sóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð ákvað í samvinnu við
eistnesk stjórnvöld að hefja að nýju rannsókn á orsökum þess
að Estonia sökk eftir að bornar voru brigður á niðurstöður
fyrri rannsókna í nýrri heimildarmynd.
AFP
Flak farþegaferjunnar Estoniu rannsakað að nýju
Aukin hætta er á sjaldgæfum
taugasjúkdómi hjá þeim sem feng-
ið hafa Janssen-bóluefnið. Frá
þessu greinir Matvæla- og lyfjaeft-
irlit Bandaríkjanna, sem hefur
fundið fylgni milli Janssen-
bóluefnisins og sjaldgæfs tauga-
sjúkdóms sem nefnist Guillain-
Barré-heilkennið.
Þótt líkurnar séu litlar á að fá
sjúkdóminn þá eru þær allt að
fimmfalt meiri hjá þeim sem voru
bólusettir með Janssen-bóluefninu.
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkj-
unum hafa greint ríflega hundrað
tilfelli sjúkdómsins meðal ein-
staklinga sem bólusettir voru með
Janssen. Þess ber að geta að í
Bandaríkjunum hafa 12,5 milljónir
einstaklinga verið bólusettar með
Janssen.
Af þessum hundrað tilfellum sem
komu upp voru 95 þeirra álitin al-
varleg og fólk lagt inn á spítala.
Eitt þeirra leiddi til dauða. Flestir
ná þó bata.
Karlmenn yfir fimmtugt
Hópurinn sem viðkvæmastur er
fyrir sjúkdómnum eru karlmenn
yfir fimmtugt og hafa einkenni
komið fram tveimur vikum eftir
bólusetningu.
Eftirlitið telur þetta ekki ástæðu
til að banna bóluefnið en verið er
að útbúa upplýsingar um fylgikvill-
ann sem munu fylgja bóluefninu
framvegis.
Guillain-Barré-heilkennið
Taugasjúkdómurinn sem um
ræðir hrjáir 3.000 til 6.000 Banda-
ríkjamenn. Á Íslandi greinast að
meðaltali þrjú til fjögur tilfelli á
ári. Sjúkdómurinn lýsir sér þannig
að ónæmiskerfi líkamans ræðst á
taugafrumur hans og veldur þann-
ig vöðvaverkjum, slappleika og
máttleysi eða doða í útlimum. Í
sumum tilfellum getur doðinn
breiðst út og valdið lömun.
Aukin hætta á tauga-
sjúkdómi vegna Janssen
- Guillain-Barré-heilkennið - 100 af 12,5 milljónum