Morgunblaðið - 13.07.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikil og ein-
stök uppá-
koma varð
á Kúbu um helgina
og kann hún að
draga dilk á eftir
sér. Tugþúsundir mótmælenda
hópuðust út á götur landsins í
tugum borga og bæja, þar með
talið í höfuðborginni Havana,
en mótmælin hófust ekki þar
heldur í nálægri borg.
Ekki er langt síðan komm-
únistastjórnin á Kúbu leyfði
netið í farsímum eyjarinnar og
mögulega sér hún eftir því nú,
sem og því að hafa fyrir
skemmstu leyft samfélags-
miðla, en þessi tækni nýttist al-
menningi vel til að láta vita
hvar til stæði að koma saman og
mótmæla harðstjórninni. Við-
brögð stjórnvalda voru þau að
loka netinu að verulegu leyti
meðan á þessu stóð.
Það er lýsandi fyrir ástandið
á Kúbu, þó að íslenskir vinstri-
menn viðurkenni það ekki og
hafi alla tíð haft undarlega
sterkar taugar til þeirrar kúg-
unar sem ríkir á eyjunni, að al-
menningur hrópaði „Við erum
ekki hrædd!“ og krafðist frelsis.
Á Kúbu eru slík mótmæli
óþekkt og það er full ástæða
fyrir þá sem taka þátt í þeim að
óttast viðbrögð yfirvalda, enda
voru þau harkaleg.
Forseti landsins, Miguel Dí-
az-Canel, sem er fyrsti leiðtogi
landsins sem ekki hertist í eldi
byltingarinnar og nýtur ekki
þeirrar dulúðar í huga almenn-
ings sem því fylgir, sendi skila-
boð til kommúnista að fara út á
götur og mæta mótmælendum.
„Byltingarmenn á göturnar,“
voru skilaboðin, og
að auki: „Bardaga-
skipun hefur verið
gefin.“ Og það
vantaði ekkert upp
á að mótmælendur
fengju að kenna á kylfum og
táragasi yfirvalda.
Ástandið á Kúbu er skelfi-
legt, jafnvel verra en oft hefur
verið og er þá mikið sagt.
Ferðamenn hafa tryggt eyjunni
ákveðnar gjaldeyristekjur, en
þær féllu í faraldrinum, sem
raunar fer mjög versnandi á
eyjunni ofan á annað. Matar-
skortur er vaxandi og raf-
magnsleysi verða íbúar að þola
klukkustundum saman dag
hvern. Stjórnvöld kenna
Bandaríkjunum um ástandið,
líkt og þau hafa gert áratugum
saman, en nú virðast landsmenn
hafa fengið nóg af slíku tali og
vilja ekki lengur sætta sig við
hörmulegt ástandið.
Full ástæða er fyrir Díaz-
Canel að hafa áhyggjur. Staða
hans er ekki eins sterk og
Castro-bræðra áður og þó að
hann njóti fulls stuðnings
þeirra byltingarmanna sem enn
lifa er óvíst að það dugi eins og
það hefur gert í rúma sex ára-
tugi.
Átökin nú um helgina gætu
verið upphafið að endalokunum
fyrir kommúnistastjórnina á
Kúbu, en þó skyldi enginn halda
að kommúnistar hverfi þaðan
baráttulaust. Fram undan gætu
því verið afar erfiðir tímar á
Kúbu með meira af ofbeldi ofan
á þá kúgun og skort sem ríkt
hefur. Það er því líklegt að
ástandið eigi enn eftir að versna
áður en það mögulega batnar.
Almenningur fékk
að kenna á því fyrir
að lýsa skoðun sinni}
Einstök mótmæli gegn
kommúnistum á Kúbu
Í samtali við
Morgunblaðið í
gær lýsti Halldór
Benjamín Þor-
bergsson, fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka atvinnulífsins,
þeirri eftirsóknarverðu efna-
hagslegu stöðu sem Ísland er
komið í og að henni megi ekki
glutra niður. Efnahagsmálin
hljóti að verða áhersluatriði í
komandi kosningabaráttu. Full
ástæða er til að taka undir það,
því að þó að vel hafi gengið að
rífa landið upp úr kórónuveiru-
kreppunni er enn auðvelt að
valda miklu tjóni með rangri
efnahagsstefnu, svo sem með
því að halda sköttum háum og
skuldum sömuleiðis.
Þá mætti það verða til um-
hugsunar að Halldór Benjamín
nefnir að launastigið í landinu
sé nú ósjálfbært. Almenni
markaðurinn eigi að leiða
launaþróun en nú sé ríkið komið
fram úr einkageir-
anum og kjarabæt-
ur síðustu samn-
inga hafi komið
sterkast fram í
launahækkunum
opinberra starfs-
manna. Hann minnir einnig á að
18 mánuðir séu til næstu kjara-
samninga og að hér séu að með-
altali greidd hæstu laun sem
þekkjast, sérstaklega í neðri
hluta tekjustigans.
Þetta er afar ólíkt því sem oft
heyrist frá áköfustu tals-
mönnum verkalýðshreyfing-
arinnar, en nauðsynlegt er, eigi
atvinnulífið að þrífast vel til
framtíðar, að tekið verði tillit til
þessara staðreynda næst þegar
samið verður, í stað þess að
leyfa samningum að ráðast af
órökstuddum upphrópunum.
Takist að láta hóf og skynsemi
ráða geta landsmenn horft fram
á miklar kjarabætur til fram-
tíðar.
Með réttum ákvörð-
unum á næstu
misserum er enn
hægt að bæta kjörin}
Eftirsóknarverð staða
M
ikilvægustu þjóðfélagsmálin
hafa verið látin sitja á hak-
anum síðustu þrjú misserin.
Umræðan hefur snúist um
veirur, sóttvarnir og bólu-
setningar. Ríkisstjórnin treystir á skamm-
tímaminni landsmanna og að hún njóti umb-
unar fyrir að okkar færustu sérfræðingum
tókst vel með sóttvarnir og í baráttunni við
veiruna.
Ráðherrar ferðast um landið með loforða-
listana og ausa fé úr ríkissjóði sem er þó þurr-
ausinn eftir faraldurinn. Skuldadagarnir eru
handan við hornið. Vinstri flokkarnir hafa yf-
irlýsta stefnu um að úr vandanum mætti kom-
ast með því að auka skattlagningu og fjölga
opinberum starfsmönnum.
Miðflokkurinn vill minnka ríkiskerfið, ein-
falda það og lækka skatta svo hjól atvinnulífsins geti snú-
ist af fullu afli. Ryðja þarf þeim steinum úr vegi sem
hindra öfluga atvinnusköpun.
Á liðnu kjörtímabili tók þingheimur afstöðu til þriðja
orkupakka Evrópusambandsins. Ráðgjafar ríkis-
stjórnarinnar höfðu bent á að tiltekin ákvæði í regluverk-
inu gætu brotið í bága við stjórnarskrá Íslands. Þeir höfðu
einnig bent á að með lögfestingunni gætu erlendir aðilar
haft a.m.k. óbein áhrif á skipulag, ráðstöfun og hagnýtingu
orkuauðlinda landsins. Miðflokknum tókst ekki að fá þing-
heim til að svo mikið sem íhuga að leggja þessi atriði í
pakkanum fyrir sameiginlegu EES-nefndina að nýju. Það
skipti engu máli í hugum meirihluta þingheims þótt í
EES-samningnum sé ákvæði einmitt um það að
mál gætu farið þangað að nýju.
Svona á svo sannarlega ekki að standa vörð
um stjórnarskrá lýðveldisins. Áfram skal haldið
á braut óvissu um fullveldi okkar og varðstöðu
um auðlindirnar ekki sinnt. Þjónkun við reglu-
verk EB er allsráðandi.
Stofnanavæðing hálendisins er trúarbrögðum
líkust. Ekkert er hlustað á sveitarfélögin, bænd-
ur eða ferðaþjónustuna. Miðstýringaráráttan er
allsráðandi. Friðunarglaður ráðherrann mætir
ekki nokkurs staðar nema lýsa yfir friðun alls
þess sem fyrir augu ber, bæði laust og jarðfast.
Heilbrigðiskerfið er að verða að óskapnaði.
Sovétið er mætt og ríkisrekstur er kjörorð dags-
ins. Biðlistar og rándýrar utanstefnur sjúklinga
og sýna eru helstu verkefnin. Innlendum aðilum
er ekki treystandi, sér í lagi ef ríkisstimpillinn er
ekki á launaseðli þeirra. Sveitarfélögin eru látin greiða
hallarekstur hjúkrunarheimila og flýja nú óviðunandi að-
stæður sem ríkisvaldið skapaði og viðheldur í rekstri
þeirra. Spítalaþjónusta úti á landi heyrir nánast sögunni
til og öllum landsmönnum er stefnt til höfuðborgarinnar ef
þeir þurfa á henni að halda. Sjúklingar þurfa að fara í löng
og erfið ferðalög. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag er
ómældur og sjaldnast er tekið með í reikninginn öll fyrir-
höfnin, vinnutapið og tíminn sem fer í súginn, ekki síst fyr-
ir aðstandendur.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Stöndum vörð og sækjum fram
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
kgauti@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Á föstudag féll dómur í Mannrétt-
indadómstól Evrópu (MDE) í
Strassborg þess efnis að dönsk lög,
sem kveða á um að hælisleitendur
þurfi að bíða í þrjú ár áður en þeir
mega sækja um dvalarleyfi fyrir
fjölskyldur sínar, stríddu gegn
ákvæðum Mannréttindasáttmála
Evrópu um rétt til fjölskyldulífs.
Þar segir að í lögunum sé ekki
gætt jafnvægis milli réttmætra
hagsmuna danska ríkisins og réttar
hælisleitenda, að þrjú ár sé óhóflega
löng bið eftir því að sameinast fjöl-
skyldu sinni, sérstaklega þó ef hún
hírist á stríðssvæði.
Þriggja ára reglan svonefnda
var nýnæmi í lögum frá 2016, en
fram að því höfðu hælisleitendur
þurft að bíða í ár áður en þeir gátu
óskað dvalarleyfis fyrir fjölskyldu.
Sú breyting var gerð í umróti flótta-
mannabylgjunnar 2015 og var af-
greidd með nokkrum meirihluta í
danska þinginu. Venstre, Frjáls-
lyndir (LA), Íhaldsflokkurinn,
Danski þjóðarflokkurinn og Jafn-
aðarmannaflokkurinn stóðu að
henni, en fjórir flokkar lengst til
vinstri voru á móti.
Sýrlenski læknirinn Mosalam
Albaroudi kom líkt og þúsundir ann-
ara Sýrlendinga sem flóttamaður til
Danmerkur árið 2015. Aðeins 5 mán-
uðum eftir komuna þangað óskaði
hann eftir að eiginkona hans fengi
dvalarleyfi en fékk synjun.
Þeirri ákvörðun var skotið til
dómsvaldsins, en þar var hún stað-
fest, fyrst í Eystri landsrétti og svo í
Hæstarétti árið 2017, og svo áfrýjað
til Strassborgar. (Konan kom samt
til Danmerkur 2019.)
Dómurinn bæði og
Í fyrrgreindum dómi Mannrétt-
indadómstóls Evrópu (MDE) er fall-
ist á að Danmörk hafi réttmætar
ástæður til þess að „hafa stjórn á
innflutningi fólks til þess að verja
efnalega farsæld, tryggja aðlögun og
viðhalda samheldni þjóðfélagsins,“
líkt og raunar er sagt í sáttmálanum
að ríki megi gera. Hins vegar þótti
dómnum að þriggja ára biðtími væri
óhóflega langur og gefur til kynna
að tvö ár sé mátulegt!
Dönsk stjórnvöld fara sér í
engu óðslega vegna dómsins og vilja
móta afstöðu til hans. Þau virðast
halda fast við það sem lögmaður
þeirra sagði í Strassborg, að það sé
danskra yfirvalda að ákveða hver fái
dvalarleyfi, það geti ekki verið sjálf-
stæður réttur sem kvikni hjá hverj-
um sem er við það að komast yfir
landamærin frá Tyrklandi til Grikk-
lands.
Róttæki vinstriflokkurinn, sem
var andsnúinn þriggja ára reglunni á
sínum tíma, vill einfaldlega að lögin
verði afnumin, en Íslandsvinurinn
Pia Kjærsgaard frá Dansk Folke-
parti telur að Danir eigi að fá að ráða
sjálfir sinni útlendingapólitík og að
halda beri í þriggja ára regluna. Í
viðtali við Ritzau sagði hún ekkert
mega vera æðra dönskum lögum.
Undir síðastnefnda sjónarmiðið
taka fleiri og telja að MDE hafi
seilst fulllangt. Dómstóllinn líti fram
hjá skyldu ríkja til að verja landa-
mæri sín og hafa stjórn á innflutn-
ingi fólks, sem bakað geti skatt-
greiðendum verulegan kostnað.
Útlendingamál hafa verið mjög
á döfinni í Danmörku síðustu ár, en í
febrúar voru samþykkt ný hælisleit-
endalög. Þau miða við að hælisleit-
endur komist til síns heima þegar
aðstæður leyfa, fremur en að þeir
séu aðlagaðir dönsku samfélagi. Sú
umræða dofnar vart á næstunni.
Mannréttindadómur
gegn dönskum lögum
Í Mannréttindasáttmála Evrópu, sem
undirritaður var árið 1950 er kveðið á
um margskonar mannréttindi, þar á
meðal til friðhelgi og fjölskyldu, líkt
og tiltekið er í 8. gr. sáttmálans:
1. Sérhver maður á rétt til friðhelgi
einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og
bréfaskipta.
2. Opinber stjórnvöld skulu eigi ganga á rétt þennan nema samkvæmt
því sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi
vegna þjóðaröryggis, almannaheilla eða efnalegrar farsældar þjóð-
arinnar, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu manna
eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
Friðhelgi og fjölskylda
MANNRÉTTINDASÁTTMÁLI EVRÓPU
Mannréttindadómstóllinn
AFP
Flóttamannastraumur Sýrlenskur hælisleitandi biðst fyrir við vegar-
brún í Danmörku, en fjölmargir gengu þangað frá Þýskalandi árið 2015.