Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Soroptimist Int-
ernational eru al-
þjóðleg samtök kvenna
sem hafa það að mark-
miði að bæta stöðu
kvenna, vinna að jafn-
rétti og mannrétt-
indum og þjóna sínu
samfélagi. Nafn sam-
takanna kemur úr lat-
ínu „sorores ad optim-
um“ – systur sem vinna að því besta.
Gaman er að skoða rætur þessara
samtaka sem eiga sér nokkuð sér-
stakt upphaf og eru orðin eins og
fram hefur komið 100 ára gömul.
Árið 1921 var Stuart nokkur Mor-
row á fullu að undirbúa stofnun nýs
Rótarý-klúbbs í Kaliforníu. Hann
hringdi í Parker-Goddard Secret-
arial School í þeirri vissu að skólinn
væri rekinn af körlum. Honum til
mikillar undrunar reyndust eig-
endur skólans konur og því ekki
gjaldgengar í klúbbinn sem var bara
fyrir karla. Adelaide Goddard, eig-
andi skólans, sem svaraði Stuart í
símann, tilkynnti honum einfaldlega
að svo lengi sem ekki væri pláss fyr-
ir konur í svona samtökum hefði hún
ekkert við hann að tala. En Stuart
var klókur karl og sá sér leik á borði
að stofna bara hliðstæð kvenna-
samtök með svipuð markmið og Rót-
arý þar sem Rótarý var bara fyrir
karlmenn. Þannig varð Soroptim-
istahreyfingin til 3. október 1921 og
úr varð mjög blómlegt félagsstarf
sem síðan hefur breiðst um heiminn.
Fyrstu klúbbarnir í Evrópu voru
stofnaðir 1924 og hreyfingin kom til
Íslands 19. september 1959 þegar
Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur
var stofnaður. Í dag starfa hér 19
klúbbar víðs vegar um landið með
um 600 konum.
Veljum að vaxa eru kjörorð for-
seta Soroptimistasambands Íslands
stjórnartímabilið 2020-2022 og ná
þessi orð bæði til mannræktar og
umhverfismála innan og utan klúbb-
anna. Hver klúbbur vinnur sem ein
heild að verkefnum sem efla konur
og stúlkur, s.s. sjálfstyrkingu ungra
kvenna, menntun kvenna, stuðningi
við verðandi mæður og mæður með
geðheilsuvanda. Samtökin hafa lagt
áherslu á aðstoð við konur sem eru
þolendur ofbeldis og má þar t.d.
nefna að íslenskir Soroptimistar
hafa stutt við Kvennaathvarfið,
Bjarkahlíð – miðstöð fyrir þolendur
ofbeldis og Sigurhæðir sem eru ný-
opnað úrræði á Selfossi fyrir konur
sem eru þolendur kynbundins of-
beldis. Einnig má nefna ýmiss konar
aðstoð við konur af erlendum upp-
runa.
Mikilvægur armur starfseminnar
er verndun umhverfis og náttúru
sem hefur orðið viðfangsefni margra
klúbba sem hafa tekið að sér gróð-
urreiti eða farið í hreinsunarferðir í
nærumhverfi sínu.
Íslenskir Soroptimistar fagna af-
mælinu á ýmsa vegu, m.a. með því
t.d. að gróðursetja trjáplöntur víða
um landið. Þann 19. júní, kvenrétt-
indadaginn, gróðursetti Guðrún
Lára Magnúsdóttir, forseti Soropt-
imistasambands Íslands, ilmreyni í
trjásafninu í Meltungu í Kópavogi í
tilefni aldarafmælisins. Er það tákn-
rænt og vel við hæfi þar sem Soropt-
imistahreyfingin hefur látið um-
hverfismál og sjálfbærni til sín taka í
sínu starfi. Klúbbar víðs vegar um
landið munu sjá um gróðursetningu í
sínu nærumhverfi. Með gróðursetn-
ingarátakinu í tilefni aldarafmæl-
isins er ætlunin að vekja athygli á
samtökunum hér á landi og þeim
fjölmörgu verkefnum sem íslenskir
klúbbar vinna að.
Alþjóðasamband Soroptimista
hefur náin tengsl við stofnanir Sam-
einuðu þjóðanna enda falla markmið
Soroptimista vel að markmiðum SÞ
sem eru friður, skilningur meðal
þjóða heimsins og stuðningur við
mannréttindi. Auk þess að eiga ráð-
gjafaaðild að stofnunum SÞ hafa
Soroptimistar sett þrjú heimsmark-
miðanna í forgang í starfi sínu.
Markmiðin eru að tryggja öllum
jafnan aðgang að góðri menntun og
tækifæri til náms alla ævi; jafnrétti
kynjanna verði tryggt og staða allra
kvenna og stúkna styrkt; og að
tryggja aðgengi allra að hreinu vatni
og sjálfbæra nýtingu þess svo og
hreinlætisaðstöðu.
Þátttaka íslenskra Soroptimista í
ýmsum atburðum tengjast heims-
markmiðunum og má í því sambandi
nefna þátt þeirra í atburðum 8.
mars, alþjóðlegum baráttudegi
kvenna, til að vekja athygli á vald-
eflingu kvenna, kynjajöfnuði,
menntun og forystu. Einnig taka
klúbbar, ásamt mörgum kvenna-
samtökum, þátt í árlegu 16 daga
átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem
stendur yfir frá 25. nóvember til 10.
desember en sá dagur er jafnframt
mannréttindadagur Sameinuðu
þjóðanna og dagur Soroptimista.
Soroptimistum er í mun að efla
ungar konur og því hafa norrænir
Soroptimistar undanfarin ár staðið
fyrir leiðtoganámskeiði (Soroptimist
Nordic Leadership Academy) sem
haldið er til skiptis á Norðurlönd-
unum. Markmið námskeiðsins er að
efla leiðtogafærni ungra kvenna á
aldrinum 20-30 ára, undirbúa þær
undir hugsanlegar stjórnunarstöður
og efla tengslanet þeirra.
Soroptimistahreyfingin telur nú
um 72.000 konur um víða veröld og
með þátttöku í hreyfingunni gefst
konum kostur á að efla tengslanet
sitt, kynnast konum með ólíkan bak-
grunn og starfsvettvang sem allar
vinna að sömu markmiðunum, hver
með sínum hætti.
Þó að margt hafi áunnist á þessum
100 árum frá því Stuart karlinn átti
þetta örlagaríka símtal þá er leiðar-
ljósið það sama – að gera heiminn
betri fyrir konur og stúlkur.
Á kvenréttindadaginn afhentu
Soroptimistasamband Íslands og
klúbbar hreyfingarinnar Lífi –
styrktarfélagi kvennadeildar Land-
spítalans styrk að upphæð þrjár
milljónir til að bæta aðbúnað og
þjónustu.
Að gera heiminn betri fyrir konur og stúlkur
Eftir Ásgerði
Kjartansdóttur og
Sigrúnu Klöru
Hannesdóttur
» Þó að margt hafi
áunnist á þessum
100 árum frá því Stuart
karlinn átti þetta ör-
lagaríka símtal þá er
leiðarljósið það sama –
að gera heiminn betri
fyrir konur og stúlkur.
Ásgerður
Kjartansdóttir
Höfundar eru félagar í
Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur.
Sigrún Klara
Hannesdóttir
Kjartan Ólafsson
skrifaði síðastliðið
haust merka bók,
Draumar og veru-
leiki, um samtvinnaða
sögu íslenskra komm-
únista og sósíalista. Í
Kiljuviðtali fylgdi
hann bókinni eftir og
sagði þar hin fleygu
orð: „Mannskepnan
er hvort tveggja í
senn, bæði góð og ill, og þannig
mun það ætíð vera hvernig sem
þjóðskipulagið kann að vera.“ Eðli-
legt er að gefa lesandanum rými
til að rýna í þessi um-
mæli hans. Þjóð-
skipulag getur vissu-
lega magnað upp kosti
mannanna og sömu-
leiðis lesti þeirra. Lít-
um okkur nær, nútím-
inn einkennist af
óheftri símanotkun,
tölvuleikjaspilun og
endalausu sjónvarps-
glápi. Þessi tækniund-
ur kunna, rétt eins og
áfengið, að kalla fram
kosti og lesti okkar
allra.
Lög eru ekki fyrirskipuð að of-
an, heldur viðleitni okkar til þess
að búa í betra samfélagi. Ef tölvu-
leikjaspilun innan fjölskyldunnar
verður fullmikil þá kemur hún sér
saman um reglur sem beri að
virða. Tæknin er þjónn en ekki
húsbóndi.
Fækkum
skjástundum
Eftir Jóhann Ólaf
Sveinbjarnarson
Jóhann Ólafur
Sveinbjarnarson
»Þessi tækniundur
kunna, rétt eins og
áfengið, að kalla fram
kosti og lesti okkar allra.
Höfundur er leiðbeinandi
johann@mr.is
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 20. júlí 2021
SÉRBLAÐ
B A
BLAÐ
Þegar talað er um fundi, ráðstefnur
og alþjóðasamþykktir fylgir því
virðing sem gengur næst því að
vera alsannleikur í þeim málum
sem Sameinuðu þjóðirnar samein-
ast um. Það er mikill þungi sem
lagður er í frásagnir af slíku og
enginn efast um að þetta sérvalda
lið er að bjarga jörðinni í bók-
staflegum skilningi. Þar er nú ekki
töluð vitleysan. Því kemur það á
óvart þegar maður vill trúa t.d.
loftslagssamþykktum að sjá í
skýrslum alls konar tölur og stað-
hæfingar. Til dæmis að við, græn-
asta þjóð í heimi, værum að fram-
leiða svo og svo mikið af okkar
tárhreina rafmagni með hjálp kola
eða olíu. Jafnvel með kjarnorku
sem væri ekki svo bölvað en kallast
þó hið versta af öllu vondu.
Þegar svona bókunarbrellur eru
látnar líðast og í öðru orðinu tekn-
ar sem staðreyndir, þá fer maður
að efast um fleira sem frá heims-
endafólki kemur. Þá eru umræð-
urnar og tiltækin komin inn á svið
hinnar óendanlegu umræðu fárán-
leikans, sem Íslendingar hafa lengi
kennt við seppann sinn.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hnattrænar hundakúnstir
Orka Rafmagn er framleitt með
endurnýjanlegum hætti hérlendis.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auð-
velt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í
fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn
að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur
skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.