Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 19

Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 ✝ Tryggvi Ing- ólfsson var fæddur í Neðri-Dal undir Vestur- Eyjafjöllum 16. mars 1950. Tryggvi lést 5. júlí 2021, 71 árs að aldri. Tryggvi var sonur hjónanna Þor- bjargar Eggerts- dóttur og Ingólfs Ingvarssonar sem bæði eru látin. Systkini Tryggva eru Ingvar, f. 1940 (látinn), Lilja, f. 1943, Svala, f. 1944 (látin), and- vana fædd systir (1948). Fóst- ursystir Ásta Gréta Björnsdóttir, f. 1957. Tryggvi og Elísabet Andrés- dóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð gengu í hjónaband á nýársdag 1972. Foreldrar Elísabetar voru Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir og Andrés Magnússon. Börn Tryggva og Elísabetar eru: 1) Finnur Bjarki, giftur Magneu Þóreyju og eiga þau fjögur börn. Elstur er Hilmar Tryggvi, í sam- búð með Emelíu og eiga þau eina dóttur, Birnu Þóreyju, Andrea þess næstu 26 árin. Fyrirtæki þeirra unnu að mörgum stórum verkefnum, m.a. gerð íþrótta- valla í Mosfellsbæ, að Laug- arvatni og í Laugardal í Reykja- vík. Tryggvi var virkur í félags- málum alla tíð, stofnfélagi Kiw- anisklúbbsins Dímon og var um tíma formaður klúbbsins, að auki var hann félagi í björg- unarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli. Hann var einnig lið- tækur í starfi Sjálfstæðisflokks- ins í Suðurlandskjördæmi. Tryggvi sat í hreppsnefnd Hvol- hrepps 1986-1998 og gegndi jafnhliða því ýmsum trún- aðarstörfum. Sat í sveitarstjórn í nýsameinuðu sveitarfélagi Rangárþings eystra frá árinu 2002-2006. Vorið 2006 lenti Tryggvi í al- varlegu slysi er hann féll af hest- baki, hlaut mænuskaða og lam- aðist fyrir neðan háls. Vegna örlaga þessa slyss þurfti Tryggvi aðstoð við allar helstu athafnir daglegs lífs. Naut hann aðhlynn- ingar á hjúkrunarheimili Ljós- heima á Selfossi síðustu tvö árin þar sem hann lést í faðmi fjöl- skyldunnar. Útför fer fram 13. júlí 2021 klukkan 14 í Selfosskirkju. Ósk, í sambúð með Inga Birni og yngst- ir koma tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí. 2) Berglind Elva, á einn son, Róbert Sindra. 3) Þorbjörg, gift Guðmundi Ár- manni og eiga þau þrjú börn, Böðvar Thor, Elvar Atla og Elísabetu Talíu. 4) Aníta Þorgerður, í sambúð með Árna Fal. Fyrir hjónaband átti Tryggvi soninn Guðmund og á hann einn son, Kristófer Orra. Tryggvi ólst upp í Neðri-Dal hjá foreldrum sínum og lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla árið 1966. Fór í kjölfarið út á vinnumarkaðinn þar sem hann stundaði sjómennsku í sex ver- tíðir frá Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn en hóf vörubílaút- gerð árið 1973. Seinna tók við rekstur vinnuvéla og verkefni við jarðvinnu. Hann stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Ósk- arssyni árið 1980 og stóð rekstur Elsku Tryggvi Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín Elísabet (Dista). Nú er komið að kveðjustund, pabbi minn, mig langar að minn- ast þín með ljóði sem varð mér hugleikið er þú slasaðist og þú stóðst frammi fyrir mikilli áskor- un. Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer, skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Við getum eigin ævi í óskafarveg leitt og vaxið hverjum vanda, sé vilja beitt. (Kristján frá Djúpalæk) Ég kveð þig, pabbi minn, með vinsemd og virðingu, Guðmundur Tryggvason. Elsku pabbi minn, hetja lífs míns. Pabbi minn var ótrúleg mann- eskja og hann hefur farið í gegn- um lífið með vægast sagt skraut- legum hætti með klettinn hana mömmu mína við hlið sér allan tímann. Pabbi hafði ungur mikinn áhuga á ljósmyndun og var að- alstjarnan hjá honum í byrjun, hundurinn Karó. Þessi áhugi fylgdi honum alla tíð. Eftir pabba liggja margar heimildir af mynd- efni sem við fjölskyldan fáum not- ið til framtíðar. Pabbi hafði áhuga á öllu sem viðkom vélum og tækj- um enda starfaði hann lengst af við slík verkefni. Hann var vand- virkur og vinnusamur og lét verk- in tala. Mikill bílaáhugamaður og mjög hrifin af Volvo, stundum að- eins of, að mér, unglingum, fannst þegar komnir voru tveir gulir í hlaðið og svo seinna einn grænn. Vegna vinnu sinnar þá fór hann víða um Rangárvallasýslu og vann verkefni á ýmsum bæj- um, þekkti sýsluna sína eins og lófann á sér. Við kölluðum hann oft landfræðinginn okkar. Hann kunni landið utan að og var dug- legur að fræða okkur, börnin sín, á þeim fjölmörgu ferðum og úti- legum sem við fórum í. Mamma og pabbi voru alltaf dugleg að ferðast sérstaklega á sumrin en þá oft helgarferðir. Fyrst var það með gula og græna Tjaldborgar- tjaldið sem mér og Finni Bjarka fannst vera höll. Við ferðuðumst mikið um hálendið og einnig Þórsmörk sem var sá staður sem við ferðuðumst oftast til, enda nánast í heimahögum pabba. Þórsmörkin átti alltaf sérstakan stað í hjarta pabba og var því sér- lega ánægjulegt að geta farið með honum í slíka ferð fyrir tæp- um tveimur árum með hluta af stórfjölskyldu pabba. Minning sem fær hjartað til að hlýna. Síðustu vikur hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að eiga í mikl- um samskiptum við umönnunar- aðila pabba og það var gaman að heyra allar sögurnar um vinátt- una og traustið sem hann og þau upplifðu saman. Pabbi var nefni- lega mjög áhugasamur um að kynnast sínum umönnunaraðil- um og heyra þeirra sögur, þar lá traustið. Ég gisti inni hjá pabba í nokkr- ar nætur við hljóm öndunarvélar nú undir það síðasta og er ég þakklát fyrir að hafa gefið okkur þann tíma þegar styttist í leiðar- lok. Við fjölskyldan áttum alla tíð stað hjá honum til að fá ráð og stuðning. Núna í seinni tíð ræddi ég oft við pabba á dýpri og tilfinn- ingalegri nótum og það er ómet- anlegt. Við pabbi vorum langt frá því í gegnum tíðina að vera alltaf sammála og stundum ákváðum við að vera sammála um að vera ósammála, en eitt er víst og við ræddum það fyrir nokkrum vik- um, að alltaf, alltaf væri hjartað á réttum stað. Elsku pabbi, það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur og stórt tómarúm sem hefur opnast núna. En ég er líka þakklát fyrir að þú sért laus úr lömuðum líkama og getir nú leikið frjáls í sumarlandinu með foreldrum, systkinum, vinum og Karó. Svo ertu líka örugglega farin að fljúga einhverri flottri flugvél, fara á hestbak, taka myndir og dansa. Ég elska þig alltaf, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, þín dóttir Berglind Elva. Meira á: https://mbl.is/andlat/ Elsku pabbi minn. Þá ertu farinn í sumarlandið. Ég geri ráð fyrir því að þú hafir byrjað á að fljúga yfir gosið og sért kominn á traktorsgröfu. Það er sárt að hugsa til þess að hitta þig ekki aftur og spjalla við þig um heima og geima. Þú varst mikill sögumaður og mundir allan fjandann. Líka bara svo fjandi hnyttinn og skemmtilegur. Áttir auðvelt með að kalla fram hlátur hjá manni og reyndist húmorinn þér mikill styrkur, sértaklega eft- ir að þú lentir í hestaslysinu, sem breytti bókstaflega öllu hjá þér og okkur sem í kringum þig eru. Ég hef reynt að tileinka mér og nýta þann styrk sem þú hafðir til að takast á við öll þau verkefni sem fyrir þig voru lögð. Uppgjöf var aldrei inni í myndinni, alveg fram á síðasta dag. Alveg magn- aður. Minningarnar streyma um duglegan, útsjónarsaman og vandvirkan mann. Alvöru verk- taka sem vann stundum aðeins of mikið. Fyrir slysið örlagaríka var planið að vinna minna og njóta meira. Meðal annars að fjölga hestunum. Ekki varð úr því, en mamma hefur alfarið séð um þá iðkun og gerir enn. Ekkert smá dugleg þessi kona sem þú nældir þér í fyrir rúmum 50 árum. Áður var ég alltaf með ykkur í hesta- stússinu. Ég hélt löppum á með- an þú járnaðir og oftast nær fór- um við saman og með mömmu að gefa á kvöldin og moka flórinn. Margar eftirminnilegar og skemmtilegar hestaferðir að baki. Flugmennskan var eitt af þín- um stóru áhugamálum. Mér þótti svalt að eiga pabba sem gat flogið út um allt. Ósjaldan var skroppið til Eyja í kaffi til Svölu, systur þinnar, og að hitt frændfólkið okkar þar. Sæl minning er þegar þú bauðst mér með þér í flugtúr á Höfn í Hornafirði á Kiwanisfund. Ferðin var skemmtileg fyrir 8 ára stelpuna, þótt ég hafi lítinn áhuga haft á fundinum sem slíkum. Þú vannst mörg verk í gegnum tíðina og fékk ég að skottast með að hluta til í mörgum þeirra. Ég var afar stolt af íþróttavöllunum sem þú og þínir menn gerðu enda sérleg áhugamanneskja um íþróttir. Varmárvöllur í Mos- fellsbæ stóð þar upp úr, en þeir voru nokkrir sem þið kláruðuð. Ég var mikið með þér á verk- stæðinu. Þú tjáðir væntumþykju þína með því að bjóða manni með í vörubílinn eða gröfuna. Það var svo gaman að fá að vera með. Ég fékk vinnu hjá þér frekar ung. Potaði niður vegstikum út um alla Rangárvallasýslu ásamt fleiri góðum. 17 ára vann ég sumarið hjá þér á Nesjavöllum og það var eftirminnilegt og skemmtilegt. Félagsmálin voru þér hugleik- in. Þú lést til þín taka og áttir stóran þátt í mörg ár í að byggja upp samfélagið á Hvolsvelli, ásamt því að vinna þar margs konar verkefni sem boðin voru út. Eftir að þú lentir í örlagaríka slysinu höfum við getað notið gæðastunda saman fjölskyldan. Mikill skóli og ég vil meina að við höfum styrkst öll við þá reynslu. Ég er ævinlega þakklát fyrir að þú hafir ekki horfið af braut fyrir 15 árum, því það hefði svo sann- arlega getað farið á þann veginn. Þá hefðir þú m.a. ekki kynnst þremur börnunum okkar Gumma og þau ekki þér. Það er dýrmætt. Elsku pabbi minn. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Ég elska þig – þangað til næst. Þín dóttir Þorbjörg Tryggvadóttir. Elsku pabbi minn, það er mér nístandi sársauki að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig og tala við þig aftur. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til baka er hversu heppin ég var og er með foreldra. Stundirnar við borðið í eldhúskróknum, hestast- ússið, útilegurnar, ferðalögin. Við vorum náin og dugleg að gera alls konar hluti saman. Þriðjudagskvöld, þegar mamma fór í kór, voru okkar gæðastundir. Í kvöldmat var yf- irleitt spælt egg eða pylsur. Síðar um kvöldið stóðu yfir æfingar á fiðlu og seinna meir þverflautu hjá heimasætunni, en ástæða þess var einfaldlega sú að á mið- vikudögum voru tónlistartímar. Ég skil vel, eftir að ég varð eldri, af hverju pabbi fékk sér gin og greip í glas þessi kvöld og hversu þolinmóður hann var gagnvart þessum misgóðu tónlistararíum mínum. Mér fannst mikið sport að fá að fara með pabba í vinnuna. Ferð- irnar í vörubílunum voru það allra besta, þeim fylgdi yfirleitt stopp í sjoppu þar sem keypt var rækjusamloka, gosdrykkur og súkkulaðistykki. Mér er ofarlega í huga hvað pabbi gat gert margt, mér fannst hann geta allt. Hann óð í öll þau verkefni sem þurfti. Hann inn- réttaði íbúð í bílskúrnum, gerði upp hesthúsið, mætti með gröfur og tæki í garðinn fyrir mömmu og alltaf til í að aðstoða aðra. Þann 15. apríl 2006 breyttist allt. Þá hófst nýr kafli í lífi okkar allra. Hann var erfiður, en dýr- mætur og lærdómsríkur. Þetta var eins og að læra á lífið upp á nýtt. Ég sá það svo vel eftir slysið hversu gott ég hafði það, hve heppin ég var með allt þegar öllu var kippt í burtu frá okkur, öllu því sem var svo sjálfsagt. Pabbi tók þá ákvörðun að berj- ast fyrir lífi sínu og það gerði hann svo sannarlega. Hann gerði það besta úr aðstæðum. Hann tók þátt og fylgdist vel með öllu því sem við fjölskyldan tókum okkur fyrir hendur. Þrátt fyrir að hreyfigeta fyrir neðan háls hafi ekki verið til staðar eftir slys, var hann sami góði pabbinn, með sama kalda húmorinn og alltaf til staðar þó svo að knús og klapp á bakið væri ekki möguleiki. Elsku pabbi, þú ert mín fyr- irmynd og munt allaf vera. Þú ert hvatning til að gera vel og halda áfram þegar á móti blæs. Bar- áttuvilji þinn og æðruleysi var aðdáunarvert. Þú kenndir mér að njóta hverrar stundar og alls þess sem við höfum. Þú sýndir mér í verki að lífið snýst ekki um í hverju maður lendir heldur hvernig maður ætlar að vinna úr því og tækla hlutina. Þú gast það sem þú ætlaðir þér og ég vil vera eins og þú. Takk fyrir að hringja, senda skilaboð á Facebook, hvatn- inguna og stuðninginn sem þú veittir alla tíð. Ég mun sakna þess að sjá skítaglottið þitt, heyra brandarana þína og hlusta á merkissögur úr þínum visku- brunni þótt þær hafi oft verið misgáfulegar. Þú varst hetja sem lagðir í erf- itt stríð og þú vannst hvern einn og einasta bardaga fram á síðustu stundu. Það er enginn eins og þú. Ég mun sjá til þess að minn- ingu þinni verði haldið á lofti með húmor og gleði að vopni eins og þér einum var lagið. Þökk fyrir allt og allt. Þín yngsta dóttir, Aníta Þorgerður Tryggvadóttir. Meira :́ https://mbl.is/andlat/ Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og kennt. Þú gafst okkur auka fimm- tán ár af ást, minningum, mögn- uðum upplifunum, bíltúrum upp um allar sveitir, skemmtilegum sögum og gæðastundum. Þú kenndir mér um baráttu, lífsvilja og styrk eins og enginn annar hefði geta gert. Þú ert fyrirmynd mín í öllu lífinu. Í hvert skipti sem mig langar að gefast upp þá hjálparðu mér að komast í gegn- um það og klára. Þú kenndir okk- ur öllum svo endalaust mikið í þessu lífi, elsku afi minn, og nú er komið að okkur að bera boðskap- inn áfram. Takk fyrir allt, afi minn, og ég hlakka til að taka sprettinn loks- ins með þér í sumarlandinu þegar að því kemur. Róbert Sindri Berglindarson. Að leiðarlokum Tryggva, mágs míns, langar mig að fá að minnast hans með nokkrum orðum og þakka farinn veg. Ég tók fljótt eftir því þegar ég fór að búa með Ingvari, bróður hans, að Tryggvi var mikill atorku- og verkmaður í öllum þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var í eðli sínu athafnamaður sem lét verkin tala, hafði skýr markmið og var óhræddur við að framkvæma þau. Hann kom víða við sögu, stofnaði m.a. verktakafyrirtækið Jón og Tryggva, og þau hjónin stofnuðu fyrirtækið Leistaprjón. Hann sat í sveitarstjórn Hvol- hrepps um árabil og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þegar þeir bræður hittust ræddu þeir gjarnan um æskuárin undir Fjöllunum, rifjuðu upp sög- ur og hermdu aðeins eftir. En fyrst og síðast ræddu þeir um all- ar framkvæmdirnar sem þeir voru að vinna að, enda menn sem lifðu og hrærðust í uppbygging- ar- og samgöngumálum landsins. Það var mikill harmur þegar Tryggvi slasaðist alvarlega en aldrei bugaðist hann og sýndi mikinn styrk og æðruleysi allt þar til yfir lauk. Ég er honum ævinlega þakklát fyrir allan þann styrk og kjark sem hann gaf mér á erfiðum tím- um þegar Ingvar, bróðir hans, lést. Kæra Dista og fjölskyldan öll, ég færi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra. Helga Fjóla Guðnadóttir. Í dag kveð ég æskufélaga minn, skólabróður og samferða- mann Tryggva Ingólfsson frá Neðra-Dal undir Eyjafjöllum. Okkar fyrstu kynni lágu saman gegnum barnaskólann við Selja- land, og síðar Héraðsskólann í Skógum. Þar frá skildu leiðir að hluta, en aldrei svo að tryggt samband okkar hélst um alla tíð. Ég til frekara náms, en Tryggvi á vettvang almenna atvinnumark- aðarins. Þar lét Tryggvi ríkulega að sér kveða til sjós og lands, margrómaður fyrir dugnað og framtakssemi, trúr sínum störf- um og yfirboðurum. Tryggvi bar nafn sitt með rentu. Að verða vin- ur Tryggva í upphafi, þýddi gagnkvæma mannrækt og virð- ingu um ókomin ár. Tryggur sín- um í leik og starfi með viðeigandi gamansemi í allri nærveru og umgengni. Vendipunktur í lífi Tryggva, fjölskyldu hans og vina, er það hörmulega slys er hann hlaut við áhugamál sitt, hesta- mennskuna. Þar skal undirritað- ur vitna um, með aðkomu í upp- hafi, að hafa aldrei upplifað jafn kröftugan lífsvilja sem Tryggvi sýndi í eilífri von um bata. En vonir geta brugðist. Sumpart í stöðunni, að vera ósáttur við að búa með sál sína í vanmáttugum líkama, breytti Tryggvi ótrúlegu hugarafli til sjálfsbjargar. Og tæknin snerist honum í vil með þróun tækjabúnaðar, tölvulausna og frábærrar læknaþjónustu. Óhikað vatt Tryggvi sér inn á þá tæknibraut með virðingarverð- um árangri, sem nægði honum til baráttu við „kerfið“ sem brást honum í blóra við réttlætið, tryggð og ást sem hann bar alla tíð til sinnar heimasveitar. Hugsi þeir sem hugsa! Ætíð, og við áfall sitt, var Tryggva umhugað um fjölskyldu sína, velferð hennar og framtíð. Reyndi að láta öllum líða vel í kringum sig og létta álag. Umhyggjuna fékk hann endur- goldna í einstakri samheldni og ást eiginkonu, afkomenda og venslafólks. Kveð þig kæri vinur, og þakka samfylgd, tryggð og að- stoð. Aðstandendur: Eigið samúð mína alla. Þorberg Ólafsson. Maður hefur nú frá orfi gengið til hvíldar. Sveitungi minn, flokksbróðir og vinur lét sig ekki muna um stórvirkin. Um langt árabil stóð hann fyrir stærstu framkvæmdum, bruddi grjót, byggði brýr; slétt og bratt, breitt og mjótt. Traustastir til alls áræðis réðust þeir félagar í stærstu verk með öflugustu vél- um. En þræðirnir í lífsveg Tryggva voru ekki spunnir venjulegum þráðum og á dundu feikn fárs og illvegir. Nú gat hinn verkslyngi maður ekki lengur beitt tækjum sínum og tólum. Höfuðið eitt varð nú verkfæri hans, yrkisefni og yndisauki okk- ur öllum sem hann deildi með stundum sínum og minningum. Saga Tryggva Ingólfssonar er hvort tveggja í senn, sigur lækna- vísinda, sigur lífs yfir dauða en um leið hryggilegur vitnisburður um veikleika, kerfis, þróttleysi og meðalmennsku. En fyrst og fremst er sagan hetjusaga Tryggva og fjölskyldu hans sem aldrei lét að sér hvarfla að gefast upp og þótt langir kaflar og beisklundaðir væru á veginum hélt Tryggvi alltaf birtu skap- gerðar sinnar. Lífsviljinn var óbugaður; aldrei var slegið und- an. Göngu hans um langa götu og krókótta er lokið. Hann hefur haldið til austurs eilífa. Í Guðs friði Óskar Magnússon. Tryggvi Ingólfsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 2. júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju 15. júlí klukkan 13. Jón Viðar Valsteinsson Arnar Valsteinsson Kristín Rós Óladóttir Alda Ólína Arnarsdóttir María Arnarsdóttir Auður Arnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.