Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
✝
Ásthildur Sig-
urrós Ólafdótt-
ir fæddist 1. febr-
úar 1941 í Norska
bakaríinu á Ísa-
firði. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eyri 4. júlí
2021. Foreldrar
hennar voru Unnur
Hermannsdóttir, f.
31.7. 1919, d. 9.7.
2008, og Ólafur
Ólafsson, f. 15.11. 1912, d. 22.8.
1990.
Systkini Ásthildar eru: Þor-
björg, f. 15.3. 1944, d. 9.2. 2020;
Guðfinna, f. 5.8. 1946; Erla, f.
29.7. 1950; Páll, f. 25.1. 1953. I.
Ásthildur giftist 29.6. 1963 Árna
Guðbjarnasyni rafvirkjameist-
ara, f. 14.10. 1939, d. 3.3. 1970.
Foreldrar hans voru Elín Sig-
urbjörg Árnadóttir, f. 4.2. 1914,
d. 2.8. 2013, og Guðbjarni Þor-
valdsson, f. 23.3. 1909, d. 23.11.
1977. Dætur þeirra eru: a) Elín
leikskólakennari, f. 17.9. 1963,
maki Ólafur Jóhann Sæmunds-
son, pípulagningamaður og
þjónn, f. 28.4. 1968. Synir þeirra
eru Ólafur Árni, f. 31.1. 1994,
skóla á Ísafirði og að loknu
gagnfræðaprófi fór hún ásamt
vinkonu sinni til Englands og
vann í matsal sjúkrahúss í Man-
chester í nokkra mánuði. Ást-
hildur vann ýmis verslunarstörf
á Ísafirði, var símamær hjá
Landssímanum og bókari hjá
Pólnum hf. Hún hóf störf sem
ritari hjá Heilsugæslunni á Ísa-
firði 1979 og færðist svo yfir í
starf læknaritara á Sjúkrahús-
inu á Ísafirði sem varð síðar
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Hún fékk löggildingu sem
læknaritari 1989. Ásthildur lét
af störfum síðla árs 2010. Hún
tók virkan þátt í starfi kven-
skátafélagsins Valkyrja, starf-
aði með kvennadeild slysa-
varnafélagsins og söng í kór
Ísafjarðarkirkju í yfir 30 ár.
Einnig var hún á tímabili í sókn-
arnefnd Ísafjarðarkirkju. Ást-
hildur og Guðjón áttu sumarhús
í Tunguskógi en sá bústaður
eyðilagðist í snjóflóði 1994. Þá
færðu þau sig um set og settu
niður hús í landi Hörgshlíðar í
Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Sum-
arhúsið seldu þau 2015. Ásthild-
ur og Guðjón ferðuðust víða um
Evrópu og var það eitt af áhuga-
málum þeirra. Ásthildur flutti á
Hjúkrunarheimilið Eyri í mars
2019 og þar dvaldi hún þar til
yfir lauk.
Útför hennar fer fram frá Ísa-
fjarðarkirkju 13. júlí 2021 kl. 14.
Sæmundur Þór, f.
3.8. 1998, og Ágúst
Snær, f. 11.1. 2002.
b) Unnur sjúkra-
þjálfari, f. 6.3.
1966, maki Sig-
urður Arnar Jóns-
son slökkviliðs-
stjóri, f. 8.6. 1964.
Börn þeirra eru
Jón Árni, f. 23.2.
1991, unnusta
Kristín Björg
Björnsdóttir, og Sara Rut, f.
25.6. 2001. II. Ásthildur, giftist
15.9. 1979 Guðjóni Bjarnasyni
rafvirkjameistara, f. 26.3. 1942.
Foreldrar hans voru Þorgerður
Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1.4.
1920, d. 2.3. 1971, og Haraldur
Sigurðsson Íshólm, f. 5.3. 1923,
d. 30.3. 1942. Fósturmóðir hans
var Sigríður Bogadóttir, f. 28.5.
1899, d. 22.12. 1989. Dóttir
þeirra er Sigríður íþróttafræð-
ingur, f. 27.12. 1978. Börn henn-
ar eru Guðjón Ólafur, f. 28.8.
2007, Ásthildur Elma, f. 24.3.
2009, og Baldur Ernir, f. 23.3.
2013. Ásthildur ólst upp á Ísa-
firði og bjó þar alla tíð. Hún
gekk í barna- og gagnfræða-
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara.
Þar leiðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnunum á,
er sofnum við síðasta blundinn.
(Hugrún)
Guðjón.
Elskuleg mamma mín hefur
lagt upp í ferð til sumarlandsins
og nú er komið að kveðjustund.
Þegar ég lít til baka sé ég ofur-
hetjuna mömmu. Einhvern veg-
inn gat hún allt þó mér hafi ekki
fundist það hér áður fyrr. Hún var
skáti, söngkona, fagmaður, sagna-
kona, félagsmálakona og eflaust
miklu meira en fyrst og fremst
var hún mamma mín, fastinn í líf-
inu og alltaf til staðar. Til hennar
sótti ég þekkingu þegar á þurfti
að halda. Hún kenndi mér og El-
ínu systur á skíði þótt hún hafi
sjálf ekki verið mikil skíðakona.
Ég bað alltaf um ráð þegar ég var
að sauma mér föt – gat ekki klippt
í efnið fyrr en hún var búin að
leggja blessun sína yfir málið.
Man samt ekki eftir henni sauma
mikið en ég veit að hún saumaði á
okkur systur þegar við vorum litl-
ar. Þegar ég flutti að heiman fékk
ég allar helstu matar- og bökunar-
uppskriftirnar hjá henni þar sem
hennar matreiðsla var einfaldlega
best. Mamma lét ekki mikið fyrir
sér fara en lét verkin tala og hún
var alltaf tilbúin að aðstoða mig og
vildi allt fyrir okkur systurnar og
barnabörnin gera.
Hún var heimskona sem bjó
alla sína ævi á Ísafirði, nafla al-
heimsins. Talaði bæði ensku og
dönsku og gat bjargað sér á
þýsku. Mamma var mikill lestrar-
hestur og ein af mínum fyrstu
minningum er þegar hún sökkti
sér ofan í bók og svaraði með
hummi þegar ég reyndi að ná at-
hygli hennar. Eflaust hennar leið
til að slaka á. Mamma elskaði að
ferðast og áttu hún og Guðjón góð
ferðaár þar sem víða var farið. Ein
af mínum góðu minningum með
þeim er þegar þau heimsóttu okk-
ur fjölskylduna til Pittsburgh og
við ferðuðumst saman í nokkra
daga. Nú hefur hún lagt upp í
lokaferðina en ég geri ráð fyrir að
nú ferðist hún óhindrað til allra
þeirra staða sem ekki náðist að
heimsækja í þessu jarðlífi. Síðustu
árin dvaldi hún á Hjúkrunarheim-
ilinu Eyri þar sem hún fékk góða
umönnun.
Ég kveð þig með kvöldsöng
skáta, minning þín lifir, elsku
mamma.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Unnur.
Elsku mamma mín hefur feng-
ið hvíldina eftir erfið veikindi síð-
ustu ár sem tóku hana smátt og
smátt frá okkur. Það hefur verið
erfitt að horfa upp á hana hverfa
og hætta að vera hún sjálf.
Það er skrítin tilfinning að
syrgja lifandi manneskju.
Mamma eins og hún var orðin
er löngu farin. Hún var tilbúin að
kveðja og ég er fegin að hún sé
hætt að þjást. Ég er alveg viss um
að það var tekið vel á móti henni
og núna er hún umvafin fólkinu
sínu.
Ég var heppin með mömmu, þó
svo að á tímabili hafi mér fundist
hún rosalega gömul. Ég á góðar
minningar úr æsku, ég fékk að
upplifa margt. Við ferðuðumst
mikið, innanlands sem utan. Ófáar
ferðirnar sem við fórum þrjú sam-
an í, ég hún og pabbi. Flug og bíll
til Evrópu. Hún alltaf með landa-
kortið í framsætinu. Það var bara
búið að plana fyrstu nóttina og svo
síðustu. Svo var bara fundin gist-
ing þar sem við vorum og þar sem
var laust. Á þessum tíma voru
engir farsímar, hvað þá internet
þar sem hægt var að fletta upp
upplýsingum á Google. Það var
bara kortabókin sem var notuð og
mamma var algjör snillingur í
þessu. Enda var hún skáti og
stundaði það starf vel og lengi.
Mamma var mikil tungumála-
manneskja, talaði ensku, dönsku
og reddaði sér á þýsku þegar þess
þurfti. Hún hélt dagbók í ferða-
lögunum okkar. Ég var hjá pabba
að skoða myndir eftir að hún
kvaddi okkur og sá þá í myndaal-
búmi prentaða dagbók úr einni
ferðinni og las og rifjaði upp góðar
minningar.
Mamma var virk í félagsstörf-
um, var í skátunum, kvennadeild
Slysavarnafélagsins og kór Ísa-
fjarðarkirkju í mörg ár.
Ég man að æfingar í kórnum
voru á fimmtudagskvöldum kl. 20.
Mamma var ofur stundvís, hún
var tilbúin um kl. 19 í sjónvarps-
sófanum með veskið í fanginu og
mætt á æfinguna allavega hálf-
tíma áður en æfingin byrjaði.
Svona var mamma. Jólaæfingar
kirkjukórsins voru oft haldnar í
Sundstrætinu. Enda var stofan
þar stór og mamma átti píanó.
Mér fannst alltaf gaman að hlusta
á þessar æfingar og vera heima.
Etir að ég fór að halda heimili
var alltaf gott að leita til mömmu,
hún var alltaf með svörin. Ég átt-
aði mig á því, þegar ég var hætt að
geta hringt til hennar og spurt um
hitt og þetta sem viðkom heimilis-
haldi, hvað ég hafði misst mikið.
Mömmur kunna allt og
mömmur eru bestar. Elsku
mamma mín, takk fyrir allt, ég
sakna þín og ég elska þig.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur hug þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
(Kahil Gibran)
Sigríður (Sirrý).
Hún Adda systir mín er fallin
frá eftir langvarandi veikindi.
Hún var elst 5 barna Unnar og
Ólafs sem bjuggu á Seljalandsvegi
26 á Ísafirði. Hugurinn leitar til
áhyggjulausu æskuáranna. Á
svipuðum nótum skrifaði ég um
Þorbjörgu systur sem lést
snemma á síðasta ári. Nú er ég
orðin elst sem áður var í miðjunni,
en Adda var stóra systirin. Að lok-
inni skólagöngu á Ísafirði fór
Adda með vinkonu sinni til Eng-
lands. Þær réðu sig í vist hjá gyð-
ingafjölskyldu í Manchester. Okk-
ur þótti þetta mjög merkilegt,
útlönd fjarlæg okkur. Hún sagði
okkur að þær hefðu meira að
segja þurft að stífa vasaklúta hús-
bóndans og þá fannst okkur nóg
um.
Þegar Adda kynnti Árna sinn
verðandi eiginmann fyrir okkur
þá vorum við Þorbjörg alveg heill-
aðar. Hann stríddi okkur, hafði
áhuga á því sem við vorum að gera
og var eins og stóri bróðir. Þau
hófu sinn búskap á Ísafirði og
eignuðust dæturnar Elínu og
Unni. Ég var oft í mat hjá þeim og
passaði líka. Man að stundum var
aðalmálið hjá systrunum hver
stráði kanilsykri á grautinn og átti
pabbi oftast að sjá um það. En
hamingjan stóð ekki lengi því
Árni fórst af slysförum árið 1970.
Það var mikill harmur að sjá á eft-
ir ungum manni í blóma lífsins,
með unga konu og tvö ung börn.
En Adda átti yndislega tengda-
foreldra, sem höfðu misst sitt
elsta barn. Þau stóðu eins og
klettur við hlið Öddu og sáu ekki
sólina fyrir litlu stelpunum þeirra.
Ég varð vör við það á ferð minni
fyrir vestan um daginn að fólk
man ennþá eftir Árna og hans ör-
lögum. Þannig lifir minningin um
góðan dreng.
En lífið var ekki búið hjá Öddu
og dætrunum. Hún kynntist Guð-
jóni og fann hamingjuna á ný, því-
líkt gull af manni. Þau eignuðust
Sigríði (Sirrý) sem hefur verið
þeim mikill gleðigjafi. Þau komu
sér vel fyrir í húsnæði á Eyrar-
götu en síðar í Sundstræti. Adda
hafði gaman af að syngja og söng í
kórum í mörg ár, síðast í kirkju-
kórnum. Þau festu kaup á sum-
arbústað í „Skóginum“ og þar ætl-
uðu þau að njóta sín í „ellinni“. En
snjóflóð hrifsaði burtu flesta bú-
staðina í Skóginum og þeirra líka.
Þau vildu ekki byggja aftur á
sama stað og settu niður lítið hús í
landi Hörgshlíðar í Mjóafirði á
yndislegum stað. Adda vel kunn-
ug í Djúpinu, dvaldi mörg sumur í
Þúfum hjá frændfólki okkar. Er
stelpurnar voru búnar að stofna
fjölskyldur og mennta sig ætluðu
þau hjónin að njóta þess að dvelja
í sveitinni með barnabörnunum.
Adda var svo stolt af stelpunum
sínum sem allar eru góðir og nýtir
þjóðfélagsþegnar. Fyrir nokkrum
árum fer heilsan að bila hjá systur
minni og að lokum þarf hún að
fara á hjúkrunarheimili og gat
hún ekki fengið betri stað en Eyri
úr því sem komið var.
Höfðu þessi áföll sem Adda
varð fyrir í lífinu áhrif á hennar
örlög? Það fáum við aldrei að vita.
Ég er þakklát fyrir að hafa getað
eytt nokkrum stundum með henni
síðustu vikurnar. Þá varð ég vitni
að því hve vel var hugsað um
hana. Við Mummi og börnin okkar
vottum Guðjóni og fjölskyldunni
okkar innilegustu samúð. Blessuð
sé minning Öddu.
Guðfinna Ólafsdóttir.
Það var sárt að heyra að hún
Adda, elsta og besta vinkona mín.
væri látin jafnvel þó það væri líkn
með þraut en hún var búin að
berjast við erfið veikindi alllengi.
Minningarnar streyma fram
frá barnæsku okkar á Ísafirði og
samfylgd frá fæðingu. Mæður
okkar voru vinkonur úr sveitinni,
þar sem þær ólust upp og héldu
tryggð við til æviloka. Heima hjá
Öddu var alltaf eins og annað
heimili mitt og Unnur mamma
hennar var hlý og góð við okkur
stelpurnar. Yngri systkini Öddu
eru líka hluti af þeim minningum.
Ég man árin á Túngötunni, úti-
leikina, leikritin í kjallaranum á
Túngötu 9 og útiveruna í allskyns
veðrum. Og einn daginn fylgd-
umst við í skólann og við tók al-
vara lífsisns. En það voru líka
endalausar æfingar og skemmt-
anir. Það var í sunnudagaskólan-
um, hjá skátunum og í skólunum.
Þar spilaði Adda alltaf einleik á pí-
anó sem hún stundaði nám í árum
saman. En það var líka mikið
hlegið, sungið, samið og trallað.
Adda var gæfumanneskja í lífi
sínu þrátt fyrir mikið áfall er hún
missti fyrri mann sinn af slysför-
um. Dæturnar þrjár og barna-
börnin voru henni gleðigjafi og
syrgja nú góða móður og ömmu.
Seinni maður hennar, Guðjón
Bjarnason, var hennar stoð og
stytta og ómetanlegur hluti af lífi
hennar og dætranna. Hann á mik-
ið hrós skilið fyrir alúð og dugnað
eftir að veikindi hennar sögðu til
sín.
Ég sendi öllu þessu góða fólki
hennar Öddu samúðarkveðjur.
Hún mun lifa með okkur áfram í
góðum minningum.
Inga Rúna.
Ásthildur Sigurrós
Ólafsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR ZÓPHÓNÍASDÓTTIR,
Austurvegi 39, Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 29. júní, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju fimmtudaginn
15. júlí klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni á vef Selfosskirkju,
www.selfosskirkja.is.
Ingibjörg Stefánsdóttir Guðjón Haukur Stefánsson
Margrét Stefánsdóttir Gylfi Guðmundsson
Jóhann Ingvi Stefánsson Elín Kristbjörg Guðbrandsd.
Soffía Stefánsdóttir Reynir Guðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBORG BRAGADÓTTIR,
lést 9. júlí á Landspítalanum við Hringbraut.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurþór Ellertsson
Sólveig Ragna Sigurþórsd.
Sigþrúður Sigurþórsdóttir Páll Þórir Ólafsson
Ellert Bragi Sigurþórsson Eva Arna Ragnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Okkar ástkæra
FREYJA EGILSDÓTTIR M.,
sem lést í Danmörku 2. febrúar, verður
jarðsungin frá Selfosskirkju föstudaginn
16. júlí klukkan 14.
Bóthildur E. Hauksdóttir
og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN SIGRÍÐUR AXELSDÓTTIR
frá Ásláksstöðum í Arnarneshreppi,
andaðist á dvalarheimilinu Grund við
Hringbraut í Reykjavík 4. júlí.
Útför hennar fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal
þriðjudaginn 20. júlí klukkan 11:00.
Þórður Ingimarsson
Björn Ingimarsson
Sveinn Ingimarsson
og fjölskyldur þeirra
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ATLI BENEDIKTSSON,
Brekatúni 2, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
þriðjudaginn 6. júlí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. júlí
klukkan 13.
Steinþóra Vilhelmsdóttir
Álfheiður Atladóttir Sigtryggur Sigtryggsson
Kristveig Atladóttir Heimir Finnsson
Þóra Atladóttir Klara Bjartmarz
barnabörn og barnabarnabarn