Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 13.07.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 ✝ Gerður Jóna Benediktsdóttir fæddist í Skóla- vörðuholti í Reykja- vík 11. nóvember 1945. Hún lést á heimili sínu í Lönguhlíð 3 í Reykjavík 2. júlí 2021. Gerður var dóttir Benedikts J. Benediktssonar, f. 10.1. 1904, d. 11.7. 1988 og Þorgerðar Halldórs- dóttur, f. 8.5. 1903, d. 27.1. 1972. Gerður átti fjórar systur: Hulda Björnsdóttir (látin), Hafdís Guð- mundsdóttir, Þóra Björk Bene- diktsdóttir og Rós María Bene- diktsdóttir. Gerður giftist Magnúsi Páls- syni, f. 5.8. 1936, þau skildu. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Hlíf Magnúsdóttir, f. 1964, börn hennar eru: a) Friðrik Þór Gests- son, eiginkona hans er Ingunn M. Vilhjálmsdóttir, börn þeirra eru: Freyja Rún og Iðunn Ýr. b) Gauti Fannar Gestsson, eiginkona hans er Júlíana R. Júlíusdóttir, börn þeirra eru: Arna Guðný, Bryndís Lilja og Katrín Embla. c) Alma Eir Gestsdóttir, sambýlismaður hennar er Kristján V. Stein- lá leiðin í Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Að því námi loknu fór hún í Tungufell, Breiðdal, en hún leit á það sem sitt annað æskuheimili. Á þessum árum kynnist hún eiginmanni sínum, Magnúsi, og hófu þau búskap á hans æskuheimili, Gilsárstekk í Breiðdal. Bjuggu þar fyrstu árin þar til þau fluttu í húsið sem þau byggðu sér á Breiðdalsvík. Gerð- ur starfaði við síldarsöltun, fisk- vinnslu og barnaumönnun. Er fram liðu stundir náði hún sér í réttindi sem nuddari og starfaði sem slíkur, þá var hún með ljósa- stofu og Trimform. Eftir að hún flutti endanlega til Reykjavíkur 1991 opnaði hún og rak nudd- stofuna „Nudd fyrir heilsuna“. Þá stóð hún einnig fyrir fram- leiðslu á náttúrukremum og sölu á þeim í Kolaportinu og á hinum ýmsu mörkuðum hringinn um landið. Hún tók þátt í stofnun og uppbyggingu sunnudagaskólans á Breiðdalsvík og var virk í starfi Kvenfélagsins Hlífar. Hún var einnig félagi í Kiwanis í Reykja- vík. Gerður var listræn og söng- elsk enda var hún barnastjarna, söng á jólatrésskemmtunum með Hauki Morthens og einnig söng hún lagið „Æ, ó, aumingja ég“ inn á hljómplötu með Tríói Árna Ísleifs. Gerður var í kirkjukór Breiðdals og síðar Samkór Stöðvarfjarðar og Breiðdals. Útför Gerðar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 13. júlí 2021, kl. 13. grímsson, barn þeirra er Lísa Kar- en. d) Guðrún Selma Hilmarsdóttir. 2) Hrefna G. Magn- úsdóttir, f. 1966, eiginmaður hennar er Þorsteinn V. Sig- urðsson, börn Hrefnu frá fyrra hjónabandi með Jó- el Jóhannssyni eru: a)Rakel Ósk, sam- býlismaður hennar er Jónas B. Jónasson, börn þeirra eru: Vikt- oría Mjöll og Lovísa Nótt. b) Magnús Hlífar. Börn Þorsteins eru: a) Sigríður Þóra, eig- inmaður hennar er Pétur Þ. Guð- jónsson, börn þeirra eru: Krist- ófer, Sunneva, Pétur og Natalía. b) Fanney Rut, sambýlismaður hennar er Bjarki H. Sveinsson, börn þeirra eru: Tristan, Eva og Logi. 3) Benedikt Páll Magn- ússon, f. 1972, eiginkona hans er Auður Eiðsdóttir, börn þeirra eru: a) Benedikt Jón (látinn), son- ur hans er Brynjar Gauti. b) Eið- ur Bragi, unnusta hans er Sarah B. Hansen. c) Karel Magnús. d) Hilmir Hrafn. Gerður giftist síð- ar Cecil V. Jensen, þau skildu. Eftir grunnskólanám Gerðar Elsku mamma mín, þá er þinni jarðvist lokið sem var þér oft ekki auðveld. Ævi þín byrjaði á vöggu- stofu, þér var þvælt á milli barna- heimila ríkisins, alin upp hjá ein- stæðri fátækri móður í Höfðaborginni, þar sem fólkið á jaðrinum bjó. Það var þér þung- bært að pabbi þinn var kvæntur maður úti í bæ, þetta var flókið fyrir lítið barn að skilja, enda fylgdi þetta þér alla tíð. Strax í æsku birtist þinn sterki persónu- leiki og hæfileiki til söngs, þetta sá pabbi þinn sem kom þér á fram- færi með stærstu tónlistarstjörn- um þess tíma, eins og Hauki Mort- hens og Árna Ísleifs. Þú varst látin syngja á jólatrésskemmtun- um heldra fólksins en fékkst ekki að ganga í kringum jólatréð með börnunum. Seinna söngstu inn á plötu lagið „Æ, ó, aumingja ég“ með tríó Árna Ísleifs, þú varst mjög stolt af því. Hugur minn leit- ar á æskustöðvarnar á Breiðdals- vík en ég var ekki gömul þegar ég áttaði mig á því að þú varst ekki eins og hinar konurnar í þorpinu, þú klæddir þig öðruvísi, varst há- vær, ófeimin og elskaðir athygli, enda hæfileikarík, listræn og skapandi manneskja með trú- gjarnt hjartalag. Þú upplifðir ill- girni og kaldhæðni fólks sem hló á bak þér í öfund enda fékk Gróa á Leiti að fitna og dafna eins og púk- inn á fjósbitanum. Það var ósjald- an sem þér leið illa vegna þessa, þú skildir ekkert í aðstæðum. Þú varst svo dugleg og hlífðir þér aldrei hvorki í vinnu né fé- lagsstarfi, endalaust að sækjast eftir viðurkenningu annarra sem þú fékkst sjaldnast. Þú elskaðir að leika við okkur krakkana í þorp- inu, kenna okkur leiki, þulur og ljóð en þú hafðir ekkert sérstak- lega mikla þolinmæði fyrir okkur systkinunum enda upplifðum við okkur oft í samkeppni við hin börnin um þína athygli. Þú hafðir heimili þitt opið fyrir ættingjum þínum að sunnan sem dvöldu oft heilu og hálfu sumrin hjá okkur. Þú varst ótrúlega útsjónarsöm við að skapa heimilinu aukatekjur, þú varst umboðsmaður SG hljóm- platna enda var hljómplötum ósjaldan staflað í bílinn og síðan keyrt um allar sveitir og seldar plötur á hverjum bæ. Þú byrjaðir einnig að tína jurtir og sjóða niður krem en þannig hófst þín vegferð í að vinna sem nuddari. Eftir að þið pabbi fluttuð alkomin til Reykja- víkur keyptuð þið húsnæði undir nuddstofuna þína, „Nudd fyrir heilsuna“. Um helgar seldirðu krem í Kolaportinu úr jurtum sem þið tínduð á sumrin. Þarna fannst mér þitt blómaskeið vera, þarna fékkstu að vera þú sjálf, en oft er kapp best með forsjá, þú vannst yfir þig og þínir undirliggjandi sjúkdómar fóru að láta á sér kræla og að lokum náðu þeir yfirhönd- inni. Það var ekki auðvelt fyrir mig að horfa á eftir þér út úr lífi okkar og breytast í manneskju sem ég þekkti ekki. Það var held- ur ekki auðvelt, mamma mín, að syrgja þig á lífi og þurfa oft að standa frammi fyrir gömlu sam- ferðafólki þínu með vægðarlausar skoðanir á fjölskyldunni sem það vissi ekki neitt um eða hafði nokk- urn skilning á. En nú er kallið komið og engu verður breytt en ég er orðin sátt við liðna tíð og þá ákvörðun þína að lifa þínu lífi eins og þú gerðir. Hvíl í friði. Hrefna G. Magnúsdóttir. Komið er að kveðjustund, mín kæra Gerða Ben. lést 2. júlí sl., mjög óvænt. Þótt heilsa hennar hefði verið farin að bila er sárt að kveðja eftir 55 ára vináttu. Kynni okkar hófust á Breiðdalsvík þegar þau Magnús byggðu sér hús við hliðina á okkur Árna á Ásvegin- um. Við vorum báðar aðfluttar, ungar, rétt rúmlega tvítugar, að hefja búskap og barneignir. Við komum úr mjög svo ólíku um- hverfi; ég frá Fáskrúðsfirði, hún úr Reykjavík, alin upp af ein- stæðri móður í Höfðaborginni, svo veraldarvön, kát og skemmtileg með sitt fallega breiða bros, hafði sungið lag inn á plötu 12 ára og kom í sveit í Breiðdalinn sem varð alltaf síðan sveitin hennar. Gerða var hörkudugleg, vann alltaf utan heimilis, m.a. í frysti- húsinu, og gekk þar óhikað í öll störf, sum sem ætluð voru karl- mönnum, og í síldarsöltuninni stóð enginn henni á sporði, ætíð með gleði og spaugsyrði á vör. Seinna fór Gerða að vinna á leikskólanum á Breiðdalsvík, þar var hún á rétt- um stað; lék, sagði sögur og söng með krökkunum, sem elskuðu hana og dáðu. Gerða var líka vinsæl nudd- og grasakona, meðfram annarri vinnu tíndi hún jurtir og grös og bjó til alls konar smyrsl og á svip- uðum tíma lærði hún nudd og varð það hennar aðalstarf eftir að hún flutti suður og stofnaði þar sína eigin nuddstofu á Skúlagötu 40, Nudd fyrir heilsuna. Á tímabili vorum við saman í Kiwanisklúbbnum Hörpu í Reykjavík, þar var Gerða fremst í flokki í öllu fjáröflunarstarfi, það var skemmtilegur og gefandi tími sem við áttum þá saman. Í öll þessi ár höfum við haldið vináttusambandi þótt stundum hafi komið tímar sem við hittumst ekki oft, en alltaf haldið símasam- bandi og fylgst hvor með annarri og þá oft rifjuð upp atvik frá liðn- um árum, oftast mikið hlegið, líka grátið, oft fór hún með falleg ljóð fyrir mig sem hún hafði ort því það lá vel fyrir henni, líka kom fyr- ir að hún tók lagið, alltaf stutt í sönginn hjá minni. Alltaf lauk þessum símtölum með guðsbless- unarorðum til mín og minnar fjöl- skyldu. Svona var Gerða; kát, hlý og góð, vildi allt fyrir aðra gera, en því fer fjarri að líf hennar hafi allt- af verið dans á rósum, hún átti sín- ar dimmu og döpru stundir, barð- ist við sjúkdóm sem henni var oft mjög erfiður. Það hagar svo til hjá mér nú að ég get ekki verið viðstödd útför minnar góðu vinkonu. Við Árni sendum Cecil, börnum hennar og fjölskyldum þeirra, svo og öðrum ástvinum, innilegar samúðar- kveðjur. Margrét (Gréta). Gerður Jóna Benediktsdóttir✝ Helga Skúla- dóttir fæddist í Urðarteigi í Beru- firði 19. október 1944. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 2. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Mál- fríður Halldóra Snjólfsdóttir, f. 1909, d. 1992 og Skúli Sigurðsson, f. 1904, d. 1981. Systur Helgu eru: Lilja, f. 1932, d. 2005, Kristín Sigríður, f. 1934, Ásdís, f. 1936, d. 1982, og Elsa, f. 1941. Málfríður var dótt- ir hjónanna Ásdísar Sigurð- ardóttur og Snjólfs Stefáns- sonar frá Veturhúsum í Hamarsdal. Skúli var sonur hjónanna Sigríðar Helgadóttur og Sigurðar Bergsveinssonar frá Urðarteigi í Berufirði. Eiginmaður Helgu er Þor- steinn Ársælsson, fæddur á Siglufirði 1943, ólst upp í Nes- kaupstað. Móðir hans var Ind- íana Guðmundsdóttir, frá Siglu- firði, f. 1907, d. 1995. Kjörfor- eldrar Þorsteins voru hjónin Ársæll Júlíusson frá Mjóafirði, f. 1902, d. 1997, og Bjarney Stef- son, f. 1995, Bjartur Hólm Haf- þórsson, f. 2003. 4) Sigrún, f. 1977, sambýlis- maður Snorri Halldórsson, f. 1975. Sonur þeirra er Styrmir, f. 2010. Helga ólst upp í Urðarteigi við Berufjörð í faðmi fjallanna sem hún alltaf unni. Hún var yngst af fimm dætrum Málfríðar og Skúla. Í Urðarteigi tók hún þátt í hinum almennu sveita- störfum jafnt inni sem úti. Helga og Þorsteinn giftu sig 27. maí 1964 og byrjuðu sinn bú- skap í Huldubjargi á Blómst- urvöllum 18 í Neskaupstað, þar bjuggu þau til ársins 1972 er þau fluttu í nýbyggt hús sitt að Urð- arteigi 4 og hafa búið þar síðan. Helga starfaði lengst af hjá Pósti og síma og Íslandspósti. Hún var mikil hestamanneskja og starfaði með Hestamanna- félaginu Blæ allt frá upphafi og var í stjórn þess um tíma. Helga var mikil hannyrðakona. Einnig hafði hún mikinn áhuga á blómarækt og ljósmyndun. Útför Helgu fer fram í Norð- fjarðarkirkju í dag, 13. júlí 2021, klukkan 14. Streymt verður frá útför: https://www.facebook.com/ nordfjardarkirkja Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat ánsdóttir frá Norð- firði, f. 1907, d. 1988. Börn Helgu og Þorsteins eru fjög- ur: 1) Gunnar, f. 1964, eiginkona, Anna Sigríður Þórðardóttir, f. 1964, dóttir Gunn- ars er Birgitta Jóna, f. 1984, börn hennar eru Róbert Snær, f. 2001, Sandra Ýr, f. 2002, Ind- íana Rós, f. 2013, Ágúst Leó, f. 2014. Börn Önnu Sigríðar eru Erla, f. 1984, d. 1984, Guðlaug Erla, f. 1985, Sigrún, f. 1989, Þóra Kristín, f. 1993, Lárus, f. 1995. 2) Bjarney Kolbrún, f. 1965, sambýlismaður Þorgeir Jóns- son, f. 1971. Sonur þeirra er Hafsteinn Jökull, f. 2005. Sonur Bjarneyjar er Þorsteinn Heiðar Jóhannsson, f. 1989, synir hans eru Jóhann Breki, f. 2014, Elmar Snær, f. 2018. 3) Heiðrún, f. 1974, eiginmað- ur, Halldór Freyr Sturluson, f. 1978. Börn þeirra eru Rökkvi, f. 2013, Rakel Arna, f. 2015. Synir Heiðrúnar eru Elvar Örn Inga- Mig langar til að minnast elsku Helgu, móðursystur minnar, með örfáum orðum. Ég var svo heppin að fá að kynnast henni mjög vel fyrir 40 árum þegar ég var 11 ára. Þá fékk ég það skemmtilega hlut- verk að gæta Heiðrúnar og Sig- rúnar, yngstu dætra þeirra Steina, á meðan þau hjónin voru í vinnunni þá um sumarið. Ég fór með flugi frá Reykjavík og mér þótti þetta ofur spennandi ferða- lag og fannst ég vera að taka að mér mikla ábyrgð með því að gæta þeirra systra í Neskaup- stað. Þarna kynntist ég góðu og hlýju frænku minni, sem alltaf var stutt í hláturinn hjá. Það er ekki hægt að minnast Helgu án þess að nefna Steina, því þau voru eins og eitt. Alltaf stutt í húm- orinn hjá honum, sallarólegur og alltaf svo hlýr og góður. Það var greinilegt að skotturnar sem ég passaði og voru miklir fjörkálfar ólust upp við ást og umhyggju. Allan tímann leið mér vel þarna enda alltaf líf og fjör á heimilinu og svo mikið brallað. Það eru mörg ljúf minninga- brotin sem ég geymi hjá mér af þeim, sérstaklega frá þeim tíma sem ég dvaldi hjá þeim. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þeim og öllum börnunum þeirra svona vel og ég er sann- færð um það að ef þessi stutta dvöl mín þetta eina sumar í Nes- kaupstað hefði ekki komið til, þá hefði mér ekki tekist að tengjast þeim eins vel og raunin varð. Það voru blendnar tilfinningar þegar ég fór frá Helgu á spítalan- um í Reykjavík núna í lok júní. Ég óttaðist að ég myndi ekki hitta hana aftur en á sama tíma var ég þakklát fyrir að hafa náð að kveðja hana þar sem ég hræddist það að það væri ekki langt eftir. Elsku Steini, Gunnar, Bjarn- ey, Heiðrún, Sigrún og fjölskyld- ur ykkar, hugur minn er hjá ykk- ur. Mér finnst gott að geta yljað mér við góðar minningar um elsku frænku. Blessuð sé minning hennar. Birna Eggertsdóttir. Helga Skúladóttir ✝ Helga Hólm Helgadóttir fæddist 4. júní 1928 á Geitagili í Örlygshöfn. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 1. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Helgi Sig- urvin Einarsson, fæddur 16. sept- ember 1895 í Hænuvík, síðar bóndi á Geitagili í Örlygshöfn, dáinn 25. maí 1988 og kona hans Guðmunda Helga Guð- mundsdóttir frá Krossadal við ur frá Syðstu-Fossum í Anda- kíl, fæddur 1. desember 1907, dáinn 10. maí 1995. Þeirra dætur eru Salvör Aradóttir, fædd 8. maí 1953 og Inga Guðmunda Aradóttir, fædd 31. desember 1955. Helga ólst upp á Geitagili og síðar Patreksfirði. Hún stund- aði nám við Héraðsskólann á Núpi 1944-1945. Fór seinna til Reykjavíkur og lauk kennara- prófi 1950. Starfaði víða sem kennari, settist að á Akranesi 1959 og var kennari við Barna- skóla Akraness sem nú heitir Brekkubæjarskóli fram að 1990. Hún gegndi lengi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stúkuna Akurblóm og var þar meðal annars æðstitemplar. Útför Helgu fer fram frá Akraneskirkju í dag, 13. júlí 2021, og hefst klukkan 13. Tálknafjörð, fædd 31. október 1889, dáin 7. september 1945. Bræður Helgu voru Ingi Helga- son, fæddur 30. október 1919, dá- inn 5. desember 1943, Einar Ingi- mar Helgason, fæddur 11. ágúst 1926, dáinn 21. nóvember 1999 og Davíð Jó- hannes Helgason, fæddur 29. maí 1930, dáinn 8. apríl 2005. Eiginmaður hennar var Ari Gíslason, kennari og fræðimað- Nokkur kveðjuorð vil ég setja á blað við fráfall Helgu H. Helga- dóttur, bekkjarsystur minnar úr Kennaraskólanum, en skóla- systkin mín hafa mörg mætt sínu skapadægri síðustu árin. Það var haustið 1948 sem við Helga hittust í fyrsta sinn er við vorum að hefja nám í Kennara- skólanum. Helga kom vestan frá Patreksfirði, mótuð af mikilfeng- legu landslagi Vestfjarða og gró- inni menningu. Helga var með heilsteypta skapgerð, hæversk í framkomu og bar með sér æðru- leysi. Hún gat verið hnyttin í til- svörum og komið með vísukorn ef svo bar undir. Eins og velflestra okkar sem lukum kennaranámi vorið 1950 varð kennslan lífsstarf Helgu. Hún kenndi í nokkur ár á heimaslóðum á Patreksfirði og víðar á landinu. Lengst af starf- aði Helga á Akranesi, þar sem hún og eiginmaður hennar áttu heimili í áratugi og ólu upp dætur sínar. Eftir að Helga fluttist til Akra- ness tengdist hún nánar okkur sem áttum heimili á höfuðborg- arsvæðinu. Hún varð þá kær- kominn þátttakandi í hópnum okkar sem við kölluðum sauma- klúbbinn. Þar voru dægurmálin rædd svo og fjölskyldumálin og auðvitað kennslan. Margar ánægjulegar stundir áttum við saman heima hjá hver annarri. Þar var hlutur Helgu ekki minnstur. Þeirra stunda er kær- komið að minnast. Ég votta dætrum hennar, vin- um og vandamönnum samúð mína. Elín Vilmundardóttir. Helga Hólm Helgadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar end- urgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minning- argreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR J. JÓSAFATSDÓTTUR, Brákarhlíð, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar. Jónanna Björnsdóttir Níels Guðmundsson Ari Björnsson Fanney Kristjánsdóttir Guðríður Björnsdóttir Einar Hermannsson Jón Jósafat Björnsson Dagný Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.