Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.07.2021, Qupperneq 24
S veinn B. Ólafsson fæddist á Krosshóli í Skíðadal 13. júlí 1926. „Við fæddumst öll systkinin í torfbænum Krosshóli en flytjum það- an 1931 niður í Syðra-Holt í Svarf- aðardal og ég var þar fram yfir tví- tugt.“ Sveinn gekk 2,5 km niður á Dalvík til að fara í skólann. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að skrifa. Ég var byrjaður a ævisögu Guðlaugs Bergssonar á Dalvík innan við ferm- ingu, en svo datt það niður þegar leið mín lá til Akureyrar.“ Síðan hefur Sveinn haldið dagbók frá árinu 1942 og allar færslurnar byrja á veðurlýs- ingu. Sveinn hafði alltaf mikinn áhuga á tækni og tækjum. „Ég byrjaði á því að reisa rafstöð í mínu ungdæmi og kom ljósi í kjallarann, eldhúsið og fjósið í Syðra-Holti.“ Tvítugur ætlaði hann að læra rafvélavirkjun á Ak- ureyri, en lítil vinna var í faginu svo hann fór að vinna á saumastofunni Gefjun. Veturinn eftir fékk hann vinnu hjá Samúel Kristbjarnarsyni rafvirkjameistara, sem gat þó ekki tekið hann á samning, en hann vann í versluninni í viðgerðum og af- greiðslu. „Fyrsta verkefnið sem mér var falið var að skipta um þráðinn í öryggjum í rafmagnstöflum. Við gerðum við öll gömul tæki, því það var ekki hægt að hlaupa út í búð og kaupa ný.“ Sveinn sá að litlar líkur væri á samningi fyrir norðan og brá því á það ráð að skrifa rafvirkja- meistara fyrir sunnan, Halldóri Ólafssyni. „Eftir nokkrar vikur hringir Halldór og segir mér að koma strax, svo ég pakka saman í hvelli í lítið koffort og tók bara sæng- ina og koddann.“ Ég fór suður og ferðalagið tók heilan sólarhring.“ Sveinn fékk fyrst inni á efstu hæð á Rauðarárstíg 20, í húsi fyrirtækis Halldórs. Fyrsta vinnudaginn var Sveinn sendur í Brynju til að kaupa sér hamar, en hann var ekki til. „Það var ekkert til á þessum tíma.“ Sveinn rifjar upp hvernig viðskipta- umhverfið var á eftirstríðsárunum. „Það þurfti meira að segja að sækja um leyfi fyrir nánast öllu niðri á Inn- flutningsskrifstofu á Skólavörðu- stígnum. Nokkrum árum síðar fékk ég neitun þegar ég sótti um að kaupa bíl.“ Sveinn vann hjá Halldóri í níu ár en þá ákvað hann að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Ég stofnaði Ljósbogann árið 1957 niðri á Hverfisgötu og starfrækti það í hálfa öld.“ Það er enn starfrækt uppi á Höfða. Sveinn segir þó að reksturinn hafi verið erf- iður á þessum tíma og margir um hituna í stórum verkefnum. „Við gerðum við rafkerfi bíla, heimilis- tæki og fleira og svo fór ég að flytja inn varahluti í bíla þegar hagurinn fór að vænkast. Fyrirtækið flutti í eigið húsnæði í Mjölnisholti og síðan í Rauðagerði.“ Sveinn kynntist konu sinni strax og hann kom í höfuðstaðinn. „Ég hafði ekkert farið á böll, en þegar ég loksins fór, hitti ég konuna. Ég var nú svo mikill sveitamaður í mér að ég hafði ekki sinnu á því að spyrja hvort hún hefði síma svo ég gæti hringt. En stuttu síðar var ég að að keyra niður Bankastrætið og sá hana og þá ákváðum við að fara sam- an í bíó. Það sannaði fyrir mér að ævi manns er að mörgu leyti fyrirfram ákveðin.“ Bjarni Jónsson dómkirkju- prestur gifti ungu hjónin 1. janúar 1950. Sveinn hefur alltaf verið ber- dreyminn og segir mikið lán hafa verið í sínu lífi. „Það var kona sem saumaði á mig fermingarfötin heima og þegar ég fer að máta, kem ég inn í húsið og heilsa. Ég sé að inn af eld- húsinu er lítið herbergi og þar situr mjög fullorðin kona og er að spinna. Hún lítur á mig og segir: „Það fylgir þér ljós. Ég sá það á kommóðunni hérna áðan.“ Sveinn saknar mjög konu sinnar, sem dó árið 2008. „Hún var mikil hannyrðakona, listakona alveg hreint og yndisleg í alla staði. Ég vildi halda þeirri góðu reglu að kona skyldi ala upp börnin.“ Sveinn og Anna byrjuðu búskap inn í leiguíbúð á Njálsgötu og leigðu síðan risíbúð á Grettisgötu, þar til þau fluttu í eigið hús sem þau byggðu í Kópavoginum 1960. „Ég sá í bandarísku blaði aug- lýsingu um efni sem hægt var að steypa úr styttur og við fórum að flytja þetta inn og seldum m.a. í versluninni Liverpool á Laugavegi og þetta hjálpaði okkur við bygging- arkostnaðinn.“ Þegar börnin voru komin til manns fór Anna að vinna, fyrst í netahnýtingu og síðan hjá Nóa Sí- ríus. Þau bjuggu lengst af á Háteigs- vegi og í Rauðagerðinu og höfðu gaman af að sækja danstíma hjá Heiðari Ástvaldssyni. Sveinn var enn þá að vinna þegar hann varð átt- ræður árið 2006 og var í bílskúrnum í Rauðagerðinu að gera við rafmagns- Sveinn Blómkvist Ólafsson rafvélavirki og rafverktaki – 95 ára Heiðursfélagi Sveinn var gerður að heiðursfélaga í Félagi löggiltra rafverk- taka 15. nóvember 1997. Ljósið alltaf fylgt mér Sveinn Hér er Sveinn ungur. Börnin Hér eru Sigríður og Ólafur. Hjónin Sveinn með Önnu eigin- konu sinni. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 50 ÁRA Valdimar fæddist 13. júlí 1971 á Landspítalanum. Hann ólst upp á Litlu- Heiði í Mýrdal en fluttist til Reykjavíkur árið 1987. „Það var spennandi og nýr heimur að ganga um Reykjavík og snuðra í fornbóksölukompum og hitta aðra sérvitr- inga og skáld og fræði- menn og tilbreyting frá því að ræða um fjármörk og landa- merki og gras- sprettu.“ Valdimar hóf nám við Menntaskólann í Reykjavík og fór það- an í Fjölbrautaskólann í Ármúla og nam sam- hliða organleik við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Meðfram náminu vann hann í Pylsuvagninum í Austurstæti og í Bókavörðunni hjá Braga Kristjónssyni. Hann sá um vísnaþátt DV 2 1994-95 og hefur líka verið fjárhúsavaktari og landvörður. „Ég hef alltaf haft áhuga á gömlum bókum, pésum, ljóðlist og bókmenntum og seinna á útgáfu og prentsögunni. Það sem er aska í einni hendi er gnótt í annarri. Gömul, lúin bók getur verið gersemi, því ekki lítur allt fallega út sem er einhvers virði.“ Valdimar hefur gefið út fimm frumortar ljóðabækur: Enn sefur vatnið 2007, Sonnettugeigur 2013, Dvalið við dauðalindir, Vetrarland 2018 sem komu út í Ljóðasafni 2019 og þá Veirufangar og Veraldarharmur 2020. Hann er þekktur fyrir að gauka að fólki ljóðum á förnum vegi. „Ég hef gefið þessar fimm ljóðabækur út. Ég er náttúrulega að selja þær eins og gengur en svo vitna ég mikið í kveðskap og hef hann á hraðbergi og eys yfir saklaust fólk ljóðum.“ Valdimar Tómasson Morgunblaðið/Einar Falur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér finnst öll spjót standa á þér þannig að þú náir ekki andanum. Gakktu samt með lukkuhlutinn þinn. Hann færir þér gæfu, hvort sem þú trúir á hann eða ekki. 20. apríl - 20. maí + Naut Allt verður meira spennandi þegar þú ert með. Munið að gagnrýni hefur mikil áhrif en hvatning enn meiri. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ekki er allt sem sýnist, leiðin að hamingjusömu lífi er oft þyrnum stráð. Búðu þig samt undir harða samkeppni sem þú þó átt að geta sigrast á. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú vilt gefa öðrum ráð eða deila reynslu þinni með þér yngra fólki. Rök- hugsun þín og vilji til þess að hjálpa verður þess valdandi að aðrir virða þig. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Fólk álítur þig mikla áhrifamanneskju í dag. Frumkvæði þitt hefur jákvæð áhrif á fólkið í kringum þig svo nýttu þér það. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur, hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Búðu þig undir annasaman dag og örlitlar tafir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert vinsæll meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Vinnan er bara ánægjuleg og þú færð orku úr umhverfinu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Málefni tengd ástinni, rómantík og jafnvel léttúðugu daðri gera daginn mjög spennandi fyrir þig. Nú er kominn tími til þess að hrista af sér þennan óþroskaða ótta og standa andspænis ógninni. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Í störfum þínum ert þú yngra fólkinu fyrirmynd og þú getur miðlað því mörgu af reynslu þinni. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú vilt gera öllum til geðs en þarft að muna að það er ekki alltaf mögu- legt. Leitaðu ráða varðandi málið hjá ábyggi- legum aðilum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er stórskemmtilegt að horfa á hlutina með augum barnsins. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú hættir þér út í rök- ræður. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Stundum er betra að láta það vera að segja öðrum hug sinn og leyfa þeim að komast að niðurstöðu í málunum sjálfir. Sýndu væntumþykju og þá mun allt fara vel. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.