Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 25

Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 25
tækin. Núna fimmtán árum síðar er hann ótrúlega ern og gæti auðveld- lega verið tuttugu árum yngri. Fjölskylda Eiginkona Sveins var Anna Þor- gilsdóttir húsfreyja, f. 14.3. 1928, d. 2008. Foreldrar hennar voru hjónin Þorgils Þorgilsson, f. 5.9. 1884, d. 18.6. 1971, bóndi á Þorgilsstöðum í Fróðárhreppi, og Áslaug Kristensa Jónsdóttir, f. 1.12. 1892, d. 25.2. 1973, húsfreyja á Þorgilsstöðum og síðar á Sólvangi í Hafnarfirði. Börn Sveins og Önnu eru 1) Ólafur Þorgils Blómkvist, f. 5.9. 1953, við- skiptafræðingur í Garðabæ kvæntur Björgu Guðmundsdóttur. Dóttir þeirra er Anna Kristín, f. 2. 7. 1978, förðunarfræðingur og háskólanemi í Kópavogi, og María, f. 31.3. 1986, gullsmíðameistari og býr í Austin í Texas. 2) Kristlaug Sigríður, f. 5.5. 1958, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Guð- mundur Hannesson, húsa- og hús- gagnasmiður. Börn þeirra eru Áslaug Rós, f. 13.10. 1983, Hannes, f. 10.7. 1988, og Valdís, f. 9.10. 1992. Systkini Sveins voru Snjólaug Að- alheiður, f. 24.10.1918, d. 1941; Sig- urður, f. 29.7. 1916, d. 2005; Jón Gunnlaugur, f. 29.11. 1917, d. 1993 ; Kjartan, f. 27.2. 1919, d. 1973; Ívar, f. 21.11. 1921, d. 1999, og Stefanía, f. 21.10. 1927, d. 1930. Foreldrar Sveins voru hjónin Ólafur Tryggvi Sigurðsson bóndi, f. 2.3. 1891, d. 2.10. 1952, og Kristjana Jónsdóttir húsfreyja, f. 1.7. 1882, d. 25.2. 1970. Þau bjuggu í Syðra-Holti í Svarfaðardal. Sveinn Blómkvist Ólafsson Helga Jónsdóttir húsfreyja á Fyrirbarði, Barðssókn, Skag. Seinni kona Guðmundar Árnasonar. Guðmundur Árnason bóndi á Steinavöllum í Flókadal, Skagafirði Helga Guðmundsdóttir bústýra í Háakoti í Stíflu, á Brúarlandi í Deildardal, í Bjarnastaðaseli í Kolbeinsdal og í Klaufabrekknakoti Jón „læknir“ Halldórsson bóndi á Hofsá og í Klaufabrekknakoti í Svarfaðardal, Eyj., Bjarnastaðaseli í Kolbeinsdal og víðar í Skagafirði. Hagur smiður og fékkst einnig mikið við lækningar. Kristjana Jónsdóttir húsfreyja í Syðra-Holti í Svarfaðardal, Eyj. og á Krosshóli, Skíðadal, Eyj. Helga Björnsdóttir húsfreyja á Bakka í Svarfaðardal, Eyj. Halldór Jónsson bóndi og smiður á Bakka í Svarfaðardal. „Mikill smiður“, segir Espólín. Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal Runólfur Ísaksson bóndi á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal Júlía Runólfsdóttir húsfreyja á Þverá í Svarfaðardal Sigurður Ólafsson bóndi í Koti og Þverá í Svarfaðardal og á Krosshóli í Skíðadal, Eyj. Margrét Jónsdóttir húsfreyja á Koti í Svarfaðardal Ólafur Sigurðarson bóndi á Koti í Svarfaðardal Úr frændgarði Sveins B. Ólafssonar Ólafur Tryggvi Sigurðsson bóndi og meðhjálpari í Syðra- Holti í Svarfaðardal, Eyj. Síðar á Krosshóli, Skíðadal, Eyj. DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021 RAGNAR ÆFÐI SIG HELST Á MINNIHLUTAHÓPUM. „AFMÆLISGJÖFIN ÞÍN ER ÚTI Í BÍLSKÚR AÐ HLAÐA RAFGEYMINN Í BÍLNUM.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að halda sambandi þó höf skilji að. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KÆRI JÓLI, ÉG VIL EINKAKOKK Í JÓLAGJÖF. TIKK, TIKK, TIKK TIKK, TIKK, TIKK ÍTALA, SEM GERIR ÞRUSUGOTT LASAGNA. HEI, EF MAÐUR SPYR EKKI FÆR MAÐUR EKKERT! ÓKEI… ÞÚ ERT REKINN!FÉLAGAR, ÉG VIL HEYRA ÁLIT YKKAR! HVERNIG GET ÉG ORÐIÐ BETRI LEIÐTOGI? TAKTU SKYNSAMLEGAR ÁKVARÐANIR! HEIM S- ENDI R ER Í NÁN D HÆ, MAMMAOG PABBI! Bók Birgis Kjarans, „Til varnar frelsinu“, lýkur svo: „Ólafur Thors var óvenjulaus við að vera orðsjúkur maður og aðra hafði hann aldrei að skildi fyrir sér. Það var ljúft að fylgja þeim leiðtoga. Vel tel ég þessi vísuorð Þorsteins Erlingssonar lýsa honum, þótt um annan sé kveðið: Þó að öðrum bregði í brún, bólgni og rjúki leiðin, siglir hann alltaf efst við hún, á því þekkist skeiðin.“ Þórunn, dóttir Jóns Arasonar, var gift Ísleifi Sigurðssyni á Grund í Eyjafirði. Hann var höfðingi og skartmaður mikill, en gat ekki börn við konu sinni. Því lét Þórunn kveða til hans í vikivaka: Í Eyjafirði upp á Grund, á þeim garði fríða, þar hefur bóndi búið um stund, sem barn kann ekki að smíða. Hallur Bjarnason bjó lengi á Möðrufelli. Hann var svaðamenni en duglegur og skarpvitur. Hallur var á alþingi sem Vaðlasýslumaður 1640 en 1641 var hann frá sýslu. Hann dó nokkrum árum síðar. Við útför hans var staddur Magnús Björnsson lögmaður. Er þá sagt að hann hafi ölvaður kveðið til ekkju Halls vísu þessa: Kroppurinn leggst í kistu af tré, kann ei lengur bramla, en hvar ætlarðu að sálin sé seima þöllin gamla? Ég tók upp Ljóðmæli Gríms Thomsens af gömlum vana og fletti upp á „Vísunni hans Æra-Tobba“ en hún er svona: Veit ég víst hvar vaðið er, vil þó ekki segja þér. Fram af eyraroddanum undan svarta bakkanum. Út af þessari vísu leggur Grímur Thomsen þannig: „Veit ég víst hvar vaðið er“ vaðið yfir lífsins straum; á bakkanum sætum sofnast þér svefni fyrir utan draum. „Veit ég víst hvar vaðið er vil þó ekki segja þér.“ Enginn þetta þekkir vað, þó munu allir ríða það. „Fram af eyraroddanum, undan svarta bakkanum“, feigðar út af oddanum undan grafar bakkanum. Ég læt þessa stöku Gríms fylgja: Ljáið byrði lífs mér alla, létt skal bera meir’ en það, megi’ eg þreyttur höfði halla hálsi björtum meyjar að. Hannes Hafstein kvað: Karlmanns þrá er, vitum vér, vefja svanna í fangi. Kvenmanns þráin einkum er að hann til þess langi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur héðan og þaðan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.