Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 2021
Fótboltinn kom ekki heim.
Hann fór til Rómar. Þetta hljóm-
ar að sjálfsögðu betur og rímar
rétt á enskri tungu en þannig
fóru leikar á Wembley.
Ítalir eru Evrópumeistarar
karla í fótbolta í fyrsta sinn í 53
ár en Englendingar þurfa að bíða
enn lengur en 55 ár eftir stórum
titli í heimsfótboltanum. Spurn-
ing hvort þeir fái betra tækifæri
en þetta.
Allt stóð þetta og féll með
síðustu vítaspyrnunni þar sem
nítján ára enskur strákur kiknaði
undan álaginu og 22 ára Ítali
stóð uppi sem hetja. Donn-
arumma varði tvær síðustu víta-
spyrnur Englendinga (ekki þrjár
eins og við sögðum í gær!) og
það réð úrslitum.
En þarna mættust tvö flott
lið. Besta enska landslið sem
sést hefur í háa herrans tíð og
óvenjusóknarsinnaðir Ítalir sem
vanalega hafa ekki glatt augað
með tilþrifum fyrir framan miðju.
Svo er ekki hægt annað en
að hrífast með hinum lífsglaða
Giorgio Chiellini, fyrirliða Ítala.
Varnarjeppi af gamla ítalska
skólanum en magnaður karakter.
(Hlýtur að vera skyldur Palla
Kretovic sem spilaði sömu stöðu
í vörn Blika undir lok síðustu ald-
ar. Þeir eru fáránlega líkir!)
Chiellini bauð upp á
skemmtiatriði fyrir víta-
spyrnukeppnina gegn Spánverj-
um í undanúrslitunum. Hann
fagnaði tæklingum og björgunar-
aðgerðum í vítateig Ítala og
brosti út að eyrum við öll mögu-
leg tækifæri.
Þetta voru tvö bestu lið
mótsins. En þau fá harða sam-
keppni á HM í Katar í lok næsta
árs þegar Spánverjar, Frakkar,
Þjóðverjar og Belgar gætu hæg-
lega verið búnir að ná vopnum
sínum á ný. Ásamt fleirum.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þrátt fyrir meiri stigamissi en búast
hefði mátt við eru Valur og Breiða-
blik að hrista af sér aðra keppinauta
í úrvalsdeild kvenna og allt stefnir í
enn eitt einvígi þeirra um Íslands-
meistaratitilinn.
Valskonur þurftu að hafa talsvert
fyrir því að vinna Stjörnuna 2:0 í
Garðabæ í gærkvöld en eru áfram
tveimur stigum á undan Blikum.
„Leikurinn sem slíkur mun ekki
lifa lengi í minninu, andleysi og laus
við færi í fyrri hálfleik en aðeins lifn-
aði yfir honum eftir hlé þegar efsta
lið deildarinnar tók völdin,“ skrifaði
Stefán Stefánsson m.a. í grein um
leikinn á mbl.is.
_ Mary Alice Vignola og Lára
Kristín Pedersen skoruðu báðar sitt
fyrsta deildarmark fyrir Val. Lára
var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síð-
an hún kom frá Napoli fyrr í þessum
mánuði.
_ Naya Lipkens, bandarískur
markvörður, varði mark Stjörn-
unnar í fyrsta sinn en hún kom frá
Víkingi R. um helgina.
Breiðablik var hinsvegar ekki í
teljandi vandræðum með Fylki og
vann öruggan 4:0 sigur í Árbænum.
„Með innkomu belgísku landsliðs-
konunnar Chloé Vande Velde er
komið meira jafnvægi á miðjunni hjá
Breiðabliki og Íslandsmeistararnir
stýrðu leiknum frá a til ö. Þá var
gaman að sjá Hildi Antonsdóttur
koma inn á og skora en hún lék að-
eins tvo leiki síðasta sumar vegna
meiðsla. Sigurinn var mjög verð-
skuldaður, þótt Fylkiskonur séu ef-
laust svekktar yfir hve stór hann
var,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs-
son m.a. í grein um leikinn á mbl.is.
_ Áslaug Munda Gunnlaugs-
dóttir skoraði tvö fyrri mörk Breiða-
bliks. Hún hefur þá skorað fjögur
mörk í deildinni í ár og öll gegn
Fylki. Hún gerði hin tvö í fyrstu um-
ferðinni þegar Blikar unnu heima-
leikinn gegn Árbæjarliðinu 9:0.
_ Hildur Antonsdóttir innsiglaði
sigur Blika með glæsilegu marki í
uppbótartíma leiksins.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Garðabær Valskonan Ída Marín Hermannsdóttir með Stjörnukonurnar
Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur og Gyðu Kristíni Gunnarsdóttur á hælunum.
Allt stefnir í
annað einvígi
- Valur og Breiðablik unnu bæði
Samningur miðjukonunnar við
stórlið Lyon rennur út næsta sum-
ar en hún gekk til liðs við franska
félagið frá Wolfsburg sumarið
2020.
„Í besta falli fæ ég nýjan samn-
ing hjá Lyon og fæ góðan tíma til
þess að koma mér aftur í mitt
besta form,“ sagði Sara Björk.
„Ég átta mig líka á því að ef ég
er ekki í góðu standi þá gæti sú
staða komið upp að þeir vilji ekki
endursemja við mig. Ég tel mig
samt vera búna skapa mér ákveðið
nafn og ég ætti þar af leiðandi að
vera með einhverja möguleika í
stöðunni, sama hvað gerist. Ég er
alls ekki búin og mig langar að
spila í hæsta gæðaflokki sem móð-
ir,“ bætti Sara Björk við.
„Ég hef alltaf verið í líkamlega
góðu formi og vonandi mun það
hjálpa mér þegar ég sný aftur á
knattspyrnuvöllinn,“ sagði Sara
Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði ís-
lenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu og leikmaður Lyon í
Frakklandi, í Dagmálum, frétta-
og menningarlífsþætti Morgun-
blaðsins.
Sara Björk, sem er þrítug, á von
á sínu fyrsta barni í nóvember á
þessu ári ásamt sambýlismanni
sínum Árna Vilhjálmssyni.
Vill spila áfram í hæsta gæðaflokki
Morgunblaðið/Eggert
Barnshafandi Sara Björk á von á
sér í nóvember á þessu ári.
FYLKIR – BREIÐABLIK 0:4
0:1 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 34.
0:2 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 56.
0:3 Taylor Ziemer 63.
0:4 Hildur Antonsdóttir 90.
MM
Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðab.)
M
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir (Fylki)
Sæunn Björnsdóttir (Fylki)
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Taylor Ziemer (Breiðabliki)
Cloé Vande Velde (Breiðabliki)
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Dómari: Aðalbjörn Þorsteinsson – 7.
Áhorfendur: 384.
STJARNAN – VALUR 0:2
0:1 Mary Vignola 72.
0:2 Lára Kristín Pedersen 81.
M
Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Stjörn.)
Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjörnunni)
Mary Alice Vignola (Val)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Ída Marín Hermannsdóttir (Val)
Dómari: Arnar Þór Stefánsson – 8.
Áhorfendur: Um 100.
MEISTARADEILD
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslandsmeistarar Vals fá Króat-
íumeistara Dinamo Zagreb í heim-
sókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda í
kvöld þegar liðin mætast öðru sinni
í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikurinn í Zagreb í síðustu
viku tapaðist naumlega, 3:2, eftir
magnaðan endasprett Valsmanna.
Í stöðunni 3:0 blés ekki byrlega
fyrir Val og útlitið dökknaði enn
frekar þegar Dinamo fékk sína aðra
vítaspyrnu seint í leiknum. Hannes
Þór Halldórsson varði hana hins
vegar og Kristinn Freyr Sigurðsson
og Andri Adolphsson skoruðu svo
sitt markið hvor fyrir Val með mín-
útu millibili skömmu fyrir leikslok.
Birkir Már Sævarsson þakkar
góðri innkomu varamanna helst fyr-
ir endurkomuna frábæru. „Þeir sem
komu inn á voru vel stemmdir, góðir
og ferskir. Leikmenn Dinamo urðu
kannski ögn kærulausir og við geng-
um bara á lagið. Þeir voru farnir að
liggja til baka og beita skyndisókn-
um til þess að halda leiknum í 3:0 og
fannst það bara fínt. Þeir hafa
kannski ætlað að reyna að spara
orku og sækja hratt á okkur,“ sagði
hann við Morgunblaðið.
Þeir voru komnir á hælana
„Þeir voru næstum því búnir að
ná inn þessu fjórða marki og það
hefði verið helvíti þungt. En sem
betur fer varði Hannes vítið og svo
komu varamennirnir sterkir inn
þegar við þurftum á ferskum fótum
að halda.
Við héldum áfram að gera okkar,
það sem við vorum að gera. Það
gekk svolítið illa í fyrri hálfleik, við
vorum ekkert sérstakir í honum og
þeir auðvitað góðir, en við héldum
áfram, héldum okkar striki og það
skilaði sér í þessum tveimur mörk-
um undir lokin,“ hélt Birkir áfram.
Spurður hvort vítaspyrnuvarsla
Hannesar hafi gefið Val byr undir
báða vængi sagði hann: „Já það er
alltaf peppandi þegar víti er varið,
það er frábært, en hvort það hafi
gefið okkur eitthvert spark í rassinn
veit ég ekki. Fyrra markið gaf okk-
ur smá aukinn kraft til þess að
halda áfram. Við sáum að þeir voru
komnir aðeins á hælana.“
Möguleikarnir fínir
Birkir Már sagði leikinn í kvöld
leggjast vel í Valsliðið. „Eftir fyrri
leik á móti sterkum liðum í Evr-
ópukeppni vill maður eiga mögu-
leika í seinni leiknum og við eigum
það klárlega. Við erum bara spennt-
ir og með mikla trú á verkefninu.“
Mikilvægt væri að byggja ofan á
lokaspretti fyrri leiksins. „Við sáum
það í fyrri leiknum, sérstaklega í
seinni hálfleik sem var auðvitað
miklu betri en fyrri hálfleikurinn, að
við þorðum aðeins meira og það var
allt aðeins betra í honum. Við þurf-
um að halda áfram þar sem frá var
horfið í lokin á síðasta leik.“
Því mæti hann möguleika liðsins á
að komast áfram í næstu umferð
sem prýðilega. „Við sáum að það
væri möguleiki á því að skora á þá
mörk þannig að við þurfum að gera
aðeins betur varnarlega og reyna að
koma í veg fyrir að þeir refsi fyrir
öll mistök okkar. Nánast fyrir hver
einustu mistök sem við gerðum í
fyrri leiknum var refsað með marki.
Ef við náum að forðast að gera
mistök og reynum að nýta þessa
möguleika fram á við eins og við
gerðum í síðasta leik þá eru mögu-
leikarnir fínir,“ sagði Birkir Már að
lokum í samtali við Morgunblaðið.
Vinnur Valur kraftaverk?
- Marki undir gegn sterku liði Dinamo
fyrir seinni leikinn á Hlíðarenda í kvöld
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Einbeittir Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Már Sævarsson og Rasmus
Christiansen glíma við sterka sóknarmenn Dinamo Zagreb í kvöld.
Enska knatt-
spyrnufélagið
Manchester Unit-
ed hefur fengið
leyfi til að ræða
við franska varn-
armanninn
Raphaël Varane
sem leikur með
Real Madrid.
United og Real
eiga hins vegar
enn eftir að komast að sam-
komulagi um kaupverðið. Paris SG
hefur einnig áhuga á Varane.
Hann á eitt ár eftir af samningi
sínum við Real Madrid og vill Unit-
ed að kaupverðið verði lágt vegna
þessa, en hann getur annars farið á
frjálsri sölu til enska félagsins eftir
tímabilið. Varane hefur verið í her-
búðum Real frá 2011 og leikið yfir
350 leiki með liðinu. Þá á hann 79
landsleiki að baki fyrir Frakkland.
United má
ræða við
Varane
Raphaël
Varane
Úrslitakeppni NBA
Þriðji úrslitaleikur:
Milwaukee – Phoenix ....................... 120:100
_ Staðan er 2:1 fyrir Phoenix og fjórði leik-
ur í Milwaukee annað kvöld.
4"5'*2)0-#