Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 32

Morgunblaðið - 13.07.2021, Page 32
Myndlistarmaðurinn Páll Haukur Björnsson er iðinn við kolann og tekur nú þátt í fjórum myndlistarsýningum á jafnmörgum stöðum. Páll er á mála hjá galleríinu BERG Contemporary og eru sýningarnar ýmist einka- eða samsýningar og eru í Listasafni Reykjavíkur, Verksmiðj- unni Hjalteyri, Neskirkju og í BERG Contemporary, eins og lesa má um á vefsíðu hans, pallhaukur.com. Páll Haukur Björnsson tekur þátt í fjórum myndlistarsýningum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sveitasjoppa er miðlæg stofnun: mannlífsmiðstöð þar sem fólk sækir nauðsynjar en líka til þess að blanda geði og ræða málefni dagsins. Á löngum tíma hér hef ég kynnst mikl- um fjölda fólks sem hér hefur staldr- að við; mér finnst ég stundum þekkja hálfa þjóðina,“ segir Gunnar Egilsson, kaupmaður í versluninni Árborg í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi. Söluskálinn er nærri Árnesi og er við þjóðbraut, þar sem leiðin liggur í Þjórsárdal og inn á hálendið. Festum rætur í þessu umhverfi Þau Gunnar og Sigrún Halldórs- dóttir kona hans fluttu úr Reykjavík árið 1985. Voru tvö ár í Reykjanesi við Djúp með mötuneyti og sumar- hótel, stóðu vaktina í Skálholtsskóla í eitt ár en árið 1988 fregnuðu þau að fólk vantaði til að sjá um verslun við Árnes sem Olíufélagið hf. setti á fót tveimur árum fyrr. „Við tókum hér við í aprílbyrjun 1988. Festum fljótt rætur í þessu umhverfi sem hentar okkur vel. Er- um í hestamennsku, eigum hér land- spildu og hús hér í þorpinu við Ár- nes. Satt að segja verður ekki á betra kosið. En auðvitað er maður ekki að yngjast og barátta við krabbamein tók toll. Við höfum því gefið út að við viljum selja rekst- urinn, ef einhver er kaupandinn. Fyrir framtakssamt fólk er þetta frábært tækifæri,“ segir Gunnar. Árborg er í alfaraleið Sveitafólkið stoppar gjarnan í Ár- borg, þar sem seld er dagvara og raunar margt fleira. Yfir sumartím- ann eru ferðamenn allsráðandi með- al viðskiptavina. Eftir ládeyðu síð- ustu misserin er ferðaþjónustan komin á fullt – og margir fara þá ein- mitt í uppsveitir Árnessýslu. „Nú í morgun komu hér við þrjár rútur með ferðamenn á leið í Land- mannalaugar. Margir sem staldra hér við stefna í Veiðivötn, norður Sprengisand og svo framvegis. Ár- borg er í alfaraleið og nafnið verður ekki frá okkur tekið, þótt sveitarfé- lag í Flóanum heiti það sama. Við vorum langt á undan,“ segir Gunnar. Afgreiðslan er ævintýrið Í verslunarrekstrinum í Árborg er verkaskiptingin skýr. Sigrún sér um pantanir, innkaup og að ekkert vanti en Gunnar um að sækja aðföng og útisvæðið, plön, bensíndælur og um- hverfið sem þarf að vera snyrtilegt. „Auk þess að vera með starfsfólk er- um við svo bæði í afgreiðslu sem auðvitað er ævintýrið í þessu starfi; að spjalla við fólkið – ólíkt eins og það er margt,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitaverslun Gunnar Egilsson og Sigrún Halldórsdóttir við söluskálann Árborg þar sem margir staldra við. Mér finnst ég stundum þekkja hálfa þjóðina - Gunnar og Sigrún hafa verið 34 ár á sjoppuvakt í Árnesi ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 194. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Skagamenn eru komnir í vonda stöðu á botni úrvals- deildar karla í fótbolta eftir ósigur gegn Leikni í Efra- Breiðholti í gærkvöld. Þeir eru nú verr settir en þeir voru á sama tíma í öll þrjú skiptin sem þeir hafa áður fallið úr deildinni á þessari öld. Leiknismenn eru hins- vegar komnir í efri hluta deildarinnar og hafa fengið þrettán stig á heimavelli sínum. »26 Slæmt útlit hjá Skagamönnum ÍÞRÓTTIR MENNING 400l farangursboxið er núhægt að kaupa á netinu og fá fría heimkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu. Hlaupahjól semer byggt til að endast.Með fjöðrun á bæði fram- og afturdekki. Öryggi er einnig í fyrirrúmimeð lýsingu að framanog aftan. Hjólafesting frá Thule sempassar gjörðum frá 16-29". Togstýring kemur í veg fyrir að festingin sé hert ofmikið og fer því beturmeðhjólið þitt. Farangursbox InvictaMicroMerlin Hjólafesting á toppboga Verð frá:49.990kr. Verð frá: 109.990kr. Verð frá:28.990kr. VefverslunBL Frábært úrval af aukahlutum, ferðabúnaði, gjafavörum og rafhjólum í nýrri vefverslun okkar. Kíktu á úrvalið áwww.bl.is/vefverslun BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 6 6 2 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.