Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 1

Morgunblaðið - 26.07.2021, Side 1
M Á N U D A G U R 2 6. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 173. tölublað . 109. árgangur . Bókaðu borgarferð í haust og byrjaðu að telja niður dagana. FÓR ÚR SÖNG YFIR Í LEIKLIST Á BROADWAY DEILUR Í NÍGERÍU TEFJA SKILIN VALUR OG VÍKINGUR AÐ STINGA AF Í PEPSI-DEILDINNI BENIN-BRONSIÐ 29 ÍÞRÓTTIR 26HEIÐA FERTUG 24 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, væntir ekki mikilla átaka þegar endurskoðunarákvæði lífskjara- samningsins virkjast í haust. „Maður veit ekki hvernig stemn- ingin verður með haustinu eða hver staðan á faraldrinum verður. Á þess- ari stundu er ekki mikil stemning, hvorki í samfélaginu né innan verka- lýðshreyfingarinnar, fyrir átökum eða aðgerðum sem auka á óvissu í þjóðfélaginu samhliða fjölgun smita. Það er mitt mat, en þetta get- ur breyst hratt og það mun fara eft- ir stemningunni hjá okkar félags- mönnum og í samfélaginu hver afstaða okkar verður til þessarar endurskoðunar í haust,“ segir Ragn- ar Þór um stöðuna. Ekki staðið við loforðin „Fulltrúar Alþýðusambands Ís- lands og stóru félaganna munu setj- ast niður og meta stöðuna út frá því hversu mikil áhrif vanefndir ríkis- stjórnarinnar munu hafa á kjara- samningana. Þá munum við meta hin hagrænu áhrif faraldursins, ekki að- eins á Íslandi heldur í heiminum öll- um, og hvort þau séu farin að ganga til baka,“ segir Ragnar Þór og vísar til áhrifa faraldursins á verðbólgu. Á næsta ári verði gerð krafa um launa- hækkanir sem jafni út verðbólguna. Ragnar Þór segir vaxtalækkanir Seðlabankans hafa haft jákvæð áhrif á kaupmátt sinna félagsmanna. Hins vegar hafi stjórnvöld sýnt granda- leysi með því að vera ekki nógu vel búin undir þá spennu sem myndaðist í kjölfarið á fasteignamarkaðnum. Ekki stemning fyrir átökum - Formaður VR vísar til veirunnar - Skort hafi mótvægi við vaxtalækkanir MVerðbólguþróunin … »6 Ragnar Þór Ingólfsson Líklega síðustu útihátíðir sumars- ins fóru fram um helgina, þar á meðal Bræðslan á Borgarfirði eystri. Samkvæmt forsvarsmanni hátíðarinnar gekk hún eins og í sögu og var aðsóknin góð þrátt fyr- ir samkomutakmarkanir innan- lands sem tóku gildi á miðnætti á laugardag. Öllum hátíðum versl- unarmannahelgarinnar hefur verið aflýst. Alls greindust 183 ný smit á föstudag og laugardag, um 70% þeirra sem þau báru voru bólusett- ir. Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn segir það vonbrigði að bólusetning skuli ekki verja fólk betur gegn smiti. Hann segir þó að ef ekki væri fyrir bólusetningar væri um svo stóran faraldur að ræða „að við værum búin að missa algjörlega tökin á þessu“. Nú eru 544 í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítala og 130 í einangrun í farsóttarhúsi. Már Kristjánsson yfirlæknir segir að farið sé að bera á endursýkingum í nokkrum til- vikum. Það séu einstaklingar sem hafi ekki þegið bólusetningu eftir fyrra smit og eru nú smitaðir af Delta-afbrigðinu. »2-6 Morgunblaðið/Ari Páll Karlsson Síðustu útihátíðir sumarsins Tónlistarhátíð Tónleikagestir á Bræðslunni njóta hér síðasta hálftímans án takmarkana innanlands sl. laugardagskvöld, að loknum tónleikunum. _ Óbreyttar aðstæður í rekstri kirkna kalla á uppstokkun í starfi þeirra. Þetta segir sr. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur við Bústaðakirkju í Reykjavík, sem í næsta mánuði lætur af embætti vegna aldurs. Sóknargjöld hafa ekki fylgt verðlagsþróun sem kemur niður á safnaðarstarfi, segir Pálmi, sem telur jafnvel að ekki verði grundvöllur fyrir rekstri ein- hverra kirkna. Starf í sóknum landsins segir Pálmi að standi sterkt og standi fólki nærri, en þjóðkirkjan sem stofnun sé í ann- arri stöðu. » 10 Uppstokkun í starfi kirkna er hugsanleg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.